Dagblaðið Vísir - DV - 19.06.2001, Page 12
12
ÞRIÐJUDAGUR 19. JÚNÍ 2001
Skoðun DV
Antonio Louzir pizzageröarmaöur:
Ég var aö vinna og fór í bæinn, þaö
var rosalega gaman.
Theodór Einarsson leigubílstjóri:
Ég var aö vinna, heföi samt mátt
vera meira að gera.
Ómar Friöriksson leigubílstjóri:
Ég var heima og foröaöist þrengslin
í bænum.
Friörik Róbertsson vagnstjóri:
Ég var aö keyra strætó í brjálæöis-
legri umferö í bænum.
Bergþóra Kvaran nemi:
Fór í bæinn á tónleikana og þaö
var mjög fínt.
Ingibjörg Jónsdóttir nemi:
Fór í bæinn og sá því miöur ömur-
lega íslendinga berja stráka
frá Filippseyjum.
„Milljarða krónukaup og sala
Gengisfall og veröbólga í kjölfariö.
Spákaupmennska
og spekúlantar
Rúnar Þór Hallsson
skrifar:
Undirritaöur horfði á sjónvarps-
fréttir og Kastljós nýlega. Eftir það
áhorf get ég ekki orða bundist. For-
sætisráðherra kemur fram brosandi
og segir að verðbólgan lagist, þeita
sé bara skammtímahækkun. Þetta
hefur hann sagt í sjónvarpsviðtali í
marga mánuði. Allir eiga að vera ró-
legir. Og allir virðast trúa þessari bá-
bilju. Heldur ráðherrann að maður
geti verið rólegur yflr að þurfa að
borga 7% hærri vexti á einum mán-
uði eða samtals nú orðið 25% af
venjulegu láni teknu (ásamt svoköll-
uðum kostnaði og vöxtum) í Lands-
bankanum?
Mér finnst nú tími til kominn fyr-
ir Davíð að taka á þeim mönnum
sem eru að leika sér að þvi að eyði-
leggja krónuna að tilefnislausu. Ég
er að tala um spákaupmennina á
„Mér finnst, burt séð frá
allrí bankaleynd, að það
eigi að birta nöfn þeirra
manna og fyrirtœkja sem
stunda þessi landráð sem ég
vil kálla svo. “
millibankamarkaðinum. Mér fmnst,
burt séö frá allri bankaleynd, að það
eigi að birta nöfn þeirra manna og
fyrirtækja sem stunda þessi landráð
sem ég vil kalla svo.
Ef rétt er að nokkurra milljarða
krónukaup eða sala á millibanka-
markaði orsaki margra prósenta
gengisfaU og verðbólgu í kjölfarið á
hreinlega að loka honum. Þeir sem
stjóma markaðinum era hreinlega
ekki starfi sinu vaxnir. Þá mættu
tveir „prófessorar" í peningamálum
frá Seðlabankanum og íslandsbanka
í Kastljósið í gær, 13. júní, og létu
ljós sitt skína. Mér finnst að stjóm-
endur Kastljóss ættu að lesa yfir
þær yfirlýsingar sem spekúlantar
frá sömu stofnunum létu frá sér
fara í þættinum fyrir ári síðan. -
Orðrétt og nákvæmlega sömu setn-
ingamar: „Þetta er skammtíma-
hækkun." - „Verðbólgan lækkar aft-
ur á næsta ári“. Og Gísli Marteinn:
„Það hleypur sko hland fyrir hjart-
að á manni viö aö heyra svona verð-
bólgufréttir“.
En þetta þekkir maður sjálfur því
ég var að byggja hús á árunum
1979-1982 með 100% verðbólgu hang-
andi yfir mér og það er sannarlega
ekkert gamanmál. En svona setnng-
ar eins og þær hér að ofan eru fróð-
legar fyrir þær sakir að hér er um
sömu tugguna að ræða ár eftir ár. -
Og nú hefst annar hringur...
Hagnaður til framtíðar
„Einnig mœtti hugsa sér að
lítil víkingaskip vœru til-
tcek (jafnvel með mótor til
að flýta útsýnisferðum) á
sumum stöðum og þau
yrðu fljót að borga sig. “
Jón Pétur Kristjánsson
skrifar:
Þar sem ferðamannastraumur til
íslands á eftir að aukast jafnt og
þétt vegna vaxandi velmegunar á
jörðinni fmnst mér eðlilegt að lagt
sé mun meira upp úr því en nú er
að byggja upp á landi voru fagurt og
heilsteypt þjóðfélag sem leggur
metnað sinn í að taka vel á móti
ferðamönnum en láta ekki hend-
ingu ráða um það t.d. hvert ferða-
fólk fer eða hvað því er boðið upp á.
