Dagblaðið Vísir - DV - 12.10.2001, Blaðsíða 21

Dagblaðið Vísir - DV - 12.10.2001, Blaðsíða 21
unnin á þessu ári og fjalla eins og fyrri sýningar listamannsins um mörkin milli nytjalistar og myn- dlistar. Hildur bjó í New York í 6 ár en hefur núna flust til Portland, Oregon á vesturströnd Bandaríkjanna. Meö henni á sýningunni verður Mark R. Smith, myndlistarmaður frá Portland, þau hlutu bæði verðlaun fyrir verk sín á The Oregon Biennial í The Portland Art Museum fyrr á þessu ári. ■ MARGRÉT______MARGEIRSDÓniR________í STÖÐLAKOTI Margrét Margeirsdóttir opnar sýningu á Ijósmyndum í Stöðlakoti við Bókhlöðustíg 6 í dag, laugardag, kl. 15. Margrét er áhugaljósmyndari og hefur stundað Ijósmyn- dun til fjölda ára. Helstu viðfangsefni hennar eru ýmis fyrirbæri í náttúru landsins. Á þessari sýningu eru flestar myndirnar af klettum, hrauni og steinum i ýmsum formum og litum. Myndirnar eru teknar í Skagafirði, í Breiðafjarðareyium og víðar á sl. þremur árum.Margrét hefur áður haldið tvær Ijósmyndasýningar, aðra á Sauðárkróki 1999 og hina i Hveragerði sama ár. Ennfremur hafa birst myndir eftir hana i bókum, tímaritum og dagblöðum á undanförnum árum. Sýningin er opin daglega kl. 15-18 og lýkur sun- nudaginn 28. október. ■ USTAMAÐURINN Á HORNINU NR. 5 í dag klukkan 15 opnar fimmta sýningin í sýningarröðinniListamaðurinn á Horninu austan- til á Tjarnarbakkanum. Að þessu sinni er það Magnús Sigurðarson sem sýnir verkið 2001 i hólmanum á Tjörninni okkar Reykvíkinga. Magnús hefur haldið flölda einkasýninga og tekið þátt í enn fleiri samsýningum bæði hér heima og erlendis. ■ ELÍSABET ÁSBERG í n»i I ■ ict Elísabet Ásberg opnar sínu sjöttu einkasýningu í dag klukkan 17 i sýningarsal Galleri Ust, Skipholti 50d. Þar sýnir hún lágmyndir unnar úr silfri, nýsil- fri, tré og sandblásnu gleri.ÝSýningin er öllum opin og stendur til 27 október.ÝOpnunartími er virka daga frá 11-18 og laugardaga 11-18. Elísabet hefur unnið við hönnun og smíði skart- gripa frá árinu 1990.ÝHún byrjaði á grófari hlu- tum úr steinum og leðri en þróaði svo skartið í fínni silfursmíði. Elisabet bjó í Bandaríkjunum frá árinu 1991 til ársins 1996 þar sem hún sótti kúrsa í silfursmíði og hóf að sýna og selja skar- tið í gallerium þar. Eftir að hún flutti aftur heim og bætti við sig fleiri kúrsum í silfursmiði, þróaði hún hönnun sina í lágmyndir sem unnar eru úr silfri, nýsilfri, tré og sandblásnu gleri. I verkum þessum eru krossar og lífshringir mjög ráðandi form og eru þau nú seld víða. ■ UÓSLIFANDI HJÁ HANDVERKI OG HÓNNUN í dag kl. 16 verður opnuð sýningin Ljóslifandi i sýningarsal Handverks og hönnunar í Aðalstræti 12. Markmiðið með sýningunni er að skapa skemmtilega hauststemningu með því að sýna annars vegar margvíslega lampa, kertast- jaka og kerti og hins vegar púða og ábreiður. Sýningin var öllum opin og valnefnd valdi úr innsendum munum. Valdir voru munir frá 18 aðilum. Þeir sem sýna eru: Arndís Jóhannsdótt- ir, Áslaug Höskuldsdóttir, Fríöa S. Kristinsdótt- ir, Guðbjörg Kr. Ingvarsdóttir, Guðlaug Halldórs- dóttlr, Guðrún Indriðadóttlr, Guðrún J. Kolbeins, Halla Ásgeirsdóttir, Vaxandi, Hulda B. Ágústs- dóttir, Inga