Dagblaðið Vísir - DV - 13.07.2001, Blaðsíða 25
29
FÖSTUDAGUR 13. JÚLÍ 2001
J3V -EIR Á FOSTUDEGI
útvegi þeim viðskipti, hækki
verðið og hirði mismuninn
sjálft. Staðhæfa leigubílstjórarn-
ir að hótelstarfsfólkið hafi allt
að helming launa sinna af við-
skiptum sem þessum.
„Ég get staðfest
að hingað kom
leigubílstjóri og
kvartaði yfir
þessu. Við mun-
um taka málið
fyrir á næsta
fundi hjá hótel-
mönnum,“ segir
Ema Hauksdótt-
ir, framkvæmdastjóri Samtaka
ferðaþjónustunnar.
Bréf frá Leó
Sæll vertu Eiríkur.
Ég var að lesa viðtal við versl-
unarstjórann í Byko á bls. 29 í
DV á miðvikudaginn. Sá sem
skrifar viðtalið, sennilega þú
sjálfur, talar um „nýju Torx-
skrúfurnar". í hvaða djúpfrysti
hefur þú verið sl. 18 ár? Ef þú
sest inn í 1983 árgerð af amer-
ískum bíl muntu sjá að allar
skrúfur í mælaborðinu eru af
þessari Torx-gerð. Mig grunar að
tæknin sé ekki þin sterka hlið.
VtfkJWi úreli dulatfuHri ökvurðtin;
Milljörðum
skrúfjárna hent|
- aýju «kn)fuk*r(i þrenct laa i narkaftian
^r-'sr
Hins vegar finnst mér takmörk
fyrir því hvað blaðamaður á DV
getur verið gjörsamlega úr sam-
bandi við samtíðina. Ættirðu
ekki frekar að vera í vinnu hjá
Þjóðminjasafninu?
Kveðja
Leó M. Jónsson
Svar:
Ég á amerískan bíl frá 1990. í
honum eru aðeins stjörnuskrúf-
ur af gömlu gerðinni. Sjálfur á
ég örugglega eftir að enda á
Þjóðminjasafninu. í vaxmynda-
deildinni.
Leiðrétting
Rétt er að taka fram að ekki er
glampandi sól og tæplega 30 stiga
hiti á Akureyri eins og heimamenn
láta gjaman í veðri vaka á þessum
árstíma. Heldur snjóar í fjöll og
ferðamenn hafa þurft áfallahjálp.
Kalla og
karlarnir
Júlli er besti
Listinn byggir á greind, út-
geislun og andlegu menntunar-
stigi þeirra sem á honum eru.
Nýr listi næsta föstudag.
Einir í götunni
„Fyrsti
gestur minn
verður
Hannes
Hólmsteinn
Gissurarson
og við ætl-
um að tala
um Óla
Grís,“ segir
Sverrir
Stormsker og á þar við forseta lýð-
veldisins. Sverrir er að hleypa nýj-
um útvarpsþætti af stokkunum á
sunnudaginn á nýrri útvarpsstöð
sem sendir út frá Kópavogi. „Stöðin
heitir Sterió og er rekin af fjórum
smástrákum i jakkafótum á upp-
leið.“
Þáttur Sverris verður á dagskrá
klukkan 14 næstkomandi sunnudag
og má búast við ýmsu þegar þeir
Hannes taka flugið með stefnuna á
Bessastaði og Ólaf Ragnar Grímsson.
Sverrir nefnir þátt sinn í messu hjá
Stormsker þar sem hann ætlar að
..messa yfir fólki og jarða það jafn-
vel,“ eins og hann orðar það sjálfur.
Sem kunn-
ugt er hafa
forsetinn og
Jón í Skíf-
unni verið
Hannesi
Hólmsteini
hugleiknir á
undanfóm-
um misser-
um en Sverrir
ætlar að láta sér nægja að ræða um for-
setann við Hannes Hóimstein. Þó
Sverrir Stormsker kalli ekki allt ömmu
sína treystir hann sér ekki til að ræða
um Jón Ólafsson við Hannes í þætti
sínum:
„Jón er útgefandinn minn. Ég verð
fyrst að losa mig undan öllum samn-
ingum áður en ég verð alfrjáls," segir
Sverrir og viðurkennir fúslega tak-
mörk sín í frjálsu flugi á öldum ljós-
vakans. Þeir sem vilja hlýða geta stillt
á Steríó á FM 89,5 á sunnudaginn.
-- Síóustu fréttir:
Þœttinum hefur veriö frestað um
viku. Stormsker segir aö það vanti
sendi.
Stormsker Grímsson Hólmsteinn
S . . . . UV-MYNLl UVA
Island i dag
Dökkir á brún og brá renndu þeir sér fram hjá Ijósmáluöu húsinu á Suöureyri
viö Súgandafjörö.
Júlli í Draumnum meö dropana í glasinu DV'N
Kauþir þá í Bónus og selur snemma morguns - viðskiptavinum sem streyma úr Hlíöunum.
