Dagblaðið Vísir - DV - 19.06.2001, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 19.06.2001, Blaðsíða 2
2 Fréttir ÞRIÐJUDAGUR 19. JÚNÍ 2001 DV DV-MYND BRINK Einbeiting Hann ætlaði sér aö vinna leikinn, ef ekki sigra allan heiminn, þessi einbeitti golfari á Akureyri í gær. Árekstur á rauðu Ijósi Tveir bílar skullu saman á Bú- staðavegi skömmu fyrir miðnætti í gærkvöld. Að sögn lögreglu er talið að annar bíllinn hafi farið yfir á rauðu ljósi með fyrrgreindum af- leiðingum. Bílstjóri hins bílsins var hins vegar grunaður um ölvun og færður á stöð. Báðir bílarnir skemmdust töluvert við árekstur- inn og þurfti að flytja annan þeirra á brott með kranabíl. -aþ DV-MYND DANÍEL V. ÓLAFSSON Kirkja í kreppu Þó að kirkjan sé í kreppu gefur séra Geir Waage sér tíma til að gróöur- setja tré á safnaðarsvæði sínu. Séra Geir Waage: Kirkjan í kreppu DV, REYKHQLTI: Séra Geir Waage, prestur Reykholts- safnaðar, sem á sínum tíma gagnrýndi harkalega störf herra Ólafs Skúlasonar biskups, segir að kirkjan sé ekki kom- in úr þeirri kreppu sem hún hefur ver- ið í af ýmsum ástæðum. „Almennt talað held ég að kirkjan standi mjög vel, hún stendur vel í öll- um söfnuðum sínum eða víðast hvar að minnsta kosti, held ég. Það er þrótt- mikið og gott kirkjustarf hvarvetna í landinu. Kirkjan er hins vegar ekki komin úr þeirri kreppu sem hún hefur verið í af ýmsum ástæðum og meðal annars vegna þess að hún er að vinna sig út úr kyrrstæðu samfélagi horfinna alda yfir í allt annað umhverfi. Það hefúr verið að gerast nú síðustu tutt- ugu árin. Það gerist ekkert átaka- eða þrautalaust og þar fyrir utan er ýmis- legt sem á eftir að ráða til lykta í því ferli til framtíðar," sagði séra Geir við DV. Þegar hann var spurður hvemig honum fyndist biskupinn hafa staðið sig sagðist hann ekki vilja ræða það nema að spurt væri um einhver tiltek- in mál. -DVÓ Hópnauðgunum fer fjölgandi - einnota grinun neysluhugsun, segir yfirlæknir neyðarmóttöku Hópnauðgunum hefur farið fjölgandi, að sögn Guðrúnar Agn- arsdóttur, yfirlæknis neyðarmót- tökunnar. Aukningin hefúr eink- um orðið á 2-3 síðustu árum, sé tekið mið af fjölda slíkra fórnar- lamba sem leitar til neyðarmóttök- unnar. Hópnauðgun er skilgreind þannig að tveir eða fleiri séu að verki. Nú virðast vera komin upp „gengi“ sem eru með yfirveguðum hætti aö ná sér í stúlkur eða kon- m- til að nauöga þeim. Samfara því hefur hópnauðgunum fjölgað tals- vert. „Þetta hefur ekkert með kynlíf að gera,“ sagði Guðrún. „Þetta er fyrst og fremst ofbeldi, þar sem kyn- færin eru notuð sem vopn. Þetta er valdbeiting og niðurlæging á annarri manneskju. Nauðganir tengjast oft áfengis- og vímuefna- neyslu. Það er tilefni til að hafa áhyggjur af mikilli neyslu sem fylg- ir skemmtanalífinu hér á landi. Þessir atburðir gerast helst um helgar. Kynlíf er orðið hluti af þess- ari grimmu neyslu. Menn geta tæmt flösku og hent henni. Þeim finnst ef til vill að þeir geti líka tekið stúlku og hent henni síðan. Þetta er einnota grimm neyslu- hugsun, sem virðist vera farin að teygja sig yfir á mannfólkið líka. Vaxandi of- beldi af ýmsum toga sem fylgir neyslunni hvetur okkur til að grípa til markvissra forvarna meðal ungs fólks." Neyðarmóttakan hefur starfað frá 1993. Um 100 einstaklingar leita tU hennar á ári. Árið 1999 voru 10 hópnauðgunarmál af 103 málum sem komu tU neyðarmóttökunnar. Árið 2000 voru það 10 mál af 97. í apríl 2001 höfðu komið inn 8 mál af 30, þar sem voru fleiri en einn ger- andi. Þjónustan við þá sem leita tU neyðarmóttökunnar er samræmd og skipuleg. Starfsfólkið vinnur saman í teymi. Um er að ræða hjúkrunar- fræöing, ráðgjafa, lækni, sálfræðing og lögmann. Fagfólkið sem skipar hópinn kemur inn i ferlið hvert á fætur öðru. Þegar manneskja hefur leitað til neyðarmóttökunnar fær hún læknisskoðun, meðferð og stuðning ætli hún að kæra málið. „Við höfum einnig áhyggjur af því að kærum fer fækkandi," segir Guðrún. „Þar kemur vafalaust ým- islegt tU, s.s. þeir dómar sem gengið hafa. Þá hefur fólk sem tengist eða lendir sjálft í nauðgunarmálum orð- ið fyrir ofbeldi. Þar má meðal ann- ars nefna hótanir með sms-boðum í gegnum GSM-síma. Svo hefur ákveðinn fjöldi sem leitar tU neyð- armóttökunnar verið mjög ölvaður þegar verknaðurinn var framinn. Þær telja sig standa veikara að vígi og eru meö sjálfsásaknir eins og raunar flestir sem lenda i svona málum.