Dagblaðið Vísir - DV - 13.07.2001, Blaðsíða 13

Dagblaðið Vísir - DV - 13.07.2001, Blaðsíða 13
13 FÖSTUDAGUR 13. JÚLÍ 2001 DV Fátækur eins og lista- menn eiga að vera DV-MYND: E.ÓL Þórður Ingvarsson tölvugrafíker „Margar myndanna eru fantasíukenndar og í sumum þeirra má koma auga á ýmislegt Ijótt - sem ein- hvergæti sjálfsagt kallaö „satanísk viðhorf“.“ Þórður Ingvarsson tölvulistamaóur segir að allir í kringum hann, fjölskylda hans og vinir, séu gríóarlega spenntir aó sjá sýninguna hans á Mokka sem veróur opnuö um helgina. Af því til- efni kemur fólkið hans brunandi frá Höfn í Hornafirði, þar sem Þóröur sjálfur sleit barns- skónum. Þórður er ekki aldinn að árum, einungis 22 ára en það stöðvar hann ekki í því að halda heila einkasýningu á tölvugraíík þeirri sem hann hefur verið að dunda við að skapa síðustu árin. Hann segist sjálfmenntaður í tölvugrafík og einhvern veginn hafi tilraunir hans til að sækja sér mennt- un í faginu farið út um þúfur. „Ég hef bara komist áfram á fikti og er nokkuð sáttur við það en því er ekki að neita að það væri gaman að hafa pappír upp á vasann um að maður hafi lokið einhverjum prófum. Ég er á leið til Bretlands eftir sýninguna og það er ekki útilokað að ég reyni að afla mér menntunar þar.“ Þórður vinnur aðallega með Photoshop, Ulu- strator og Poser en er kunnugur mörgum öðrum forritum á borð við 3d Studio Max, Ray Eream Studio, Bryce og Macromedia tólunum (Flash, Director, Freehand o.fl.), auk hljóðforrita á borð við Wavelab, Sound Forge, Acid, og Buzz. Þessi upptalning hljómar sem hebreska í eyrum blaðamanns en Þórður viðurkennir að hann hafi alltaf verið hálfgert tölvunörd og byrjað strax sex ára að leika sér í tölvum. Það var þó ekki fyrr en fyrir ári að hann fór að sýna öðrum verk sín og leita eftir viðbrögðum. Hannes hrifinn band við Hannes Sigurðsson, listfræðing og for- stöðumann Listasafns Akureyrar, til þess að at- huga hvort einhver hefði áhuga á því sem hann hefur verið að fást við í hartnær áratug. „Ég átti slatta af myndum - eitthvað um 150 stykki. Hannes tók mér vel og hvatti mig til þess að halda sýningu. Nú höfum við valið tíu myndir sem hlýtur að vera hægt að glápa á.“ Hannes hreifst af verkum Þórðar og að- stoðaði hann við að koma sýningunni á lagg- irnar. í tilkynningu sem send var til fjöl- miðla segir Hannes meðal annars: „Sú kyn- slóð sem nú vex úr grasi er stafrænn heim- ur í blóð borinn. Þórður hefur enga formlega menntun i tölvugraflk og þó hefur hann lagt sig meira fram við að kynna sér og kanna alla nýjustu anga hennar en margur fagmað- urinn. Hér birtist okkur því eðlislægur frem- ur en skólaður sýndarveruleiki - einlæg sköpunarþrá án hátíðlegra málsvara eða markaðslegra hafta.“ Fórnar ekki geitum Og hvernig myndir eru þetta? „Ég á erfitt með að lýsa verkum mínum í orðum og verð því að treysta á þá sem skoða sýninguna til þess. En margar myndanna eru fantasíukenndar og í sumum þeirra má koma auga á ýmislegt ljótt - sem einhver gæti sjálfsagt kallað „satanísk viðhorf‘,“ segir Þórður og glottir. Ertu þá satanisti? „Nei, alls ekki. Fólk má ekki halda að ég sé að fórna geitum einhvers staðar í einrúmi. Og það er ekki bara ljótleiki í myndunum heldur líka margt fallegt. Flestar eru myndirnar figúrumyndir en þar notast ég við fígúruforritið Poser vegna þess að ég hef ekki efni á stafrænni myndavél og því síður get ég borgað fyrirsætum. Ég er fátækur eins og listamenn eiga að vera.“ Þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir blaðamanns til að grafast fyrir um uppruna verkanna og hugmynda- fræðilegt bakland þeirra er Þórður þögull sem gröfin. Hann fer að minna á skáldið sem sagði dimmraddað: „Mitt er að yrkja - ykkar að skilja," og lét þar við sitja. En hvað fer í gegnum huga listamannsins með- an hann vinnur við tölvu sína? „Það er mest lítið," segir Þórður og hlær, enn við sama heygarðshornið. „Ætli ég bjargi mér ekki með því að visa í frægan og góðan myndlistar- mann, sem sagði: „Það er ekki nauðsynlegt að taka allt sem ég geri alvarlega". Sýning Þórðar - Eðlismót - hefst á sunnudaginn og stendur til 11. ágúst. Þórður segir að hann hafi í bríaríi sett sig í sam- Ein af tíu Þessi mynd Þóröar ber heitiö Fantasía og veröur til sýnis gestum og gangandi á Mokka næstu vikur. Tónlist DV velur íslenska djassleikara vetrarins: Djassstjörnur DV Eins og tryggum lesendum djassdálkanna í DV er vel kunn- ugt hefur oft á tiðum verið skrif- að um okkar ágætustu djassleik- ara og látið í það skína að þessi og hinn væri bestur allra á sitt hljóðfæri hérlendis - og jafnvel þótt vfðar væri leitað. Þá má heldur ekki gleyma skondnum fullyrðingum í fréttatilkynning- um um djasstónleika, s.s. fullyrð- ingin í fréttatilkynningu djass- klúbbsins Múlans fyrir skömmu þar sem Sunna Gunnlaugs (pno) er nefnd „Ein af fremstu jazz- konum íslands allra tíma“! Með tilliti til þessa alls og ým- issa siða sem við höfum tileinkað okkur (misvel að vísu) erlendis frá hefur djassdálkur DV ákveðið að velja djassleikara síðastliðinna sex mánaða, þ.e.a.s. þá sem hafa sýnt skemmtileg og athyglisverð tilþrif í djass- leik síðastliðinn vetur. Það skal tekið fram að val þessara listamanna er einvörðungu undir- ritaðs sem hefur hvorki haft einstaklinga, nefndir, félög, stofnanir, ritstjóra eða djass- klúbba sér til fulltingis við þetta vandasama verk. Ef til vill munu þeir sem hafa verið vald- ir í heiðursstöðurnar koma saman innan skamms og leika saman, t.d. í Múlanum ;e^a á Trommarinn Pétur Östlund. einhverri djasshátíðinni. Það væri nú ekki dónalegt. Djassstjörnur DV, veturinn 2001. Hrynsveitin Píanó - Agnar Már Kontrabassi - Árni Egilsson Trommur - Pétur Östlund Söngvarinn Kristjana Stefánsdóttir. Brassinn Trompet - Birkir Freyr Básúna - Samúel Jón Saxar Alto - Sigurður Flosason Tenór - Óskar Guðjónsson Sópran - Haukur Gröndal Ásláttur Slagverk - Pétur Grétarsson Víbrafónn - Árni Scheving Söngvari Kristjana Stefánsdóttir Hljómsveit Stórsveit Reykjavíkur undir stjórn Maríu Schneider Lengra verður þetta ekki i þetta sinn. Vænt- anlega verða ný og fleiri nöfn i hópnum eftir seinni sex mánuði ársins. Gleðilegt djass-sum- ar! Ólafur Stephensen ______________________Menning Umsjón: Þórunn Hrefna Sigurjónsdóttir Olga og Helga Á morgun opna Helga Birgisdóttir og Olga Pálsdóttir (á mynd) sýn- ingu í listasalnum MÁN á Skólavörðustíg 14. Listakonurnar hafa ný- lokið námi frá