Dagblaðið Vísir - DV - 12.07.2001, Blaðsíða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 12.07.2001, Blaðsíða 15
■¥~ 14 FIMMTUDAGUR 12. JÚLÍ 2001 FIMMTUDAGUR 12. JULI 2001 Utgáfufélag: Utgáfufélagiö DV ehf. Útgáfustjóri: Eyjólfur Sveinsson Framkvæmdastjóri: Hjalti Jónsson Ritstjórar: Jónas Kristjánsson og Óli Björn Kárason Aóstoöarritstjórar: Jónas Haraldsson og Sigmundur Ernir Rúnarsson Fréttastjóri: Birgir Guömundsson Auglýsingastjóri: Páll Þorsteinsson Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaöaafgreiósla, áskrift: Þverholti 11,105 Rvik, sími: 550 5000 Fax: Auglýsingar: 550 5727 - Ritstjórn: 550 5020 - Aörar deildir: 550 5999 Grsn númer: Auglýsingar: 800 5550. Áskrift: 800 5777 Stafræn útgáfa: Heimasíða: http://www.skyrr.is/dv/ Fréttaþjónusta á Netinu: http://www.visir.is Ritstjórn: dvritst@dv.is - Auglýsingar: auglysingar@>dv.is. - Dreifing: dvdreif@dv.is Akureyri: Strandgata 31, sími: 460 6100, fax: 460 6171 Setning og umbrot: Útgáfufélagiö DV ehf. Plötugerö: ísafoldarprensmiðja hf. Prentun: Árvakur hf. Áskriftarverö á mánuöi 2050 kr. m. vsk. Lausasöluverð 190 kr. m. vsk., Helgarblaö 280 kr. m. vsk. DV áskilur sér rétt til aö birta aðsent efni blaösins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. DV greiöir ekki viðmælendum fyrir viðtöl við þá eða fyrir myndbirtingar af þeim. lnnansveitarkronika Hæstiréttur hindraði í fyrradag það gerræði fyrrver- andi stjórnar Lyfjaverzlunar íslands að afhenda einum að- ila nærri 40% af hlutafé fyrirtækisins og leyfa honum síð- an að samþykkja söluna sem 40% hluthafi, áður en hlut- hafafundur gæti tekið afstöðu til sölunnar. Ýmis sérkennileg ummæli féllu í hita aðdragandans. Meðal annars kom fram sú kenning, að þeir, sem hindra gróða, séu skaðabótaskyldir, af því að þeir valdi tjóni. Hugsunin er sú, að maður verði fyrir tjóni, ef hugmyndir hans um skjótan gróða ná ekki fram að ganga. Tjón er í rauninni mælanlegt mat á rýrnun efnislegra verðmæta. Takmarkanir í umhverfinu á möguleikum manna til að láta drauma sína verða að veruleika, verða seint flokkaðar undir tjón. Fjölmiðill væri tæpast skaða- bótaskyldur, þótt hann varaði við skottulækni. Tengd þessu var sú fjarstæðukenning, að verðgildi felist í gróðadraumum, sem menn setja niður á blað með morg- unkaffinu. Ýmsa óra af því tagi megi flokka sem eins kon- ar viðskiptavild og verðleggja í áætlunum og bókhaldi á hundruð milljóna króna, jafnvel tvo milljarða. í þriðja lagi kom fram sú undarlega skoðun, að þjón- ustusamningur við ríkið feli í sér skjóttekinn gróða, sem jafngildi stórum hluta veltunnar. Samt vita þeir, sem hafa gert þjónustusamninga við ríkið, að harðsótt er að ná jöfnu í slíkum viðskiptum, hvað þá meiru. Staðreyndin á bak við allar þessar fullyrðingar var, að fyrrverandi stjóm Lyfjaverzlunarinnar afhenti hlutabréf fyrir loftkastala i draumaheimi og skaðaði þannig hags- muni fyrirtækisins. Hæstaréttardómur og hluthafafundur hindruðu þessi róttæku afglöp í fyrradag. Lága planið i röksemdafærslu þeirra, sem stóðu að grófri og misheppnaðri tilraun til yfirtöku Lyfjaverzlunar- innar er ekki einstakt í sinni.röð. Ótrúlega margir virðast telja