Dagblaðið Vísir - DV - 09.10.2001, Síða 12
12
ÞRIÐJUDAGUR 9. OKTÓBER 2001
DV
DV-MYND HARI
Helgi Gíslason með verki
sínu „Samræðu"
Andstæö höfuð úr bronsi
sem minna á að sýning
Helga heitir Speglanir.
mónumental verka sem voru
unnin í ólík efni, en bronsið
hvarf aldrei alveg og nú er
það aftur ráðandi. Helgi varð
fyrstur íslenskra mynd-
höggvara til að steypa verk
sín beint í brons hér á landi
og hann notar aldagamla
steypuaðferð sem var þekkt
strax á dögum Súmera, 2000
árum fyrir Krists burð. Leir
er steyptur utan um vax-
mynd og þegar vaxið bráðn-
ar við hita verður til tóma-
rúm inni í keramikmótinu.
Ofan í tómið er bráðnu
bronsinu hellt og keramik-
mótið síðan brotið utan af.
„Þetta er tímafrekt hand-
verk en hefur líka mikla
kosti,“ segir Helgi. „Þó að
málmurinn sé eðlisþungur
er hægt að gera hann ótrú-
lega léttan - hann getur vís-
Helgi Gíslason sýnir bronsmyndir í Listasafni Sigurjóns og segir að aldrei hafi listin verið víðfeðmari en nú:
Lífsnauðsynleg
eins og vatnið
„Ég ólst upp í Laugarneshverfinu þar sem
þeir voru báóir meö vinnustofur sínar, Sigurjón
Ólafsson og Ásmundur Sveinsson, auk þess sem
málverk eftir Jóhann Briem fylltu alla ganga í
Laugarnesskólanum. Þar voru líka höggmyndir
eftir Ásmund og dýrmœtt náttúrugripasafn. Ég
veit satt að segja ekki um annan staö jafnríku-
lega búinn myndlistarverkum og œskuumhverfi
mitt. Og ég er viss um aö þetta skipti sköpum.
Svona listrœnt umhverfi hefur ótvírœtt uppeldis-
gildi."
Þetta segir Helgi Gíslason myndhöggvari
sem nú sýnir heillandi bronsverk í Listasafni
Sigurjóns Ólafssonar á Laugarnestanga. Þetta
eru verk sem flest virðast óhlutbundin viö
fyrstu sýn en fara fljótlega að minna á ýmsa
hluta mannslíkamans. Þau eru ekki lík verkum
Sigurjóns sem þarna má hafa til samanburðar,
heldur ekki Ásmundar; þó viðurkennir Helgi
fúslega að hann hafi sniglast í kringum báða
þessa listamenn þegar hann var aö alast upp.
Og auövitaö hafa þeir haft sín áhrif. Öll list
sem listamenn upplifa hefur áhrif, þannig læra
þeir fagið. Málið er bara hvemig þeir vinna úr
listrænum áhrifum sem þeir verða fyrir. Þar
skilur milli feigs og ófeigs.
Málningarlyktin selddí
- Hvað leiddi þig inn á listabrautina?
„Ætli þaö hafi ekki verið þefskynið?" segir
Helgi og glottir. „Þeg-
ar ég var um
fermingu
leitaði ég
uppi lista-
safn Ás-
grims Jóns-
sonar og
bankaði upp
á, sennilega af
því þar var svo
góð málningarlykt.
Safnstjórinn Bjarnveig
Bjarnadóttir tók mér
vel, leyfði mér að vera
eins lengi og ég vildi og
treysti mér smám sam-
Helgi Gíslason: Nátt-
fari
Viö stöndum and-
spænis líkama sem
er oröinn aö hulstri
eöa hylki sem
hægt er að skoöa
bæöi að utan og
innan... einhvers
konar sáiarker
sem mætti skoöa
í úthverfu sinni
og innhverfu og
venda á alla
kanta. “ (Úr sýn-
ingarskrá.)
