Dagblaðið Vísir - DV - 16.07.2001, Blaðsíða 5

Dagblaðið Vísir - DV - 16.07.2001, Blaðsíða 5
5 MÁNUDAGUR 16. JÚLÍ 2001 ÐV Fréttir Kolagrill kringlótt með loki J Þvermál47cm • Landmann 423 Timbrið kurlað mél- inu smærra - notað m.a. í Járnblendið DV, AKRANESI:_____________________ Víöa um land má sjá hrúgur af gömlu timbri sem safnast hefur upp engum til gagns en landinu til óprýði. Svo kann aö fara aö þessir timbur- haugar og annað timbur sem hent er á hauga á Vesturlandi fái nýja lífdaga því Gámaþjónusta Akraness ehf. hef- ur fest kaup á öflugum timburkurlara sem tætir timbur niöur i smámola. Er vonast til þess að þetta kurl verði not- að í Járnblendiverksmiðjunni á Grundartanga en í dag fer þó nokkuð af kurli frá Sorpu í Reykjavík upp á Grundartanga en kunnugir segja að kurlið úr nýju vélinni sé mun hent- ugra en það frá Sorpu. „Þetta er SD 1000-tætari frá Dan- mörku sem var innfluttur frá Englandi í vor. Þetta er lítið notað tæki, árgerð 1992 og ekki keyrt nema 2.500 vinnustundir. Kurlarinn er með 300 hestafla Benz-vél og með sjálf- stæðum kurlara sem hægt er að flytja á milli. Ég vona að Vestlendingar noti sér þetta en sá sem sér um sorpið í Borgarnesi vill fá tætarann upp eftir til að tæta haug sem safnast hefur upp,“ segir Valdimar Björnsson, framkvæmdastjóri Gámaþjónustu Akraness ehf„ við DV. Hann segir jafnframt að það séu meiri líkur en minni á að þeir hjá Jámblendinu taki kurlið frá honum. Auk þess má nota kurlið snyrtilega í trjábeð og göngu- stíga því kurlið drepur arfann um leið. Þá kann svo að fara að leðja sem Sementsverksmiðjan hefur flutt frá sér verði kurluð í kurlaranum; ef það tekst verður leðjan notuð aftur í sem- entinu. -DVÓ Deila um launað námsleyfi leikskólastjóra ekki kynjamismunun: Leikskólastjórarnir fá launað námsleyfi Leikskólastjóramir Ingigerður Stef- ánsdóttir á leikskólanum Sólborg á ísa- flrði og Sonja Elín Thompson á leik- skólanum Laufási á Þingeyri höfðu fengið afsvar um það að þær fengju launað námsorlof næsta vetur. Tölu- verður titringur varð út af þessu þar sem aðstoðarskólastjóri Grunnskólans á ísafirði, Skarphéðinn Jónsson, haíði fengið slíkt leyfi, og var talið að þama heföi verið um að ræða kynferðislega mismunun. Skarphéðinn var skóla- stjóri á Hólmavík og kom til ísafjarðar í fyrrahaust, en því fylgdi að hann væri í námi og óskaði eindregið eftir því að fá tækifæri til að Ijúka því. Það var því hluti af ráðningarsamningn- um. „Þetta mái snýst alls ekki um kyn- ferðislega mismunun þó Vigfús Geir- dal, hjá svæðisútvarpinu hér á ísafirði, haldi því fram. Við gætum allt eins fundið dæmi í þjóðfélaginu um konur sem fengið hafa styrki eða annað, en karlar ekki. Leikskólastjóramir em að sækja um fjamám í stjómun, 30 ein- inga nám, en þær þurfa að vera fjar- verandi fjórar til sex vikur á ári. Bæj- arstjóm tók mjög jákvætt í þetta en meirihlutinn vildi marka sér stefnu í málinu, starfsmannastefnu, eins og mörg önnur sveitarfélög hafa þegar gert, og stofha endurmenntunarsjóður. Þessu máli var vísað til úrvinnslu í bæjarráði og ég á von á því að innan viku verði málið afgreitt þaðan og þær fái launað námsleyfi. í kjarasamningi við leikskólastjóra eru heimildar- ákvæði þar sem fram kemur að heim- Ot sé að leyfa þeim að fara í námsleyfi en á móti skuldbindi þær sig til að vinna ákveðinn árafjölda hjá sveitar- félaginu. Þetta ákvæði er ekki til hjá grunnskólakennurum en þeir hafa hins vegar sjóði sem sveitarfélagið borgar í og sem þeir geta sótt í,“ segir Halldór Halldórsson, bæjarstjóri á ísa- firði. Sonja Elin Thompson segir það ánægjulegt ef þær Ingigerður fái greidd laun fyrir þessa daga sem þær þurfi að fara suður í skóla á næsta vetri en það er einn vinnudagur í mán- uði. „Ég vona að bæjarstjórinn standi við orð sín og þetta mál fái farsælan endi fyrir okkur. Ég hef heimild til sex mánaða launa samkvæmt samningi vegna þess að ég er búin að starfa hér í 10 ár. Sveitarfélög styrkja almennt sína starfsmenn til menntunar og end- urmenntunar og ég vona að ísafjörður verði ekki eftirbátur þeirra." -GG Frá Isafiröi Leikskólastjórar á Sólborg á ísafirði og Laufási á Þlngeyri fengu afsvar um launaö námsorlof næsta vetur. ...fyrir heimilið, sumarhúsið, bflinn og bátinn 14 Fjölkerfa sjónvarp með tengi að framan fyrir leikjatölvur og myndavél og 4- Hausa Long Play myndbandstæki. Saman í pakka á tilboði . . Í Korpby Ricbacds Verð áður 985 Roadstac CTVioio •£.V.*iS-=Sj C3i_íí.®I 10 litasjónvarp, gengur fyrir 12 og 220 voltum 47460 Kaffikanna 44270 Brauðrist . ~~~ 44660 Samlokugrill i Saman (pakka á tilt Ui %■ -v* Verðáöur 39.900 Roadstac TVM1003 Kocpny lUchacds Roadstar VDR-6205 Ferðaútvarp með klukku. Kwke A5920 i12 volta I myndbandstæki Sjönvarpsloftnet fyrir blla, báta bg fellihýsi dagatali vekjara aiwa CR-D500 1 10" s/h sjónvarp, gengur^J § fyrir 12 og 220 voltum Vasaútvarp með föstu mU. stöðvavali 'i Áður 5.995 Kalimac 07080 Roadstac RCR.-4511 Kalimac 08067 Ferðatæki með geislaspilara, útvarpi og segulbandi Sjónauki 7x35 Verð áður 7.995 aiwa CSD-TDao Ferðatæki með geislaspilara, útvarpi pg segulbandi ->00 Bíltæki með geislaspilara 4x45w r aiwa LCX-DR37 Bíltæki með geislaspilara 4x15w Ferðahljómtæki með geislaspilara, útvarpi og segulbandi Bíltæki með segulbandi 2x7w j^Gasgrill, grátt með hliðarborðum Fiesta 602 Gasgrill, svart með borði og hellu. Landmann 423 TÍBÍáJtfJ! Gasgrill, svart með borði og hellu. Rolsinn f grillunum Kolagrill ferkaitað ^ meðlokiog ^ tveimur borðum taðla 38 • Söujjí 5S3 1133

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.