Dagblaðið Vísir - DV - 29.09.2001, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 29.09.2001, Blaðsíða 4
4 LAUGARDAGUR 29. SEPTEMBER 2001 Fréttir DV Réttarhöld í máli konunnar sem ákærð er fyrir stórfelld svik héldu áfram í gær: Hafði rúmar 20 millj- ónir af einstæðingi áskildi sér upphæðina vegna húsverka sem hún innti af hendi á heimili mannsins „Ég hef aldrei skilið hvað konan gerði við alla þessa peninga," sagði aldraður maður, búsettur í vesturbæ Reykjavíkur, þegar hann bar vitni í sakamáli konunn- ar sem ákærð er fyrir að hafa svikið um 56 milljónir króna út úr tíu karlmönnum. Réttarhöld í máli konunnar héldu áfram fyrir héraðsdómi Reykjavíkur í gær. Vesturbæingurinn hefur frá ár- inu 1992 látið konunni í té rúmar 23 milljónir króna. Konan er ákærð fyrir að hafa nýtt sér fé- lagsleg og andleg bágindi manns- ins og að hann var henni háöur til að afla fyrrgreindra ijármuna. í ákæru ríkislögreglustjóra er jafn- framt greint frá því að konan hafi áskilið sér féð sem endurgjald vegna húsverka sem hún kveðst hafa innt af hendi á heimili mannsins. Vesturbæingurinn sagði fyrir dómi að upphaf kynna sinna við ákærðu hefði verið símtal frá henni. „Hún bauð fram heimilis- aðstoð, ræsti hjá mér íbúðina, þvoði þvotta og færði mér mat. Hún sá alveg um mig,“ sagöi mað- urinn um kynni sín af konunni á haustdögum ársins 2000. Hann segir að síðar hafi konan komið Konan í réttarsal Ákærða bar vitni fyrir dómi á fimmtudag en hefur eftir það verið fjarverandi. reglulega til sín og jafn- framt byrjað að segja sér frá fjárhagsvanda sínum og að á hana væru að falla ábyrgðir vegna annarra. „Hún kom með einhverja pappíra og ég ákvað að lána henni fé. Þetta var alltaf hugsað sem lán,“ sagði maðurinn. Húsverk voru að sögn mannsins ekki hans sterkasta hlið og því þótti honum nokkur happafeng- ur að konunni. Hún hafi hins vegar gerst æ ágeng- ari í kröfum sínum um fé og hann minntist þess með- al annars að hafa greitt fyrir flugnám sonar henn- ar. Maðurinn, sem var lengi vel opinber starfs- maður í Reykjavík, sagði að fjármunir sínir hefðu orðið til með nurli og spar- semi. Hann hefði ekki á sinni ævi eytt fé í óþarfa og ætíð sparað mjög við sig í mat og drykk. Afturkallar kröfu DV-MYNDIR GVA Sækjandi og verjandi Helgi Magnús Gunnarsson, fulltrúi ákæruvaldsins, á tali við Örn Clausen hæstarréttar- lögmann en hann er verjandi konunnar. Vesturbæingurinn hefur alla tið verið einstæðingur. Tveir fjar- skyldir frændur mannsins báru vitni í gær. Þrátt fyrir reglulegar heimsóknir til gamla mannsins kvaðst hvorugur frændanna hafi orðið var við íbúðin hefði verið ræst né höfðu þeir séð til konunn- ar við heimilisstörf. Þeir sögðu jafnframt undarlegt að maður sem væri jafn aðsjáll í peningamálum og gamli maðurinn hefði látið svo griðarlega fjármuni renna til konu, sem hefði verið honum