Dagblaðið Vísir - DV - 12.07.2001, Blaðsíða 13

Dagblaðið Vísir - DV - 12.07.2001, Blaðsíða 13
13 FIMMTUDAGUR 12. JÚLÍ 2001 r>v Kveikt í fólki „Við erum ekki bara að setja upp sætt verk til þess að sýna hvað við erum sæt- ir leikarar. Það má segja að við séum að vinna rannsóknarvinnu og gera tilraunir með leikhúsformið," segir Sigrún Sól Ólafsdóttir leikari um uppfærsluna á Fröken Júlíu eftir August Strindberg sem hlotið hefur mikla athygli og góða dóma. Raunar er sýningin aðeins byggð á verki Strindbergs og því hefur undirtitl- inum - enn og aftur alveg óð - verið skeytt aftan við hinn upprunalega titil, en hjá Strindberg gerist verkið á herra- garði og fröken Júlía er dóttir herra- garðseigandans sem fer út yfir öll vel- sæmismörk með því að blanda geði við fólkið í eldhúsinu og verða skotin í þjón- inum. Sigrún Sól, sem einnig þýddi verkið, segir að í uppsetningu Einleikhússins séu þau ekki bundin af gamla tímanum. Hún segist hafa strikað út úr þýðingu sinni allt um hestakerrur, herrasetur og greifa en verkið gerist í eldhúsi og hafi því verið nærtækast að búa til í kringum það veitingahús. En hvers vegna Fröken Júlía? „Líklega vegna ástríðunnar í verkinu," segir Sigrún Sól. „Átökin eru svo mögn- uð. Fólk hefur tilhneigingu til að festast í eigin takmörkunum en um leið og farið er yfir landamærin verður allt svo hættu- legt. Það þótti okkur spennandi." Fiktaft vift eigið kyn Nú skipta tvær persónur verksins um kyn í uppfærslu ykkar. Þjónninn Jean verður þjónustustúlkan Jenný og elda- buskan Kristín veröur kokkurinn Krist- inn. Júlía er því táldregin af konu. Hvers vegna þessar breytingar? „Við þurftum að ná spennunni sem skapast þegar eitthvað er gert sem er bannað samkvæmt reglum samfélags- ins,“ segir Sigrún. „Lögmál stéttaskipt- ingarinnar, sem eru þverbrotin í verki Strindbergs, eru ekki í gildi í dag og allra síst á íslandi. Það þætti ekkert tiltökumál þó að einhver rík stelpa færi að slá sér upp meö þjóni en ef einhver sem ekki er samkynhneigður fer aö Fikta við eigið kyn er það orðið leyndarmál með tilheyr- andi pukri. Að gera breytingar á kynjun- um í verkinu er okkar viðleitni til að ná fram ótta persónanna við yfirvofandi skömrn." Sigrún segir að vald karlmannsins komi ótrúlega sterkt fram í verkinu þrátt fyrir breytingarnar. Eldabuskan Kristín er í verki Strindbergs tákn þess óhreyf- anlega sem þurfti að horfa upp á heit- mann sinn daðra við Júlíu og sjá framtíð- aráform þeirra fara í vaskinn þar sem karlinn hefur öll völd í hendi sér. En kokkurinn Kristinn sé síður en svo óvirkur og noti hann karlmannlegan styrk til þess að hafa áhrif á gang mála. Að þessu leyti sé uppfærsla Einleikhúss- ins áreiðanlega trú verki Strindbergs. „En við þvingum ekki eina lausn verks- ins ofan í áhorfendur," bætir Sigrún Sól við 'svo að það sé á hreinu. Enginn málamiðlanaleikstjóri Hvernig er leikstjóm Rúnars Guðbrands- Pálína Jónsdóttir - Júlía og Sigrún Sól - Jenný „Það þætti ekkert tiltökumál þó að einhver rík stelpa færi að slá sér upp með þjóni en ef einhver sem ekki er samkynhneigður fer að fikta við eigið kyn er það orðið leyndarmál með tilheyrandi pukri. “ það megi flokka sem spuna, er það spuni með skýra stefnu og markmið. Við hófum æfingar i janú- ar en ekki með samlestri, eins og venjan er, heldur bjuggum við leikararnir okkur til eigin banka meö líkama okkar og rödd. í heila fjóra mánuði vorum við síðan að gera tilraun- ir og skoða okkur sjálf með tilliti til textans. List leikarans er höfð til grundvallar og leikarinn er útgangspunktur til jafns á við verkið,“ segir Sigrún Sól, og á vart til orð til að lýsa því hversu lærdómsríkt það er aö standa í slíkri vinnu. En hvemig hafa við- brögðin verið? Hafa engir æstir og móðgaðir Strind- bergsaðdáendur látið í sér heyra? „Nei, en við höfum orð- ið vör við að uppsetning- in ýmist kveikir rosalega í fólki, eða það er rosalega á móti henni. Ég hef aldrei fengið svo sterk viðbrögð við neinu sem ég hef tekið þátt í. En Rúnar er heldur enginn málamiðlanaleikstjóri. Hann fer alla leið.