Dagblaðið Vísir - DV - 09.10.2001, Page 23

Dagblaðið Vísir - DV - 09.10.2001, Page 23
27 ÞRIÐJUDAGUR 9. OKTÓBER 2001_______________________________________________________________________ DV ___________Tilvera Jackson Browne 53 ára Söngvarinn Jackson Browne er afmælis- barn dagsins, Browne fæddist í Þýskalandi og var faðir hans her- maður. Tónlistarferill hans hefst seint á sjö- unda áratugnum og lék hann í upphafi með ýmsum lista- mönnum. Lög hans vöktu fyrst at- hygli á plötunni Chelsea Girls með Nico. Eftir það hóf hann sólóferil og varð fljótt þekktur fyrir góð lög og innihaldsríka texta. I einkalífmu hef- ur gengið á ýmsu og átti hann meðal annars í stormasömu sambandi við leikkonuna Daryll Hannah. Hruturinn (21 Tviburarnlr (2 Gildir fyrir miövikudaginn 10. október Vatnsberinn (20. ian.-18. febr.l: . Fjármálin valda þér nokkrum áhyggjum en verulegar líkur eru á að þau muni fara batnandi á næstunni. Ekki er ólíklegt að brátt dragi til tíðinda í ástarlífinu. Fiskarnlrno. febr.-20. marsl: Þú færð óvæntar frétt- lir sem hafa áhrif á | fjölskyldu þína. Ferða- lag verður til umræðu og von er á frekari fréttum sem snerta það. Hrúturinn Í21. mars-19. aprill: Þú ert orðinn þreyttur ’ á venjubundnum verk- efnum. Einhver leiði er yflr þér í dag og þú þarft á emhverri upplyftingu að halda. Nautið (20. april-20. maíi: / Fjármálin þarfnast endurskoðunar og þú vinnur að því í dag að breyta um stefnu í þeim efnum. Happatölur þínar eru 2, 23 og 26. Tvíburarnir (21. maí-21. iúníi: Þú ert að skipuleggja ' ferðalag og hlakkar afar mikið til. Það er í mörg horn að líta og töluverður tími fer í að ræða við fólk. Krabblnn (22. iúní-22. iúií): Fólk treystir á þig I og leitar ráða hjá þér i dag. Þú þarft að sýna skilning næði. Happatölur þínar eru 7, 11 og 24. Liónið (23. iúli- 22. áeústl: Eitthvað sem hefur breyst í fjölskyldunni hefur truflandi áhrif á þig og áform þín. Þú þarft að skipuleggja þau upp á nýtt. Mevian (23. áeúst-22. seot.): Þú kynnist einhverjum mjög spennandi á ^^^■Lnæstunni og á sá eða ^ f sú eftir að hafa mikil áhrif á lif þitt. Það verður mikið um að vera í kvöld. Vogin (23. sept.-23. okt.): J Vinur þinn sýnir þér Oy skilningsleysi sem fær Vþig til að reiðast. r f Hafðu stjóm á tilfinn- ingum þínum og ræddu málið við vin þinn. Sporðdreki (24. okt.-21. nóv.l: Þú ert eitthvað eirðar- laus þessa dagana og játt i erflðleikum með að flnna þér skemmti- leg verkefni. Fjölskyldan er afar samhent í dag. Bogmaðurinn (22. nóv.-2l. des.l: gerir einhverjum r greiða sem viðkom- f- andi verður afar ánægður með. Þetta veldur skemmtilegri uppákomu sem þú átt eftir að minnast lengi. Steingeitin (22. des.-19. ian.l: ^ _ Þér gengur vel i vinn- unni og færð mikla * Jr\ hvatningu. Kvöldið verður rólegt í hópi góðra vina. Þú ert sáttur við allt og alla. Erindi um lesblindu á Selfossi: Vorum álitin treggáfuð „Börn sem áttu við lesblindu að stríða í mínu ungdæmi voru ein- faldlega álitin treggáfuð. Við vor- um varla gjaldgeng til náms því við vissum ekki hvar y og z áttu að koma og stirðlæsi og stafsetn- ingarvandi mótaði persónuleika fólks,“ segir Bjarni E. Sigurðsson hestamaður. Hann mun í kvöld halda erindi í Safnaðarheimili Sel- fosskirkju sem hann nefnir: „Hvernig lesblindan braut niður sjálfsmyndina." Þar segir hann reynslusögur og kynnir bók sína, Bernskubrot, sem kom út fyrir síðustu jól. Lesblinda er kvilli sem plagar margan manninn en fyrir nokkrum árum var orðið les- blinda ekki til og skilningur á vandamálinu alls ekki fyrir hendi. Lærði ekki stafina heldur orðin Bjarni E. Sigurðsson hestamaður kveðst hafa búið sér til kerfi til að lesa eftir. Bjarni segir lesblinduna hafa skapað mikinn vanmátt hjá hon- um sem barni, enda hafi móðir hans orðið að lesa fyrir hann allt efni í barnaskóla og gagnfræða- skóla en hún hafi strandað er að tungumálunum kom. „Þú getur ímyndað þér hvernig barni sem ekki getur lesið íslensku gengur aö lesa dönsku og ensku,“ segir Bjami. Hann kveðst þó hafa skrölt í gegnum skólakerfið og lagt áherslu á verklegar greinar, íþróttir og garðyrkju. „Ég á skóla- stjóra Garðyrkjuskólans, Unn- steini Ólafssyni, mikið að þakka því hann stappað í mig stálinu og sannfærði mig um að ég gæti lært. Þá bjó ég mér til kerfi og lærði ekki stafina heldur orðin,“ segir Bjarni. -Gun. Frú Schindler látin Emilie Schindler, fyrrum eiginkona þýska iðnjujöfursins Oskars Schind- lers, sem bjargaði flölda gyðinga frá helför nasista á stríðsárunum, lést um helgina á sjúkrahúsi i bænum S traus- berg í nágrenni Berlínar, þar sem hún var til lækninga eftir hjartaáfall. Em- ilie sem var á 95. aldursári, bjó síð- ustu æviárin í Argentinu í nágrenni Buenos Aires, en þangað flutti hún með eiginmanni sínum eftir stríðið. Þau slitu síðan samvistum árið 1958 og flutti Oskar þá aftur til Þýskalands, þar sem hann lést í bænum Hildes- heim árið 1974 eftir að hafa dvalið til skiptis í ísrael og Þýskalandi. Intersport stærsta sportvörukeðja heims opnar aðra verslun á íslandi 10.10. kl.10:10 Nú eru verslanir Intersport orðnar fleiri en 4700 viðsvegar um heiminn og erum við stolt af því að hafa tvær verslanir hér á landi, við Bíldshöfðann og í Smáralindinni. Þín frístund - Okkar fag VINTERSPORT Bíldshöfða • Smáralind • www.intersport.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.