Dagblaðið Vísir - DV - 16.07.2001, Blaðsíða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 16.07.2001, Blaðsíða 15
+ 14 MÁNUDAGUR 16. JÚLÍ 2001 MÁNUDAGUR 16. JÚLl 2001 Útgáfufélag: Útgáfufélagið DV ehf. Útgáfustjóri: Eyjólfur Sveinsson Framkvæmdastjóri: Hjalti Jónsson Ritstjórar: Jónas Kristjánsson og Óli Björn Kárason Aöstoöarritstjórar: Jónas Haraldsson og Sigmundur Ernir Rúnarsson Fréttastjóri: Birgir Guömundsson Auglýsingastjóri: Páll Þorsteinsson Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiðsla, áskrift: Þverholti 11,105 Rvík, simi: 550 5000 Fax: Auglýsingar: 550 5727 - Ritstjórn: 550 5020 - Aðrar deildir: 550 5999 Græn númer: Auglýsingar: 800 5550. Áskrift: 800 5777 Stafræn útgáfa: Heimasíða: http://www.skyrr.is/dv/ Fréttaþjónusta á Netinu: http://www.visir.is Rltstjórn: dvritst@dv.is - Auglýsingar: auglysingar@dv.is. - Dreifing: dvdreif@dv.is Akureyri: Strandgata 31, sími: 460 6100, fax: 460 6171 Setning og umbrot: Útgáfufélagið DV ehf. Plótugerö: isafoldarprensmiðja hf. Prentun: Árvakur hf. Áskriftarverö á mánuöi 2050 kr. m. vsk. Lausasöluverö 190 kr. m. vsk., Helgarblað 280 kr. m. vsk. DV áskilur sér rétt til aö birta aðsent efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. DV greiðir ekki viðmælendum fyrir viötöl við þá eða fyrir myndbirtingar af þeim. Byggingamefndir Ósk Gísla S. Einarssonar, nefndarmanns í fjárlaganefnd Alþingis, um stjórnsýsluúttekt á starfsháttum Byggingar- nefndar Þjóðleikhússins, er í senn eölileg og æskilegt fram- hald af þeirri sérkennilegu uppákomu sem varð við kaup Árna Johnsen á byggingarefni hjá BYKO. í sjálfu sér snýst máliö ekki nema að litlu leyti um þessa tilteknu úttekt og hvernig sá misskilningur sem þar kom upp gat orðið - þó vissulega sé forvitnilegt og þarft að það komi skýrt fram. Þetta mál snýst um mun víðtækari grundvallaratriði. Það snýst um þær reglur og þau vinnubrögð sem viðhöfð eru við úthlutun og meðferð opinbers fjár. Á því sviði hefur verið lyft Grettistaki á síðustu árum og áratugum, enda víðast hvar í gildi ákveðnar og gagnsæjar reglur. Til marks um það er að umræðan um spillingu, fyrirgreiðslupólitík og mis- munun í tengslum við kjördæmapot, vinskap eða frændsemi, er nánast horfin af sjónarsviðinu. Stærsta skrefið í þessari siðvæðingu var ugglaust stigið með tilkomu stjórnsýslulag- anna fyrir um áratug og síðan hafa þessi sjónarmið verið að styrkjast og festast í sessi. Það skýtur því óneitanlega skökku við þegar í ljós kemur að starfandi er opinber nefnd, Byggingarnefnd Þjóðleikhúss- ins, sem virðist lúta allt öðrum lögmálum en tíðkast um op- inberar nefndir. Ekki eingöngu hefur nefndin starfað mun lengur en títt er um verkefnabundnar nefndir, heldur er ekki skipaður nýr maður í nefndina þótt einn þriggja nefnd- armanna falli frá. í reynd virðist pólitískt tilnefndur formað- urinn, Árni Johnsen, vera allt í öllu í þessari nefnd, skrifar upp á reikninga, ræður verktaka og að því er virðist er hann líka í að kanna verð á byggingarefnum og kaupa þaö og