Dxaumurinn selur kardimommudropa kvölds og morgna:
Hótel gegn
„Við sjáum ekki
Þó eru öll hótel full,“
leigubílstjórar sem saka starfs-
fólk hótela í Reykjavík um að
stjórna því hvaða bílstjórar fá
túra með ferðamenn. Hringi
starfsfólkið í ákveðna bílstjóra,
- topp-sex
Jón Baldvin
Hannibalsson
Omótstæðilegir persónutöfrar.
Kári
Stefánsson I
Hrokafullur gáfumaður.
Ossur
Skarphéöinsson
Blíðlyndur bangsi.
Björn
Bjarnason
Sjarmerandi einfari.
Jón Steinar
Gunnlaugsson
Sjálfstæður töffari.
Broddi
Broddason
Rödd sem veitir öryggi.
vinur ronanna
- lærði ungur að þekkja dýr og fugla
„Þetta eru vinir mtnir. Sumir
hverjir vel menntaðir banka-
menn, vélvirkjar eða jafnvef skip-
stjórar,“ segir Júlíus Þorbergs-
son, kaupmaður í söluturninum
Draumnum við Rauðarárstíg,
sem selur útigangsmönnum og
rónum kardimommudropa á
hverjum morgni. „Ég opna
snemma og þeir eru yfirleitt
komnir hingað upp úr klukkan
sjö. Þeir virðast koma mikið úr
Hlíðunum og stoppa hér við til að
ná sér í dropana og grape með
áður en haldið er niður í bæ til
áframhaldandi drykkju á Kaffi
Austurstræti."
Júlli í Draumnum er kaupmað-
ur af hugsjón. Hann selur það
sem kúnninn vill fá og skiptir þá
minna um hvað er að ræða. Kar-
dimommudropana selur hann á
hundrað krónur glasið en sjálfur
kaupir hann dropana í Bónus á 50
krónur stykkiö. Hann er vinur
rónanna, ráðgjafi og sálfræðing-
ur:
„Þessir menn verða að fá sitt
meðal. Þetta er alls ekki leiðin-
legt fólk og reyndar má frekar
segja að það sé skemmtilegt ef
rétt er komið fram við það. Mað-
ur þarf hins vegar að vera sál-
fræðingur til að hafa hemil á því
og temja."
- Ert þú sálfræðingur?
„Já, þó ég hafi ekki lokið prófi
úr Háskólanum. En ég læröi ung-
ur að þekkja dýr og fugla og það
er það sem skiptir máli.“
Nágrannar Júlla við Rauðarár-
stíginn eru mishrifnir af við-
Stormsker og Hólmsteinn:
Vaða í
Grímsson
skiptamannahópi Draumsins sem
sumir kalla martröðina og íbúar í
húsinu, þar sem söluturninn er
staðsettur, kvörtuðu sáran yfir
gestunum. Þá tók Júlli sig til og
keypti íbúðirnar af þeim sem
kvörtuðu. Síðan hefur ekki verið
kvartað. Júlli sér um sína. Jafnt
vini sem andstæðinga.
Aðeins einn íbúi er
skráður til heimilis í
Ánanaustum í vestur-
bæ Reykjavíkur og
það sama á við um
Vesturhlíð, Súðarvog,
Lágmúla og Lyngháls.
I Borgartúni búa
tveir. Flestir búa hins Hraunbærinn
vegar i Hraunbæ eða Þar búa
alls 2.362 og er sú gata flestir
fjölmennust í höfuð- —
borginni. Við Kleppsveg búa flestar
konur eða 898. Karlarnir við þá götu
eru aðeins 668.
Feimnir ferðamenn
Til átaka hefur komið
á milli baðvarða í sund-
laugum Reykjavíkur og
ferðamanna sem neita að
fara úr sundskýlunum í
sturtunum áður en hald-
ið er til laugar. Nokkrir
sundstaðír hafa komið
sér upp sturtuklefa með
baðhengi fyrir þessa
feimnu ferðamenn, en
ekki allir.
Baðvörður í Vesturbæjarlauginni
gerði árangurslausar tilraunir til að
koma ungum suðrænum pilti úr skýl-
unni i fyrradag en sá suðræni streitt-
ist við og lofaði í sífellu að fara úr
Rétta myndin
henni næst. Gekk þetta
svo langt að baðvörður-
inn reyndi að toga skýl-
una niður um piltinn
sem varðist vel i sturt-
unni. Var baðverðinum
þá bent á að hann gæti
átt von á kæru fyrir
áreitni og spurði hann þá
hvort lögfræðingur væri
viðstaddur. Svo reyndist
ekki vera. í sturtunum
voru, auk suðræna piltsins, fiskifræð-
ingur, óperusöngvari, leikari, trésmið-
ur og blaðamaður. Baðvörðurinn stóð
fastur á sínu og fór pilturinn hvergi.
Meira næst.