Dagblaðið Vísir - DV - 16.07.2001, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 16.07.2001, Blaðsíða 10
10 Útlönd MÁNUDAGUR 16. JÚLÍ 2001 DV Eftir 100 ár: Innflytjendur þriöjungur Dana Myndbandsdagbækur: Portillo sakað- ur um samsæri Danska hagstofan reiknar út aö eftir hundrað ár verði innflytjendur og afkomendur þeirra rúmt 31 pró- sent af íbúafjölda Danmerkur. Út- reikningarnir flokka þá sem eiga aðeins annað foreldri sem innflytj- anda sem Dani. Jyllans-Posten greindi frá þessu í gær. Sagnfræð- ingar segja Danmörk munu líkjast löndum eins og Bandaríkjunum og Bretlandi I auknum mæli. Einstök hverfí muni myndast þar sem inn- flytjendur eru meirihluti íbúanna. Þá muni danska þjóðarvitundin breytast í fjölmenningarsamfélag. Michael Portillo, sem hingað til hefur leitt leiðtogaslag breska íhaldsflokksins, er sakaður um að hafa staðið í samsæri gegn William Hague, fráfarandi leiðtoga, í kosn- ingabaráttunni í vor. Amanda Platell, fyrrum blaðafull- trúi Hagues, sendi sjónvarpsstöðv- um myndbandsdagbækur sínar úr kosningabaráttunni í gær, þar sem hún lýsir samsæri Portillos og bandamanna hans gegn leiðtogan- um. Platell gerði leynilegar mynd- bandsupptökur á meðan baráttunni fyrir kosningarnar 7. júní stóð. Hún segist hafa fengið flölda símtala frá blaðamönnum um að Portillo og fylgismenn hans væru að gera sig tilbúna að grafa undan kosninga- baráttu Hagues. „Það yrði dauða- dómur fyrir hvern þann sem vildi verða leiðtogi að gera sig uppvísan Michael Portillo Hefur verið efstur í prófkjörum þing- flokks íhaldsmanna hingaö til. Kom- iö babb í bátinn. að því að setja kosningabaráttu út af sporinu," segir Platell í mynd- bandinu. Hún gerði grín að Portillo, meðal annars aö því hvemig hann reyndi að komast inn á mynd með Hague og John Major, fyrrverandi leiðtoga. Á morgun verður einn hinna þriggja eftirstandandi frambjóðenda til leiðtogastólsins kosinn burt. Ásamt Portillo keppast Iain Duncan Smith og Kenneth Clarke, fyrrver- andi fjármálaráðherra, um að kom- ast í lokakjörið. 300 þúsund meðlim- ir íhaldsfíokksins munu kjósa á milli þeirra tveggja sem lifa af kosn- ingarnar á morgun. Portillo sagðist á laugardag trúa því að Smith myndi sigra hann i kosningunum á morgun. David Dav- is, sem lagði upp laupana fyrir helgi, styður Smith. Sportvörugerðin li 1.. Skipholt 5. s. 562 8583. Opðvirkadaga SUÐURNESJUM SÍMI 421 4888-421 5488 Kláraðu dæmið SP-FJÁRMÖGNUN HF SJfflún/ 42. nmi 569 2000 Skoöaöu vefinn okkar www.sp.is VW Polo , nýskráður 02/00, ekinn 17 þús. 5 gíra, cd, hvítur, möguleiki á 100% láni. Verð 890 þús. Bein sala. Toyota LandCruiser 3,0, turbo dísil (common rail) árg. 2001, ekinn 7 þús., sjálfskiptur, 35' breyting, svartur, VX kantar, filmur, toppgrind, spoiler, dráttarbeisli o.fl. Verð 4.150 þús. Ath skipti. Dodge Avanger V-6, 2,5, árg. 96, ekinn 88 þús., svartur, lækkaður, sjálfskiptur, leður, 18' álfelgur, glæsilegur bíll. Verð 1.750 þ. Toyota LandCruiser VX, 4,2, turbo dísil intercooler, nýskráður 6/93, ekinn 130 þús., 44' breyting, ný dekk, beinskiptur, hvítur, leður, sóllúga. Verð 3.000 þús. Ath skipti. Jeep Grand Cherokee limited V-8, 4,7, árg. 99, ekinn 45 þús. mílur, brúnn, einn með öllu. Verð 3.950 þús. BMW 3181, árg. 99, ekinn 58 þús., svar- tur, 17 álfelgur, 5 gíra, topplúga, cd, flottur bíll. Verð 2.230 þús. Ath. skipti. Toyota Avensis stw, 1,6, nýskráður 09/00, ekinn 10 þús., samlitur, spoiler, sumar- og vetrardekk. Verð 1.620 þús. Ath. skipti. Toyota LandCruiser VX, turbo dísil (common rail), nýskráður 10/00, ekinn 18 þ., sjálfskiptur 33' breyting, grill- grind og fl. Verð 4.400 þús. Ford Econoline E-250 húsbíll, ekinn 38 þús., einn með öllu. Verð 1.850 þús. Toyota LandCruiser VX, 4,2, turbo dísil, leður, Thames, lúga, ekinn 27 þús., 33' dekk, silfurgrár. Verð 6.150 þús. Ath skipti. Toyota LandCruiser VX, 4,7, bensín, nýskráður 11/98, ekinn 55 þús., leður, Thames, brúnn. Verð 