jafnvel flytja á byggingarstað. Áhugi og ákafi formanna byggingarnefnda á vegum hins opinbera er vitaskuld góðra gjalda verður en þarna er fulllangt gengið - ekki síst þegar byggingarnefndarformaðurinn er jafnframt í íjárlaganefnd og hefur þar áhrif á fjárveitingarnar til þeirrar nefndar sem hann sjálfur stýrir. Sú staðreynd að málið tengist stærsta leikhúsi þjóðarinnar kyndir síðan undir að landsmenn sjá þessa stjórnsýsluhætti fyrir sér sem tragi-kómíska leiksýn- ingu eða farsa sem grefur undan trú þeirra á stjórnmála- mönnum og stjórnsýslunni almennt. Það er því best fyrir alla aðila - sérstaklega Árna Johnsen, höfuðpersónu leiksins - að Ríkisendurskoðun fari yfir þetta mál þannig að stað- reyndir þess liggi á borðinu. Það er síðan á pólitíska ábyrgð Björns Bjarnasonar menntamálaráðherra, en Byggingar- nefndin starfar í umboði hans, að nota þá niðurstöðu til þess að endurbyggja tiltrú fólks á stjórnsýsluna og þá Byggingar- nefndina, ef ástæða þykir til að láta nefndina starfa áfram. Skýr skilaboð Sturla Geirsson, forstjóri Lyfjaverslunarinnar, sagði í at- hyglisverðu viðtali við DV um helgina að átökin í Lyfjaversl- un, sem niðurstaða fékkst í á sögulegum hluthafafundi fyrir viku og með Hæstaréttardómi sama dag, hefðu þýðingu langt út fyrir fyrirtækið. Þarna hefði verið háð orrusta sem í hnot- skurn snerist um það hversu miklu minni hluthafar geta ráðið í almenningshlutafélögum og hvort þeir stóru gætu í raun alltaf farið sínu fram. Sem slík hafi þessi orrusta skipt máli fyrir hlutabréfamarkaðinn í heild. Ef niðurstaðan hefði oröið önnur hefðu skilaboðin líka verið önnur: „Skilaboðin hefðu verið þau að þátttaka í almenningshlutafélagi væri fyrst og fremst fyrir stóra hluthafa sem gætu skarað eld aö sinni köku. Ég vona að þetta mál verði til þess að ýta við mönnum sem fara með eftirlit á hlutabréfamarkaði, sem lög- gjafanum, Verðbréfaþingi og Fjármálaeftirlitinu.“ Óhætt er að taka undir þessar vonir Sturlu. Birgir Guðmundsson 27 I>V Skoðun Lækkum fargjöld barna og öryrkja Oiafur F. Magnússon, læknir og borgarfulltrúl Hörö gagnrýni hefur komið fram á hækkanir strætisvagnafargjalda í Reykjavík, sem tóku gildi 1. júlí sl. Hækkan- irnar bitna harðast á unglingum og öryrkjum. 20 ferða farmiðakort hækka þannig úr 1000 kr. í 2000 kr. hjá unglingum eða um 100%, en hjá ör- yrkjum er samsvarandi hækkun úr 600 kr. í'1000 kr. eða um 66%. Sam- svarandi farmiðakort aldraðra hækka úr 1200 kr. í 1600 kr. eða um 33%, barna 6-12 ára úr 300 kr. í 400 kr. eða um 33% og almenn farmiðakort hækka úr 2500 kr. i 3000 kr. fyrir 20 feröir eöa um 20%. Jákvæð atriði Græna kortið lækkar úr 3.900 kr. í 3.700 kr. eða um 5%. Þannig er lögð áhersla á að umbuna þeim sem mest nota strætisvagnana því náist góð nýting græna kortsins er kostnaður vel innan við helming staðgreiöslu- fargjalds sem er 200 kr. Þessi stefna er skynsamleg því auknar almenn- ingssamgöngur eru hið mesta þjóð- þrifamál. Heildarhækkun fargjalda nemur um 10% sem getur ekki talist óeðlilegt. Unglingafargjöld