“ “““ Næstu sýningar á Fröken Júlíu verða í kvöld kl. 20 og annað kvöld kl. 20. Sýnt er í Smiðjunni, Sölvhólsgötu 13 - gengið inn í port frá Klapparstíg. Sigrún Sól Ólafsdóttir leikkona „Ég hef aldrei fengið svo sterk viðbrögð við neinu sem ég hef tekið þátt í, segir Sigrún um sýningu Einleikhússins á Fröken Júlíu. sonar frábrugðin vinnu annarra í faginu? „Rúnar hefur verið að þróa aöferð þar sem upphaf vinnslunnar byrjar hjá leikaranum sjálfum. Allt vinnuferlið er úthugsað og þó að Tónlist Alheimsleg stærð Sönghópurinn Hljómeyki hélt tónleika undir stjórn Bernharðs Wilkinsonar í Skálholtskirkju á laugardaginn og flutti tónsmíðar eftir þá Petr Eben og Richard Rodney Bennett. Þeir eru báð- ir núlifandi, sá fyrmefndi er eitt helsta tón- skáld Tékka og er orgeltónlist hans oft leikin hérlendis. Tónlist hins síðarnefnda, sem er breskur, heyrist sjaldnar. Tónleikarnir hófust á tveimur orgelverkum eftir Eben, Moto Ostinato og Kóralfantasíu nr. 1 sem Lenka Matéová organisti ílutti af miklu öryggi. Moto Ostinato er margbrotin tónsmið, byggð á einfóldum efnivið, snyrtilega samin og úthugsuð. Kóralfantasian er öllu voldugri og hefst á innhverfri, melódískri hugleiðingu sem síðan vex ásmegin upp í tignarlegt niöurlag. Túlkun Matéovu einkenndist af hnitmiðaðri stígandi og sannfærandi jafnvægi ólíkra radda orgelsins, ásamt mikilli tæknikunnáttu sem var aðdáunarverð. Eftir Bennett flutti kórinn og organistinn feiknarmikið verk, The Glory and the Dream, sem var frumflutt fyrr á þessu ári. Hljómeyki fékk frumflutningsréttinn ásamt fjórtán öðrum erlendum kórum og verður það að teljast tölu- verður heiður því hér er um stórbrotna tón- smíð að ræða. Textinn er eftir William Wordsworth (Ode „Intimations of Immortality from Recollections of Early Childhood") og er magnþrungin hugleiðing um fegurð náttúrunn- ar og dauðleika mannsins. Tónskáldið nær að fanga stemningu ljóðsins með tónlist sinni og skapar oft sérkennileg áhrif með hugvitsam- legri blöndun orgeltóna og raddblæbrigða. Áhrifin eru slik að sumt virðist í alheimslegri stærð. Textinn er ávallt i fyrirrúmi enda er greini- legt að hlutverk tónlistarinnar er fyrst og fremst að hampa ljóðinu og upphefja það. Af og til koma fyrir stutt orgelsóló sem eru eins og hugleiðingar um það sem skáldið er að segja hverju sinni og kemur það eðlilega út. Að formi til byggist verkið mikið á endurtekningum, sömu hendingamar heyrast aftur og aftur, en einnig birtast stærri heildir oftar en einu sinni án þess að fara í gegnum óþægilega flókið úr- vinnsluferli. Eftirtektarvert er hversu verkið er vel skrif- að fyrir orgel og var leikur Lenku Matéovu afar glæsilegur. Enn fremur var frammistaða kórs- ins hin prýðilegasta, túlkunin bæði kraftmikil og fáguð, enda allar bendingar stjómandans ná- kvæmar og öruggar. Styrkleikajafnvægi ólíkra radda var úthugsað og í heild var söngur kórs- ins hreinn og skýr, enda skildist textafram- burður auðveldlega. í stuttu máli voru þetta frábærir tónleikar og fær maður vonandi að heyra tónsmíð Bennetts aftur í allra nánustu framtíð. Jónas