4.800 þús. Toyota Hilux DC 2,4, turbo dísil, nýskráður 06/00, ekinn 24 þús., vín- rauður, pallhús, 38' breyting, intercooler o.fl. Verð 3.220 þ., ath. skipti. Strandlíf í skugga lögregluverkfalls Hermenn vakta ströndina í borginni Salvador í Bahiahéraöi í noröurhluta Brasilíu í gær. Hundruö hermenn ganga um götur borgarinnar vegna lögreglu- verkfalls í héraöinu sem staöiö hefur í 12 daga samfleytt. Indverjar og Pakistanar: Fyrsti fundur í meira en tvö ár Leiðtogar Indverja og Pakistana áttu alúðlegar og hreinskilningslegar viðræður í skugga ástar- musterisins Taj Mahal í Indlandi í gær. Þetta er hluti af fyrstu samninga- viðræðum kjarnorku- veldanna í meira en tvö ár. Vonir standa til þess að yfir 50 ára löngum fjandskap þjóðanna lynni en upphaf friðar- viðræðnanna bendir til þess að stríðsöxin hafi enn ekki verið grafin. Indverski forsætisráðherrann, Atal Behari Vajpayee, og pakistanski for- setinn, Pervez Musharraf, ræddu saman augliti til auglitis í 90 mínút- ur. Samtal þeirra varði mun lengur en áætlað hafði verið. Helsta deilumál þjóð- anna er héraðið Kashmír sem báðar gera tilkall til. Bill Clinton, fyrrverandi Bandaríkja- forseti, lýsti héraðinu eitt sinn sem hættuleg- ustu púðurtunnu heims- ins. Áhyggjur alþjóða- samfélagsins jukust til muna þegar þjóðirnar sýndu hæfileika sinn til að byggja kjarnorku- vopn. Um fimmtungur mannkyns býr í löndun- um tveimur. Ekki er búist við því að friður komist á í kjölfar viðræðnanna en vonast er til að þær muni stuðla að áframhaldandi viðræðum. Pervez Musharraf Pakistanski forsetinn lét eins og túristi meö konu sinni í Taj Mahal í gær. Chirac ber af sér sakir Jacques Chirac Frakklandsforseti þvertók fyrir að hafa látið ríkið borga fyrir lúxus- ferðir sínar í sjón- varpsviðtali á laug- ardag. Hann sagðist hafa borgað fyrir ferðirnar af eigin launum. í sama viðtali hóf hann gagnsókn og réðst á vinstrimenn fyrir slælega efnahags- stjórn. Óeirðir í Stoke 20 ungmenni af asískum uppruna voru handtekin i ensku borginni Stoke eftir átök við lögreglu. Þau köstuðu gangstéttarsteinum og múr- steinum í átt að lögreglu. Reykingar og ófrjósemi Konur sem reykja sígarettur inn- byrða eiturefni sem getur valdið bil- un á eggjastokki og ófrjósemi fyrir aldur. Bandarískir vísindamenn kynntu í gær niðurstöður sem eru fyrstar til að staðfesta tengsl reyk- inga kvenna og ófrjósemi. Elíansafn á Kúbu Fidel Kastró, Kúbuleiðtogi, opn- aði á helginni safn sem tileinkað er forræðisdeilunni um hinn sjö ára gamla Elian Gonzales. Drengurinn var sjálfur viðstaddur athöfnina og léku þeir Kastró sér saman. Innflytjendur létust Lögreglan á Spáni fann lík sex norður-afrískra manna í bátum við suðurströnd landsins i gær. Auk þess voru 130 handteknir. Jiang Zemin í Rússlandi Jiang Zemin, for- seti Kína, kom til Rússlands i gær. Þar mun hann skrifa undir samn- ing þjóðanna um samstarf og félags- skap við að verja hagsmuni og auka viðskipti. Zemin talar lipura rúss- nesku, lærði í Sovétríkjunum. Drap 3 ára barn í glímu 17 ára piltur er í haldi lögreglunn- ar í Texas fyrir að hafa drepið þriggja ára barn kærustu sinnar með glímutaki. Pilturinn var að passa barnið þegar atvikið varð. Móðirin, 23 ára, var í vinnunni. Fagnað sem poppstjörnu Áköf fagnaðar- læti mæta Jun- ichiro Koizumi, for- sætisráðherra Jap- ans, hvert sem hann fer í kosn- ingabaráttunni til efri deildar jap- anska þingsins. Skólastúlkur með ljósmyndavélar fara þar fremst í flokki. Landsöiulög samþykkt Dúman, neðri deild rússneska þingsins, samþykkti á laugardag í annarri atkvæðagreiðslu lög sem rýmka reglur um sölu á landi. Lög- in ná ekki til bújarða. Nú mega út- lendingar kaupa land. Nautabani í lífshættu Nautabani var stangaður í háls- inn þegar hann reyndi að drepa bola i tengslum við San Fermin há- tíðina í Pamplona á Spáni. Ástand hans er sagt alvarlegt.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.