Tiltölulega stutt er á milli staða á
þessari eyju og því ekki örðugt um
samræmingu á mörgum sviðum.
Ég minni á aukna sölu minja-
gripa og aðra þjónustu sem ferða-
menn sækjast sífellt eftir. Hér mætti
því vel koma upp glerblástursstöðv-
um á hinum ýmsu stöðum og bæj-
um viða um land. Einnig mætti
hugsa sér aö lítil víkingaskip væru
tiltæk (jafnvel með mótor til að flýta
útsýnisferðum) á sumum stöðum og
þau yrðu fljót að borga sig, tel ég.
Ekki sakaði aö sveitarfélögin tækju
þátt í þess háttar uppbyggingu.
Við eigum mörg mjög falleg sjáv-
arþorp sem mættu þó sannarlega
hafa meira fé aflögu til uppbygging-
ar. Og þótt landið sé fagurt og frítt
er alltaf eftirsóknarvert aö koma
við í fallegum þorpum með iðandi
mannlífl. Þessir staðir þurfa ekki
endilega að vera stórir eða mann-
margir, því þeir eru jafnsérstakir
þrátt fyrir það.
Til að tryggja stöðu þessara staða
ætti að mínu mati að setja á byggða-
kvóta, þar sem sem hver staður hef-
ur leyfi til að leigja út, segjum svo
sem 300 tonn, t.d. til báta innan síns
sveitarfélags. Þetta kynni að hjálpa
mikið til og leiða til alveg nýrrar
hugsunar og afstöðu gagnvart ferða-
þjónustunni.
Garri
Hvað á barnið að heita?
nöfnum sem ekki samræmast íslenskri
tungu. Það heita nefnilega ekki allar
poppstjömur jafn íslenskum nöfnum og
forsvarsmenn Bitlanna, Jón og Páll,
sem getið hafa af sér eitt algengasta
samsetta nafnið í íslenskri nafnaflóru,
Jón Páll. Ætla mætti að ef íslenskra
mannanafnalaga nyti ekki við þá hétu
öll böm sýslumannsins á ísafirði Mick
Jagger, nema þau sem hétu Rolling Sto-
nes.
Og þeir eru dálítið skrýtnir þessir
sýslumenn fyrir vestan og nauðsynlegt
að hafa einhver lög til að stöðva þá.
Garri frétti einu sinni af konu sem bar nafnið
Kapítóla. Honum þótti það nokkuð fyndið að það
skyldi vera skírt eftir þessari alræmdu bók þótt
nafniö sem slíkt væri fullboðlegt hverjum
manni. Honum hefur líka alltaf þótt spaugileg sú
stefna að skíra eftir persónum Laxness og þótt
sá yfirgengilegi fjöldi Bjarta og Ástna SóllUja
bera vott um yfirborðskennt menningarsnobb. Af
hverju skírir fólk þá ekki bara HaUdór?
Þvi er haldið fram aö tvennt sé mikið metnað-
armál hjá íslenskum rithöfundum. Annars vegar
það að Matthías Johannessen riti um þá minn-
ingargrein og hins vegar að fá íslenska alþýðu
til að skíra börnin sin eftir persónum þeirra.
Þess vegna hafa þeir reynt að nefna persónur
sínar sérkennilegum nöfnum. Enginn núlifandi
höfunda hefur þó slegið gamla Laxa við og því
síður meistara Margret Sandemo sem kom ís-
fólkinu inn í íslenska þjóðarsál.
Öll börn sýslumannsins
íslendingar fá alltaf skrýtnar flugur í höfuðið
og þær sitja þar sem fastast, hvað sem tautar og
raular. Engin eitursprey fá ráðið þeim bana.
Þess vegna erum viö með sérstök mannanafna-
lög. Þeim er einkum ætlað að koma í veg fyrir
að almenningur skíri bömin sín fáránlegum
Rammsteinn Þór Jónsson
Miðjarðarhafsþjóðimar em aUar löðr-
andi í Jesúum og Maríum. Við höfum Maríumar
en erum algjörlega án Jesúa. Við komumst næst
Jesú-nafninu í Bónus-nafninu (annar breytti
vatni í vín og hinn ís-kóla í Bónus-kóla). Við
viljum ekki skíra eftir svona stórmennum. Samt
eigum viö Adolf og Jósep og Theodór en engan
Winston (orðsending tU Tóbaksvamarráös: hér
er verið að tala um Winston ChurchiU en ítrekað
skal að sígarettur eru óhoUar).
