Dagblaðið Vísir - DV - 09.10.2001, Page 13
ÞRIÐJUDAGUR 9. OKTÓBER 2001
13
Menning
DV
Norræna hátíðin Köttur úti í mýri verður sett á morgun:
Barnabókahátíð
Norrœna barna- og unglingabókahátíðin
sem á íslensku hefur hlotið heitið „Köttur úti í
mýri“ verður sett á morgun kl. 13 í Norrœna
húsinu. Sérstakir boðsgestir veróa börn í 3.
bekk. Þar flytja ávörp Riitta Heinámaa, for-
stjóri Norræna hússins, og Aöalsteinn Ásbtrg
Sigurðsson rithöfundur. Frú Vigdís Finnboga-
dóttir les sögu og Björn Bjarnason mennta-
málaráóherra opnar œvintýrasýningu Sjöunda
himinsins í sýningar-
sal Nor-
rœna
hússins
sem mun
standa
til 9.
des-
em-
ber.
Eftir
það verður
óvœnt uppá-
koma á veg-
um tónlist-
x arhópsins
Tante
Andante
frá Dan-
mörku
Mynd Halla
Sólveig
Þorgeirsdóttir
íslenska mynd-
listarsýningin
veröur í Grófar-
húsinu en aðrir
dagskrárliöir í
Norræna hús-
og ævin-
týraleg-
ar veit-
ingar.
Annað kvöld kl. 20 hefst fyrsta höfundarkynn-
ing hátíóarinnar. Gestur er Hannele Huovi frá
Finnlandi.
Á fimmtudag fá íslensk skólabörn að hitta
norræna rithöfunda og ganga um Sjöunda
himin undir leiðsögn. Það kvöld kl. 20 verða
Bent Haller frá Danmörku og Rakel Helms-
dal frá Færeyjum gestir á höfundakynningu
í Norræna húsinu.
Staða bókarinnar í menningu
barna og unglinga
Á föstudagsmorgun verður opnuð sýn-
ing á myndskreytingum úr sænskum barna-
bókum í anddyri Norræna hússins, en Sví-
ar eru sem kunnugt er ekki aðeins sterk-
ir á sviði texta handa bömum heldur
eiga þeir fjölmarga heimsþekkta
dráttlistarmenn sem hafa mynd-
skreytt bækur handa börnum.
Meðal annars má þarna sjá
myndir eftir Björn Berg,
Marianne • Enqvist og Ilon
Wikland. Þessi sýning
stendur til 28. október.
Kl. 12 á hádegi á
föstudag ræða nor-
rænir rithöfundar
saman um efnið
„Ferðir og goðsögur sem
þema í norrænum bárna-
bókmenntum" á opnum fundi í
Norræna húsinu. Þátttakendur eru
Tor Áge Bringsværd frá Noregi, Bent
Haller, Hannele Huovi, Rakel Helmsdal,
Ulf Stark frá Svíþjóð og Guðrún Helgadóttir.
Fundarstjóri er Aðalsteinn Ásberg Sigurðs-
son.
Að loknum þessum umræðum eða kl. 14
hefst opin ráðstefna undir heitinu
„Staða bókarinnar í barna- og ung-
lingamenningu samtímans".
Fyrirlesarar eru Dagný
Kristjánsdóttir prófessor
og Áse Kristine Tveit
lektor frá Noregi en
Rakel Helmsdal
Áge
lesa
úr verkúm sín-
um. Fundar-
er Ragn-
Gésts-
dóttir, rit-
höfundur
Kl. 18 á föstudag verður opnuð sýning á
myndskreytingum íslenskra barnabóka í
Borgarbókasafninu, Grófarhúsi. Má þar sjá
frummyndir ýmissa þekktustu bókaskreyt-
ara okkar, t.d. Sigrúnar Eldjárn, Áslaugar
Jónsdóttur og Halldórs Baldurssonar.
Kl. 20 verða rithöfundarnir Ulf Stark og
Tor Áge Bringsværd kynntir í sal Norræna
hússins. Þess má geta að á höfundakynning-
um tala rithöfundarnir fremur um bækur
sem þeir hafa skrifað fyrir fullorðna en
bamabækur sínar.
Á laugardagsmorgun kl. 10 heldur um-
ræðan áfram um stöðu bókarinnar í
menningu barna og unglinga. Þá
halda fyrirlestra Torben Wein-
prófessor frá Dan-
mörku, Kaisu Rattya frá
finnsku barnabók-
menntastofnun-
inni, Boel West-
in prófessor
frá Svíþjóð
og Þuríður Jó-
hannsdóttir
verkeöiisstjóri
sem kynnir íslenska
vefinn BarnUng um
barna- og unglingabók-
menntir. Bent Hailer,
Hannele Huovi og Ulf Starf
lesa úr verkum sínum milli
fyrirlestra.