an til að gæta safnsins þegar hún þurfti að
skreppa frá. Hún fór meira að segja með mig
niður í kjallara og fletti með mér rekka eftir
rekka af málverkum. Og ég fór aö kópíera
myndir Ásgríms. Sat á hnjánum við eld-
húskoll og málaði með ódýrum þekju-
litum hverja myndina eftir aðra,
málaði samviskusamlega
rauð og blá trén í Húsafelli
þótt ég vissi að þau væru
græn, skildi ekki hvers
vegna Ásgrímur not-
aði liti eins og hann
gerði, skildi ekki
neitt fyrr en með
listasögunni löngu
seinna. Þetta var
góður skóli því ekki
var ráðist á garðinn
þar sem hann var
lægstur. Það kann að
vera að ég búi að þess-
ari reynslu minni enn
þann dag í dag í
kennslu og samtölum
við nemendur mina.“
Helgi Gíslason nam
við Myndlista- og hand-
íðaskólann undir stjórn
Kurts Ziers og Harðar
Ágústssonar 1965-9 og
var að prófl loknu
einn þeirra þriggja
nemenda sem boðið
var upp á vísi að há-
skólastigi sem Hörð-
ur hélt úti veturinn
1969-70. Þau fengu
stofu fyrir sig þar
sem þau máluðu
grimmt - Helgi einkum þrívíddarhugmyndir -
og oftar en ekki litu kennararnir við til að
ræða verkin og efna til akademískrar umræðu
sem nemendurnir nutu í botn.
Bronsiö hentaði myndgerðinni
Þessi ár kenndi Jóhann Eyfells höggmynda-
list við Myndlista- og handíðaskólann og hafði
djúp áhrif á Helga, og þegar hann kom í Valand
listaháskólann í Gautaborg í Sviþjóð tók hann
höggmyndina fram yfir málverkiö. Þar kynnt-
ist hann líka bronsinu sem hefur verið eftirlæt-
isefni hans síðan. Af hverju?
„Af því það hentaði mér og minni myndgerð,
það fann ég fljótt. Ég gekk í gegnum klassískt
myndlistarnám og byggi á þeim grunni. Ég
skírskota til mannslíkamans í verkum mínum
en ég vil meina að þau séu ekki bundin manns-
líkamanum að ööru leyti. Þó má segja að öll
mannanna verk séu fígúratív í eðli sínu því
þau bera merki hans. Stóllinn er til að mynda
afstraksjón af sitjandi manni og jafnvel húsið
tekur mið af hlutfóllum hans og þörfum."
Eftir fyrstu einkasýningu Helga i Norræna
húsinu 1977 fylgdu tvær sýningar þar sem
brons var uppistaða verkanna. Þá tók- við tjmj
aö á andstæðu sína eins og sjá má til dæmis á
skúlptúrnum sem þarna hvílir á einum
punkti," og Helgi bendir á fagurmótað höfuð á
einni súlunni. „Kosturinn við bronsið er líka
sá að hægt er endalaust að halda áfram
við verkið. Með nútíma logsuðu-
tækni er hægt að spinna
áfram en líka sneiða af,
rétt eins og málarinn
bætir lit í eða skefur
af.“
Innlegg í þjóö-
félagsumræö-
una
- Ertu að segja
eitthvað ákveðið
með verkunum hér
á sýningunni? spyr
blaðamaður og horfir i
kringum sig í rúmgóðum,
björtum salnum sem rímar
svo vel við fagurmótaða
bronsgripina.
„Já, því listin á brýnt erindi
inn í þjóðfélagsumræðuna og
hefur þar mótandi áhrif,“ segir
Helgi. „En það er líka hægt að
svara þessu neitandi því ég predika
ekki í verkum mínum. Ef aðrir
finna samhljóm í
verkunum við
eigin reynslu
eða tilfinning-
ar er ég ánægð-
ur. Myndlistin
sækir styrk
sinn og merk-
ingu í sjálfa sig,
lýtur sínum
eigin lögmálum líkt og skáldskapurinn. Hún
verður ekki útskýrð eins og eitthvert mek-
anískt gangverk því hún er sprottin upp úr
hugmyndum og draumum mannsins. Þess
vegna er hún einlæg og afar persónuleg en get-
ur þó orðið almenningseign ef hún finnur hlut-
deild í samtíð sinni. Listir hafa fylgt mannin-
um frá öndverðu. Þegar við spyrjum: Hvað
gerðu menn á þessu eða hinu tímaskeiði sög-
unnar þá er það listasagan sem svarar fyrst og
fremst."
- Nú er vinsælt að segja að listirnar hafí
runniö sitt skeið, kannski ekki síst myndlistin
„Hvaða vitleysa. Hún hefur aldrei verið jafn-
opin og víðfeðm í framsetningu sinni og núna.
Listin er svo nátengd manninum að svo lengi
sem hann er til þá er hún það líka. Hún er eins
og vatnið - jafn lífsnauðsynleg.
Væri samfélag án lista hugsanlegt?" spyr
Helgi að lokum - og svarar sér sjálfur: „Ég held
ekki.“ -SA
Sýning Helga Gíslasonar í Listasafni Sigurjóns Ólafs-
sonar stendur til októberloka og er opin lau. og sun.
kl, 14-17.