almenning vera bjána. í fjölmiðlum má sífellt lesa hundalógík og útúrsnúninga af hálfu málsaðila. Nýlega sagði grófyrtur formaður Lánasjóðs náms- manna, að sjóðurinn þyrfti ekki að taka mark á aðfinnsl- um umboðsmanns Alþingis, af því að hann væri bara fimmti lögfræðingurinn, sem hefði fjallað um málið. Hin- ir fjórir voru lögfræðingar á vegum lánasjóðsins. Þetta minnir á fleyg ummæli fyrrverandi fjármálaráð- herra og núverandi forstjóra Landsvirkjunar, þegar hann taldi ríkið ekki þurfa að hlíta hæstaréttardómi, af því að samtals hefðu fleiri dómarar á ýmsum dómstigum stutt málstað ríkisins en verið á móti honum. Einna djarfast og skemmtilegast komst forstjóri deCODE genetics að orði í umræðuþætti í sjónvarpi, þeg- ar hann sagði, að fræðimaðurinn, sem sat á móti honum, væri ekki marktækur í málinu, því að hann ynni hjá há- skólastofnun og gæti því haft hagsmuna að gæta. Sjónvarpsmaðurinn, sem stjórnaði umræðunni, stað- festi skoðunina um, að íslendingar væru bjánar, með því að láta hjá líða að spyrja forstjórann að því, hver væri meiri hagsmunaaðili í hagsmunamálum deCODE genetics en sjálfur forstjóri þess sama fyrirtækis. Halldór Laxness gaf í Innansveitarkroniku ágæta lýs- ingu á sterkri stöðu útúrsnúninga og hundalógíkur í hug- arheimi íslendinga. Innansveitarkronika Lyfjaverzlunar ríkisins er enn ein birtingarmynd fjölbreytts frjálslyndis manna í umgengni við málsefni og málsrök. Sérstaklega þarf varast ýmsa meinta sérfræðinga í fjármálum, sem framleiða marklaus gögn eftir þörfum og meta verðgildi til að þjónusta hóflausa gróðafikn. Jónas Kristjánsson 19 DV Skoðun Lúpínuplágan og stefnuleysi Þeir sem ferðast um landið að sumarlagi kom- ast ekki hjá því að veita eftirtekt sístækkandi svæð- um sem alaskalúpína hefur lagt undir sig fyrir beinan eða óbeinan tilverknað manna. Þau byggðarlög eru fá sem laus eru undan þessari plágu sem er á leið með að verða eitt staersta umhverfisvandamál hér- lendis. Holtin austan við höfuðborgina eru að verða einn allsherjarlúpínuakur —— og við flesta þéttbýlisstaði setur þessi dugmikla planta mark sitt á umhverfið. Á Austfjörðum, þar sem undirrit- aður hefur fylgst með gróðurfari um árartugi, er að verða sprenging í út- breiðslu lúpínu í grennd þéttbýlis- staða. Verði ekki brugðist hart við mun þessi planta innan fárra ára- tuga verða orðin allsráðandi víða í fjörðum þar sem hún breiðist ekki aðeins út um mela og hálfgróið land heldur um grónar brekkur og lyng- móa. Menn þurfa að svara því hver á sínum stað hvort þeir telji það 'æski- lega þróun að fá einsleitar lúpínu- Hjörieifur Guttormsson fyrrv. alþingismaöur breiður í stað fjölgresis, blómjurta og berjalyngs. Stjórnvöld bera ábyrgöina Um lúpínu gildir það sama og með minkinn, rækt- un hennar og losun í um- hverfið hefur orðið vegna andvaraleysis og skammsýni stjórnvalda þótt einstakling- ar komi þar vissulega við sögu. Landgræðsla ríkisins og Skógrækt rikisins bera höfuöábyrgð á lúpínuplág- unni þar eð talsmenn þessara stofn- ana hafa rekið einhliða áróður fyrir lúpínu sem landgræðsluplöntu og hvatt auk þess almenning til að sáldra henni sem víðast. Enn neita forsvarsmenn þessara stofnana