Dagblaðið Vísir - DV - 12.10.2001, Blaðsíða 19
föstudagu*
12/10
•Klúbbar
■ BENNI Á 22 Dj. Benni mætir I búriö á
miönætti á Club 22 og spilar góöa
djammtónlist að hætti hússins til morg-
uns. Frítt inn til klukkan 02:00, handhaf-
ar stúdentaskírteina fá fritt inn alla nótt-
ina.
• Krár
■ BUFF Á VÍDALÍN í kvöld munu þeir
Pétur, Bergur og Hannes sjá um að trylla
gesti Vídallns meö stuðprógrammi dauð-
ans.
■ CATALÍNA Hin bráöskemmtilega
Gammei Dansk sér um fjöriö á
hverfisknæpunni Catalínu I kvöld. Allt
flæðandi að vanda og því vissara aö
mæta tímanlega.
■ DJ. ANPREA Á DILLON Hin óviðjafnan-
lega Dj. Andrea Jónsdóttir heldur uppi
fjörinu á Dillon. Opiö á báöum hæöum
■ DUBLINER Hljómsveitin Spilafiklar
munu leika fyrir dansi á Dubliner I kvöld
af sinni alkunnu snilld.
■ GULLÓLDIN Hinir óviðjafnanlegu Léttir
sprettir leika á Gullöldinni I kvöld og eins
og allir vita klikkar stuöiö ekki þegar þeir
leika.
■ HAFRÓT í KRINGLUKRÁNNI Hliðm
sveitin Hafrót leikur fyrir dansi ogÝheldur
uppi dansstemningunni langt fram á nótt
á Kringlukránni.
■ KARL ÁGÚST OG ÓRN ÁRNASON í
LEIKHÚSKJALLARANUM Hinir lands-
frægu skemmtikraftar Öm Árnason og
Karl Ágúst Úlfsson bjóöa upp á skemmt-
un I kvöld. Borðhald hefst kl.20 og sýning-
in kl.22. Hinir síungu Lúdó og Stefán
leika fyrir dansi fram á nótt. Húsiö opnar
fyrir gesti kl.23:30 og er aðgangseyrir
1000 krónur.
■ LE CHEF Á NELLYS Fjörkálfurinn Dj. Le
Chef sér um stuðið á Nellys.
■ NÝDÓNSK Á GAUKNUM Félagarnir I
Nýdönsk sjá um aö engum leiðist á Gauki
á Stöng.
■ PAPAR Á KAFFI REYKJAVIK Hljóm
sveitin Papar heldur uppi þeirri rlfandi
stemningu sem þeim einum er lagiö á
Kaffi Reykjavík. Snúöurinn Dj. Bestboy
mun bakka þá upp meö frábærri tónlist úr
búrinu.
■ PENTA Á AMSTERDAM Hljómsveitin
Penta skemmtir á Kaffi Amsterdam fram
eftir nóttu.
■ RAUÐA UÓNIÐ Geir Ólafs og furstarn-
ir veröa á Rauöa Ijóninu I kvöld. Allt flæð-
andi að venju og stemmning að hætti
hússins.
■ ROKK Á GRANP ROKK One man band
tjúttar upp gesti Grand rokks.
■ SKUGGABARINN Skuggabarinn verö-
ur uppfullur af R&B tónlist I kvöld sem og
önnur kvöld. 500 kall inn
•Sveitin
■ HÖRÐUR TORFA Á EGILSSTÖÐUM
Hörður Torfa spilar og syngur af sinni al-
kunnu snilld fyrir Egilsstaðabúa og ná-
granna á Hótel Héraöi á Egilsstööum.
Það verður nóg um dýrðir á Akureyri annað kvöld þegar eilífðarrokkararnir í
Jet Black Joe mæta norður yfir heiðar. Þeir Gunnar Bjarni og Páll Rósinkranz
hafa greinilega ekki sagt sitt síðasta og ætla að hrista upp í norðanmönnum í
íþróttahöllinni.
Hrista upp í norðanmönnum
„Ég fékk G'Streng upp
á svið. ... Virkilega lítinn
G-streng, sem segir
kannski eitthvað um
hvernig aldurshópar voru
á svæðinu. En það vant-
aði samt aðeins pfku-
skrækina sem voru áður.
Þeir voru ekki alveg til
staðar.“
Þetta' voru orð Gunn-
ars Bjarna Ragnarssonar
um endurkomu þeirra fé-
laga á Eldborgarhátíðinni
í sumar. Síðan þá hefur
Jet Black Joe leikið á
nokkrum tónleikum í
borginni og hafa þeir. ver-
ið ótrúlega vel sóttir. Svo
vel að margir spyrja sig af
hverju þeir hafi ekki leik-
ið í Höllinni. Nú um
helgina fara þeir samt í
höll - Iþróttahöllina á
Akureyri.
Ballið hefst um klukk-
an 22 með upphitunarat-
riðunum Dj Árna Elliot
og Toy Machine. Heim-
ildarmenn Fókuss á Ak-
ureyri segja mikinn
spenning í bænum og sé
búist við fólki víða af
landinu. Það er enda
staðreynd að þama er um
stóratburð að ræða í tónlistarlífi norðanmanna.
Fyrir Reykvíkinga er rétt að taka fram að sætaferðir verða frá BSI
með SBA Norðurleið og Flugfélag Islands býður upp á tilboð á flugi og
miða norður.
Miðaverð á tónleikana er 1.900 krónur í forsölu og 2.200 við dyrnar.