“ Guðrún sagði að tíðni nauðgana hér á landi virtist vera svipuð og í öðrum löndum. Hins vegar væri yf- irbragð þeirra hér á landi að verða ofbeldisfyllra og grimmilegra en áður. -JSS DV-MYND BRINK Dyttað að gamla bænum / nepjunni í gær var unnið viö lagfæringar á gamla bænum í Laufási. Talsverð tímamót urðu þar einnig í gær en þá var Minjasafninu á Akureyri afhent til eignar þjónustuhús við gamla bæinn. Þaö var Héraösnefnd Eyjafjaröar sem af- henti þjónustuhúsið viö formlega athöfn. Pláss fýrir nokkur hundruð tonn af fiski DV, NESKAUPSTAÐ:_______________ Fyrsta kvíin af sex sem Netagerð Friðriks Vilhjálmssonar hf. gerir fyrir Sæsilfur hf. fyrir laxeldið í Mjóafirði er komin á flot. Poki var settur í kvína i gær, mánudag, og ef allt gengur samkvæmt áætlun fara fyrstu laxaseiðin í kvína á morgun. Hver kví er um 90 metrar að um- máli og tekur nokkur hundruð tonn af fiski. Netagerði F.V. hf. mun sjá bæði Sæsilfri og Islandslaxi fyrir búnaði til laxeldis. Netagerðin er í samstarfi við tvö fyrirtæki í Noregi varðandi búnað og virðist sem fyrir- tækið verði leiðandi á þessu sviði hér á landi, enda mikil sérfræði- þekking til staðar í fyrirtækinu. Aðstaöa til laxeldisins er nokkuð DVJVIYND ELMA GUÐMUNDSDÖTTIR Rlsaeldið að hefjast Myndir af kvínni á floti og kví sem er verið að setja sam- an. Fyrstu seiöin koma væntanlega í kvíarnar á morgun. önnur í Kletts- vík en í Mjóa- firði og vegna mikils vind- og straumstyrks verður að styrkja búnað- inn sérstaklega og frágangur- inn verður öðruvísi en venjulegt er. Verða kvíarnar í Klettsvík fest- ar bæði í Heimaklett og Ystaklett. -EG Einkaleyfisgjald Ríkisvaldið á að koma til móts við óskir Háskóla ís- lands í byggingar- málum með því að dreifa einkaleyfis- gjaldi vegna Happ- drættis Háskólans. Þetta er mat Bjöms Bjarnasonar menntamálaráðherra en Háskólinn greiðir 20% af nettóarði happdrættisins í ríkissjóð. Mbl.is sagði frá. Sumarhveilur í Eyjum Ofsaveður, 32 metrar á sekúndu, var í Vestmannaeyjum í gærkvöld. Bátur losnaði frá bryggju og þak- plötur fuku af húsum. Svipað og í Höfn Heildarverð vörukörfu með 83 vörutegundum er svipað í Reykja- vík og Kaupmannahöfn samkvæmt nýlegri könnun Neytendasamtak- anna. Mestur verðmunur mældist á kvenfatnaði sem reyndist dýrari í Reykjavík. Hass á Blönduósi Lögregla á Blönduósi gerði 20 g af hassi upptæk í bíl tveggja ungra manna. Atvikið átti sér stað um helgina en auk hassins fundu lög- reglumenn kannabisplöntu undir framsæti bílsins. Styttur afgreiðslutími Miðborgarstjórn og lögreglan í Reykjavík ha'fa lagt til við borgar- ráð að afgreiðslutími vínveitinga- húsa í miðborginni verði styttur. Hverfjall eða Hverfell? Máli 43 Mývetninga sem kröfðust þess að Hverfjall yrði nefnt Hverfell á landakortum Landmælinga Is- lands hefur verið vísað frá í Hæsta- rétti. Lokaskýrslu frestað Aiþjóðaflugmálastofnunin hefur frestað útgáfu lokaskýrslu um út- tekt á starfsemi Flugmálastjórnar þar til niðurstöður könnunar sam- gönguráðherra liggja fyrir. Sturla Böðvarsson óskaði eftir sérstakri könnun á starfsemi stofnunarinnar og Rannsóknamefnd flugslysa í kjölfar gagnrýni á störf þessara stofnana í tengslum við flugslysið í Skerjafirði. Borgin taki afstööu Ólafur F. Magn- ússon, borgarfull- trúi Sjálfstæðis- flokks, vill að borg- arstjóm Reykjavík- ur lýsi yfir and- stöðu við Kára- hnjúkavirkjun. Ólafur leggur fram tillögu þess efnis á fundi borgar- stjómar á fimmtudag. Tillögur um brottkast Formaður Samtaka fiskvinnslu- stöðva, Arnar Sigurmundsson, kveðst sáttur við skýrslu nefndar þar sem gerður var samanburður á starfsumhverfi í sjó- og landvinnslu. Arnar segir brýnt að tillögur nefnd- arinnar um brottkast afla komist til framkvæmda. Heimsækir Pútín Forseti Rúss- lands, Vladimír Pútin, hefur boðið Ólafi Ragnari Grímssyni forseta í opinbera heimsókn til Rússlands. Heimsóknin er fyr- irhuguð á næsta ári. Forseti Islands hefur ekki áður farið í opinbera heimsókn til Rúss- lands. -aþ

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.