að horfast í augu við afleiðingar gerða sinna þótt þeim fjölgi óðum sem sjá í hvert óefni stefnir. Pólitíska ábyrgð bera viðkomandi ráðherrar með þögn og aðgerðaleysi, bæði landbúnaöar- og umhverfisráð- herra. Lög um landgræðslu frá 1965 eru einhver mesti forngripur í ís- lensku lagasafni og hafa ekki fengist endurskoðuð þrátt fyrir hátíðleg lof- orð viðkomandi ráðherra í heilan áratug. í lög um náttúruvernd nr. 44/1999 fengust inn ákvæði um innflutning, ræktun og dreifingu lifandi lifvera (41. gr) en lítið hefur heyrst um aðgerðir á grundvelli þeirra. Hvorki lúpína eða minkur eru sökudólgar heldur þeir menn sem ekki sýna til- skilda varúð þegar íslensk náttúra á í hlut. Rannsóknir og ótvíræð reynsla Margir hafa á undan- fórnum árum varað við festa í meginatriðum þau vamaðarorð sem uppi hafa verið höfð um þessa öflugu landgræðsluteg- und. „Hún getur einnig numið land og breiðst yfir algróin svæði með lágvöxnum mólendis- gróðri þar sem hún ger- breytir gróðurfari," segja vísindamennirnir Borg- þór Magnússon, Sigurður H. Magnússon og Bjarni Diðrik Sigurðsson í nefndri ritgerð. „Köfnun- arefnisbinding, ör vöxtur, stærð og breiðumyndun eru allt eiginleikar sem gera henni þetta kleift. hættu sem gróðurríki pianta innan fárra áratuga verða orðin alls- viðáttumikii svæði hér á landsins stafar af mn- ,. T. ,, ; .... , , , , T ... landi standa lúpínunni raðandi viða i fjorðum þar sem nun breiðist „Verði ekki brugðist hart við mun þessi flutningi og dreifingu öfl- ugra framandi tegunda. Af dugnaði og framsýni hafa einstaklingar staðið fyrir rannsóknum á út- breiðslu og framvindu slíkra tegunda, oft í lítilli þökk opin- berra aðila. I byrjun þessa árs birtist á vegum Rannsóknastofnunar land- búnaðarins rit þriggja vísindamanna ekki aðeins út um mela og hálfgróið land heldur um grónar brekkur og lyngmóa. “ - Lúpínubreiða í Þjórsárdal. undir heitinu Gróðurframvinda í lúpínubreiöum (fjölrit Rala nr. 207). Þar eru dregnar saman niðurstöð- ur úr 12 ára rannsóknum sem stað- opin berist hún inn á þau... Niðurstöðurnar benda til að við land- græðslu með lúpínu þurfi að sýna mikla aðgát.“ Engan tima má missa vilji-menn bregðast við annars auð- sæjum ófarnaði. Ella blánar hér land af lúpínu ár hvert - í stað berja. Hjörleifur Guttormsson Eistneska skýrslan í grein er birtist í DV þann 25. f.m. eftir Baldvin Berndsen koma fram viðbrögð við skýrslu fjölþjóðlegrar rannsóknamefndar sem kemst að þeirri niðurstöðu að Eðvald heitinn Hinriksson, sem var íslendingur af eistnesku bergi brotinn, hafi framið stríðsglæpi í Eistlandi í seinni heimsstyrjöldinni. - Margar rang- færslur er að finna í grein þessari. Baldvin virðist lítt þekkja til að- draganda málsins sem hófst fyrir tæpum níu árum. Stofnun Simons Wiesenthals sem Baldvin talar um, án þess að nefna hana á nafn, hefur ekki aðsetur í Sviss og hefur aldrei haft heimilisfang þar. Misskllningur og vanþekking íslensk stjómvöld sýndu ekki góð viðbrögð vegna málsins, m.a. mikinn seinagang, þar til loks var fallist á að taka á málinu. Ekki má gleyma því að margir íslenskir stjórnmálamenn fóru fram meö offorsi vegna þess að þeir héldu ranglega að málaleitan