Dagblaðið Vísir - DV - 16.07.2001, Blaðsíða 28

Dagblaðið Vísir - DV - 16.07.2001, Blaðsíða 28
Jói útherji Knattspyrnuverslun Ármúla 36 • sími 588 1560 Keflavíkurflugvöllur: Ólga meðal slökkviliðs- manna Slökkviliðsmenn á Keílavíkurflug- velli eru mjög ósáttir við að kaup- skrámefnd vamarsvæða vísaði um- ræðu um greiðslur vegna reykköfun- arálags út af fundi sínum á fóstudag án skýringa. Um síðustu áramót úr- skurðaði Hæstiréttur að slökkviliðs- menn á Keflavíkurflugvelli skyldu fá greitt reykköfunarálag en þeir hafa barist fyrir þvi í tíu ár. Samkvæmt upplýsingum frá einum viðmælanda DV í slökkviliðinu á Keflavíkurflugvelli er mikill seina- gangur á störfum kaupskrárnefnda og „með ólíkindum hvernig hún starfar," eins og hann orðaði það. Ekki náðist í formann kaupskrár- nefndar áður en blaðið fór í prent- un. -Kip Heppin móðir í Reykjavík: Tveir milljóna- vinningar á tveimur vikum Einstæð Qög- urra bama móðir í Reykjavík hefur á hálfum mánuði tvisvar sinnum unnið stóran vinning í Gull- námunni, spila- kassa Happdrætt- is Háskóla Is- lands, í Ölveri í Glæsibæ. Konan, sem ekki viil láta nafns síns getið, vann tæpar 2,4 milljónir þann 1. júlí siðastliðinn og á laugardagskvöldið krækti hún aftur í gullið sem var að þessu sinni rúmlega 6,5 milljónir. Samtals hefur konan því á rúmum hálfum mánuði unnið tæpar níu mHIjónir í Ölveri. -MA BARA GRIN...!! J * 4 4 4 4 4 4 4 4 4 4 4 4 4 Mál Árna Johnsen og byggingarnefndar Þjóðleikhúss í rannsókn: FRETTASKOTIÐ SÍMINN SEM ALDREI SEFUR Hafir þú ábendingu eða vitneskju um frétt, hringdu þá í síma 550 5555. Fyrir hvert fréttaskot, sem birtist eöa er notaö í DV, greiöast 3.000 krónur. Fyrir besta fréttaskotið í hverri viku greiðast 7.000. Fullrar nafnleyndar er gætt. Viö tökum við fréttaskotum allan sólarhringinn. 550 5555 MANUDAGUR 16. JULI 2001 F]ör í tívolí á hafnarbakkanum Mikil aðsókn hefur verið að tívolíinu sem sett var upp á hafnarbakkanum í Reykjavík fyrir skömmu. DV-MYND BRINK. Vonast til að þurfa ekki að segja af sér grábölvað að lenda í svona, segir þingmaðurinn Ámi Johnsen, alþingismaður og formaður bygging- amefndar Þjóðleik- hússins, segist von- ast til að þurfa ekki að segia af sér þing- mennsku í kjölfar úttektar á bygging- arefni í nafni Þjóð- leikhússins sem var fyrir hann sjálf- an. Hann stendur enn á þvi fastar en fótum að aðeins hafi verið um leið- inleg mistök að ræða varðandi út- tekt á byggingar- efni I BYKO sem endaði svo í grill- skála Áma í Vest- mannaeyjum. „Það er grábölv- að að lenda í svona,“ sagði Ámi Arni Johnsen, alþingismaður. Jón Helgi Guömundsson, framkvæmda- stjóri BYKO. Johnsen í samtali við DV í gær. Hann segist vona að sín þingmannsstaða sé ekki í hættu og menn sjái, þegar farið er í saumana á þessu, að þetta sé ekkert al- varlegt. - Er það ekkert þannig að þú þurfir að segja af þér? „Nei, ég vona að það sé ekki neitt slíkt. Það má kannski segja að þarna hafi menn verið að vinna í Þjóðleikhús- inu við sérkennilegar aðstæður. Það hafa komið upp mál skyndilega sem bregðast þurfti við. Það má segja að þetta hefði kannski mátt vera formlegra en verið hefúr. - Hvert er framhald málsins? „Það er eðlilegt þegar einhverjar at- hugasemdir koma eins og í þessu tilviki að Framkvæmdasýslan léti mig vita og óskaði eftir skýringum. Það hefur hins vegar ekki verið spurt úm neitt.