Dagblaðið Vísir - DV - 29.09.2001, Blaðsíða 26

Dagblaðið Vísir - DV - 29.09.2001, Blaðsíða 26
26 LAUGARDAGUR 29. SEPTEMBER 2001 Helgarblað DV Hár í fortíð og nútíð: Samson, Búkolla og Steingrímur J. tslendingar hafa alla tíð verið upp- teknir af hári og hárafari manna og dýra þó ekki skuli fullyrt um hvort þessi hárhneigð sé meiri meðal íslend- inga en annarra þjóða. Mörgum þykir nóg um undarlegan áhuga manna á hárafari og litum íslenska hestsins sem í ýktustu tilfellum flokkast undir munalosta (e. fetish). Einnig má nefna sjúklegan áhuga á útliti íslensku sauðkindarinnar en ull hennar og lit- ur getur orðið óþrjótandi uppspretta jaðarsamræðna í islenskum sveitaeld- húsum. Sumir aðdáendur íslenskra dýra hafa á veggjum sínum myndir af öllum litaafbrigðum íslenskra hunda, kinda, kúa og hesta. Gunnar og Búkolla í íslenskum bókmenntum ná hár- spekúlasjónir hápunkti sínum í Brennu-Njáls sögu þar sem Hallgerð- ur langbrók (Glenn Close Fljótshlíðar- innar) neitar Gunnari sínum um hár úr höfði sínu. Gunnar dó, eins og frægt er orðið, skömmu síðar. Nokkrum árum síðar var uppi á ts- landi annað par og minna rómantískt; það var karlsson og Búkolla. Hár kom einnig við sögu i sambandi þeirra en með mun jákvæðari formerkjum. Búkolla var bjargvættur þeirra því hún lét strákinn taka hár úr hala sín- um eins og þurfti. Hvort þarna er um síðbúið (og jafnvel vanbúið) uppgjör við Njálu að ræða verður ekki rætt hér. Samson hárprúði í fjarskyldari bókmenntum, sem þó standa okkur mjög nærri, er fjallað um hár. Hér er auðvitað átt við Bibli- una en í trúarbrögðum er hár mikil- vægt. í Biblíunni nær hárpredikuninn hámarki í sögunni af Samsoni og Dalílu. Sagan af Samsoni hefst með því að sagt er frá því að móðir hans, kona Manóa, hafi verið óbyrja. Guði hafði tekist vel upp hjá Abraham og Söru og því sendi hann engil sinn til jarðar: „Engill Drottins birtist kon- unni og sagði við hana: „Sjá, þú ert óbyrja og hefir eigi barn alið, en þú munt þunguð verða og son ala. Og haf nú gætur á þér, drekk hvorki vín né áfengan drykk, og et ekkert óhreint. Því sjá, þú munt þunguð verða og ala son, og skal rakhnífur ekki koma á höfuð hans, því að sveinninn skal vera Guði helgaður allt í frá móður- lífi, og hann mun byrja að frelsa ísra- el af hendi Filista." Dalíla og háriö Allt þetta rættist og foreldrar Sam- sonar fóru samviskulega eftir leið- beiningunum og úr varð vörpulegur piltur. Honum gekk ekki sérlega vel í kvennamálum þótt hann byggi yfir gríðarlegum styrk sem nægði honum til að slíta í sundur fullvaxin ljón eins og um smávaxna kiðlinga væri að ræða. Konur virtu þetta ekki við hann sem skyldi. Hann komst þó á séns annað slagið. Einu sinni gekk tilhuga- lífið svo langt að hann var kominn með brúðarsveina og annað slíkt er þurfa þótti í brúðkaupum á þessum tímum. Ekki gekk þó allt eins og von- ir stóðu til og endaði ævintýrið með því að konan giftist brúðarsveini Samsonar. Það var ekki fyrr en hann kynntist Dalílu sem hann varð yfir sig ástfanginn. Hún var ekki alveg heil í sambandinu og vann leynt og ljóst að því að komast að því hvaðan kraftar Samsonar spruttu og hvernig hann yrði yfirbugaður. „Þá sagði hún við hann: „Hvernig getur þú sagt: Ég elska þig! þar sem þú ert ekki einlæg- ur við mig? Þrisvar sinnum hefir