Dagblaðið Vísir - DV - 19.06.2001, Side 25
29
ÞRIÐJUDAGUR 19. JÚNÍ 2001
I>V Tilvera
Bíófréttir
MS
Vinsælustu myndirnar í Bandaríkjunum:
Lara Croft á
marga aðdáendur
Það var búist við
hörkukeppni' á milli
tveggja kvikmynda um
síðustu helgi. í boði
voru Tomb Raider, æv-
intýrakvikmynd þar
sem vakin er til lífsins
ein mesta tölvuleikja-
hetja nútímans, Lara
Croft, og Disney-teikni-
myndin Atlantis. Atl-
antis fékk mun betri
viðtökur hjá gagn-
rýnendum en það dugði ekki, Lara
Croft burstaði Disney þrátt fyrir að
gagnrýnendur væru nánast sammála
um að myndin væri endaleysa sem
engan botn væri hægt að fá í. Þeir
voru þó sammála um að það væri þess
virði að sjá myndina vegna Angelinu
Jolie. Einn lét svo ummælt að Lara
.Croft
HELGIN 15. . 17. júní
Tomb Raider
Angelina Jolie í hlutverki
Löru Croft.
í meðfórum hennar
væri draumur hvers
karlmanns. Um mynd-
ina sjálfa sagði annar
gagnrýnandi að spenn-
an væri i slíku lág-
marki að það væri
meira gaman að horfa
á einhvern leika sér
með tölvuleikinn en að
horfa á myndina.
Eins og nafnið gefur
til kynna fjallar Atlant-
is um hina týndu borg í Atlantshafmu
sem í áranna rás hefur verið rithöf-
undum og kvikmyndagerðarmönnum
óþrjótandi brunnur ævintýra. Að
öðru leyti er allt hefðbundið á listan-
um, Shrek nálgast 200 milljón dollara
markið og Pearl Harbor er enn i
sæmilegri aðsókn þó ekki sé hún jafn-
vinsæl og Shrek. -HK
ALLAR UPPHÆÐIR I PUSUNDUM BANDARIKJADOLLARA.
SÆTI FYRRI VIKA titill INNKOMA HELGIN: INNKOMA ALLS: FJÖLDI BÍÓSALA
O _ Tomb Raider 47.735 47.735 3308
O 13 Atlantis: The Lost Empire 20.342 20.843 3011
O 2 Shrek 13.181 197.528 3317
O 1 Swordfish 12.725 39.779 2688
o 3 Pearl Harbor 9.859 160.358 3140
o 4 Evolution 6.615 25.562 2613
o 5 The Animal 5.804 45.471 2741
o 6 Moulin Rouge 5.030 36.629 2091
o 7 What’s the Worst That Could.... 3.007 27.723 1927
© 8 The Mummy Returns 2.701 193.482 1777
© 11 Memento 733 18.425 398
© 9 A Knight’s Tale 715 54.286 925
© 10 Bridget Jones’s Diary 696 68.676 666
© 16 With a Friend Like Harry... 384 2.537 220
© _ Lagaan 245 245 34
© 14 Along Came a Spider 194 72.752 308
© _ The Anniversary Party 186 356 16
© _ Sexy Beast 170 214 9
© 15 0 Brother, Where Art Thou? 166 44.938 274
© h —: The Golden Bowl 162 1.968 101
Vinsælustu myndböndin:
Raunir hjúkr-
unarfræðings
SÆTI
Q
o
o
o
o
o
Q
Q
Q
©
0
0
ftt.
FYRRI
VIKA
Meet the Parents fer beint í efsta
sæti myndbandalistans þessa vikuna.
Um er að ræða eina vinsælustu gam-
anmynd ársins. Fjallar hún um stirt
samband tilvonandi tengdafóður og
tengdasonar og þykja þeir Robert De
Niro og Ben Stiller fara á kostum í
hlutverkum sínum. Ben Stiller leikur
Greg Focker sem er að læra að verða
hjúkrunarfræðingur og er í góðu ást-
arsambandi við Pam Byrnes (Teri
Polo). Dag einn ákveða þau að heim-
sækja foreldra hennar. Greg hefur
verið að manna sig upp í
að biðja hennar en
Pam kemur honum í
skilning um að hann
verði að biðja pabba
hennar um leyfi. Pam
hefur alla tíð sagt að
pabbi hennar sé fyrr-
um blómasali sem nú
sé sestur í helgan stein
og telur Greg að karl-
inn geti nú varla verið
mikill á velli. Þegar á
leiðarenda er komið
mætir honum ógnvekj-
andi sjón sem er Jack
Byrnes (Robert De
Niro) því það er aug-
ljóst frá fyrstu kynnum
að hann er ekki allur
þar sem hann er séður.
