Dagblaðið Vísir - DV - 09.10.2001, Síða 28

Dagblaðið Vísir - DV - 09.10.2001, Síða 28
FRETTASKOTIÐ SÍMINN SEM ALDREI SEFUR Hafir þú ábendingu eöa vitneskju um frétt, hringdu þá í síma 550 5555. Fyrir hvert fréttaskot, sem birtist eöa er notað í DV, greiöast 3.000 krónur. Fyrir besta fréttaskotiö I hverri viku greiðast 7.000. Fullrar nafnleyndar er gætt. Viö tökum viö fréttaskotum allan sólarhringinn. 550 5555 FRJÁLST, ÓHÁÐ DAGBLAÐ ÞRIÐJUDAGUR 9. OKTOBER 2001 Óvænt áfengislykt: Rússneskur laumufarþegi - í bifreið á Akureyri Kyndugt atvik varð á Akureyri í siðustu viku. Maður lauk störfum á vinnustað að kvöldi til, settist upp í bifreið sína og tók stefnuna heim á leið. Á leiðinni fannst honum á köfl- um sem einkennileg áfengislykt gysi upp en taldi þó að um ímyndun væri að ræða. Ökuferðinni lauk og maður- inn lagði bílnum við hús sitt. Þá sá hann að maður lá sofandi í aftursæti sj álfrennireiðarinnar. Ökumaður reyndi að gefa sig á tal við hinn syfjaða en lítið varð um skýringar þar sem laumufarþeginn reyndist rússneskur og Akureyring- urinn bjó ekki yfir ráðstjórnarlegri tungumálakunnáttu. Rússinn fékkst þó til að yfirgefa bílinn með góðu eft- ir því sem meðvitund hans jókst og urðu ekki frekari eftirmál af uppá- komunni. Líklegt verður hins vegar að telja að eigandi ökutækisins muni læsa bíl sínum á næstunni. -BÞ Njarðvík: Þakplötur fuku af nýbyggingu Mikið hvassviðri var á suðvestur- homi landsins í nótt en ekki er vitað um alvarleg tjón af þess völdum. í Njarðvík þurfti þó að kalla út björgunarsveit þegar þakplötur tóku að fjúka af nýbyggingu. Var brugðist skjótt við og skemmdir urðu ekki al- varlegar. í Kópavogi fauk þak í heilu lagi af vinnuskúr í morgunsárið og brotnaði þegar það lenti. Lögreglan í Kópavogi sagði einnig að þar hefðu vegmerkingar fokið um koll. -gk ^ Reykjavík: Ok á bifreið- ir og umferð- arvita Ölvaður maður stal sendiferðabif- reið á mótum Skólavörðustígs og Bergstaðastrætis skömmu eftir mið- nætti í nótt, svo að segja fyrir aug- um lögreglumanna. Lögreglan hafði stöðvaö ökumann sendiferðabifreiðarinnar og var hann inni í lögreglubifreið þegar hinn manninn bar að. Hann gerði sér lítið fyrir, fór inn í sendiferða- bifreiðina og ók af stað. Á Skóla- vörðustig ók hann utan í þrjár bif- reiðir en síðan niður Bankastræti og um Lækjargötu þar sem hann ók á enn eina bifreiðina og loks á um- ferðarljósastaur við Skólabrú þar sem ökuferðinni lauk. Ökumaður- inn var fluttur til blóðsýnatöku og þaðan í fangaklefa þar sem hann fékk að sofa úr sér. -gk BURT MEÐ BÖRRIN? Seðlabankinn: Mestu inn- grip í mjög langan tíma Seðlabankinn reyndi að áhrif á gengisþróun í gær kaupum á krón- um fyrir 3,2 millj- arða. Að sögn Más Guömunds- sonar, hagfræð- ings Seðlabank- ans, eru þetta mestu inngrip síðan 27. mars sl. Vísitalan fór á tímabili í gær yfir 146, en með inngripum Seðlabanka hafa með Már Guðmundsson. Smiöshöggiö Rösklega sex hektara verslunarmiðstöö verður formlega opnuð í Smáralind á morgun og má búast við fjölmenni þegar miðstöðin verður opnuð almenningi kl. 