Dagblaðið Vísir - DV - 13.07.2001, Blaðsíða 7
7
FÖSTUDAGUR 13. JÚLÍ 2001
DV Fréttir
Heiftugar deilur varaformanns og gjaldkera Sjómannasambandsins:
Hlíöarfjall:
Sptfrt ®
f TOYOTA
Mosfellsbær:
Skjaldborg
um drukkinn
ökumann
Um tuttugu
vélhjólamenn
slógu skjald-
borg um
drukkinn
mann fyrir
utan veitinga-
húsiö Áslák í
Kráin í Mosfellsbæ Mosfellsbæ í
Vélhjólamenn komu fyrrakvold. Aö
ívegfyrir so%n h<"
ölvunarakstur. armanns blaðs-
..ms hofðu vel-
hjólamennirnir staldraö við á veit-
ingahúsinu og fengiö sér kaffibolla.
Þeir voru að tygja sig til heimferðar
þegar þeir veittu því athygli að einn
af gestum veitingahússins kom út
og settist upp í jeppabifreið sina.
Það var mat vélhjólamannanna að
maðurinn væri sýnilega drukkinn
og ætti ekki að sitja undir stýri.
Hópurinn raðaði því vélhjólunum
i kringum jeppann á meðan einn
þeirra gerði lögreglu viðvart. Mað-
urinn komst hvergi og skömmu síð-
ar komu lögreglumenn á vettvang.
Að sögn lögreglunnar í Reykjavík
var maðurinn grunaður um ölvun
og færður á stöð til yfirheyrslu og
blóðsýnatöku. -aþ
Tveir hundar
drepa lömb
PV, DALVIK:________________
Tveir hundar hafa lagst á lömb og
drepið þau í fjallinu fyrir ofan bæinn
Rauðuvík á Árskógsströnd. Sam-
kvæmt heimildum DV hafa a.m.k.
átta lömb fundist dauð og næsta víst
að fleiri eigi eftir að finnast. Vitað er
um hvaða hunda er að ræða. Sam-
kvæmt upplýsingum lögreglunnar á
Dalvík hefur ekki borist formleg
kæra vegna málsins. -hiá
Þetta er þeirra deila
- segir Sævar Gunnarsson, formaöur Sjómannasambandsins
Ny lyfta i desember
Bæjarráð Akureyr-
ar samþykkti í gær að
ganga til samninga við
fyrirtækið Doppel-
mayer i Austurríki
um kaup á nýrri stóla-
lyftu fyrir skíðasvæð-
ið í Hlíðarfjalli. Lyftan
verður staðsett á sama
stað og núverandi
stólalyfta en þó þarf að
steypa nýjar undir-
stöður fyrir lyftuna.
Að sögn Vilborgar
Gunnarsdóttur, sem sæti á í bæjar-
ráði, reyndist tilboð Doppelmayer
lægra þegar búið var að samreikna
tilboðin, m.a. með tilliti til stóla-
íjölda og afkastagetu.
Tilboð Doppelmayer
hljóðaði upp á 92 millj-
ónir króna en tilboð
Leitner á Ítalíu var upp
á 87 milljónir. Tvö önn-
ur tilboð bárust sem
voru upp á 99 og 133
milljónir króna.
Nýja lyftan mun
leysa af hólmi gömlu
stólalyftuna sem hefur
þjónað skíðamönnum í
Hlíðarfjalli í 34 ár og er
mjög hægfara. Nýja lyftan sem kom-
in verður í gagnið í desember, að
sögn Vilborgar, getur flutt rúmlega
2.200 manns á klukkustund. -gk
I Hliöarfjalli
Þar mun aöstaöa batna
umtalsvert meö tllkomu
nýju lyftunnar.
Laugardaginn 14. júlí kl. 13:00, verður haldin torfærukeppni í gryfjum við
Vesturlandsveg ofan við Mosfellsbæ.
Verð 1.000 kr. en frítt fýrir 12 ára og yngri í fýlgd með fullorðnum.
I -Jw.
„Ef Konráð segir að stjórn
Sjómannasambandsins sé
óstarfhæf þá eru það hans
orð, ég hef ekki sagt það og
það hefur ekkert á það reynt.
Þetta er deila þeirra á milli
og ég ræði hana ekki neitt í
fjölmiðlum," segir Sævar
Gunnarsson um deilur Kon-
ráðs Alfreðssonar, varafor-
manns Sjómannasambands-
■ A*- -
Sævar
Gunnarsson.
Konráð
Alfreösson.
Jónas
Garðarsson.
ins og formanns Sjómannafélags
Eyjafjarðar, annars vegar og Jónas-
ar Garðarssonar, gjaldkera Sjó-
mannasambandsins og formanns
Sjómannafélags Reykjavikur.
Jónas hefur borið Konráð þung-
um sökum og beinlínis fullyrt að
hann gangi erinda Samherja og þá
sé honum nánast fjarstýrt af Hall-
dóri Ásgrímssyni, formanni Fram-
sóknarflokksins. Konráð tók málið
upp á fundi stjómar Sjómannasam-
bandsins og fór fram á afsökunar-
beiðni frá Jónasi en stjórnin tók
enga afstöðu til málsins.
Síðan hefur Jónas blásið enn i
seglin og segir m.a. í grein í Morgun-
blaðinu að Konráð hafi komið því til
leiðar að Sjómannafélag Eyjafjarðar
aflýsti ekki verkfalli sinna manna til
að ónýta ekki þær fyrirætlanir Hall-
dórs Ásgrimssonar og félaga hans í
ríkisstjórninni að setja lög á deilu
sjómanna og útgerðarinnar.
Birgir Hólm Björgvinsson, stjórn-
armaður i Sjómannafélagi Reykja-
víkur, bætti svo um betur og sagði
Konráð hafa barist fyrir kjöri Krist-
jáns Ragnarssonar, þáverandi fram-
kvæmdastjóra LÍÚ, í bankaráð ís-
landsbanka og þá hafi Konráð verið
í „einkaþotum" og boði erlendis á
vegum Samherja. Konráð ætti að
segja af sér varaformennsku í Sjó-
mannasambandinu og sækja um
inngöngu í Vélstjórafélagið!
„Ég hef ekki lesið þessar greinar
en miðað við það sem lesið hefur
verið úr þeim fyrir mig sé ég ekki
betur en að þarna séu ærumeiðandi
ummæli á ferðinni og þeir eru
ekki búnir að bíta úr nálinni
með þetta,“ segir Konráð. „Ég
mun skoða þetta nánar þegar
ég kem úr sumarleyfi. Málið
horfir hins vegar þannig
gagnvart Sjómannasamband-
inu að stjórn þess er óstarf-
hæf vegna trúnaðarbrests.
Formaður sambandsins hlýt-
ur að láta til sín taka í þessu
máli, það er ómögulegt annað,“ seg-
ir Konráð. -gk
ÍlsfellsDæ
'
MfpJSmótíð.
iteuærul
£sso