um réttarhöid yfir Eövaldi vera runna undan rifjum ísraelsstjómar. Þar sem Baldvin er leikmaður ætl- ast ég ekki til að hann geti gert betri grein fyrir sögulegu samhengi helfar- ar gyðinga en hann gerir. Ekki lái ég honum vankunnáttuna, heldur þegar hann kallar útrýmingarbúðir fanga- búðir og skrifar um „stríðsglæpi gegn mannkyninu". Lítið hefur verið kennt um þetta í íslenska skólakerf- inu og engar áætlanir virðast heldur vera á prjónunum um slíkt. Gamall vinur Baldvins, hæstarétt- ardómarinn Bernstein, sem líklegast er látinn, þar sem hann þekkist hvergi í réttarkerfi New York-fylkis, fór einnig með fleipur þegar hann „Þeir sagnfrœðingar sem unnið hafa skýrsluna komast hins vegar að sömu niðurstöðu og forstöðumaður stofn- unarinnar í Jerúsalem, Efraim Zuroff. Fyrir hana var hann húðskammaður á sínum tíma og kallaður óvinur íslands. “ - Efraim Zuroff með blaðamannafund. Spurt og svarað Kristinn Jónsson, formadur KR UMFÍ bam síns tíma „Það er engin spuming í mínum huga. Það á ekki að vera eitthvert mót fyrir sérstakan hóp af íþrótta- fólki og kalla það landsmót. Það er ekki landsmót þegar aðeins þröngur hópur íþróttafólks keppir þar. íþróttamót eiga að vera öllum opin sem i þau vilja fara. Ég er mjög fylgjandi því að ÍSÍ og UMFÍ renni saman í ein samtök, og þannig á það auðvitað að vera. Ungmennafélag íslands er bara barn síns tíma, og það er þröngsýni að halda svona áfram. Forysta UMFÍ er ekki víðsýn og tónninn var gefmn af hálfu forystu UMFÍ á ÍSÍ-þinginu á Akureyri. Þaö er gríð- arlega ósanngjarnt að ungmennafélögin fái tvo hluti af Lottó-kökunni þegar aörir fá bara einn hlut.“ sagði Baldvini frá Núrn- berg-réttarhöldunum. Fjár- sterkir gyðingar í Banda- ríkjunum höfðu og hafa ekki eins mikil völd og þessi Bernstein hélt fram við Baldvin. Réttarhöldin í Núrnberg voru ekki haldin fyrir ríka gyðinga heldur fyrir mannkynið - þar á meðal íslendinga. Skoðun Baldvins á veik- leika gyðinga í seinni heimsstyrjöld byggir einnig á misskilningi. Þeir gyðing- ar sem gátu vörðu sig og sína en fæstir þeirra höfðu tök á að ná til vopna. Vörn ísraels- manna gegn árásum á ísrael verður ekki skýrð með því að gyðinga vant- aði vopn í seinni heimsstyrjöld, eins og Baldvin gerir. Margar nýjar upplýsingar Skýrslan er ekki skrifuð af Stofnun Simons Wiesenthals, þeim samtökum sem fóru fram á að mál Eðvalds Hin- rikssonar yrði tekið fyrir á íslandi. Þeir sagnfræðingar sem unnið hafa skýrsluna komast hins vegar að sömu niðurstöðu og forstöðumaður stofn- unarinnar í Jerúsalem, Efraim Zuroff. Fyrir hana var hann húð- skammaður á sínum tíma og kallaður óvinur íslands. Margar nýjar upplýs- ingar er að finna í skýrslunni. Að minu mati má skýra flestallar rangfærslurnar í grein Baldvins með ófullnægjandi upplýsingastreymi á íslandi þegar málið var til umræðu fyrir tæpum tíu árum. Margir ís- lenskir fjölmiðlar völdu af einhverj- um ástæðum að fara fljótt yflr sögu í umfjöllun um málið. Vilhjálmur Orn Vilhjálmsson, sérfræöingur viö Dansk Center for Holocaust- og Folkedrabsstudier í Kaupmannahöfn. Baldvin Berndsen grein- ir, máli sínu til áherslu, frá meintu gyðinglegu ættemi forfeðra sinna. Það er