hafa fram að þessu gilt fyrir aldursbilið 12-15 ára sem lengist nú til 18 ára. Fargjöldin hjá hinu nýja fyrirtæki Strætó bs. sem myndaðist við samruna SVR og AV gilda á öllu höfuðborg- arsvæðinu. Hlýst af því hag- ræði um leið og málum er þok- að í átt til bráðnauðsynlegrar sameiningar sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu. Hópar sem ber að hlífa Það er hins vegar gagnrýnivert að langmestu fargjaldahækkanirnar skuli koma niður á unglingum og ör- yrkjum en því næst á börnum og öldruðum. Það eru einmitt þessir hópar sem að mínu mati á að hlífa þegar gjaldskrár opinberra aðila eru ákveðnar. Þetta er enn sjálfsagðara þegar rætt er um strætisvagnafar- gjöld því að á undanförnum árum hafa þessir hópar aðeins verið um þriðjungur farþega hjá strætisvögn- um Reykjavíkur. Því er tiltölulega auðvelt að hlífa þeim við gjaldtöku án þess að það bitni um of á tekjum þeirra sveitarfé- laga sem reka strætis- vagnaþjónustuna. Unglingafargjöld í sjö ár Sérstök unglinga- fargjöld voru tekin upp hjá SVR í borgar- stjóratið Áma Sigfús- sonar árið 1994. Gátu unglingar með til- komu þessara far- gjalda fengið 20 ferða farmiðakort fyrir 900 kr. en höfðu áður greitt sömu upphæð fyrir 10 ferðir eins og fullorðnir. Skv. til- lögu undirritaðs voru unglingafargj öldin lækkuð enn frekar til samræmis við gjald- töku hjá lífeyrisþeg- um þannig að 12-15 ára unglingar fengu 20 ferða farmiðakort fyrir 500 kr. eins og aldraðir og öryrkjar. Fulltrúar vinstri flokkanna studdu þessa breytingu en hækkuðu farmiðakort unglinga og aldraðra um 100% aðeins rúmu ári eftir að „Það er þvi í fullu samrœmi við skoðanir og til- löguflutning undirritaðs að hann gagnrýnir veru legar hœkkanir á strœtisvagnafargjöldum ung- menna og lífeyrisþega hjá hinu nýja fyrirtœki. Lœgri þjónustugjöld fyrir börn og unglinga ann- ars vegar og aldraða og öryrkja hins vegar eru hluti af réttlátri fjölskyldustefnu.“ þeir komust til valda í borginni. Með því að hækka farmiðakort unglinga nú í annað sinn um 100% hafa vinstri flokkamir í borginni fjórfald- Efnahagsmál í ólestri Það hefur oft veriö sagt að ekki veldur sá er varar við. - Undirritað- ur hefur hvað eftir annað á síðustu fjórum árum varað við háskalegri stefnu ríkisstjómar i fjármálum (átt er við lausatök). Það sem ég er að vitna til má finna í öllum ræðum mínum um fjárlög á þessum sama tíma. Þá vitna ég einnig í viðtal viö dagblaðið Dag fyrir um það bil 14 mánuðum. Þá varaöi ég við því, sem nú er staðreynd, að krónan myndi falla og verðbólga aukast þannig að samningar væru i uppnámi. Nú liggur fyrir að ástandið er enn verra en viðvörunin hljóðaöi upp á. Verðbólga er tvöfalt meiri en verstu spár efnhagsráðgjafanna gerðu ráð „Það sem gerðist var að lánastofnanir, tryggingafélög og hvers kyns fjármögnunarfyrirtceki kepptust við framboð á lánsfé þannig að fólk nánast trúði að vel- megunin vceri svo mikil á íslandi og vextirnir svo hag- stœðir að það hreinlega borgaði sig að skulda. “ fyrir, krónan fallin um 25% þannig að