Listahá- skóla Islands og er yfir- skrift sýningarinnar Líf og dauði í tengsl- um við þema sem þær unnu að við útskrift- arverkefni sín. Sýndir verða leirskúlptúrar og grafísk verk. í tilkynningu segir Helga að verk henn- ar „byggist á skúlptúrum af legforminu sem má líkja við nytjahlut, nokkurs konar hulstur um lífið eða heitan mjúkan umvefj- andi helli sem veitir hinu nýskapaða lífi skilyrði til vaxtar og þroska. En lífið er ekki lengur óhult í helli sínum. Maðurinn hefur gripið inn í gang náttúrunnar með erfðatæknina að vopni. Markmið hans er að fullkomna verk Skaparans." Verk Olgu lýsa hins vegar hugmyndum hennar um syndina í nútímaþjóðfélagi og afleiðingar hennar. Hver mynd sýnir nak- inn mannslíkama sem í þessu tilfelli tákn- ar sálir hinna fordæmdu, fallandi á niður- leið til heljar. Sýningin verður opin til 3. ágúst, virka daga kl. 10-18 og um helgar kl. 14-18. Eldfjallalistamaðurinn Paul-Armand Á morgun kl. 16 opnar franski myndlist- armaðurinn Paul-Armand Gette sýninguna Mind the volcano! - What volcano? í sýn- ingarrými Ljósaklifs sem er á vernduðu hraunsvæði við sjóinn vestast í Hafnar- firði. Nafnið sem myndlistarmaðurinn hef- ur gefið sýningunm er tilvitnun í skáld- sögu Lewis Carroll, Through the Looking Glass. Sýningin stendur til 6. ágúst og er opin daglega frá kl. 14-18. Paul-Armand stundaði nám í náttúruvís- indum áður en hann snéri sér að myndlist- inni sem hefur verið aðalstarf hans síðast- liðin öörutíu ár og eitt af megineinkennum á myndlist Paul-Armand er að hann beitir náttúruvísindalegum aðferðum við vinnu sína. Um 1970 byrjaði hann með eldfjöll sem viðfangsefni í myndlistinni og hafa þau verið hluti af listrænu starfi hans síð- an, ekki síst sem metafóra fyrir ástríöurn- ar. Árið 1994 kom hann í fyrsta sinn til ís- lands til að skoða og rannsaka eldfjöll og safna efni sem hann hefur unnið með á sýningum í Frakklandi og víðar. Paul-Armand hefur haldið fjölda sýninga viða um heim og verið fulltrúi Frakklands, m.a. á myndlistarbíenölum í Feneyjum, Sidney, Sao Paulo, Kwangju og einnig á Dokumentasýningunni í Kassel. Hann hef- ur kennt bæði við Sorbonne-háskólann og Listaakademíuna í París. Sýningin í Ljósaklifi er innsetning þar sem fjaran neðan við Ljósaklif og Hekla koma meðal annars við sögu. Listamaður- inn er nú staddur í Ljósaklifi þar sem hann vinnur að sýningunni en þeim listamönn- um sem er boðið að taka þátt í þessari sum- arstarfsemi Ljósaklifs koma á staðinn og vinna sýningarnar sérstaklega fyrir sýn- ingarrýmið út frá og í tengslum við hraun- svæðið umhverfis. Aðkoma að Ljósaklifi er frá Herjólfs- braut, sjá einnig kort og nánari upplýsing- ar á www.lightcliff-art.is. Kvartett Hauks Grön- dal á Jómfrúnni Á sjöundu tónleikum sumartónleikaraðar veitingahússins Jómfrú- rinnar við Lækjargötu, á morgun, kemur fram kvartett saxófónleikar- ans Hauks Gröndal. Með Hauki leika Björn Thoroddsen á gítar, Gunnar Hrafnsson á kontrabassa og Matthías Hemstock á trommur. Tónleikarnir hefjast kl. 16 og standa til kl. 18. Tónleikarnir fara fram ut- andyra á Jómfrúrtorginu ef veður leyfir en annars inni á Jómfrúnni. Aðgangur er ókeypis.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.