Eftir þetta rekur hvert
óhappið annað þegar
aumingja Greg reynir
að ganga í augun á
verðandi tengdafor-
eldrum. -HK
© -
Meet the Parents
Greg (Robert DeNiro) hittir titvonandi
tengdason (Ben Stiller).
VIKUR
ÁUSTA
1
2
4
3
2
3
5
1
7
5
4
9
5
4
7
1
8
5
10
6
TITILL (DREIFINGARAÐIU)
Meet the Parents isam myndbönd)
The 6th Day (SKífan)
0 Brother, Where Art Thou iháskólabíó)
The Family Man (sam myndbönd)
The Replacement isam myndböndi
Llttle Nicky (MYNDFORM)
Bedazzled (skífan)
Urban Legends: The Flnal Cut (skífani
Charlie’s Angels iskífani
Bring It On <sam myndbönd)
Space Cowboys <sam myndböndi
10 Art of War (myndform)
11 Dr. T and the Women (myndformi
12 Woman on Top (skífan)
14 Gun Shy (am myndbönd)
_ Girlfight (GÓÐAR STUNDIR)
Saving Grace (háskólabíó)
_ Red Planet (sam myndböndj
13 What Lies Beneath iskífan)
15 Shriek If You Know What (MYNDFORM)
Athafnamaöurinn Guðmundur Sigurðsson
„/ umræöum á götuhornum hér í bænum hafa menn stundum veriö aö velta því fyrir sér hvaöa atvinna geti
staöiö á bak viö hina miklu fjölgun íbúa hér á undanförnu árum ... Þjónustustarfsemi í bænum hefur stórlega
aukist, gestir í sumarhúsunum fimm þúsund sem eru hér í kring veita alveg ótrúlega mörgum vinnu. “
Fossmenn selja lóðir í Fosslandinu á Selfossi sem eru eftirsóttar:
Fara á skemmri
tíma en ætlað var
- helmingur íbúa í hverfinu aðfluttur, segir Guðmundur Sigurðsson
Mikil og hröð uppbygging hefur
verið að undanfórnu i svonefndu
Fosslandi á Selfossi þar sem kapp-
samir húsbyggjendur hver á fætur
öðrum reisa nú hús á eignarlóðum
þeim sem Fossmenn ehf. selja. Gert
er ráð fyrir um 350 lóðum i hverfinu
öllu og að sögn Guðmundar Sigurðs-
sonar, framkvæmdastjóra Foss-
manna, hefur um helmingur lóð-
anna verið seldur nú þegar. Sala
lóðanna allra átti að taka um tíu ár
en fyrirsjáanlegt er nú að þær fari
allar á helmingi skemmri tíma en
ætlað var í fyrstu. Spár gera ráð fyr-
ir að íbúar í hinu nýja hverfi full-
byggðu verði rúmt þúsund.
Umhverfið er ægifagurt
Uppbygging hverfisins hófst fyrir
um ári en Fosslandið er sunnan Sel-
fosskirkju og svonefndra Fossbæja
og þar niður með Ölfusá. Umhverfið
þykir ægifagurt og margar lóðanna
hafa verið mjög eftirsóttar, ekki síst
þær sem standa á bökkum árinnar.
Það eru jafnframt lóðirnar sem
Fossmenn selja hæstu verði. Eigna-
lóðir eru nýlunda i lóðaúthlutunum
á Selfossi - þar sem stefnan hefur til
skamms tíma verið sú að bærinn
eigi lóðirnar og leigi svo út. Jafnað-
arverð lóða í Fosslandinu er í kring-
um hálf milljón kr.
„í fyrsta áfanga Fosslands eru 120
lóðir og þær fóru mjög fljótt. Það
voru mest einbýlis-, rað- og par-
húsalóðir sem og lóð fyrir eitt fjöl-
býlishús. í öðrum hluta hverfisins,
sem við erum nú að úthluta lóðum
úr, eru um 120 lóðir og mér sýnist
að um helmingur þeirra sé farinn
nú þegar,“ segir Guðmundur. Fjórt-
án fyrirtækjalóðir eru einnig í
hverfinu og hefur níu þeirra verið
úthlutað nú þegar - sumum raunar
til stórtækra manna sem þurftu gott
betur en eina lóð undir sína starf-
semi. Þar má nefna Húsasmiðjuna
sem nýlega opnaði 4.400 fermetra
verslun við neðanverðan Eyraveg.
Þar ekki langt frá hefur Olíufélagið
hf. fest sér lóð fyrir bensinstöö sem
opnuð verður næsta haust. Árvirk-
inn er kominn með lóð á svipuðum
slóðum, rétt eins og Gunnar B. Guð-
mundsson, kaupmaður í Horninu.