þú nú blekkt mig og ekki sagt mér, í Steingrímur Sköllóttir íslendingar eru nokkuö stór hluti íslenskrar alþýðu þótt ekki eigi þeir sér marga málsvara á Alþingi. Einungis þrír þingmenn eru með alvöru skaiia, Jón Bjarnason, Kristján L. Möller og Steingrímur J. Sigfússon. Sá hárminnsti, Steingrímur J., er einn atkvæðamesti þingmaður núlifandi og er sagt að margar konur falli bókstaflega í stafi þegar þær sjá hann og heyra. Völundarhús kynferðismótunar auknum sveigjanleika hið besta mál því það getur leitt til aukins umburð- arlyndis, bæði gagnvart okkur sjálfum og öðrum. Bleikan eöa bláan samfesting í sængurgjöf? Þegar foreldrarnir hafa fengið full- vissu um hvort um stelpu eða strák er að ræða tekur umhverfið við af fullum krafti að beina okkur inn á „réttar" brautir hvað varðar kynhlutverkin. Þótt félagsmótun kynjanna hafi tekið miklum breytingum er enn, leynt og ljóst, gefið í skyn aö einstaklingar eigi helst að hugsa, tala og haga sér á ákveðinn máta, út frá kynferði. Ekki eru allir á einu máli um hver „rétta“ brautin er og nægir að nefna marga áratuga gamla jafnréttisbaráttu kynj- anna í því sambandi. En þarf að kyngreina alla hegðun og persónueiginleika? Hver þekkir til dæmis ekki stelpulega stráka eða strákalegar stelpur? Eru þetta ekki bara venjulegir strákar og stelpur - bara mismunandi áræðin eða hógvær? Þótt umhverfið hafi mikið að segja í fé- lagsmótun kynhlutverka hafa einstak- lingar líka ákveðið val um það hvaða þætti þeir kjósa að „ýkja“ eða „tóna niður" í eigin útliti, fasi og framkomu. Þessi tvö síðustu hlið í völundarhús- inu; félagsmótun kynjanna og eigið mótspil, eru afar íjölbreytt og breytan- leg. Þau gera lífið óneitanlega krydd- aðra og að mörgu leyti áhugaverðara. hverju hið mikla aíl þitt sé fólgið." En er hún nauðaði á honum alla daga með orðum sínum og gekk á hann fastlega, þá varð hann dauðleið- ur á því og sagði henni allt hjarta sitt...““ Þegar þessar upplýsingar lágu fyrir þá tók Dalíla sig til og rakaði hárið af Samsoni í svefni. Hann vaknaði ör- magna og lýkur sögu hans með því að Filistar tóku hann höndum og ætluðu að fórna honum fyrir Dagón, guði sin- um. Ekki vildi þó betur til en Guð veitti Samsoni afl til að jafna húsið við jörðu og drepa höfðingja Filista. Skallar á þingi En fórum nú heim til íslands nú- tímans. Sköllóttir íslendingar eru nokkuð stór hluti íslenskrar alþýðu þótt ekki eigi þeir sér marga málsvara á Alþingi. Einungis þrír þingmenn eru með alvöru skalla, Jón Bjarnason, Kristján L. Möller og Steingrímur J. Sigfússon. Athygli vekur að þessir þrír eiga það einnig sameiginlegt að vera vinstri sinnaðir þingmenn landsbyggðarinnar, að þeir gangast við hármissi sínum og reyna ekkert til að fela það að ennið hafi teygt sig aftur á hnakka. Sumir myndu nú halda því fram að veriö væri að brigsla um magn- leysi þessara þriggja þar eð þeir eru hárlitlir eins og Samson í enda sög- unnar. Það er þó alls ekki ætlunin enda tala þessir þrír skeleggu menn sínu máli varðandi það en allir eru þeir taldir atorkumiklir. Sá hár- minnsti, Steingrímur J. Sigfússon, er einn atkvæðamesti þingmaður núlif- andi og er sagt að margar konur falli bókstaflega i stafi þegar þær sjá hann og heyra. Willis, Egill og Bubbi Sérfræðingar neita öllu tali um að hárvöxtur