Elín, Margrét Guðnadóttir, Nostra, Ólöf Erla Bjarnadóttir, R3 & T9, Ragheiður Ágústsdðttir, Sigriður Örvarsdóttir og TÓ TÓ. Sýningarstjóri er Bima Kristjánsdóttir. Sýningin stendur frá 13. október til 4. nóvember og opið er alla daga nema mánudaga frá kl. 12-17. Að- gangur er ókeypis. ■ VIGNIR JÓHANNSSON í SLUNKARÍKI í dag klukkan 16 verður opnuð sýning á verkum Vign- is Jóhannssonar í Slunkaríki á ísafiröi. Vignir nam myndlist við Myndlista- og handíðaskóla ís- lands og í Rhode Island School of Design í Bandarikjunum. Auk þátttöku í flölda samsýn- inga eru einkasýningar Vignis orðnar plmargar hér heima og erlendis og verk hans má víða sjá í opinberri eigu. Á sýningunni í Slunkariki sýnir hann samsett glerverk og sex lágmyndir úr kop- ar. Slunkaríki er opið fim-sun frá 16-18 og sýn- ingu Vignis lýkur sunnudaginn 28. október. •Síöustu forvöð ■ FINNSK HÓNNUN Sýningunni F1NNSK sunnudagur 14/10 _______________________________z_______ •Krár ■ GEIR ÓLAFS Á GAUKNUM Sveiflukóngur íslands, Geir Ólafsson, mætir ásamt big bandi sínu á Gauk á Stöng og tjúttar feitt. ■ KVARTETT KÁRA ÁRNASONAR Á CAFÉ OZIO Kvartett Kára Ámasonar trommuleikara heldur tón- leika á Café Ozio í kvöld. Með Kára spila Sigurður Flosason á saxófón, Ómar Guöjónsson á rafgítar og Þorgrímur Jónsson á kontrabassa. Á efnisskránni eru vel þekktir og aðrir minna þekktir jazz-standard- ar frá síðustu öld. Tónleikarnir hefjast kl. 21 og er aðgangseyrir 800 kr. •Djass ■ SUNNUDAGSJAZZ Á OZIO Kvartett Kára Áma- sonar trommuleikara heldur tónleika á Café Ozio. Meö Kára spila Siguröur Flosason á saxófón, Ómar Guöjónsson á rafgítar og Þorgrímur Jónsson áÝ- kontrabassa.Ý Á efnisskránni eru þekktir og minna þekktir jazz standardar frá síðustu öld.ÝTónleikarnir hefjast kl. 21.30. •Klassík ■ KLASSÍK í SALNUM Það er nóg að gerast í Saln- um í Kópavogi i dag. Klukkan 16:30 leikur Kammer- hópur Salarins Mozart en nánari dagskrá er að finna á heimasíðu Salarins. •Sveitin ■ HANDVERKSMARKAÐUR Á EYRARBAKKA Það verður boðið upp á handverksmarkað á Stað á Eyr- arbakka í dag. Markaðurinn stendur yfir frá 14-18 og verður Rauða húsið með kaffi og vöffiur til sölu með- an á honum stendur. Allt milli himins og jarðar verð- ur til sölu og að sjálfsögðu eru allir velkomnir. •Leikhús ■ BEÐfÐ EFTIR GODOTI dag kl. 17 frumsýnir Leik- félag Reykjavikur Beðið eftir Godot á nýja sviði Borg- arleikhússins eftir Samuel Beckett í þýðingu Árna Ib- sen. Það eru Hilmir Snær Guðnason og Benedikt Er- lingsson sem fara með hin rómuðu hlutverk Estra- gons og Vladimirs. ■ BLÁIHNÓTTURINN Barnaleikritið Blál hnötturinn eftlt Andra Snæ Magnason verður sýnt í dag kl. 14 á stóra sviði Þjóðleikhússins. Tónlist eftir snilldar- hljómsveitina Múm. ■ KRISTNIHALD EFTIR HALLDÓR LAXNESS Leik- félag Reykjavíkur mun í kvöld setja upp leikritið Kristnihald undir jökli eftir Halldór Laxness og hefst sýningin kl.20. Tónlistin er eftir Sölva Blöndal og sér hljómsveit hans, Quarashi, um að flytja tónlistina. ■ SAGAN AF BLÁA HNETTINUM I dag veröur barnaleikritið Sagan af Bláa hnettinum eftir Andra Snæ Magnússon sýnt í Þjóðleikhúsinu og hefst það kl. 14. Tónlistin er eftir múm en leikritið