gamalkunnur Hrunadans er stiginn, þ.e. að sparnaður þeirra sem einhverja tilraun hafa gert til þess að spara er brennd- ur í verðbólgueldi ríkis- tjórnarinnar sem hún ber nær alla ábyrgð á. Á fullri ferö á fyrsta farrými! Lántakan og eyðslan hef- ur verið varin með því á undanförnum árum að það hafi verið orðin svo mikil þörf fyrir endurnýjun bílaeignar landsmanna, nauðsyn hafl verið á nýkaupum hvers kyns heimilistækja og húsbúnaðar og svo væri ríkjandi góðæri og þá sé í lagi að auka skuld- ir heimila og fyrirtækja. - Svona efnahagsaðgerðir eru hvergi liðnar nema á íslandi. Það sem gerðist var að lánastofn- anir, tryggingafélög og hvers kyns fjármögnunarfyrirtæki kepptust við framboð á lánsfé þannig að fólk nán- ast trúði aö velmegunin væri svo mikil á íslandi og vextirnir svo hag- stæðir að það hreinlega borgaði sig að skulda. Afleiðingin er að koma í ljós. Allt of margir eru á leið í nauð- ungaruppboð með lúxusbil og íbúð sem ekki er unnt að standa undir vegna lækkunar launa (samdráttur í vinnu), vegna hækkandi vaxta, vegna þess að nánast allt hækkar og kjarabótin sem orðin var er fyrir bí, vegna þess að leiðbeining og forysta í efnahagsmálum hefur brugðist. Óþarfi er að lýsa skuldaaukning- unni hjá sjávarútveginum. Það hefur m.a. komið fram að skuldir þeirrar Gísli S. Einarsson, þingmaöur Samfylkingarinnar. atvinnugreinar hafa aldrei verið svo miklar sem nú. Samtímis er að koma í ljós að þeir sem verst spáðu varðandi framkvæmd kvótakerfisins hafa haft rétt fyrir sér. Enn gerir rík- istjórnin ekkert til varnar. Svo mikil er frelsishugsun ríkisstjórnarinnar að allir eiga að fá að gera allt en þeir verða bara að taka af- leiðingum gerða sinna, hverjar sem þær svo eru. Þeir sem lúta slíkri forystu og sætta sig við hana fá síðar að vita hvar Davíð fyrr en keypti ölið. Lántaka erlendis til að borga ríkisskuldir Mér, sem þessi orð rita, fannst svo bitið höfuðið af skömminni þegar lagt var til aö taka 25 milljarða króna lán erlendis til að greiða skuldir ríkissjóðs. Ef hugmyndin væri að ríkissjóður tæki þetta fjár- magn að láni innan lands þá gæti ég tekið undir hana. Það er að minnsta kosti vitlegra aö nýta sjóði lands- manna á þann hátt en að kaupa fyr- ir þá skuldabréf sem standa ótraust- um fótum. Ég lit á lántöku af því tagi sem rætt hefur verið um sömu augum og að það sé verið að deyfa sjúkling með opið fótbrot með morfini og reikna með aö allt lagist síðan af sjálfu sér. - Þess vegna fagna ég kjarki Tryggva Herbertssonar að gagnrýna lántökuhugmyndirnar á þann hátt sem fram kom í fjölmiðl- um. Gísli S. Einarsson að unglingafargjöldin á sjö árum! Réttlát fjöl- skyldustefna Tekið skal fram að undir- ritaður hefur lengi beitt sér fyrir þvi að greiðslur barna og unglinga fýrir heiibrigð- isþjónustu og aðra opinbera þjónustu væru þau sömu og hjá lífeyrisþegum. Miklar leiðréttingar hafa náðst fram varðandi slíka gjald- töku hjá barnafjölskyldum á undanfömum árum því lengi vel borguðu börn og unglingar sömu gjöld og fullorðnir fyrir