Kl. 12 á hádegi hefst í sal í
kjallara hússins upplestur úr
barnabókum þangað sem koma
þrettán norrænir höfundar og lesa
fyrir börn og fullorðna. Auk höfunda
sem áður hafa verið nefndir lesa þar
Kristín Steinsdóttir, Þorvaldur Þorsteins-
son, Andri Snær Magnason, Guömundur
Ólafsson, Jón Hjartarson, Illugi Jökulsson
og Vigdís Grímsdóttir.
Kl. 17 hefjast tónleikar fyrir börn á öllum
aldri með Tante Andante frá Danmörku og
Önnu Pálínu og Aðalsteini Ásberg í Nor-
ræna húsinu.
Ókeypis inn
Á sunnudagsmorgun kl. 11 verður opnað
„sögutjald" þar sem börn yngri en sjö ára fá
að segja „frænku“ sögur sem verða skrifað-
ar upp eftir þeim. Sögutjaldið verður opið
alveg til kl. 17 en kl. 14 sýnir Möguleikhús-
ið barnaleikritið Skuggaleik eftir Guðrúnu
Helgadóttur.
Verndari hátíðarinnar er frú Vigdís Finn-
bogadóttir og sérstakir heiðursgestir verða
barnabókahöfundarnir góðkunnu Vilborg
Dagbjartsdóttir, Magnea frá Kleifum og Her-
Egilsdóttir. í tilefni af hátíðinni verður
ooðið upp á sérstakan bamamatseðil í kaffi-
stofu Norræna hússins alveg til 9. desember.
Ókeypis er á alla dagskrárliði hátíðar-
reich
h
i Tónlist
Bernskubrek Wagners
Tónleikar Ninu Kavtaradze píanóleikara í
Norræna húsinu hófust á óvenju dramatísk-
an máta. Áheyrendum var tilkynnt að hún
hefði misst af mikilvægum æfingartíma
vegna bilaðrar flugvélar deginum áður. Síð-
an hafi hún dottið og tognað á fæti og loks
skorið sig á fmgri. Höfðu allir samúð með pi-
anóleikaranum þegar hún haltraði inn með
plástur á þumalfingri, hneigði sig varlega og
hóf leik sinn alvarleg á svip.
Ekki var þó að heyra að þessi óhöpp
kæmu nokkuð að sök. Kavtaradze lærði í
Moskvu hjá Lev Oborin, sem kenndi Ash-
kenazy á sínum tíma, og hún kunni svo
sannarlega að spila á píanóið. Leikur henn-
ar var einkar fallegur og blæbrigðaríkur,
tæknin óaðfinnanleg og tónmótunin hámá-
kvæm. Plástur getur verið óþægilegur eins
og allir píanóleikarar vita en þrátt fyrir það
voru hin erfiðustu hlaup hrein og örugg og
allar nótur á sinum stað.
Efnisskráin var óvenjuleg, aðeins tónlist
eftir Wagner, sem er mun þekktari fyrir óp-
erur sínar en píanótónsmíðar. Það er engin
tilviljun, því þó eitt og annað sem Kavtar-
adze flutti hafi hljómað ágætlega skorti flest-
ar tónsmíðamar þá miklu andagift sem ein-
kennir óperurnar. Ástæðan er án
efa sú að Wagner samdi megnið
af þessum verkum snemma á
ferli sínum, áður en hann
hafði tekið út fullan þroska
sem listamaður.
Á efnisskránni var með-
al annars Fantasía í fís-
moll frá árinu 1831 sem
Kavtaradze skilaði til
áheyrenda með miklum
tilþrifum. Það dugði þó
ekki til, úrvinnsla tón-
skáldsins á hinum
mörgu góðu hugmynd-
um sínum var sjaldnast
fullnægjandi, tónlist- .
in virkaði sundur-
laus og var
manni fljótt
farið að leið-
ast.
Mun
betri var hin
innhverfa og ljóð-
ræna Sónata í As-
dúr frá árinu 1853. Hún
byggist að miklu leyti á þeim magiska
hljómagangi sem einkennir bestu tónlist
Wagners. Var túlkun Kavtaradze þar sérlega
innileg og sannfærandi. Hún gerði eins mik-
ið úr tónlistinni og henni var framast unnt,
sem er við hæfi þegar Wagner er annars veg-
ar, því eins og kunnugt er var hann afar
stórhuga strax frá upphafi. Sem dæmi um
það ætlaði hann í æsku að semja harmleiki
byggða á Lé konungi og Hamlet og láta 42
persónur deyja i leikritinu. Þær urðu þó að
rísa aftur upp frá dauðum því annars hefði
vantað persónur fyrir síðustu þættina.
í heild voru þetta áhugaverðir tónleikar
sem gáfu manni aukna innsýn í veröld
Wagners. Sum verkin voru vissulega frem-
ur ómerkileg en önnur, eins og As-dúr
sónatan, eiga skilið að heyrast miklu oft-
ar. Jónas Sen
Nina Kavtaradze píanóleikari í Norræna hús-
inu laugardaginn 6. október. Wagner:
Sónata í As-dúr, Zuricher Vielliebchen Vals,
Elegie í As-dúr, Albumblatt fyrir E.B.L,
Adagio úr „Grosse Sonate" í A-dúr, Póló-
nesa t D-dúr og Fantasía í fís-moll.