þykir vel heppnað i alla staði. ■ TÖFRAFLAUTA MOZARTS íslenska óperan sýnir í kvöld Töfraflautuna eftir Mozart. Sýningin hefst kl. 17. Sýningin hefur hlotið mikið lof gagnrýnenda og er glæsileg í alla staði. ■ VATN LÍFSINS í kvöld verður leikritið Vatn Trfsins eftir Benóný Ægisson sýnt á stóra sviöi Þjóðleik- hússins og hefst það kl. 20. Leikritið var frumsýnt síðustu helgi og hefur fengið góðar viðtökur. •Síöustu forvöð ■ HARPA ÁRNA í ASÍ Harpa Ámadóttir sýnir nú málverk sem unnin eru sem teikningar í Ásmundar- sal Ustasafns ASÍ. Það versta er að sýningunni lýk- ur i dag. Harpa er búsett í Gautaborg í Svlþjóð og er þetta 12. einkasýning hennar. Á þessu ári hefur Harpa tekið þátt í alþjóðlegum samsýningum eriend- is, „FromÝsoot to snow" i Brússel og „Camp Lejre" í danska bænum Lejre. Auk þess sem hún var um- sjónarmaöur sýningarinnar „Drawing lceland" á Gautaborgar-tvíæringnum, þar sem hún sýndi teikn- ingar ásamt öðrum íslenskum myndlistarmönnum. Sýningin er opin frá kl. 14-18 alla daga nema mánu- daga. ■ SARI MAARIT CEDERGREN í ASÍ Rnnskættaða myndlistarkonan Sari Maarit Cedergren lýkur mynd- listarsýningu sinni Veðrabrigði i Gryflu listasafns ASÍ i dag. Sari sýnir lágmyndir úr gifsi sem endurspegla samspil íslensks landslags og ýmissa veörabrigða. Hið hversdagslega veður sem við upplifum daglega umhverfis okkur er viðfangsefni sýningarinnar. Sýn- ingin er opin frá kl. 14-18 alla daga nema mánu- daga. ■ SÝNINGUM LÝKUR í USTASAFNI ÍSUNDS í dag lýkur í Listasafni íslands þremur sýningum á verkum í eigu safnins. í verkum Þorvalds Skúlason- ar (1906-1984) má sjá þróunarferil hans og mörg verk sem sættu miklum tíðindum á sínum tíma enda var hann einn helsti brautryðjandi samtímalistar hér- lendis. Þrivíðir hlutir og málverk Magnúsar Tómas- sonar (f. 1943) byggja oft á ögrandi frásögn og kímni enda vakti hann ásamt félögum sínum í SÚM-hðpn- um sterk viöbrögö fyrir að brydda upp á nýjungum. ínaumhyggju (minimalisma) eins og hún birtist þama í verkum átta fulltrúa hennar I íslenskri mynd- list má síðan kynnast síðari tíma hugmyndum um list sem skírskotar aldrei til ytri veruleika heldur vís- ar aðeins í form og efnivið verkanna sjálfra. ■ SÝNING í STUDIO UMBRA Guðný Magnúsdóttir lýkur í dag sýningu í vinnustofu sinni, Studio UMBRA, í tilefhi af flutningum að Lindargötu. Sýning in er opin miðvikudaga til sunnudaga kl. 14-18 eða eftir samkomulagi. ■ MARISA NAVARRO ARASON í STRAUMI Marisa Navarro Arason Ijósmyndari lýkur í dag sýningu í Listamiðstöðinni Straumi. Marisa er fædd í Barcelona 1954 og stundaði Ijósmyndanám I heima- borg sinni á árunum 1981-85. Hún hefur starfað hérlendis frá 1987 sem Ijósmyndari, bæði fastráöin hjá Ljósmyndasafni Reykjavíkur og sjálfstætt með eigin Ijósmyndaver. Marisa hefur tekiö þátt í flölda sýninga hér á landi og erlendis frá 1981. Sýningin nú ber heitiö Áistíðir sem helgast af þeim tíma árs sem myndirnar voru teknar á og hamur náttúrunnar birt- ist og breytist þrálátlega árstíðabundiö, að því er fram kemur ! fréttatilkynningu. Ljósmyndirnar eru unnar á tölvu - teknar í umhverfi Straums. •Bíó ■ Mjg MÍR sýnir Önnu um hálsinn f dag kl.15 í