Dagblaðið Vísir - DV - 09.10.2001, Page 9

Dagblaðið Vísir - DV - 09.10.2001, Page 9
9 ÞRIÐJUDAGUR 9. OKTÓBER 2001_______________________________________________________________________________________________ I>V Útlönd Stórar sprengjuvélar B1, B2 og B-52 sprengjuvélar geröu haröar sprengjuárásir á mikilvæg m skotmörk talibana. m Mazar-i-Sharif B2 Spirit torséð sprengjuflugvél Bagram Herat Jalalabad '0 Islamabad Kandahar Gerö: Stýriflaug sem skotiö er úr flugvél. Lengd: 6,32 m. Pyngd: 1.458 kg. Sprengiefni: 450 kg. Drægni: 2.500 km. . ARASIR BANDARIKJAMANNA OG BRETA A AFGANISTAN Bandaríkjamenn og Bretar hófu loftárásir á skotmörk vitt og breitt um Afganistan á sunnudagskvöld. Hersveitir afgönsku stjórnarandstööunnar réöust skömmu síðar gegn vígstöövum talibanastjórnarinnar í norðan- og sunnanveröu Afganistan. SKOTMORKI FYRSTU LOFTARASUNUM Tomahawk REUTER-MYND Félaginn borinn burt Palestínsk ungmenni bera burt lík fé- laga síns sem var skotinn í átökum við palestínsku lögregluna á Gaza. Tveir stuðnings- menn bin Ladens drepnir á Gaza Heimastjórn Palestínumanna til- kynnti að rannsókn yrði hafin á því þegar tveir Palestínumenn voru skotnir til bana í gær í átökum við palestínska lögregluþjóna i mót- mælaaðgerðum til stuðnings Osama bin Ladens. Mennirnir tveir voru skotnir til bana og tugir særðust á Gaza þegar þúsundir manna söfnuðust saman þar og á Vesturbakkanum í kjölfar loftárása Bandaríkjamanna á Afganistan. Átökin i gær þykja til marks um ágreining milli heimastjórnarinnar annars vegar og harðlínumúslíma hins vegar um herferð Bandaríkja- manna gegn hryðjuverkamönnum. Ráðamenn í Pakistan og Ind- landi tala saman Pervez Musharraf hershöfðingi, forseti Pakistans, hringdi óvænt í Atal Behari Vajpayee, forsætisráð- herra Indlands, í gær og hvatti til þess að löndin tvö, sem lengi hafa eldað grátt silfur, sneru bökum sam- an í baráttunni við hryðjuverka- menn. Pakistanar og Indverjar, sem hvorir tveggja ráða yfir kjarnavopn- um, hafa skipað sér í lið með Banda- ríkjamönnum í baráttunni við hryðjuverk. Spenna hefur þó farið vaxandi milli landanna að undan- fómu vegna langvarandi deilna um yfirráð í Kasmír. REUTER-MYND Ridley komin til Pakistans Breska blaðakonan Yvonne Ridley sagði talibana hafa verið kurteisa. Bresk blaðakona glöð að vera laus úr haldi talibana Breska blaðakonan Yvonne Ridley, sem talibanar i Afganistan höfðu í haldi í tíu daga, sagði við komuna til Pakistans í gær að sér liði vel og að hún væri glöð að vera komin frá Afganistan. Embættismenn talibana fylgdu Ridley frá Kabúl til landamæranna að Pakistan. Ridley var handtekin í lok september fyrir að fara ólöglega inn í Afganistan. „Ég hef það flnt. Þeir komu fram við mig af virðingu og kurteisi," sagði hin 43 ára gamla Ridley þegar hún var spurð um vistina hjá tali- bönum. Sky sjónvarpsstöðin hafði í morg- un eftir Ridley að hún hefði farið í hungurverkfall. i vmru inii iv i lwvjwixu i i i „Læknar án landamæra" segja að neyðaraðstoð Bandaríkjamanna sé hernaðaráróður: „Skjóta með annarri hend- inni en hjálpa með hinni" Frönsku hjálparsamtökin „Læknar án landamæra" sendu frá sér yfiriýs- ingu i gær þar sem segir að „svoköll- uð neyðaraðstoð" samhliða loftárás- um Bandaríkjamanna og Breta á Afganistan sé ekkert annað en „hern- aðaráróður" til að réttlæta árásirnar. Bandaríkjamenn vörpuðu í gær alls 37.500 matarpökkum í fallhlífum úr tveimur flutningavélum til hjálpar sveltandi Afgönum, auk þess sem ætl- unin var að varpa einnig niður lyfjum og sjúkragögnum. t yfirlýsingu sam- takanna segir að aðgerðin sé á engan hátt í anda neyðarhjálpar heldur ekk- ert annað en hernaðaráróður Banda- ríkjamanna til að hljóta samþykki al- þjóðasamfélagsins fyrir loftárásunum. „Að varpa pökkum með mat og lyfj- um með þessum hætti er ekki til mik- ils árangurs og hreinlega hættulegt. Hvaða vit er í þvi að skjóta með ann- ari hendinni en rétta fólkinu hjálp með hinni?