heilbrigðis- þjónustu. Það er því í fullu sam- ræmi við skoðanir og til- löguflutning undirritaðs að hann gagnrýnir verulegar hækkanir á strætisvagnaf- argjöldum ungmenna og líf- eyrisþega hjá hinu nýja fyr- irtæki. Lægri þjónustugjöld fyrir börn og unglinga annars vegar og aldraða og öryrkja hins vegar eru hluti af réttlátri fjölskyldustefnu. Ólafur F. Magnússon Ummæli Auknir sjúklingaskattar P’----------- „Ríkisstjómin ætti að skammast sín fyrir að auka sjúklinga- skatta um 600 milljón- i , . j f I ir á sama tíma og IV kauphækkanir launa- p fólks em uppétnar og I------------1 rýmandi kaupmáttur er framundan. Um er að ræða breyt- ingar á greiðslum fyri röntgenþjónustu og þjónustu sérfræðilækna, allt að 67% hækkun, sem tóku gildi nú 1. júlí. Þessir sjúklingaskattar eiga að skila ríkissjóði 300 milljónum króna. Upp- lýst er líka að endurgreiðslur vegna tannlæknaþjónustu hafa verið skertar sl. 3 ár með þeim afleiðingum að allt að 300 milljón króna byrðum hefur verið velt yfir á barnafjölskyldur, en mestar byrðar hafa þar borið fjölskyld- ur langveikra og fatlaðra barna.“ Jóhanna Siguröardóttir þingmaöur á heimasíöu sinni Kynlíf og brjóstagjöf „Þótt sumar rannsóknir hafi leitt það í ljós, að konur, sem hafa börn á brjósti, hefji samfarir fyrr og njóti þeirra jafnvel betur, en þær sem ekki hafa börnin á brjósti, þá finnst sum- um að kynlífið öðlist nýjar víddir, sem beina áhuganum frá beinum kyn- mökum. Vel heppnuð og notaleg brjóstagjöf getur orðið til þess, að kon- an nær nýju sambandi viö líkama sinn án þess að það endi í samförum, því oft þrá konur bara blíðu, stuðning og líkamlega nánd. Margar konur til- einka börnunum alfarið brjóstin með- an á brjóstagjafatímabilinu stendur og þola þá illa gælur og kynferðisleg at- lot viö brjóstin á þeim tima og sumar tala um að það, að séu brjóstin snert meðan á kynmökum stendur, slökkvi það gersamlega á þeim kynferðislega." Halldóra Bjarnadóttir á femin.is Spurt og svaraö A að banna umferð olíuflutningábíla um Hvalfíarðargö Bjöm S. Lárusson, vidskiptafrœðingur á Akranesi. Bara yfir blánóttina „Alveg undantekningalaust nema þá helst yfir blánóttina þegar umferð um göngin er nánast engin. Menn hafa borið fyrir sig að ef þyrfti að keyra fyrir Hvalfjörð myndi það hækka bensínverð. Hins vegar varð ég ekki var við neina lækkun á bensínverði þeg- ar göngin opnuðu. Ef kvikna myndi í olíuflutn- ingabíl í göngunum þarf ekki að spyrja að leikslokum hjá öðrum vegfarendum, logarnir myndu standa út um sinn hvorn gangamunn- ann eins og logandi kyndlar. Og inni í göngun- um myndi allt kvikt drepast á svipstundu." Stefán Reynir Kristinsson. Hvalfjörðurinn líka hœttulegur „Um slíkt hefur engin ákvörðun verið tekin en vissu- lega kemur það til greina. Nú eru göngin lokuð olíuflutninga- bilum frá þvi kl. 10 á föstudagsmorgnum til mið- nættis á sunnudagskvöldum og til greina kemur að lengja þennan tíma. Nefnd sem er að fara yfir þetta mál mun skila tillögum í haust. Á síðustu fjörutíu árum er í heiminum aðeins vitað um einn bruna í olíuflutningabíl í jarðgöngum þannig að slysahættan er ekki mikil. Ef oliu- flutningabílum væri nú gert að fara fyrir Hval- fjörð minni ég á að sú leið er ekki slysalaus - áður en göngin komu fóru þar gjaman einn til þrír ökumenn á ári hverju.