blá- ókunnug. Ákærða sagði fyrir réttinum i fyrradag að hún hefði aldrei nýtt sér bágindi mannsins. Hann hefði viljað aðstoða sig fjárhagslega. Sjálfur sagði gamli maðurinn að hann teldi að konan heföi misnot- að aðstöðu sína og hún hefði verið ágeng við sig í peningamálum. „Ég lét það hins vegar lönd og leiö enda hef ég ekki í önnur hús að venda," sagði maðurinn en hann hefur jafnframt afturkallað skaða- bótakröfu sina, að upphæð 23.674.400 krónur. Hann seg- ir konuna munu aðstoða sig við heimilisstörfin áfram. Refsikrafa ákæruvaldsins stendur hins veg- ar enn. Áhugi á ráðskonustarfi Frá því konan var ákærð í vor hefur hún ekki látið segjast og tví- vegis orðið uppvís að svikum gagnvart rosknum karlmönnum. í öðru tilvikinu fékk hún aldraðan mann á Seltjarnarnesi til að veð- setja íbúðarherbergi sitt vegna 1.250.000 króna láns til handa syni hennar. Maðurinn bar fyrir réttin- um í gær að hann hefði ekki haft hugmynd um að hann væri að veita veð í heimili sínu. Hann hefði vegna daprar sjónar ekki geta lesið umrætt skjal þegar kon- an bað hann að skrifa undir. „Hún nefndi aldrei við mig hvaða pappír þetta var,“ sagði maðurinn. Vitni báru að maðurinn væri einfari, sem þjáðist af minnistapi, og lík- legt að hann ætti erfitt með að verja sig gagnvart beiðni á borð við þá sem konan bar upp. Hitt tilvikið varðar aldraðan mann sem lánaði konunni 1.500.000 í sumar. Konan hringdi í manninn og kvaðst hafa áhuga á starfi ráðskonu. Hún réði sig hins vegar aldrei til mannsins en fékk hann til að lána sér fyrrgreinda upphæð. Fyrir utan Vesturbæing- inn hafa tveir menn til viðbótar dregið skaðabótakröfur sínar til baka; rúmar átta milljónir í öðru tilvikinu og 1.5 milljónir króna í hinu. Málflutningur fer fram næst- komandi miðvikudag. Arndís Þorgeirsdóttir blaðamaður Aflaskip Vilhelm Þorsteinsson hefur borið áður óþekkt aflaverðmæti aö landi aö undanförnu. Vilhelm Þorsteinsson EA: 500 milljóna aflaverömæti Vilhelm Þorsteinsson, fjölveiði- skip Samherja hf., hefur á 10 vik- um í sumar og haust veitt um 4000 tonn af síld innan norsku lögsög- unnar í Barentshafi. Aflaverð- mætið er um 500 milljónir króna, eða um 50 milljónir á hverri viku að jafnaði. Þetta geysilega afla- verðmæti, sem er áður óþekkt meðal islenskra skipa á ekki lengri tima, stafar af því að aflinn er flakaður og frystur um borð, og þá hefur sildarafurðaverð verið geysilega hátt að undanförnu. Há- setahlutur á Vilhelm Þorsteins- syni á þessu tímabili hefur verið um .5 milljónir króna og skip- stjórahlutur helmingi hærri, eða 10 milljónir. Vilhelm Þorsteinsson var á síld- veiðum í um 5 vikur eftir að sjó- mannaverkfalli lauk í vor. Gert var hlé á síldveiðum vegna lélegs afla um tíma og var skipinu þá snúiö til kolmunnaveiða. Aftur glæddist veiöi á síld í Barentshafi um mánaðamótin júlí-ágúst og hélt Vilhelm þá til síldveiða