auð- vitað aukaatriði en á sér að þvi er virðist enga stoð í raunveruleikanum. Forfað- ir hans, Fritz H. Berndsen, fæddist 1837 í Kaupmanna- höfn. Hann settist að á Skagaströnd um 1860. Að því er best er vitað var hann ekki af gyðingaætt- um. Báðir foreldrar hans voru kristnir. Fritz segir svo sjálfur frá: „Foreldrar mínir fluttu frá Gl. Mont til Montergade. I því húsi bjó einnig gyðingur sem hét Hegmann, hann var slátrari. Kona hans var mér væn og góð, hún gaf mér tevatn og brauð fyrir að taka skarið af ljósunum á þeirra hátíðiskvöldum". Það er einnig aukaatriði að tala um hugsanlega niðurlægingu barna Eðvalds Hinrikssonar vegna niður- staðna eistnesku skýrlunnar, nema að menn trúi á erfðasyndina. Skýrslan - mikilvægur áfangi „Hina samhljóma rödd gegn of- sóknarbrjálæði ísraelsmanna," sem Baldvin leitar að, máli sínu til stuðn- ings, hefði hann líklega getað fundið hjá þeim ódæðismönnum sem ' reyndu að útrýma ísraelsþjóð fyrir tæpum 60 árum. Kannski er slíkur kór tU i slaginn aftur? Skýrslan, sem unnin var að frum- kvæði forseta Eistlands, er mikil- vægur áfangi fyrir eistnesk yfirvöld. Henni ber að fagna og íslensk stjórn- völd ættu að kynna sér hana. Vilhjálmur örn Vilhjálmsson Til baka í æsku „Ég held að ég hafi verið svolítið tU baka í æsku. Það eiga kannski margir erfitt með að trúa þessu en í þá tíð var ég ekki sami flautaþyriUinn og fólk telur mig vera i dag. Ég vandaði brosið sem barn. Og það var langt í brosið, nokkuð langt. Ég var mikið einn með sjálfum mér, ég átti það til að skrópa í skólanum. Þá fór ég út í Samkomuhúsbrekku og sat þar all- an morguninn. Ég horföi bara út á Poll- inn. Og fylgdist með hljóðum náttúrunn- ar og heflinum í tunnuverksmiðjunni. Enginn truflaði þessar kyrru stundir. Ekkert. Stundum labbaöi ég niður á bryggju. En það var ekki til siðs að ótt- ast um böm á þessum tíma.“ Kristján Jóhannsson söngvari, í Mannlífi. Herör gegn offitu „Nú hefur landlæknir skoriö upp her- ör gegn offitu og er það örugglega löngu tímabært. Böm og unglingar hafa ekki verið þyngri frá því mælingar hófust, sykursýki er vaxandi vandamál meðal þungaðra kvenna og eldra fólks, hjarta- og æðasjúkdómar byrja mun fyrr á lífs- leiðinni en áður, og svo mætti lengi telja. Þetta er vandamál sem er aö marg- faldast í hinum vestræna heimi og á sama tíma eiga milljónir manna hvorki til hnífs eða skeiðar í þriðja heiminum. Það þarf heldur ekki að flölyrða um alla matar- og kaffltímana á fjölmennum og hressilegum kvennavinnustöðum sem fara í að ræða um það hvað þessi sé feit- ur og hinn sé mjór. Þjóðin er með offitu á heilanum. Síðan Gaui litli fór í megr- unina góðu fyrir nokkrum árum í beinni útsendingu, með landsmenn alla á vigtinni hjá sér, er ekkert lengm- heii- agt í þeim efnum.“ Kristín Alexíusdóttir, í tímariti hjúkrunarfræöinga Bima Lárusdóttir, formaður bœjarráds ísaffarðar Vettvangur ung- mennafélaga „Mér hefur sýnst að fjöldi þátttakenda á þessum mótum hafi alltaf verið að færast í auk- ana frá einu móti til annars og nýjum íþrótta- greinum hleypt inn í áranna rás. Þetta er bara vettvangur fyrir þau félög sem eru þar skráð en þeir sem standa þar utan viö geta alltaf skráð sig í ungmennafélögin. Önnur mót henta þeim sem ekki eru gjaldgengir á landsmót. Sameining ÍSÍ og UMFÍ er hins vegar mjög heitt mál sem ég ætla ekki að blanda mér í. Næsta landsmót verö- ur hjá okkur á Isafirði eftir fjögur ár en það er allt of snemmt að segja til um líkur á því hvort þá verða einhverjar breytingar komnar í gegn.