Dagblaðið Vísir - DV - 09.10.2001, Page 25

Dagblaðið Vísir - DV - 09.10.2001, Page 25
29 ÞRIÐJUDAGUR 9. OKTÓBER 2001 DV Tilvera Bíófréttir Vinsælustu kvikmyndirnar í Bandaríkjunum: Aðsókin að aukast Ujórar frumsýningar í Bandaríkj- unum um síðustu helgi gerðu það að verkum að aðsóknin jókst um 35% á föstudag og laugardag miðað við síðustu helgi. Dálítill slakki kom þó í aðsóknina á sunnudegin- um þégar ljóst var að Bandaríkja- menn og Bretar höfðu ráðist á Af- ganistan. Langvinsælasta kvik- myndun var löggutryllirinn Train- ing Day með Denzel Washington og Ethan Hawke í aðalhlutverkum. Washington, sem hingað til hefur ekki leikið „vonda kallinn", er hér í fyrsta sinn í hlutverki manns sem enginn ætti að treysta þótt hann sé lögga. Fjallar myndin um nýliða í löggunni í Los Angeles sem þarf að vinna með þeim spilltasta i lögg- unni. Seredipity er lýst sem léttri rómantískri kvikmynd. í aðalhlut- verkum eru John Cusack og Kate Beckinsale. Max Keeble’s Big HELGIN 5. 7. október ALLAR UPPHÆÐIR i ÞÚSUNDUM BANDARÍKJADOLLARA. SÆTI FYRRI VIKA THILL INNKOMA HELGIN: INNKOMA ALLS: FJÖLDI BÍÓSALA O Training Day 22.550 22.550 2712 o Serendipity 13.309 13.309 2601 o 1 Don't Say a Word 9.766 31.933 2842 o 2 Zoolander 9.518 28.338 2520 o Joy Ride 7.347 7.347 2497 © Max Keeble’s Big Move 5.377 5.377 2014 o 3 Hearts in Atlantis 5.024 16.443 2010 o 4 Hardball ' 3.566 30.623 2314 o 5 The Others 2.848 90.573 2272 © 6 Rush Hour 2 1.724 221.526 1549 0 7 The Glass House 1.117 16.662 1511 0 9 Rat Race 844 55.308 1240 0 14 Megiddo: The Omega Code 2 818 3.870 338 © 11 American Pie 2 704 143.232 854 © 13 The Princess Diaries 612 105.318 1001 © 12 Jeepers Creepers 581 36.738 944 © 10 Two Can Play That Game 555 21.609 653 © 8 The Musketeer 551 26.560 1022 © © 16 Legally Blonde 483 93.933.2 836 19 Shrek 332 65883 522 Training Day Denzel Washington leikur spillta löggu. Adventure er fjölskyldumynd frá Disney og Joy Ride er spennumynd sem hefur fengið góðar viðtökur hjá gagnrýnendum. -HK Vinsælustu myndböndin: Fegurðardrottningin heldur velli Það er lítið um breytingar á myndbandalistanum þessa vikuna, aðeins tilfæringar á milli mynda sem voru í efstu sætum í síðustu viku. Það er helst að spennumynd- in The Gift með Keanu Reeves í einu aðalhlutverkanna setji mark sitt á listann með því að fara úr tí- unda sætinu í það fimmta. Það þarf að fara í fjórtánda sæti listans til að finna nýja mynd, spennumyndina Bait og i 20. sæti er svo komin hin hugljúfa ítalska kvikmynd Malena. Vert er að benda á The Boondock Saints sem er í tólfta sæti listans. Það er sjaldgæft að myndir sem ekki hafa verið áður sýndar I kvikmynda- húsum nái að vera langlífar á listanum en þessi ágæta spennumynd, sem segir frá bræðrum sem eru í miklum ham gegn glæpa- mönnum í New York, er búin að vera átta vikur á listanum eða lengst allra. Það er greini- legt að hún fellur í kramið hjá þeim sem leigja sér mynd- bönd. Murder of Crows er önnur kvikmynd sem ekki fór í bíó en hefur einnig verið lengi á listanum þó ekki hafi hún komist jafn hátt og The Boondock Saints. -HK Men of Honor Robert De Niro í hlutverki köfunar- foringjans. VIKAN 1. 7. október FYRRl VIKUR SÆTl VIKA TITILI. (DREIFINGARAÐIL!) ÁUSTA O 1 Miss Congeniality <sam myndböndi 2 O 2 Men of Honor (skIfani 3 O 3 Enemy at the Gates <sam myndböndi 4 o 4 Save the Lasr Dance isam myndbónd) 3 o 10 The Gift (háskólabíó) 7 o 5 Chocolat (skífan) 4 o 7 Almost Famous (skífan) 5 o 6 Proof of Life (Sam myndbónd) 7 o g What Women Want iskífan) 7 © 8 Hannibal (sam myndbönd) 6 © 13 Tomcats (myndformi 6 © 11 The Boondock Saints ibergvík) 8 0 12 The Watcher (myndformj 5 © Bait (sam myndbónd) 1 © 20 Cherry Falls iskífan) 4 © 14 Bounce (skífanj 6 0 15 QUÍIIS (SKÍFAN) 2 © 19 Murder of Crows (bergvík) 7 © 16 102 dalmatíuhundar (sam myndbönd) 2 © Malena (skífan) 1 DV-MYNDIR NH Gengið í