___________Menning
Untsjón: Silja Aöalsteinsdóttir
Rússíbanar í Hátíðasal
Rússíbanar leika efni af nýjum geisla-
diski, Gullregninu, á fyrstu háskólatónleik-
um vetrarins í Hátíðasal Háskóla íslands á
morgun kl. 12.30. Efnið er í þeim alþjóðlega
heimstónlistarstíl sem þeir hafa tileinkað
sér, þjóðleg balkan- og klezmertónlist í bland
við kunn verk klassísku meistaranna. Rússí-
bana skipa þeir Guðni Franzson, klarínett,
Einar Kristján Einarsson, gítar, Jón Skuggi,
bassi, Matthías M. D. Hemstock, slagverk, og
Tatu Kantomaa sem spilar á harmóníku.
Það kostar 500 kall inn en ókeypis er fyr-
ir handhafa stúdentaskirteinis.
Konur og kristni
Á morgun kl. 12 talar
Inga Huld Hákonardóttir
sagnfræðingur um Kon-
ur og kristni á hádegis-
fundi í ReykjavíkurAka-
demíunni, Hringbraut
121, 4. hæð. Inga Huld
vinnur nú að rannsókn á
trúarmenningu for-
mæðra okkar í bænda-
samfélagi 19. aldar og talar út frá því verki.
Samkvæmt hugmyndum lútherstrúarmanna
var konum gert að hlýða ströngum kröfum
um fórn og undirgefni í þágu fjölskyldunnar.
Erfðasyndin hvíldi á þeim eins og farg. Sam-
hliða því varð trúin á almætti Guðs og and-
legt hjálpræði ómissandi styrkur fyrir
bændakonurnar í neyð og basli. Færð verða
rök fyrir þvi að þær hafi að nokkru leyti
mótað sína eigin trúarmenningu og aukið
við hana atriðum sem sótt voru í almennan
viskusjóð mannkynsins, forna náttúrutrú og
víðar að. Markmið verksins er ekki síst að
draga fram kjarnann í trúarlífi og siðfræði
kvennanna.
Fötlun og samfélag
Háskólaútgáfan hefur
í samvinnu við félags-
málaráðuneytið gefið út
bókina Fötlun og samfé-
lag eftir Margréti Mar-
geirsdóttur. í henni er
rakin þróun í málefnum
fatlaðra frá sögulegu og
samfélagslegu sjónar-
homi og skiptist bókin í
tvo meginhluta. í þeim fyrri er fjallað um
málefni fatlaðra meðal erlendra þjóða með
sérstakri áherslu á Norðurlöndin. í síðari
hlutanum er fjallað um ísland og þróun mála
hér á landi rakin. Fjallað er um sögu nokk-
urra helstu félaga fatlaðra, lög um aðstoð við
þroskahefta, lög um málefna fatlaðra sem
byggðust á hugmyndafræði um jafnrétti og
þátttöku fatlaðra í samfélaginu. Fjallað er
um uppbyggingu á þjónustu við fatlaða í
samræmi við þessi lög svo og hvernig við-
horf til fatlaðra hafa mótast i samhljómi við
hinar hröðu breytingar í þjóðfélaginu.
Bókin er byggð á yfirgripsmikilli þekk-
ingu höfúndar og er brautryðjendaverk á
þessum vettvangi. Hún á erindi til fram-
haldsskóla og háskóla, félagasamtaka, sveit-
arfélaga, foreldra, fatlaðra og allra annarra
sem vilja hag þeirra sem bestan.
Langar þig
aö læra aö syngja?
Ingveldur Ýr söng-
kona og söngkennari
heldur margs konar
söngnámskeið í vetur,
bæði fyrir byrjendur,
lengra komna og master-
klassa fyrir söngvara og
söngnema. Byrjenda-
námskeiðin eru ætluö
fólki á öllum aldri.
Kennd eru grunnatriði í söng; öndun, lík-
amstaða og raddæfingar, tóneyrað þjálfað og
einfóld atriði í nótnalestri kynnt. Engin fyrri
reynsla er nauðsynleg og lögð er áhersla á
sem aðgengilegasta kennslu svo nemendur
hafi fyrst og fremst gaman af því að kynnast
eigin rödd og þeim ótrúlegu möguleikum og
krafti sem hún hefur að geyma.
Einnig verður boðið upp á námskeið fyrir
nemendur með reynslu, þá sem vilja rifja
upp og fríska upp á söngtæknina sína. Þessi
námskeið henta þeim sem nota röddina mik-
ið, til dæmis kórsöngvurum, kennurum og
leikurum. Upplýsingar í síma 898 0108.