“ Valdimar Grímsson, handboltamaður og þjálfari Sameining póli- tískt sterkari „Þessari spumingu verður að svara í miklu stærra samhengi. Ég vil skeyta miklu meira saman hug- myndum um íþróttafélag annars vegar og ung- mennafélag hins vegar og breyta reglugerðum þar að lútandi. íþróttafélögin í landinu eiga að hlíta sömu reglugerð sem tryggi undanbragðalaust að allir hafi sama aðgang aö keppnum og þessi forystusamtök íþróttanna séu byggð upp á sama hátt. Það eiga auð- vitað allir að eiga keppnisrétt á landsmóti og fyrir því á að vera ein stjóm, einn formaður. Því á skil- yrðislaust að sameina ISÍ og UMFÍ og ekki láta hags- munapot forráöamanna ráða þar ferðinni. Sameinuð íþróttahreyfmg næöi meiri styrk, pólitískt." Lög um óútreikn- anlegt verð? Ari Teitsson, formaður Bœndasamtakanna Þverrandi hlutfall œsku landsins „Þá þarf að breyta fyrirkomulagi á félagaaðildinni og sameina íþróttafélögin og ungmennafélögin. Svo lengi sem UMFÍ heldur sitt landsmót fyrir sína félaga verða þeir að vera einir á því móti. Æ færri einstaklingar og minna hiutfall af æsku landsins eru þar sem flest ungmennafélögin starfa, þ.e. í dreifbýl- inu. Landsmót er ákveðin hátíð unga fólksins í dreif- býlinu og það þarf að hugsa sig vel um áður en það verður gert að allsherjar unglingahátíð sem mundi taka mest mið af þörfum og vilja þéttbýlisins. Ég keppti í gamla daga í jurtagreiningu og hrossadóm- um og komst á verðlaunapall. Þessi þáttur minnir á tengsl atvinnulífsins og íþrótta, sem er gott mál.“ 4jk Um helmingur íþróttafólks landsins á ekki keppnisrétt á landsmóti. Mótiö stendur því varla undir nafni að margra mati. Það væri fróðlegt að gera skoðanakönnun þar sem svarendur væru spurðir hvort þeir vissu hve mörg símafyrirtæki væru I land- inu, hvað þau hétu og hvað kostaði að hringja á þeirra vegum og tala í tíu mínútur við, ja til dæmis mann á Vopnafirði eða í Venesúela. Sá sem hér ritar myndi kol- falla á prófinu og er líka handviss um að þorri þjóð- arinnar gerði það líka. Það er ekki langt síðan ..... að aðeins eitt símafyrirtæki var í landinu og þá vissu allir hvað hvert viðtalsbil kostaði. Þessu einokunar- ástandi skal ekki mælt bót og allir vita að frjáls samkeppni leiðir til lækkunar á verði þjónustu og það hlýtur að hafa gerst í símamálum landsmanna. Enda spretta fjarskipta- fyrirtækin upp eins og gorkúlur nán- ast í hverjum mánuði og bjóöa lands- mönnum gull og græna skóga fyrir það eitt að beina kjaftæðinu til þeirra. Moggi íjallaði í vikunni um síma- mál í tveimur fréttum sama daginn. í annarri kom fram að Samkeppnis- ráð ætlaði ekkert að aðhafast í fram- haldi af kvörtun Frjálsra fjarskipta hf. vegna verðlækkunar Skímu ehf./Netsímans á símtölum til út- landa í janúar árið 2000. Frjáls fjar- skipti töldu að verðlækkunin fæli í sér skaðlega undirverðlagningu