“ Kristján Hreinsson skáld. Allur er varinn góður „Alveg tvímælalaust. Það ætti að banna umferð olíubíla, ekki bara um Hvalfjarðargöng- in heldur um jarðgöng yfirleitt nema þau sem styst eru. Ef neyðin hins vegar rekur menn í að fara í gegnum svona göng á svona trukkum þarf að láta aðra vegfarendur vita og sjá til þess að önnur umferð sé ekki í gangi á sama tíma. Slík- ar reglur eru gildandi erlendis. Sjálfur fer ég nokkuð óhræddur um göngin undir Hvalfjörð en allur er varinn góður og aldrei er of varlega farið. Því eiga menn að skoða þetta mál á gagn- rýnan hátt og banna umferð olíuflutningabíla þarna um hið fyrsta.“ TjTjT" í rr ; : j i k —i LJ. 1. l! ■rt; |i| Hugsanaferli manna og þorska Magnús Stefánsson þingmaður. Mjög tvíbent „Mér finnst mjög tvíbent að leyfa umferð olíuflutningabíla um jarðgöngin. Hins vegar er spurning hvort eigi að banna slíka umferð algjörlega en grundvallaratriði er að gæta fyllsta öryggis og aðgæslu. Einnig mætti hugsa sér að takmarka umferð slíkra bOa á mestu umferðartímum, þaö er að beina umferð þessara bila á þann tíma þeg- ar fæstir eru á ferð undir Hvalfjörðinn. Sjálfur held ég að þessi hætta, sem vissulega er til stað- ar, fæli menn ekki frá því aö fara um göngin, enda er umferðin þar ævinlega mikil alla daga.“ Bensín lak úr olíuflutningabíl í göngunum sl. föstudag. Miklð er rætt um slysahættu af þelm sökum. Mannskepnan er í óða önn að stjórna náttúrunni og gera sér hana undirgefna. Það gengur, takk bæri- lega að nýta auðlindir hennar en öllu ver að hafa stjórn á þeim. Fisk- veiðistjórnunin svokallaða sýnist ekki skila þeim árangri sem vænst var. Eftir því sem hert er á stjóm- seminni kemur sífellt betur í ljós hve gagnslitil hún er. Leitað er skýr- inga og ótal kenningar eru uppi um hvers vegna aflabrögð minnka eftir því sem skip og veiðitækni verða fullkomnari. Mesti skaðvaldurinn Vera kann að það sé einmitt tækn- in sem er mesti skaðvaldur lífríkis sjávarins. Sífellt er leitast við að minna á sókn og aflakvóta og möskvastærð í netum sem á að hafa einhver óskapleg áhrif á ungviðiö sem trollað er yfir. Friðun hér og friðun þar virðist skila álíka árangri og önnur veiðistjómun. Verðmæt- ustu nytjastofnamir minnka ár frá ári og allt kemur fyrir ekki þótt Hafró og ráðuneyti rembist við að stjóma lífríki sjávar. Sóknar- og aflaskerðingar hafa aldrei þau áhrif sem ætlast er til. Of stór floti og öflug veiðitækni koma að litlu haldi þegar sá guli gef- ur sig ekki, eða er hreinlega ekki til á slóðinni. Þá er þrautalendingin aö fikra sig aftur eftir fæöukeðjunni og sópa upp rækju og loðnu sem er upp- áhaldsfæða þorsksins. Þegar hann fær skæðan keppinaut í fæðuöfluninni fer sá gráð- ugi að éta sjálfan sig, það er að segja afkvæmi sín. - Svona er nú ofstjórnun á