“ segir í yfirlýsingunni. Matarpakkarnir sem varpað var nið- ur til fólksins í gær, sem er einn dag- skammtur, innihalda að minnsta kosti 2200 kalóríur og eiga Bandaríkjamenn um tvær milljónir þeirra á lager. Pakk- arnir eru hannaðir þannig að þeir eiga að svífi til jarðar frekar en falla beint, þannig að slysahætta af þeim ætti að vera lítil. Þeir eru í laginu eins og bók og matseðillinn er samsettur að hætti múslima, þannig að ekkert ætti að fara til spillis af trúarlegum ástæðum, en innihaldið er: Baunasalat, hrísgrjón og baunir, kex, hnetusmjör, rúsinur, flat- brauð, jarðarberjamauk og eplastöng ásamt hnífapörum. Að sögn Donalds H. Rumsfelds, varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, er þetta aðeins byrjunin á 320 millj- óna dollara hjálp sem Bush Banda- ríkjaforseti fékk samþykkt í þinginu til handa afgönsku þjóðinni. „Forset- inn. hefur fyrirskipað að matarpökk- Hungursneyöin í Afganistan er hörmuleg Talið er að um 7,5 milljónir manna séu hjálpar þurfí í Afganistan og að talan muni enn hækka þegar vetur gengur i garð. Hér á myndinni sjáum við ung afgönsk börn sem eru aðframkomin af hungri við landamæri Pakistan. unum verði varpað niður til fólks á þeim svæðum þar sem þörfln er mest og það höfum við verið að gera,“ sagði Rumsfeld. Hann sagði ennfremur að innifalið i framlagi Bandaríkjastjórnar væru þær 25 milljónir dollara sem ætlaðar væru tO aðstoðar því flóttafólki sem þegar er komið í flóttamannabúðir eða á leiðinni að landmærum ná- grannalandanna. „Andvirði 295 milljón dollarar sem þá eru eftir verða nýttir í pakkadreifinguna, auk þess sem hluti fjármagnsins rennur til hjálparstarfs Sameinuðu þjóðanna og Rauða krossins," sagði Rumsfeld og bætti við að þar fyrir utan hefðu bandarísk stjórnvöld áður lagt 170 milljónir doúara til hjálparstarfs í Afganistan fyrr á árinu og væri það hæsta upphæð sem einstök þjóð hefði fengið til aðstoðar. Miðað við aukinn flóttamanna- straum í kjölfar sprengiárásanna tvo síðustu daga er ljóst að þörfm fyrir neyðarhjálp hefur aukist til muna og er giskað á að um 7,5 milljónir Afgana séu nú hjálpar þurfi sem er um fjórðungur þjóðarinnar. Mikill straumur liggur til allra landmæra og til dæmis var ætlað að um 2,4 milljónir manna hæfust þegar við í flóttamannabúðum í íran. Kabúl Skotið á landvarna- ráðuneytið í 2 árásum. Kandahar Ráðist á stjórnstöð talibana á flugvellinum. Zaranj Bardagar brutust út við andstæöinga talibana. Breskur kjarnorkukafbátur George W. Bush Bandaríkjaforseti sagði á sunnudag að meira en 40 löndhefðu veitt yfirflugs- eða lendingarheimildir til að leggja baráttunni gegn talibönum lið. Fyrsta lota árásanna í aðgeröunum „Varanlegt frelsi" Sprengjuvélar 15 Arásarvélar Stýriflaugar Kafbátar Herskip 25 50 B-2 torséðar sprengjuvélar flugu án viðkomu frá BNA. B-1 og B-52 sprengjuvélar frá Diego Garcia. Frá flugmóðurskipum BNA. Bandarísk og bresk skip og breskir kafbátar skutu stýriflaugum. REUTERS # Gerö: Stýriflaug til árásaálandi. Lengd: 6,00 m. Pyngd: 1.900 kg. Sprengiefni: 453 kg. Drægni: 1.600 km. Skýringar Loftárásir Barist á jörðu

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.