“ - Nú hefur Gísli S. Einarsson farið þess á leit við forseta Alþingis að málið verði rannsakað! „Já, það verður bara að hafa sinn gang. Ég tel að þar sé þó aðallega verið að gera athugasemdir við að ég sitji sem formaður byggingamefndar og líka í fjárlaganefnd." - Þú situr þarna beggja vegna borðs? Rituhólar 5 Heimili Árna Johnsen í Reykjavík. „Já, en það er ekki mitt að meta það, ég bað ekki um að vera formaður bygg- ingamefndar. Ég var settur formaður í tíð Svavars Gestssonar og tók þá við af þáverandi fulltrúa Ríkiskaupa. Eftir að stóra pakkanum við framkvæmdir lauk hafa menn staðið í að bjarga fyrir hom alls konar hlutum. Þetta hefur allt meira og minna að gera með viðhald og endumýjun á stórskemmdu og illa fómu húsi. Húsið er búið að vera á endalausum undanþágum í mörg ár. - Er samt ekki óeðlilegt að þingmað- ur og formaður byggingamefndar standi líka í að panta byggingarefni? „Ég tek þama að mér ákveðið verk- efni og hef reynt að sinna því á eins hag- kvæman hátt og hægt er. Það er því lít- il yfirbygging og allt sem gert er hefúr verið er i samráði við þjóðleikhússtjóra og hans fólk.“ Jón Helgi Guðmundsson, fram- kvæmdastjóri BYKO, sagðist í samtali við DV í gær ekkert glaður með að far- ið væri að kalla þetta „BYKO-málið“ í fjölmiðlum. „Ég get engu bætt við þetta mál en þegar hefúr komið fram. Við erum búnir að svara öllu sem svarað verður í þessu máli. Meira getum við ekki gert. Mér sýnist þetta þannig vaxið að gerður hafi verið úlfaldi úr mýflugu." - Varla hafa starfsmenn tekið það upp hjá sjálfum sér að skrifa nafn Þjóð- leikhússins á tiltektarseðilinn? „Það er spurning hvort þetta vom okkar mistök eða hvemig það kom til.“ - Var það gert að beiðni Áma John- sen? „Þið verðið að eiga það við Áma,“ sagði Jón Helgi Guðmundsson. Hann neitar þvi að um fleiri úttektir hafi ver- ið að ræða þar sem nafn Þjóðleikhúss- ins kemur við sögu. -HKr. Þjóðleikhússtjóri um úttektir Árna Johnsen: Vill skýringar frá BM-Vallá og BYKO - „Ég lít þetta mál alvarlegum augum n Stefán Baldursson þj óðle ikshússtjóri mun nú i morgunsárið óska eftir því við BM-Vallá að fá skriflega greinargerð um kaup Árna Johnsen, formanns bygging- arnefndar Þjóðleikhússins, á hleðslu- steinum í nafni nefhdarinnar. Þau við- skipti þykja málum blandin og enginn virðist geta svarað því hvar hleðslu- steinamir em nú niðurkomnir. í byggingarnefnd Þjóöleikhússins eiga aðeins sæti þeir Árni og Stefán Baldursson, að fráfóllnum þriðja nefnd- armanninum, Steindóri Guðmundssyni, sem lést á síðasta ári. „Þetta er nefnd sem ekki hefur starfað mjög formlega," sagði Stefán Baldursson. Hann sagði að verklag nefhdarinnar hefði yfirleitt ver- ið á þann veg að hann, sem þjóðleikhús- stjóri, hefði komið með ábendingar til Árna Johnsen og óskir um framkvæmd- ir eða endurbætur við leikhúsið. Ámi hefði síðan gengið í verkið „og staðið sig vel í því“. „Ég hef treyst því og trúað að mál séu öll með felldu og minni á að allt reikn- ingshald nefndarinnar og bókhaldseftir- lit er á ábyrgð Framkvæmdasýslu ríkis- ins,“ sagði þjóðleikhússtjóri. „Það sem ég vil fá skýrt fram núna er hvort eitt- hvað óeðlilegt eða óheiðarlegt hefúr verið i innkaupum Árna vegna endur- bóta og lagfæringa á leikhúsinu. Ég lít ____________________ þetta mál mjög al- Stefán Baldursson varlegum augum." þjóöleikshússtjóri. DV hefúr itrekað siðustu daga óskað eftir því við þjóðleikhússtjóra að hann upplýsi um reikningsviðskipti Þjóðleik- hússins við BYKO, það er tiltektarseðla, akstursseðla, verslunarstjórareikninga og bakfærslur. Með öðrum orðum, alla viðskiptapappíra í BYKO þar sem Þjóð- leikhúsið og kennitala þess kemur við sögu. „Ég mun nú, í ljósi þess hvemig þessi mál hafa þróast, óska þess strax í fyrramálið að fá skriflegar upplýsingar frá BYKO um viðskipti Áma við þá. Þeir reikningar em ekki neitt leyndar- mál og DV má athuga þessa reikninga þegar ég hef fengið þá í hendur," sagði Stefán í samtali við DV í gærkvöldi. -sbs

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.