Um nýliðna þjóöhátíðarhelgi má vænta þess
að haugur af bömum hafi komiö undir við
sprengigný þýsku drengjanna í Rammstein. Er
þar komið nýtt mál fyrir mannanafnanefnd því
innan árs munu eflaust streyma umsóknir um
nýtt nafn sem stangast í engu við íslenska mál-
hefð.
„Og hvað á bamið að heita?“
„Rammsteinn, Rammsteinn Þór Jónsson."
Garri
Krónan, smá og verðlítil
Fátt til bjargar, ogþó ...
Nýr gjaldmiöill bjargar
Guðm. Gíslason skrifar:
Aðalmálið þessa stundina er sífeUt
lægra gengi íslensku krónunnar og
óttinn við hið ókomna. Ég sé ekki að
stjórnmálamenn eða hagspekingar
komi fram með neitt nýtt, en fjarg-
viðrast einfaldlega upp á gamla mát-
ann. Einhverjir hafa verið að ýja að
nýjum eða breyttum gjaldmiðli, jafn-
vel að sækja um inngöngu í ESB og
taka síðan upp evru. Evran mun engu
bjarga fyrir okkur enda gjaldmiðiU
sem ekki er enn kominn í umferð og
óvíst um framhaldið. Ný króna
(myntbreyting) með niðurskurði t.d.
tveggja núUa myndi bjarga okkur. En
því aðeins að þessu fylgdu ákveðnar
aðgerðir, m.a. að festa kaupgjald og
verðlag, og þær yrðum við að þola.
Ástandið er óþolandi og aðeins þetta
eina ráð er eftir.
Fær ekki bamabætur
Einstæð móðir skrifar:
Það er óneitanlrga einkennilegt að
greiðslur barnabóta hætti við 16 ára
aldur þegar sjálfræðisaldur, skv. lög-
um, er 18 ára. Unglingur fær nær enga
vinnu fyrr en hann er orðinn 18 ára.
Við foreldrar, sérstaklega einstæðir,
vitum að það er töluvert kostnaðar-
samara að ala upp ungling, hvort sem
er í skóla eða atvinnulausan. Sonur
minn flosnaði upp úr skóla í fyrravor,
hann á við smávægUega fóUun að
stríða sem leiðir af sér einbeitingar-
skort og getur því ekki lært stærð-
fræði, auk þess sem minnimáttar-
kennd gerir meira vart við sig á ungl-
ingsárum við þessar aðstæður. Hann
fór i sveit um sumariö. Þegar þeirri
dvöl var lokið byrjuðum við að leita að
vinnu en aUtaf sama svarið: „ekki und-
ir 18 ára“. Engar atvinnuleysisbætur -
of ungur og utan stéttarfélags. Mér
frnnst óeðlUegt að feUa niður svonefnd-
ar barnabætur af foreldrum sem eiga
„böm“ undir 18 ára aldri.
Frá Akureyri
Bærínn ætti aö geta stækkaö
margfalt.
50 þúsund á Akureyri
Jón Sveinsson skrifar:
Ég var að lesa forystugrein DV í
dag (föstudag) undir heitinu Byggða-
stefna fólksins. Þar er réttilega tekið
á máli sem hefur verið oftúlkað á
nótum tilfmninganna eins og sagði í
DV. Ég er sammála þeirri skoðun
leiðarahöfundar blaðsins, að byggða-
stefnan sé fólkið sjálft og að stjórn-
málamenn og kjördæmapot þeirra
hafa líklega hert á byggðaflóttanum
fremur en hitt. Hins vegar ætti að
róa öUum árum að þvi, að mínu mati,
aö efla sterka byggðakjarna ýmist í
kringum sterk sjávarpláss eða land-
búnaðarhéruð. Akureyri er einn
þeirra staða. Nokkuð hefur áunnist á
þeim ágæta stað en betur má ...
o.s.frv. Þar ætti, ef vel væri, aö vera
50 þúsund manna bær en ekki í
kringum 15 þúsund. Landið verður
ekki aUt í byggð en til þeirra staða
þar sem vel er að verki staðið líkt og
á Akureyri, á að horfa. Og tölurnar
látnar tala sínu máli.
Lesendur geta hringt allan sólarhring-
inn í síma: 550 5035.
Eöa sent tölvupóst á netfangiö:
gra@ff.is
Eða sent bréf til: Lesendasíða DV,
Þverholti 11,105 Reykjavík.
Lesendur eru hvattir til aö senda mynd
af sér til birtingar meö bréfunum á
sama póstfang.