Forsala fer fram í Pennanum-Bókval í Hafnarstræti og Glerártorgi.
Boðið er upp á nokkur sæti í stúku en annars er um standandi tónleika
að ræða og segja kunnugir að búast megi við hreyfingu á gólfinu. Ekk-
ert aldurstakmark er inn en vísað er til útivistarreglna og lýkur tónleik-
unum á milli 12-1. Að lokum leyfum við Páli og Gunnari að lýsa áhorf-
endahópnum á undanförnum tónleikum.
Var stemning í hópnum? Hvort voru það gömul andlit eða ný sem þið sáuð
fyrir framan ykkur?
„Það var hvort tveggja eiginlega. Bæði sá ég þarna nokkur andlit sem
ég þekkti og svo líka fullt af öðrum, eins og gengur og gerist,“ segir Páll
og Gunnar endurtekur að greinilega hafi verið mikið um 15 til 18 ára
krakka.
„Það þýðir bara það að nýtt fólk er að nálgast tónlistina, sem er
ánægjulegt."
■ HÖRÐUR TORFA Á HÚSAVÍK í kvöld
leikur Hörður Torfa á Gamla Bauk á Húsa-
vík.
■ ODD-VITINN Odd-Vitinn á Akureyri
verður hertekin af hljómsveitinni Gildru-
mezz en þeir munu sjá um fjörið með
CCR-lögum allt kvöldið.
■ SÍN Á VH) POLLINN Danssveitin SÍN
ásamt söngkonunni Ester Guömunds-
dóttur heldur uppi fjörinu á Viö poliinn,
Akureyri.
■ SÓLDÓGG Á SAUÐÁRKRÓKI Sóldagg-
armenn skunda norður I land og spila á
C¥est la vieÝá Sauðárkróki.
•Leikhús
■ ENGLABÓRN Hafnarfjaröarleikhúsiö
sýnirl kvöld kl. 20 leikritið Englabörn eft-
ir Hávar Sigurjónsson. I aöalhlutverkum
eru tveir nýútskrifaðir leikarar og hafa þau
hlotiö mikiö lof fyrir frammistööu sína.
Sýningin er stranglega bönnuð börnum.
■ MEÐ VÍFTO í LÚKUNUM Kl. 20 I kvöld
mun Leikfélag Reykjavíkur setja á sviö
leikritiö Meö vífið í lúkunum eftir Ray
Cooney á stóra sviöi Borgarleikhússins.
Enn eru örfá sæti laus.
■ SYNGJANDI í RIGNINGUNNI Leikverk-
iö Syngjandi í rigningunni sem hefur
fengið góöar viötökur áhorfenda verður
sýnt I kvöld kl. 20 á stóra sviði Þjóðleik-
hússins. Örfá sæti laus.
■ ÖNDVEGISKONUR í kvöld er slöasta
sýning á Öndvegiskonum á Litla sviöi
Borgarleikhússins. Verkið er eftir Austur-
ríkismanninn Werner Schwab. Það eru
Hanna María Karlsdóttir, Margrét Helga
Jóhannsdóttir og Sigrún Edda Björnsdótt-
ir sem fara með hlutverk öndvegiskvenn-
anna þriggja.
•Opnanir
■ EINAR MÁR GUÐVARÐARSON j
HAFNARHÚSINU I kvöld veröur opnuð
sýning á verkum Einars Más Guövaröar-
sonar I Listasafni Reykjavíkur, Hafnar-
húsi. Gestur sýningarinnar er Bjarne
Lönnroos. Opnunin hefst klukkan 20. Eirv
ar Már Guðvarðarson hefur skapaö ein-
faida og hljóðláta innsetningu og boðið
vini sínum Bjarne Lönnroos aö deila meö
sér sýningu um hiö lífræna - vélræna og
stöðu mannsins I tilverunni, aö þvl er
fram kemur I fréttatilkynningu. I sýning-
unni er tekist á viö tilveruna, eins og viö
mennirnir skilgreinum hana. Llf kviknar,
vex og þroskast, hnignar og deyr. Sllk er
hringrás náttúrunnar, og viö sjáum hana I
öllu I kringum okkur og I hvort ööru; við
fæöumst, döfnum ogdeyjum. Utanjarðar-
innar virðastgilda sömu lögmál; einstakir
heimar og stjörnukerfi verða til, þroskast,
hnigna og hverfa að lokum. Allt bendir til
að hið sama gildi um alheiminn sjálfan;
hann varð til meö Stóra hvelli, og mun
hverfa I andhverfu þess viöburöar. Þrátt
fyrir aö öll okkar vísindi hafi leitt mannkyn-
ið til þessarar niöurstöðu, læöist aö okk-
ur sá grunur að það sé eitthvað til sem
standi utan við þetta ferli. Sá grunur kem-
ur fram I voninni um eillföina að loknu
jarölífinu ogÝ I ótta okkar við vélina - aö
tæknin veröi eilíf, aö hið vélræna taki viö,
þar sem hinni lífrænu tilveru sleppir.
•8 í ó
■ RÍPPU MÉR Á EGILSSTÖÐUM Raf
eind kvikmyndahús sýnir hina umdeildu
frönsku kvikmynd „Ríddu mér kl.10 I
kvöld. í beinu framhaldi veröur haldiö
„Hardcore-kvöld" á Orminum Club.
Hardcore, slam og heavy-metal.DJ Jay
Dee sér um slátrið og blðmiðinn gildir
sem inneign á barnum.