Mústafa mœttur
Það ber til tíðinda í útgáfumálum lands-
manna að nýtt forlag hefur verið stofnað
sem treystir sér til
að heita Austur
Þýskaland og segist
komið til að vera -
ólíkt nafna sínum.
Það hefur þegar gef-
ið út sína fyrstu bók,
barnabókina í búð-
inni hans Mústafa
og önnur Ijóð fyrir
böm, og má segja að
titillinn og forsíðu-
myndin séu ekki síð-
ur ögrandi en nafn
forlagsins á þessum
óhagstæðu tímum
fyrir trúbræður
Mústafa. Höfundur-
inn Jakob Martin
Strid hefur um hríð haldið úti skemmtilegri
og óvenjulegri teikniseriu aftan á kúltúr-
blaði Politiken en þýðandi er Friðrik H.
Ólafsson sem mun vera tannlæknir.
Höfundur er hálfgerður unglingur eins og
húmor bókarinnar ber vitni um. Lesendur
bókarinnar fá meðal annars að kynnast
froski sem fremur bankarán, kolóðum græn-
metissala og síðast en ekki síst Mústafa
sjálfum:
Vefjarhött Mústafa í búðinni ber
blikar i munninum guiltannaher.
í eyranu hringur, því áður hann var
emír og súltan í Nagakandar.
Jakob Martin Strid á rætur sínar að rekja
til samfélagsins á Norrebro í Kaupmanna-
höfn, fjölþjóðlegs hverfis með fjölbreyttu
mannlífi, eins og sjá má í bókinni. Umburð-
arlyndi og virðing fyrir ólíkum menningar-
heimum eru honum sjálfsagðar dyggðir, án
þess þó að skopskyn hans og skringilegheit
drukkni í klisjukenndum áróðri. Útgefandi
fullyrðir að eftir lestur bókarinnar verði
erfitt að standa upp með fýlusvip.
Hátíd aldarinnar
Austur Þýskaland hyggst halda eina veg-
legustu hátíð sem haldin hefur verið í tilefni
af útkomu bókarinnar. Hún hefst á opinber-
um útgáfudegi, mánudaginn 15. október
2001, kl. sjö árdegis og stendur til miönætt-
is. Hið óvænta er að hátíðin verður haldin
heima hjá þér! Og heima hjá öllum öðrum
um allt land - til sjávar og sveita. Segir í
frétt frá forlaginu að þrátt fyrir ungan aldur
aldarinnar sé óhætt að fullyrða að ekki
verði haldin veglegri hátíð það sem eftir lif-
ir hennar! Því er um að gera að taka þátt í
henni. Reglurnar eru einfaldar og boðskort-
ið fer aðeins fram á eitt: njóttu lífsins með
þér og þínum þennan dag!
Plúsar og mínusar
Hugmyndafræoi einmiðlunarfélagsins
Austur Þýskalands byggir á þeirri trú að
lengi verði blómum bætt i menningargarð
okkar íslendinga, og þrátt fyrir pólitíska
undiröldu er markmið félagsins fyrst og
fremst að miðla bókmenntum, tónlist og
öðru sambærilegu. Forráðamenn félagsins
eru mótfallnir ofurtrú á markaðskerfinu og
telja að forveri þess í Mið-Evrópu hafi haft
margt gott til málanna að leggja - þegar
dregnir eru frá nokkrir stórir mínusar.
Austur Þýskaland leitast við að finna frelsi
í anda og hugsun en það getur verið erfitt í
landi eins og Islandi, segir ennfremur í frétt-
inni.
í byrjun september var Austur Þýskaland
skráð á hlutabréfamarkað, þó ekki þennan
venjulega, enda á vísan að róa með tap
sparifjár þar. Þess vegna er fyrirtækið skráð
á sinn eigin innri markað þar sem gengi
bréfa fer ekki eftir framboöi og eftirspum.
Boðnir verða út 200 hlutir og er nafnverð
hvers hlutar 4000 kr„ en Austur Þýskaland
baktryggir sig með þvi að gefa út svohljóð-
andi afkomuviðvörun við upphafsdag út-
boðsins: „Verð á matvöru og bensíni hefur
farið hækkandi sl. mánuði á markaðssvæði
Austur Þýskalands - og var þó nógu hátt
fyrir. Þar sem þetta eru helstu kostnaðarlið-
ir félagsins er afkoma þess á seinni hluta
ársins öllu verri en gert var ráð fyrir í áætl-
unum. Þetta leiðir af sér lækkun á gengi
bréfa í félaginu og er hver hlutur nú seldur
á genginu: 0,5. Kostar þá hver hlutur aðeins
2000 kr. Til þess að kaupendur fari ekki illa
út úr þessum viðskiptum (viðskiptasiðferði
skiptir Austur Þýskaland miklu) fær hver
hluthafi bókina I búðinni hans Mústafa og
önnur ljóð fyrir börn með hverjum keyptum
hlut.“