gefi til kynna stöðuna á kynorku viðkomandi einstaklinga. Þjóðsögur eru um að hárprúðir menn séu fullir kynorku en einnig er talað um að sköllóttir menn séu svo fullir af karlhormónum að hárið hafi orðið undan að láta. Þeir síðar- nefndu eru stundum álitnir gríðar- lega kynorkufullir. Ljóst er að þess- ar kenningar geta ekki farið saman og hlýtur þá önnur, í það minnsta, að vera röng. Fyrr á tímum þótti hin mesta hneisa að vera sköllóttur og má til dæmis benda á bíóstjörnur frá því um miðja síðustu öld en allar voru þær vel hærðar, Bogart, Grant og Gable. í nútimanum eru stjörnurnar hins vegar meira og minna hárlaus- ar og er Bruce Willis gott dæmi um það. Tími skallans er að renna upp á íslandi eins og annars staðar. Við eigum okkar Egil Ólafsson og Bubba Morthens. Þeir eru kannski flottast- ir en okkur þykir líka voða vænt um Pétur Kristjáns. -sm Á hverjum degi líta ný kraftaverk dagsins ljós. Ef ekki sást hvers kyns kraftaverkið var í ómskoðuninni bíða allir spenntir í lok fæðingar að kikja eftir hvort sjáist glitta í lítinn lim - eða ekki. En ytra útlit kynfæra er ekki eini örlagavaldurinn í ákvörðun kynferðis. Ég spurði eitt sinn göngufélaga að því hver tilgangur lífsins væri, að hans mati. Ég sat fyrir utan nýreist göngu- tjaldið, með heitt fjallakakó, sunnan TindQallajökuls, sveitt og alsæl eftir langan göngutúr þann daginn. Mér fannst lífið eitthvað svo stórfenglegt og fann löngun til að fílósófera. En kunn- ingi minn var ekki eins stemmdur og svaraði spurningu minni um hæl, stutt og laggott: „Lifa þar til ég dey“. í huga míns jarðbundna ferðafélaga voru við- fangsefni lífsins ekki flókin, allavega ekki þá stundina. Lifssýn okkar flestra hvað varðar kynferði er líka frekar hrein og bein. Allir gera annaðhvort ráð fyrir að nú sé fædd stelpa eða strákur þegar sleipur kroppurinn loks rennur úr konuskauti. En það er erfið- ara en margir telja, fyrir litlar manna- spirur, að feta sig i völundarhúsi kyn- ferðismótunar og mörg hlið að fara í gegnum. Litningaflóran í byrjun síðustu aldar komust vís- indamenn að því að litningagerð karla og kvenna væri mismunandi. Lang- flestir jarðarbúa hafa 46 litninga og þar af tvo kynlitninga sem ákvarða kynið. Karlkynið hefur XY kynlitninga en kvenkynið kynlitninga. Til að fóstrið verði karlkyns þarf Y-litning. Með öðr- um orðum má segja að „grunnkynið" sé Eva og þar af leiðandi verði Adam til úr Evu en ekki öfugt. En stundum Jóna Ingibjörg Jónsdóttir skrifar um kynlíf fyrir DV og Spegilinn gerð kynfæranna að taka á sig mynd. Hjá flestum strákafóstrum þroskast sáðleiðarar, sáðblöðrur og blöðruháls- kirtill. Hjá flestum stelpufóstrum verða til leggöng, leg og eggjaleiðarar. En hjá sumum einstaklingum, með 46 XY kynlitningagerð (ættu samkvæmt því að vera strákar) vaxa engin innri kynfæri önnur en eistun. Líkama þeirra vantar ákveðið prótein og getur því ekki nýtt sér kynhormónið testosterón. Afleiðingin verður sú að kynfærin þroskast líkt og um kven- kynsfóstur sé að ræða. Þótt litninga- gerðin segi okkur að um strák sé að ræða verður útkoman ófrjó stelpa. Ekki komast allir áfallalaust í gegnum „kynhormónahliðið". Yfirleitt er litið til ytra útlits kyn- færa, til að ákvarða kynferðið, við fæð- ingu. En stundum er limurinn svo agn- arsmár eða snípurinn