Dagblaðið Vísir - DV - 12.10.2001, Blaðsíða 9

Dagblaðið Vísir - DV - 12.10.2001, Blaðsíða 9
Þátturinn með Hausverk um helgar hefur komið víða við og marga fjöruna sopið. Þátturinn var í eina tíð öllum opinn en ókeypis en mál þróuðust þannig að herlegheitin enduðu á bak við læsta dagskrá og var lengi vel í rugilnu. Nú fagna drengirnir því að dagskrá sú er þeir munu bjóða upp á á föstu- dagskvöldum á sjónvarpsstöðinni Sýn í vetur verður opin og órugluð eins og í gamla daga og í tiiefni af því tóku þeir Valli sport og Siggi Hiö sig til og röbbuðu aðeins um eðli þáttarins. Erum ekki týpur meS vind í hórinu Við erum eins og Séð og heyrt, það viðurkennir eng- inn að hann horfi á okkur en það gera það samt allir...“ er það skásta sem Valla sport dettur í hug til að lýsa skemmtiþættinum „Með hausverk um helgar“ sem hann og Siggi Hlö hafa stjórnað saman seinustu þrjú ár. Til að byrja með voru þeir félagar í ólæstri útsendingu hjá fyrstu útgáfunni af Skjá einum en með tímanum færðu þeir sig yfir í læstar útsendingar hjá Sýn með auknum tilkostnaði. Drengirnir kveða þáttinn vera unninn úr þvx sem til fellur hverju sinni og að hann eigi sér enga sérstaka fyrirmynd. „Það er í mesta lagi að við eigum eitthvað sammerkt með Wayne’s World í samnefndri kvikmynd, tveir vitleysingar ( sófa að bulla...“ segir Siggi Hlö og skellir upp úr. BBC OC AÐRIR SKRÝTNIR ÞÆTTIR Viðtölin í þáttunum hafa vakið athygli og sýnist sitt hverjum um gæði þeirra. „Við förum bara ekkert í kring- um hlutina, segir Valli, „við spyrjum í viðtölum spurn- inga sem áhorfendur vilja fá svör við. Það fær enginn sérmeðferð hjá okkur, það gengur jafnt yfir alla.“ Siggi: — „Sumt fólk beinlínis neitar að koma í viðtöl til okkar því það heldur að við séum svo vondir þegar við tökum viðtöl. Það er ekki rétt, við förum bara eins langt og fólk leyfir okkur. Sumir hafa ákveðin takmörk og segja manni það bara þegar þar að kemur en aðrir ganga mun lengra og oftar en einu sinni höfum við verið komnir í hrókasamræður um kynlífsstellingar viðmælandans." En hvaða fólk er það sem þorir ekki að mæta?" Pað er mis- munandi. Aðallega eru það einhverjar týpur sem þora ekki að mæta í þáttinn, lið sem heldur að það sé eitthvað mikil- vægt í þjóðfélaginu og er hrætt við að koma illa út úr viðtal- inu.“ Strákarnir þvertaka fyrir að það að birtast í þættinum hjá þeim sé einhver ávísun á mannorðshnekki. - „Síður en svo...“ segir Siggi, fullur ákafa, „...við pínum aldrei neinn til að gera eitthvað sem hann vill ekki sjálfur gera. Einu sinni var steggur með fimm hundruð kall standandi út úr rassgatinu að dansa súludans í þættinum. Við báðum hann aldrei um að gera það en að sjálfsögðu leyfðum við honum það. En að sjálfsögðu var athæfið alfarið á ábyrgð hans sjálfs..:,, Valli: „BBC fékk þetta myndbrot til afnota þegar þeir voru að gera yfirlitsþátt um skrýtna sjón- varpsþætti í heiminum. Það væri gaman að fá að berja hann augum við tækifæri, sjá hvort þeir finni skrýtnari þátt en okkar...“ ÓUNDIRBÚIN VITLEYSA Vissulega er þátturinn skrýtinn, í það minnsta er hann ekki að drepast úr meðalmennsku. „Við höfum ákveðnar vinnsluaðferðir á þættinum. Við erum t.d. ekki með handrit, bara svona tíu punkta sem við styðj- umst við og svo látum við þetta bara gerast; grípum ein- hvern í settið, látum símann hringja og reynum að koma einhverju í gang.“ Strákarnir segja þáttinn hafa byrjað sem hálfgerðan útvarpsþátt í sjónvarpi. — „En síðan við byrjuðum hefur íslensk dagskrárgerð breyst mikið...“ útskýrir Valli, ótrauður. Það kom fullt af ódýr- um sjónvarpsþáttum í kjölfarið, og ekki bara á Skjá ein- um heldur á öllum stöðvunum.“ Það er ekkert skrýtið að við vorum með fyrsta ódýra þáttinn á markaðinum, við neyddumst til að gera hann svona ódýran í upphafi því að gamli Skjár einn, ef einhver man enn eftir honum, hafði afar takmörkuð fjárráð." Drengirnir eru jafnvel á því að þátturinn hafi breytt íslensku sjónvarpsefni um ókomna tíð. Valli á orðið: „Einu sinni var alltaf verið að gera grín að okkur fyrir það að það sást alltaf ( hnén á okkur þegar við sátum í viðtalssófanum okkar. Það þótti hallærislegt sjónarhorn. Eins var mikið skopast að því hvernig við skiptum fólki út af settinu á milli viðtala. I dag gerir Kastljós sömu hluti, enda er þetta það eina sem vit er í, að hafa þetta nógu heimilislegt og eðlilegt. Siggi:Enda erum við ekki svona þáttur þar sem allir eru í geðveikum stellingum og með vind í hárinu..." Leikum fyllibyttur oc perverta Drengirnir hafa nú verið ( sjónvarpinu í fleiri klukku- tíma samanlagt en Hemrni Gunn á sínum tíma, eða svo segja þeir sjálfir. Valli: Ég reiknaði þetta út í gamni ein- hvern daginn. En þetta merkir ekki neitt enda var Hemmi líka með stuttan þátt. Við byrjuðum hins vegar í fjögurra tíma þætti sem er alltof langt. Síðan sem bet- ur fer minnkuðum við hann niður í þriggja tíma og í dag er hann bara tveir tímar. Eruð þið ekkert hræddir um að vera búnir að vera of lengi á skjánum?-“Nei, síður en svo...“ svarar Valli umyrðalaust. „Um daginn héldum við reyndar að við værum orðnir of gamlir til að vera að fá okkur öl með íslensku þjóðinni helgi eftir helgi en svo rifjaðist það upp fyrir okkur að karlmenn á aldrinum 20-40 ára eru tæp 30% af áhorfendum okkar. Þannig að maður getur haldið áfram með góðri samvisku að drek- ka bjór á launum um helgar. En eruð þið ekki á góðri leið með að verða ykkur úti um áfengisvandamál á stærð við Faxaflóa með því að drekka svona helgi eftir helgi? Siggi svarar einbeittur á svip: „Pegar einhver spyr mig hvort ég sé þessi fyllibytta og dónakall i alvörunni er ég vanur að svara: George Clooney er ekki læknir, hann leikur lækni. Eg er ekki fyllibytta og pervert, ég leik fyllibyttu og pervert." -“Pað eru nú samt til margir pervertar á þessu landi," skýt- ur Valli sport inn í. —“Laumupervertar" bætir Siggi Hlö við. —“Já, þeir eru li'ka langhættulegastir, “ botnar Valli ,alvar- legur á svip, og svei mér ef hann er ekki að meina það sem hann segir.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.