rigningu Þrátt fyrir rigningu tóku fjölmargir þátt í göngu um Þrastaskóg. Góö þátttaka á göngudegi fjölskyldunnar þrátt fyrir rigningu: Gróðursetti til minning- ar um Guðrúnu Katrínu DV. SUDURLANDI:_________________ Göngudagur fjölskyldunnar var um helgina og af því tilefni var farið í gönguferðir á vegum ungmennafélaga víða um land. Göngudagur fjölskyldunnar var í ár tileinkaður félaginu LAUF - Samtökum um flogaveiki. Forseti íslands, Ólafur Ragnar Gríms- son, gekk með félögum úr Ung- mennasambandi Kjalnesinga og Ungmennafélagi Selfoss um Þrastaskóg ofan við Þrastarlund í Grímsnesi. Við þetta tækifæri gróðursetti forsetinn reynitré til minningar um konu sína, Guð- rúnu Katrínu Þorbergsdóttur, fyrrum forsetafrú. Fjölmenni gekk um skóginn undir leiðsögn og þrátt fyrir rigningu voru göngumenn ánægðir eftir feröina um skóg- inn. „Þetta var afar skemmtileg ganga. Skógurinn skartaði sínu fegursta og gaman að fá líka fróð- leik um uppbyggingu hans. Hér var góð þátttaka þrátt fyrir rign- ingu og einnig alls staðar á land- inu á þessum göngudegi fjöl- skyldunnar. Áætlað var að þátt- takendur hafi verið 6000-8000. Gróöursett Ólafur Ragnar gróöursetti reynitré í Þrasta- skógi tii heiöurs minningu Guörúnar Katrínar. Það er mjög ánægjulegt bæði fyrir LAUF, ungmennafélögin og Lands- virkjun sem hefur styrkt þetta framtak," sagði Ólafur Ragnar Grímsson. Forsetinn sagði í upphafi ferðar- innar að hann hefði gengið dag- lega í allmörg ár. Það væri bæði góð og hressandi útivera, auk þess sem hún væri gefandi á margan hátt. „Það er gaman að fylgjast með náttúrunni þegar maður geng- ur um hana árið um kring, sjá haustið koma, veturinn og síðan þegar hún vaknar til lífsins aftur að vori,“ sagði Ólafur. „Ég held líka að þessi fjölskylduganga sé mikilvæg fyrir LAUF - samtök um flogaveiki til þess að vekja athygli á þessum sjúkdómi og auka skiln- ing á í hverju hann er fólginn, sér- staklega meðal þeirra sem yngri eru og eyða þannig ákveðnum for- dómum. Þegar hægt er að tvinna saman góðan málstað, skemmti- lega göngu, holla hreyfingu og ánægjulega samveru fjölskyldunn- ar verður ekki á betra kosið,“ sagði Ólafur Ragnar Grímsson, forseti íslands, eftir gönguna um Þrastaskóg. -NH Pýsk sjónvarpsmynd um huldufólkstrú íslendinga: Þykir huldufólkstrúin merkileg Þýski kvikmyndagerðarmaður- inn Thorsten Scholl hefur dvalið hér á landi undanfarið með tökulið við gerð fræðslumyndar um álfa- og huldufólkstrú íslendinga. Scholl segir að útlendingum þyki huldu- fólkstrúin mjög merkileg og hann vilji segja frá henni á sem trúverð- ugastan hátt. „Þetta er fyrsta mynd- in sem fyrirtækið mitt, Ekado, gerir og ég stefni að því að hún verði til- búin eftir sex mánuði." Tökuliðið hefur ferðast vítt og breitt um landið, m.a. farið á Snæ- fellsnes og rætt við hjónin Guölaug og Guðrúnu Bergmann. Scholl segir að Islendingar hafi verið mjög hjálp- legir og þeir séu búnir að kynnast fjölda fólks á meðan á dvöl þeirra hefur staðið. „Við stefnum að því að taka við- töl við að minnsta kosti tíu manns tU fjaUa um málefnið frá sem flest- um hliðum. Það stendur meðal ann- ars tU að tala við prófessorana Jón HnefU Aðalsteinsson og Erlend Har- aldsson. Árni Björnsson þjóðhátta- fræðingur er á listanum, við ætlum einnig að ræða við Terry Gunnel, lektor í þjóðfræði, Jörmund Inga Hansen aUsherjargoða, séra ÞórhaU Heimisson, VUmund Hansen blaða- Álfar og huldufólk vekja athygli Þýski kvikmyndagerðarmaöurinn Thorsten Scholl segist ætla aö taka við- töl viö aö minnsta kosti tíu manns tii fjaiia um málefniö frá sem flestum hliöum. mann, Erlu Stefánsdóttur sjáanda og Magnús Skarphéðinsson, skóla- stjóra Sálarrannsóknarskólans." Thorsten SchoU segist reikna með að myndin fari í dreifingu í Þýska- landi, Bandaríkjunum og líklega víðar i hinum enskumælandi heimi. -Kip

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.