10.10 í fyrramáliö. Smiðir unnu í alla nótt við lokafrágang verslana og verða að fram í bítið á morgun. tókst að halda henni í sama gildi og var viö opnun markaða, eða í 142. í morgun kostaði Bandaríkjadollar því rétt rúmlega 102 krónur. Már segir miklar sveiflur hafa verið að undanfornu og ómögulegt að spá um framhaldið. -HKr. A ASI segir skattabreytingartillögur setja samninga í uppnám: Skattapakkanum verður ekki breytt • ¥7*11 • ' t _«i t* >c n i • x i • t* -■ vi • • segir Vilhjálmur Egilsson, formaður efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis Miðstjóm Alþýðusamband íslands segir að aðgerðir rikisstjómarinnar í skattamálum hafi sett kjarasamninga á almennum vinnumarkaði í uppnám. Þetta kemur fram í ályktun sem sér- stakur aukafundur í miðstjóminni samþykkti í gær. Vilhjálmur Egilsson, formaður efnahags- og viðskiptanefnd- ar Alþingis, er ósammála þessu áliti Alþýðusambandsins og segir mjög ólíklegt að breytingar verði gerðar á frumvörpum ríkisstjómarinnar í skattamálum í meðforum Alþingis. Alþýðusambandið telur að hækkun tryggingagjalds þýði hækkun á launa- kostnaði fyrirtækja án þess aö sú hækkun skili sér til launafólks. Þvert á móti er ekkert sem bendir til annars en að hækkun tryggingagjaldsins muni fara beint út í verðlagið, auka verðbólgu og þannig leiða tii beinnar kaupmáttarskerðingar fyrir almenn- ing í landinu. Fram kom hjá Gylfa Ambjömssyni, framkvæmdastjóra ASÍ, á blaða- mannafundi í gær að sambandið telur að hækkun tryggingagjaldsins eyði svigrúmi fyrirtækja til launahækkana með þeim afleiðingum að samkeppnis- staða þeirra versnaði án þess að kaup- máttur yrði bættur. Auk þess sagði Gylfi það reynslu ASÍ að fyrirtæki gengu lengra en nauðsynlegt væri í hækkunum þegar tilefni af þessu tagi gæfust og því væri aukinn þrýstingur á verðbólgu. „Rtkisstjómin er ekki aðeins að þrengja mjög að möguleikum verka- lýðshreyfmgarinnar til að ná til baka þeirri kjaraskerðingu sem orðið hefur undanfama mánuði, heldur auka hana enn frekar. Boðaðar aðgerðir ríkis- stjómarinnar nú ganga þannig þvert á kröfur verkalýðshreyfmgarinnar um aðgerðir sem leiddu til lækkunar verð- bólgu. Gangi boðaðar aðgerðir ríkis- stjómarinnar eftir er vandséð hvemig verkalýðshreyfmgin getm- komist hjá því að segja upp launalið kjarasamn- inga í byrjun næsta árs og beita sam- takamætti sínum til að sækja kjara- bætur fyrir félagsmenn sína,“ segir í yfirlýsingu miðstjómar. Miöstjórnarfundur Frá miðstjórnarfundi ASÍ í gær þar sem skattabreytingaráform ríkis- stjórnarinnar voru harðlega gagnrýnd. Engar breytingar Fmmvörpin um skattabreytingam- ar eru komin fram á þingi og era væntanleg inn á borð efnahags- og við- skiptanefndar siðar í vikunni. „Það eru afar litlar líkur á því að þessum skattapakka verði breytt," sagði Vil- hjálmur Egilsson, formaðurur efna- hags- og viðskiptanefndar, aðspurður um hvort nefndin myndi skoða þann möguleika að breyta framvörpunum í ljósi gagnrýni ASÍ. „í fyrsta lagi vil ég nú vekja athygli á því að trygginga- gjaldið á ekki að hækka fyrr en 2003, þannig að