Dagblaðið Vísir - DV - 16.07.2001, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 16.07.2001, Blaðsíða 8
8 MÁNUDAGUR 16. JÚLÍ 2001 Norðurland !OV Unnið að fjárhagslegri endurskipulagningu Skinnaiðnaðar: Stefnt að óbreyttum kaupum á gærum Haustið 1998 gaf Skinnaiðnaður á Akureyri út flokk skuldabréfa sem skráð eru á Verð- bréfaþingi íslands. Að undanförnu hafa staðið yfir skipulagsbreyting- ar hjá Skinnaiðn- aði og m.a. hefur verið unnið að endurfjármögnun framangreinds skuldabréfaflokks. Af þeim sök- um hefur tímabundiö orðið drátt- ur á greiðslu vaxta af þessum skuldabréfum. Félagið hefur átt viðræður við eigendur skulda- bréfanna vegna þessa en telur sér skylt að greina Verðbréfaþingi ís- lands frá stöðu mála. Ásgeir Magnússon bæjarfull- trúi er stjórnarformaður félags- ins. Hann segir að þetta sé liður í fjárhagslegri endurskipulagningu fyrirtækisins en reksturinn sé farinn aö ganga mun betur en síð- ustu 3 árin en nauðsyn sé að laga Umskipti í rekstri Rekstur félagsins farinn aö ganga mun betur, en betur má ef duga skal. efnahagsstöðuna. Liður í því sé að ræða við kröfuhafa lána sem séu útistandandi hjá félaginu. Fé- lagið hefur tapað tugum milljóna síðustu ár í rekstrinum sem eru mikil umskipti því fyrstu árin eftir endurreisn Skinnaiönaðar var hagnaður hundruð milljóna króna. „Hingað til höfum við verið í viðskiptum við stóran hluta slát- urleyfishafanna og keypt af þeim gærur, þ.á m. Goða, og ég vona að framhald verði á. Vandinn nú er hins vegar þessi erfiða fjárhagsstaða okkar en ég vona að okkur takist að leysa hann fyrir haustið. Niðursveifan hefur verið lengri en við gerðum ráð fyrir og þar ræður miklu erfið staða á Rúss- landsmarkaði sem hefur verið stór kaupandi á okkar vörum. Kóreumarkaðurinn hrundi nán- ast. En það eru engar breytingar á mannahaldi fyrirhugaðar," seg- ir Ásgeir Magnússon. -GG Drecið MÁNAÐARLECA FRAM TIL JÓLA! E RT ÞU ÁSKRIFÁNDI Clæsileg bifreið / AÐALVINNINC! Úr Hrísey Fölskylduhátíö fullveldisins í Hrísey veröur haldin þar um næstu helgi. Fjölskylduhá- tíð í Hrísey Hin árlega Fjölskylduhátíð full- veldisins í Hrísey verður haldin dagana 20.-21. júlí nk. Þetta er fimmta skiptið sem hátíð þessi er haldin í Hrísey. Gestir fá afhent vegabréf ásamt dagskrá um borð í ferjunni og síðan er haldið í gegn- um tollinn þar sem stimplað er í vegabréfið. Sigling til Hríseyjar tekur aðeins 15 mínútur og hægt er um vik að ferja með sér tjald- vagna og fellihýsi, ókeypis er á tjaldsvæði og ferðir frá bryggju að tjaldsvæði í næsta nágrenni verða í boði. Hátíðin hefst föstudaginn 20. júlí þar sem boðið verður upp á diskó- tek og leiktæki fyrir ungu kynslóð- ina, ökuferðir um þorpið og göngu- ferðir með leiðsögn um eynna, um miðnæturbil verður farin sólar- lagssigling á Gamla Sævari. Hörð- ur G. Ólafsson mun skemmta á veitingastaðnum Brekku. Kynnir hátíðarinnar er Ómar Hlynsson. Hátiðin verður formlega sett laugardaginn 21. júlí kl. 11.00. Leiktæki fyrir börn verða staösett á hátíðarsvæðinu, s.s. hoppkastali, risarennibraut, skylmingarþræll o.fl. Sundlaugin verður opin og koddaslagur í gangi, boðið er upp á ökuferðir út í vita. Markaðstorg opnar og keppni verður í akst- ursleikni á dráttarvélum og margt fleira í gangi svo sem myndlistar- sýning, sjóstöng á Gamla Sævari, hlaupahjólakeppni, víðavangs- hlaup, sólarlagssigling, stult- göngukeppni, Skralli trúður, kvartmílukeppni á dráttarvélum, söngvarakeppni barna, ratleikir, útsýnisferðir, flugeldasýning, óvissuferð, kvöldvaka á hátíðar- palli, Feðgar á ferð - Árni Tryggva og Örn Árna, Jassbandið og fleira skemmtilegt. Útidansleikur þar sem hljóm- sveitin Papar munu leika fyrir dansi langt fram á nótt. Aukaferð með ferju verður farin á Árskógs- strönd að dansleik loknum Hið árlega Hriseyjarhlaup verð- ur á sunnudeginum og hefst kl. 11 við verslunina Þorpið. Boðið verð- ur upp á tvær vegalengdir, 3,5 km og 10 km þar sem hlaupið er í lítt snortinni náttúru. Ljóst er að víða- vangshlaupið kemur til með að vekja mikla athygli fólks því æ fleiri hafa tamið sér þessa útvist og ferðast víöa um land til þátt- töku í hlaupum þessum. Nánari upplýsingar um fjöl- skylduhátíð og Hríseyjarhlaupið er hægt að nálgast á skrifstofu Hríseyjarhrepps. -gk

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.