náttúrunni söm við sig. Torfum splundrað Flestar fisktegundir lifa og ganga i torfum. Þorskfisk- ar eru þar engin undantekn- ing þótt torfurnar hegði sér á dálítið annan veg en upp- sjávarfiskar, eins og síld og loðna sem þéttir sig nær yf- irborði og er þá veiðanleg. Ef einhvers staðar örlar á fiskitorfu er það segin saga að fjöldi veiðiskipa drífur að og risatroll og margra hekt- ara nætur ryðjast um lífrik- ið svo lengi sem fiskleitar- tækin fullkomnu greina nokkurn fisk í sjónum. Illa gengur mönnum aö skilja þankagang fiska. Nógu erfiðlega gengur að botna I eigin hugsun og hegðun, svo það er engin frágangssök þótt ekki takist að rýna í kvarnir þorsksins til að komast að lífsvenjum hans. En þess má geta sér til að þegar torfunum er splundrað ítrekað áratugum saman, þegar fiskurinn þéttist og gengur á ákveðnar og þekkt- ar slóðir, hafi það áhrif á torfumyndunina. Þótt fiskur- inn kunni ekki að álykta, að minsta kosti ekki á sama hátt og maðurinn, má vera að hann skynji að það er honum hættulegt að mynda torfur, en dreifð- ur fiskur er ekki veiöanlegur með hátæknilegum aðferðum. En tilraun- ir eru gerðar til að smala dreifðum fiski saman eins og fé með rafmagns- apparötum. Er þaö ágæt aðferð til að ganga endanlega að fiskistofnunum dauðum. Verður þá hægt að leggja bæði Hafró og sjávarútveginn niður og hverfa þá öll vandamál honum tengd, nema hvað gera á við embætti sjávarútvegsráðherra, því aldrei kemur til greina að fækka ráð- herratitlum. Lífríkið lætur ekki að stjórn Árangur fiskveiðistjórnunar er ekkert til að miklast yfir þótt ein- hverjir séu að guma af því að hún sé hin besta í heimi hér sem vel má Oddur Olafsson skrifar: vera rétt því árangurinn er alls staðar aíleitur. Líf- ríki sjávarins lætur ein- faldlega ekki að stjórn misviturra stofnana og embætta. Mikið er býsnast yfir ungfiskadrápi og það talin ein höfuðorsök hræmulegs ástands nytjastofns. Aðrir segja það alrangt, og að smáfiskadráp sé jafnvel til bóta. Hyggja má að því að forgun ungviðis er nánast náttúrulögmál. Stór þorsk- ur étur þann smáa. Jurtir eru nær undartekningarlaust nýttar áöur en þær ná fullum þroska. Annars er sagt að þær vaxi úr sér. Sauðfé þyk- ir ekki boðlegt til átu hafi það lifað lengur en stutt og sólríkt sumar. Sama er að segja um önnur dýr sem alin eru til manneldis. - Ef maður- inn lítur sér nær getur hann séð hverjum er fómað á vigvöllum gam- alla hershöfðingja. Herskylda fall- byssufóðurins nær aðeins til korn- ungra manna. Reglan er sú að ungviöi er fórnað og þegar kemur að matvælafram- leiðslu, hvort sem er úr dýra- eða jurtaríki er ekki sóst eftir ööru en ungum dýrum og plöntum áður en þær fara að fella af. Bannið viö ung- fiskadrápi kann að vera meðal höf- uðmistaka misheppnaðrar fiskveiði- stjórnunar. H- „Árangur fiskveiðistjómar er ekkert til að miklast yfir þótt einhverjir séu að guma af því að hún sé hin besta í heimi - sem vel má vera rétt því árangurinn er alls staðar afleitur. “

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.