Sen ______________________Menning Umsjón: Þórunn Hrefna Sigurjónsdóttir íslenskar rafbækur í Póllandi Pólska forlagið Tower Press hefur keypt réttinn til útgáfu á Englum al- heimsins eftir Einar Má Guðmundsson, Þar sem djöflaeyjan rís eftir Einar Kárason og 101 Reykjavík eftir Hallgrím Helgason í rafbókarformi en Pólverj- ar standa mjög framarlega í útgáfu rafbóka. Um 300 titlar eru nú fáan- legir í netklúbbi Tower Press www.litera- tura.net.pl (http://www.literatura.net.pl/), einkum sígild verk og pólskar bókmenntir. Vefurinn var opnaður í október sl. og á sömu siðu er netverslun þar sem hægt er að kaupa flesta þá bókatitla sem pólsk for- lög gefa út. Rafbókaklúbburinn hefur gengið mjög vel, um 12.000 manns eru þeg- ar skráðir í klúbbinn og um 25.000 rafbæk- ur seldar. Tower Press gefur aðallega út rafbækur en jafnframt gefur forlagið út um 20 bækur á ári og mánaðarrit um nátt- úru og heilsu. Tower Press hefur nýverið keypt útgáfu- réttinn að Englum alheimsins í bókar- formi og mun hún koma út á næsta ári. Þar sem djöflaeyjan rís kom út fyrir nokkrum árum hjá pólska forlaginu Mar- press og hafa þeir einnig keypt réttinn að Fyrirheitna landinu og Gulleyjunni. Einnig hefur verið gengið frá samningi á útgáfu bókarinnar 101 Reykjavík af forlag- inu Swiat Literacki. Jacek Godek þýðir allar bækumar úr ís- lensku. Sjálfsmorð Coppola í Háskólabíói í kvöld kl. 22.30 mun Filmundur fmmsýna myndina Virg- in Suicides eftir Sofiu Coppola en óhætt er að segja að hennar hafi ver- ið beðið með eftirvænt- ingu. Sofia er eins og kunnugt er dóttir hins virta kvikmyndaleik- stjóra Francis Fords Coppola, og þykir þessi frumraun hennar hafa tekist einstak- lega vel. Virgin Suicides gerist i Michigan á áttunda áratugnum og segir frá Lisbon- fjölskyldunni, dæmigerðri millistéttarfjöl- skyldu sem býr í dæmigerðu úthverfi í Bandaríkjunum. Athyglinni er sérstaklega beint að dætrunum fimm sem eru af- spyrnufallegar og eitt helsta áhugamál strákanna í bænum. Ekki síst vegna þess hve foreldrar þeirra eru strangir fá þær ekki mörg tækifæri til að hitta jafnaldra sína utan skólans, og það gerir þær enn meira spennandi í augum strákanna. Trip Fontaine, vinsælasti strákurinn í skólan- um, verður hrifmn af einni systurinni og fær leyfi foreldra hennar tU að bjóða henni á skóla- ball með því skilyrði að hinar systurnar fari líka. Þetta samkomulag á eftir að hafa bæði alvarlegar og ófyrirséðar afleiöing- ar í för með sér. Með aðalhlutverk fara James Woods og Kathleen Sverrir syngur verk Karólínu Áfram heldur sumar- tónleikaröð Skálholts- kirkju um helgina. Á laugardaginn kl. 14 held- ur Karólína Eiríksdóttir staðartónskáld erindi þar sem hún mun kynna tónverk helgarinnar. Að erindinu loknu verða flutt söng- og einleiks- verk fyrir fiðlu eftir Karólínu, m.a. frum- flutningur á nýju verki fyrir messósópran, kór, óbó, víólu, selló og sembal. Meðal flytjenda eru messósópransöngkonan Ás- gerður Júníusdóttir og fiðluleikarinn Sig- rún Eðvaldsdóttir, auk Kammerkórs Suð- urlands, en stjórnandi er Hilmar Öm Agn- arsson. Kl. 17 verða flutt fleiri söng- og einleiks- verk eftir Karólínu, m.a. þætti úr Maður lifandi, óperuleik um dauðans óvissan tíma, en þar syngur Sverrir Guðjónsson kontratenór og meðal hljóðfæraleikara eru Pétur Jónasson á gítar og Helga Ingólfs- dóttir á sembal. Á sunnudaginn kl. 15 verður flutt úrval úr efnisskrá laugardagsins og fyrir mess- una, sem hefst kl. 17, leikur Hilmar Örn Agnarsson orgelverk eftir Johann Sebasti- an Bach.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.