Um áhuga fyrirtækja á því að
byggja upp aðstöðu sína við neðan-
verðan Eyrarveg segir Guðmundur
hann meðal annars vera vegna þess
að fyrirsjánlegt er að nýr Suður-
strandarvegur frá Grindavík til Þor-
lákshafnar komi á allra næstu
árum. „Það hlýtur aftur að auka
umferð inn í bæinn úr suðri þannig
að menn eru að hugsa fram í tím-
ann en ekki aðeins um líðandi
stund þegar byggt er á þessum stað
í bænum“.
Hálfl í hálft og hópur
úr Eyjum
Nýlega hefur verið lagt malbik á
fyrstu göturnar í Fosslandi, það er
Fossnes, Fosstún og Sóltún. Aðrar
götur í hverfinu eru Langamýri,
Fagramýri og Kringlumýri og Lækj-
arbakki, Hellubakki, Árbakki og
Laxabakki. Húsin í hverfinu hafa
verið að rísa hvert á fætur öðru og
það er ekki sist aðkomufólk sem
byggir í Fosslandinu með það fyrir
augum að eiga sér þar samastað í
tilverunni.
„Ég gæti trúað því að hlutföllin
væru svona hálft í hálft,“ segir Guð-
mundur Sigurðsson. „Að helmingur
ibúanna hér væri fólk sem hér hef-
ur búið fyrir - en hin helftin sé fólk
sem kemur annars staðar frá, til
dæmis út sveitunum, margir koma
frá Vestmannaeyjum og einnig
nokkur hópur úr Reykjavík. Það er
fólk sem ætlar sér að keyra úr og í
vinnu til Reykjavíkur og sér þá
beinlínis hag í því að búa hér í
streituminna samfélagi. Þar sem
vegalengdir innanbæjar eru
skemmri og ekki þarf að keyra
krakkana úr og í skóla. í mörgum
tilvikum útheimtir þetta í Reykja-
vik að tveir bílar séu til á heimilinu
og annar makinn jafnvel bundinn í
skólaakstri alla daga. Hér getur við-
komandi hins vegar verið úti á
vinnumarkaðnum og einn bíll dug-
að. Ábatinn er margháttaður."
Aldrei nein skakkaföll og
sveiflurnar lltlar
Samkvæmt nýjustu tölum Hag-
stofu íslands eru íbúar í sveitarfé-
laginu Árborg nú 5.886 - og þar af á
Selfossi um 4.860. Á tímabilinu jan-
úar til mars sl. fjölgaði íbúunum um
35 og má ætla að meginhluti þeirrar
fjölgunar sé á Selfossi.
„í umræðum á götuhornum hér í
bænum hafa menn stundum verið
að velta því fyrir sér hvaða atvinna
geti staðið á bak við hina miklu
fjölgun íbúa hér á undanfornum
árum. Spurningin er áhugaverð,
ekki síst í ljósi þess að þau fyrir-
tæki sem löngum voru hér burðar-
ásarnir í atvinnulífinu, Kaupfélag
Árnesinga og Mjólkurbú Flóa-
manna, eru gjörbreytt frá því sem
var áður og veita færri atvinnu. En
á móti kemur hins vegar að þjón-
ustustarfsemi í bænum hefur stór-
lega aukist, gestir í sumarhúsunum
fimm þúsund sem eru hér í kring
veita alveg ótrúlega mörgum vinnu.
Sömuleiðis hefur Selfoss byggst
mikið upp sem skólabær og margir
hafa atvinnu af því. Hér hafa með
öðrum orðum aldrei komið nein
skakkaföll í atvinnulífinu og sveiíl-
urnar verið minni, sama til hvorrar
áttar sem það er.“
Raunverulegt úthverfi
austan fjalls
En hver eru brýnustu hagsmuna-
mál Selfossbúa, nú þegar íbúum þar
fjölgar ört og uppbygging í bænum
er mikil. Hjá Guðmundi Sigurðs-
syni er ekkert hik í huga þegar
hann svarar því til að lýsing vegar-
ins yfir Hellisheiði hljóti þar að
vera efst á blaði. Á útmánuðum
vetrar stóðu Guðmundur og félagi
hans Sigurður Jónsson fyrir söfnun
undirskrifta á sjötta þúsund ein-
staklinga sem skoruðu á stjórnvöld
að fara í þessar framkvæmdir hið
fyrsta. Segist Guðmundur vera mjög
vongóður um að af þessum fram-
kvæmdum verði strax í haust og
segir yfirlýsingar Árna Johnsens,
þingmanns Sunnlendinga og for-
manns samgöngunefndar Alþingis,
á aðalfundi SASS á aðalfundi Sam-
taka sunnlenskra sveitarfélaga nú
nýverið til marks um það. „Upplýst
Hellisheiði hefði afskaplega mikið
að segja og myndi svo sannarlega
gera Selfoss og aðrar byggðir hér
fyrir austan fjall að raunverulegu
úthverfi. Hugarfarið og betri bílar
hafa stytt þessa leið mikið á undan-
förnum árum og upplýstur vegur
myndi gera það enn frekar."
-sbs