á nýj- an leik í Barentshafið. -gk Hryðjuverkin: Bermúdaskál frestað Vegna hryðjuverkanna í Banda- ríkjunum hefur stjórn Alþjóða- bridgesambandsins ákveðið að fresta heimsmeistaramótinu í bridge sem fram átti að fara á Bali í Indónesiu í haust. Ástæðan er að mörg keppnislið hættu við þátt- töku vegna ótta við frekari hermd- arverk. Hugsanlegt er að Frakk- land eða Sviss verði fyrir valinu í stað Bali en algjör óvissa ríkir um um hvort keppt verður um Bermúdaskálina í ár. Eins og landsmönnum er enn í fersku minni náðu íslendingar að krækja í þennan eftirsótta verðlaunagi’ip árið 1991 i Yokohama. -BÞ Úf JbbÚiÞÁ Veörið síöasta sumar Samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofunni var hitafar síöasta sumars fremur jafnt og sólfar meira en venja er. Júnímánuður var þurrastur og sólríkastur og júlí var vætusamastur einkum sunnan-lands. Meðalhiti sumarsins júní til ágúst var 10,3° í Reykjavík. Hæsti hiti sumarsins í Revkiavík var 17.4°. 19.04 18.46 07.33 07.25 17.08 21.41 05.24 09.57 Sólarlag í kvöld Sólarupprás á morgun Siðdeglsflóö Árdegisflóð á morgun Skýringar á veöurtáknum .HITI í*—vindáit 10' 151 '"'*\VINDSTYRKUR i iiwtnim á sekúndu •10: Vfrost HH0SKiRT €> €> O LCTTSKÝJAD HÁLF- SKÝJAÐ AISKÝJAÐ SKÝJAO Rigning á sunnanveröu landinu Austan 13 til 18 m/s og rigning á sunnanverðu landinu en hægari og þurrt að kalla norðan til. Hiti 5 til 10 stig. 6.f° á^a w* RIGNING ÉUAGANGUR ÞRUMlí- SLYÐDA SKAF- SNJÓKOMA Skýjaö og úrkomulítiö víða á landinu Austlæg átt, 10 til 15 m/s og rigning á austanverðu landinu en annars skýjað og úrkomulítið. Hiti 7 til 12 stig. Vindur: 10-15 m/s Hfti 5° til 10° Norðaustan 10 tll 15 m/s og rtgnlng með köflum norðan- og austanlands en bjart veður suövestan til. Hitl 5 tll 10 stlg. laSSMfeJasÉu1 Vindur: ( Vindun ( N. 5-10 k^/ 5-10 m/* \ C, > Hiti 5° tii 8° Hiti 5» tii 8° Norölæg eöa breytileg átt Norölæg eða breytileg átt og dálítil væta í flestum og dálítll væta í flestum landshlutum. Fremur svalt landshlutum. Fremur svalt í veöri. í veðri. |L *J AKUREYRI heiöskírt 5 BERGSSTAÐIR léttskýjaö 6 BOLUNGARVÍK skýjaö 8 EGILSSTAÐIR skýjað 6 KIRKJUBÆJARKL. léttskýjaö 7 KEFLAVÍK skýjaö 7 RAUFARHÖFN léttskýjaö 5 REYKJAVÍK léttskýjað 6 STÓRHÖFÐI léttskýjaö 6 BERGEN HELSINKI Skýjað KAUPMANNAHÖFN þokumóöa ÓSLÓ skýjað STOKKHÓLMUR slydda ÞÓRSHÖFN skýjað ÞRÁNDHEIMUR slydduél ALGARVE þokumóða AMSTERDAM hálfskýjaö BARCELONA þokumóða BERLÍN skýjaö chicago alskýjaö DUBLIN Skýjaö halifax skýjaö FRANKFURT skýjaö HAMBORG Skýjaö JAN MAYEN skýjaö LONDON skýjaö LÚXEMBORG léttskýjað MALLORCA skýjaö MONTREAL skýjaö NARSSARSSUAQ skýjað NEW Y0RK alskýjað ORLANDO þoka PARÍS skýjað VÍN léttskýjaö WASHINGTON léttskýjað WINNIPEG heiöskírt 9 14 12 10 8 5 19 20 11 14 11 15 11 19 14 3 20 17 26 10 11 12 23 22 21 11 9
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.