svo stór að yfir- lýsingin um kynferðið lætur á sér standa. Af skiljanlegum ástæðum er erfitt fyrir foreldra að þola siíka óvissu og hóað er í sérfræðinga til að koma til aðstoðar í umræddu völundarhúsi. Kynímyndin breytist aldrei Mikið er rannsakað (og rifíst um) hversu afgerandi „forritun" heilans í móðurkviði er á kynferði okkar. Vitað er að ákveðnar tauga- brautir eru lagðar eða forritaðar fyrir fæðingu. Þessi forritun er tal- in eiga sinn þátt i birtingu kyn- hneigðar (hvað kyni maður laðast að tilfinningalega og líkamlega) og kynímyndar (hin innra tilfinning um hvaða kyni maður tilheyrir). Kyn-ímyndin („ég er strákur“ eða „ég er stelpa") þroskast með aldrin- um en breytist aldrei. Ungbörn þekkja mun á kvenkyns og karl- kyns andlitum. Hjá flestum okkar passar kynímynd- in saman við ytra útlit kynfæranna. En flestir hafa heyrt um einstaklinga sem finnst að þeir hafi fæðst í röngum líkama. Oftast er um karlmenn að ræða sem finnst að þeir séu konur en hafí fæðst með skakkt „hulstur" (lík- ama). Sumir kjósa að fara í kynskipta- aðgerð til að láta líkamann falla að kynímyndinni en eftirspurn eftir þannig aðgerð fer minnkandi. Hug- myndir fólks um hvað felst í kynferði eru ef til viil farnar að verða sveigjan- legri, nú í byrjun nýrrar aldar. Að það sé í lagi að vera „kona“ þótt maöur hafi karlkyns líkama. Einhverra hluta vegna hefur dregið úr þörf eða nauð- syn á að fara í slíkar aðgerðir. Þeim hefur lika farið fjölgandi sem eru hættir að kippa sér upp við tilvist mismunandi kynhneigðar. Meira máli skiptir að geta elskað en að hinn elskaði hafi endilega líkama af gagn- stæðu kyni. Kynferðisflórunni leyfist í meira mæli að blómstra en áður. Sjálfri finnst mér þessi þróun í átt aö starfa kynlitningarnir ekki alveg sem skyldi. Ekki er erfitt að ímynda sér að áður en vísindin kunnu á þessu skil hafi almenningur hvorki skilið upp né niður hvernig stæði á tilurð einstaklinga sem þóttu „öðruvísi". Hvernig stóð til dæmis á því að sum- ir karlmenn höfðu brjóst líkt og um kvenmann væri að ræða og voru ófrjóir? Síðar kom í ljós að þessir karlmenn reyndust hafa 47 Y litn- ingagerð, einn auka X-litning og það útskýrði þetta óljósa kynferði. Stúlk- ur sem fæðast með 45 XO litninga- gerð vantar einn X litning, hafa ekki eggjastokka og framleiða þar af leið- andi lítið af kynhormónum. Þær fara ekki í kynþroska né byrja á blæðing- um (nema þær fái viðeigandi hormóna- meðferð) og eru ófrjóar. Fleiri tilfelli má nefna en það má vera ljóst að það er ekki sjálfsagt mál að allir komist sömu leið í gegnum „litningahliðið" í völundarhúsi kynferðisákvörðunar. Kynkirtlar og kynfæri Á öðrum og þriðja mánuði meðgöng- unnar þroskast kynkirtlavefur sem verður að eistum hjá strákum eða eggjastokkum hjá stelpum. Fram að þeim tima er ekki hægt að sjá á útliti kynfæranna hvort kynið er um að ræða. Ef visst svæði vantar á Y-kynlitning- inn getur það leitt til að strákar þrói eggjastokka í stað eistna. önnur börn fæðast bæði með eistu og eggjastokka. Fleiri tilbrigði eru til en af framan- sögðu er ljóst að ekki komast allir klakklaust gegnum „kynkirtlahliðið". Þegar kynkirtlarnir eru fullmótaðir og kynhormónin farin að flæða um litla kroppinn í móðurkviði fer innri
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.