sem hryti í bága við samkeppnislög. Eins og svo oft áður er frjáls sam- keppni lofuð og prísuð þar til frjáls- hyggjupostularnir fara að tapa á henni og þá er kvartað og kveinaö og kært. Reiknikúnstir í hinni frétt Moggans er fjallað um gjald á símtölum til útlanda. Og þó Mogginn sé kannski (eða þykist vera) áreiðanlegasti fjölmiðill í Evr- ópu og þó víðar væri leitað þá var, eftir lestur greinarinnar, útilokað nema fyrir helstu stærðfræðiséní og heilabrjóta að átta sig á mismunandi verðlagningu á simtölum til útlanda frá íslandi. Og þar er örugglega ekki við blaðamann að sakast sem gerir sitt besta til að fóta sig í gjaldafen- inu. í dæmum sem tekin eru kemur m.a. fram að hjá Símanum er tengi- gjald 3,20 kr. Þegar hringt er úr GSM til útlanda á daginn bætast við 12,50 Jóhannes Sigurjónsson skrifar: kr. á mínútu en 8,00 kr. á minútu á kvöldin og um helgar. Samtals greiðir við- takandi 37,90 kr. Hjá Íslandssíma er tengi- gjald 3,42 kr. Hringing úr GSM til útlanda á daginn kostar 12 kr. á mínútu en 10. kr. á á kvöldin. Notandi sem staddur er erlendis greiðir 17,90 á mínútu, auk 19,00 kr. Hjá Tal kostar tengigjald ekkert. En þegar hringt er úr GSM til útlanda á daginn kostar mínútan a.m.k. 19 krónur. Ef hringt er úr Tal Frelsi á daginn kost- ar mínútan 26 krónur. Við þetta bæt- ist svo 15% viðbótarálag sem erlenda fyrirtækið leggur ofan á. Einokun - já takk? Eru menn einhverju nær um hjá hverjum hagstæðast er að hringja eða láta hringja í sig til útlanda? Hef- ur einhver tíma til að standa í stöð- ugum útreikningum á síbreytilegu símagjaldi til að geta valiö ódýrasta kostinn hverju sinni? Vita menn yf- irleitt hvort ódýrara er að hringja nú en þegar Landssíminn einokaði allt heila galleríið? Talsmaður Tals tjáir sig um tal- gjaldastríðið í dýrölegri klausu í Moggafréttinni og raunar segir þar allt sem segja þarf um þá tilhneig- ingu símafyrirtækjanna til aö gera simagjöldin óútreiknanleg: „Þegar hringt er úr Tal-farsíma í innlendan farsíma sem staddur er erlendis þá greiðir sá sem er staddur á íslandi innanlandstaxta. Síminn sem staddur er erlendis greiðir út- landasímtal samkvæmt útlandaverð- skrá Tals, dæmi 19 kr. til Danmerk- ur, að viðbættu 15% GSM-gjaldi sem rennur til þess símafyrirtækis sem hann er í reikisambandi við. Þegar hringt er úr Tal-sima frá íslandi í er- lendan farsíma greiðir Tal-síminn útlandataxta samkvæmt útlanda- verðskrá Tals, til dæmis 19 kr. til Danmerkur, aö viðbættu álagi þess símafyrirtækis sem viðkomandi sími er skráður hjá. Þetta álag er mismunandi eftir símafyrirtækjum og tekur oft mið af verðlagi á sams konar þjónustu í löndunum, þ.e. ef verð fyrir GSM-þjónustu er hátt þá eru þessi gjöld oft há lika. Vegna fjölda fyrirtækja á þessum markaði í hverju landi og síbreytilegs verðs er orðið mjög erfitt aö fylgjast með þessu.“ Svei mér þá ef maður fer ekki að þrá gamla góða einokunarástandið í símamálum eftir lestur þessarar klausu. Enda spretta fjarskiptafyrirtcekin upp eins og gorkúlur nánast í hverjum mánuði og bjóða landsmönnum gull og græna skóga fyrir það eitt að beina kjaftœðinu til þeirra.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.