sýn- ingarsal félagsins að Vatnsstíg 10. Myndin er með enskum tima ■ RÍDDU MÉR AFTUR Á EGILSSTÓÐUM Ríddu mér verður endursýnd í kvöld kl.20 á sama stað og seinast. mánudagur I_______________________'JZl •Krár ■ GEIR ÓLAFS Á GAUKNUM Sveiflukóngur íslands, Geir Ólafsson, mætir ásamt big bandi sínu á Gauk á Stöng og tjúttar feitt. •Síðustu forvöð ■ SIGURBJÖRN JÓNSSON í HAFNARBORG j dag lýkur sýningu á málverkum Sigurbjörns Jónssonar i Hafnarborg i Hafnarfirði. Sigurbjörn Jónsson lauk námi við Myndlista- og handiðaskóla íslands árið 1982. Að því loknu fór hann til New York, fyrst í Par- sons School of Design 1984 -1986 og síðan í New York Studio School of Drawing, Painting and Sculpt- ure 1986 -1987. Sigurbjörn hefur haldið einkasýn- ingar bæði hér og i New York. Siöast í Gerðarsafni árið 1997 og i Unibank Gallery New York árið 1999. þar að auki hefur Sigurbjörn haldið vinnustofusýning- ar i desember árlega frá 1996. Sigurbjörn er með vinnustofur í Reykjavík og New York.Sýningin er opin alla daga nema þriðjudaga frá kl. 11 til 17. _______i_____________________Ú_______ •Krár ■ STEFNUMÓT Á GAUKNUM Hljómsveitin Singa- pore Sling spilar á Stefnumótakvöldi á Gauki á Stöng ásamt öðrum góðum sveitum. ^ðvUiudagurj 17/10 ______________1____ ■ þriðjudagur •Popp ■ AIRWAVES Á GAUKNUM Rokksveitirnar Sólstaf- Ir, Vigspá, Snafu, I adapt og Andlát spila á Airwa- vestónleikum á Gauki á Stöng. ■ AIRWAVES Á HVERFISBARNUM Dj. Habit sér um skífusteikingar á Hverfisbarnum á fyrsta Air- vaweskvöldinu. Á miðvikudag hefst tónlistarhátíðin lceland alrwaves og stendur hún fram á sunnudag. fiirwaves byrjar Hátíðin hefst með tónleikum í Listasafhi Reykjavíkur, Hafnar- húsinu, á miðvikudag en þar koma fram stöllurnar Védís Hervör og Emiliana Torrini ásamt Citizen Cope frá Banda- ríkjunum. Sama dag kl. 21 hefj- ast tónleikar á Gauki á Stöng en þeir verða lagðir undir tónlist í þyngri kantinum. Þar munu troða upp sveitirnar Vígspá, Snafu, I adapt, Andlát og Sól- stafir. Svo kl. 22 verður smá- upphitun fyrir það sem koma skal en plötusnúðurinn DJ Habit mun þá þeyta skífum á Hverfisbarnum. Á fimmtudegin- um mun Sigur Rós svo halda tónleika í Listasafni Reykjavíkur í Hafnarhúsinu og hefjast þeir kl. 19 en að þeim loknum er hægt að rölta yfir Tryggvagötuna og sjá ögn harðari tónlist á Gauknum. Hljómsveitirnar Mínus, Strigaskór no.42, Klink og Fidel munu þar troða upp ásamt The Apes frá Bandaríkj- unum upp úr kl. 21. 1 Þjóðleik- húsinu verður einnig margt um að vera þetta kvöld en þá ætlar JFM að mæta ásamt Bandaríkja- mönnunum í Lake Trout en það hefst kl. 22. Hljómsveitirnar Fuga, Stolið, Bris, Utopia og Suð munu svo spila á Spotlight þetta sama kvöld og stígur fyrsta sveitin á svið um kl 21. A Astro verður gleði með Metalheadz plötusnúðnum Doc Scott frá kl. 22 en ásamt honum verða DJ Reynir, DJ Kristinn og Chico Rockstar einnig á svæðinu. Það verður sem sagt nóg um að vera í tónlistarlífi íslendinga næstu vikuna en tónlistarhátfðin mun standa fram yfir helgi. ■ AIRWAVES í HAFNARHÚSINU Védis, Emiliana Torrini og Citizen Cope, frá Bandaríkjunum spila á tónleikum í tengslum við Alrwaveshátíöina í Hafnar- húsinu. ■ MANNAKORN í SALNUM Afmælistónleikar Mannakoma verða fluttir í þriðja sinn vegna flölda áskorana. Dæmið hefst klukkan 21 í Salnum í Kópa- vogi. Nokkur sæti iaus. Verð kr. 2.000 •Leikhús ■ HVER ER HRÆDDUR VH> VIRGINÍU WOOLF? í kvöld á stóra sviði Þjóðleikhússins verður leikritið Hver er hræddur við Virginíu Woolf? eftir Edward Al- bee sett upp. Sýningin hefst kl. 20 og enn eru örfá sæti laus. fimmtudagur 1 I 18/10 lii__£_________________É_________ •Popp ■ AIRWAVES Á ASTRÓ Doc Scott úr Metalheadz og 31 Records, DJ Reynir og DJ Kristinn verða í dansherbergi Astró og Chico Rockstar verður uppi. ■ AIRWAVES Á BAR 101 Ingó and the escape artlst kemur fram ð Bar 101. ■ AIRWAVES Á GAUKNUM Rokksveitirnar óliku Fidel, Kllnk, Strigaskór nr. 42, Mínus og The Apes frá Bandarikjunum spila á Gauk á Stöng. Tónleikarnir eru í tengslum viö Airwaveshátíöina. ■ AIRWAVES Á HVERFISBARNUM Audio 54 sér um tónlistina á Hverfis- barnum. ■ AIRWAVES Á KAFFIBARNUM Dj. Kári sér um skífuþeytingar á Kaffibarnum. ■ AIRWAVES Á PRIKINU Súpergellan Dj. Sóley þeytir skífum á Prikinu. ■ AIRWAVES Á SPOTLIGHT Fuga, Bris, Stollö, Útópía og Suð rokka á Spotlight. ■ AIRWAVES Á THOMSEN Plötusnúða- kvöld á Kaffi Thomsen. ■ AIRWAVES Á VEGAMÓTUM Dj. Sammi þeytir skifum á Vegamótum. ■ AIRWAVES 'l LEIKHÚSKJALLARAN- UM JFM, Óskar og Lake Trout frá Bandaríkjunum spila i Leikhúskjallaran- um. ■ SIGUR RÓS í HAFNARHÚSINU Stór sveitin Sigur Rós heldur loks tónleika hér á landi og geta þyrstir aödáendur skeilt sér í Hafnarhúsiö til að hiýöa á drengina. Tónleikarnir eru hluti af Airwa- veshátíðinni. • Krár ■ ABSOLUT GROOVE Á ATLANTIC Það er að sjálfsögðu Absolut Groove á Atl- antic Bar i miöbænum í kvöld. Desmín(loops&sax) kemur fram og held- ur fólkinu vakandi. •Leikhús ■ BEÐIÐ EFTIR GODOT í dag kl. 20 sýn- ir Leikfélag Reykjavíkur Beöiö eftir Godot í Borgarleikhúsinu eftir Samuel Beckett í þýöingu Árna Ibsen. Þaö eru Hilmir Snær Guðnason og Benedikt Er- lingsson sem fara meö hin rómuöu hlut- verk Estragons og Vladimirs. ■ KRISTNIHALD UNDIR JÖKLI Leikfé- lag Reykjavíkur mun i kvöld setja upp leikritiö Kristnihald undir jökli eftir Hall- dór Laxness og hefst sýningin kl.20. Tónlistin er eftir Sölva Blöndal og sér hljómsveit hans, Quarashi, um aö flytja tónlistina. ■ PÍKUSÓGUR í BORGARLEIKHÚSINU Pikusögur eftir Evu Ensler verður sýnt á þriöju hæö Borgarleikhússins i kvöld kl. 20. ■ VATN LIFSINS EFTIR BENÓNÝ ÆG- ISSON í kvöld veröur leikritið Vatn lífs- ins eftir Benóný Ægisson sýnt á stóra sviöi Þjóöleikhússins og hefst það kl. 20. Enn eru örfá sæti laus. ■ VIGINÍA WOOLF ÞJóðleikhúsið sýnir I kvöld leikverkiö Hver er hræddur viö Virginíu Woolf? eftir Edward Albee og hefst sýningin kl. 20. •Síöustu forvöö ■ ÁRNI INGÓLFSSON í GALLERÍI SÆVARS KARLS Árni Ingólfsson mynd- listarmaöur lýkur sýningu i Gallerí Sæv- ars Karls I dag. Á sýningunni eru 15 ný verk og segja þau hvert fyrir sig sögu, stutta eöa langa, fyndna eöa sorg- lega.vekja spurningar hjá áhorfandan- um, eins og listin á aö gera. Eöa hvað? I fréttatilkynningu segir aö sýning þessi sé ein sú athyglisverðasta á þessu ári.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.