ég sé ekki hvað það hefur að gera með kjarasamningana núna,“ seg- ir Vilhjálmur. Hann segist auk þess telja að þessar skattabreytingar muni fyrst og fremst gagnast starfsfólki fyr- irtækjanna í landinu í gegnum það að nýjar forsendur hafi skapast fyrir at- vinnulíflnu sem þýði aukna fjárfest- ingu, framfarir og hærri laun. Eitt af því sem Alþýðusambandiö gagnrýnir í tengslum við þessar skatt- kerfisbreytingar er að ekkert samráð skuli vera haft við ASÍ um málið. Vil- hjálmur segir að þessi skattamál hafi verið í umræðunni lengi og forsætis-, fjánnála- og utanríkisráðherrar hafi viðrað þau opinberlega oftar en einu sinni. Hann segir það því ekki síður standa upp á ASÍ að taka framkvæði ef það telur skorta á í samræðum milli þess og ríkisstjómarinnar. „Að sjálf- sögðu mun efnahags- og viðskipta- nefhd hins vegar kalla til Alþýðusam- bandið vegna frumvarpsins, enda fær ASÍ yflrleitt allar skattabreytingar til umsagnar," segir Vilhjálmur Egilsson. -BG Þingvellir í hættu vegna barrtrjáa: Mörg mistök hafa verið gerð - og stóralvarlegt mál, segir nefndarmaöur í Þingvallanefnd „Barrtrén eiga ekkert heima þama, ég tek undir með Pétri M. Jónssyni hvað það varðar," sagði Össur Skarp- héðinsson, sem situr í Þingvalianefnd, í samtali við DV í morgun. Pétur M. Jónasson, prófessor í vatna- líffræði við Hafnarháskóla, telur að höggva verði eina milijón barrtrjáa ef vemda eigi upprunalega mynd Þing- valla. Staðurinn er ekki lengur á alþjóð- legri skrá yfir þjóðgarða vegna erlendra gróðuráhrifa en Össur telur að þessi helgistaður þjóðarinnar eigi að tilheyra slíkri skrá. Hugsanlega sé þó ekki þörf á stórfelldu skógarhöggi heldur muni skógurinn ganga sjálfur úr sér. Hins vegar segir Össur ljóst að röð mistaka hafi einkennt ákvarð- anatöku um Þing- velli. „Það er náttúrlega stóralvaralegt mál að ekki skuli enn vera búið að ganga frá lög- um um vemd vatna- sviðs Þingvallavatns. Ég tók þetta mál upp í umhverfisráð- herratíð minni en það hefúr að engu orðið. Það er nauðsynlegt að bregðast við, ekki aðeins til að vernda hinn tæra og bláa lit sem var einkennislitur Þing- Ossur Skarp- héöinsson. vallavatns heldur einnig vegna þess að vatnasviðið niður Sogið og út í Ölfusá er auðlind sem verður með einhverjum hætti nýtt í framtíðinni. Það hafa mörg umhverfisslys orðið á Þingvöllum. Ég nefni sem dæmi þegar merkilegasti ur- riðastofn heims og sá stórvaxnasti var dæmdur í vatninu með einu hnífsbragði þegar stífla var reist. Þannig hafa mörg mistök verið gerð varðandi Þingveili," sagði Össur. Pétur segir málið sérlega alvarlegt vegna þess að hugsanlega verði leitað eftir framtíðarneysluvatni höfúðborgar- búa á þessu svæði. Barrið mengi vatnið og geri það grænt og graggugt. -BÞ brother P-touch 9200PC Prentaðu merkimiða beint úr tölvunni Samhæft Windows 95, 98 og NT4.0 360 dpi prentun 1 til 27 mm letur Strikamerki Rafport Nýbýlavegi 14 Sími 554 4443 Veffang: www.if.is/rafport______ 4 4 4 4 4 4 4 4 4 4 4 4 4 4 4 4 4 4 4 4 4 4 4 4 4 4 4 4 4 4 4 4 4 4 :

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.