Dagblaðið Vísir - DV - 12.10.2001, Blaðsíða 20
The Dismemberment Plan er ein þeirra hljómsveita sem
Hljómalind er að flytja inn um þessar mundir og munu þer
leika á Café Vidalín næsta fimmtudagskvöld og í Norður-
kjallara MH daginn eftir. Fókus sló á þráðinn tii Erics Axel-
son bassaleikara hljómsveitarinnar.
Pönk meS R&B og Hip-Hop
„Við hlökkum mikið til að
koma þangað, við tölum ekki
um annað“ er það fyrsta sem
Eric segir um landið. Engu að
síður er hann ekki að skjalla
blaðamanninn með þessu því
strax í upphafi snýst viðtalið
við og Eric tekur til að við að
bauna spurningum á blaða-
manninn um land og þjóð. Þær
birtast héreftir í nokkuð styttri
mynd: „Eigið þið ekki lón til að
synda í?“ Jú, það er blátt." -
“Flott, við verðum fara þangað.
Hversu kalt er þarna núna?“ -
“5 C' alskýjað og skúrir. Smá
vindur." -“Ökei, tek með mér
úlpu. Finnst ykkur gaman að
drekka á Islandi?" Við fáum
okkur stundum aðeins neðan i
því, já. “ -“Gott mál, er áfengið
jafndýrt og ( Svíþjóð?11 Nei, en
það er heldur ekki ókeypis" -
“Flott, gin og tónik kostar
nefnilega þúsundkall í Svíþjóð.
Mamma mín kom til íslands
‘61 eða 62 og spilaði á saxófón á herstöðinni. Er
herstöðin ennþá þarna?“ -“Já, og hún er sennilega
ekki að fara að hverfa úr þessu." „Er Vídalín stór
staður?“ Nei, en húsið er búið að standa þama síðan
1765 og er elsta hús Reykjavíkur. “ -“Það er gamalt,
henær var ísland eigininlega numið’" “Við erum
vön að segja um 874.“ -“Það er mjög gamalt:,,
Samplervæddir pönkarar
„Einhver hefur lýst okkur sem Talking Heads í
bland við Fugazzi og De La Soul. Það er rétt að
mörgu leyti, við höfum hlustað mikið á þess tón-
listarmenn og dregið dám af þeim. Svo erum við
ekki bara með venjulega
hljóðfæraskipan, bassa, gítar
og trommur, heldur skipt-
umst við líka á að leika á
„sampler" sem skapar stærri
vídd í hljóðinu. Við erum
tvímælalaust pönk-hljóm-
sveit en það heyrist langar
leiðir að við ólumst líka upp
við R&B og Hip-Hop." Tón-
leikaferð þeirra félaga hefst á
komu þeirra hingað en eftir
að þeir félagar ljúka sér af
hérlendis halda þeir beint til
Bretlands þar sem þeir munu
dveljast í viku. „Síðan förum
við á meginlandsflakk, kíkj-
um til Italíu, Belgíu,
Hollands, Þýskalands, Sviss
og Frakklands og síðan end-
um við á að fara aftur til
Bretlands, enda er „The
Garage" þar sem er án efa
stærsti staðurinn sem við
munum spila á. Eitthvað í
kringum 600 manns“
Mishressir áhorfendur
„Það er allur gangur á því hvemig áhorfendur
bregðast við tónlistinni okkar. Sumir eru mjög ró-
legir og standa bara og hlust á meðan aðrir láta öll-
um illum látum og reyna að troða hvorn annan
undir. I Washington er svo lang skrýtnasta fólkið,
það dansar og hreyfir mjaðmirnar. Reynslan hefur
sýnt okkur að við getum aldrei vitað við hverju má
búast af áhorfendum og því erum við mjög spennt-
ir að sjá hvernig íslenskir áhorfendur haga sér á
tónlcikum."
flllt tölvugert
Síðastliðinn miðvikudag var kvikmyndin Final
Fantasy: the Spirits Within frumsýnd. Myndin á
að gerast ( nánustu framtíð en jörðin er í heljarg-
reipum eftir árás geimvera. Allar stærstu borgir
heims hafa verið yfirgefnar af mannfólkinu auk
þess sem flestallir mennskir jarðarbúar eru látnir.
Þeir sem eru á lífi verða að finna einhverja leið til
þess að þrauka og berjast gegn geimver-
unum til þess að reyna að ná aftur yfir-
ráðum á jörðinni. Tvö þeirra sem eru á
lífi eru Aki Ross og lærisveinn hennar
Dr. Sid. Saman vinna þau að því að
finna leið til þess að losna við geimver-
urnar en til þess ætla þau að búa til
mótefni sem gerir þeim það á einhven
hátt mögulegt. Með þessum aðgerðum
sínum ætla þau að losna við óvininn á
friðsamlegan hátt en General Hein og
hans menn eru hins vegar að undirbúa
þungahernað gegn geimverunum og því
hafa Aki og Dr. Sid ekki ýkja langan
tíma til stefnu.
Leikkonan Ming-Na ljær Aki Ross
rödd sína í þessari mynd en Donald
Sutherland talar fyrir Dr. Sid. Aðrir sem tala inn á
myndina eru James Wood, Steve Buschemi og
Matt McKenzie. Myndin er framleidd af Chris Lee
en tæknibrellurnar í þessari mynd eru hreint ótrú-
legar. Final Fantasy, the Spirits Within er sýnd í
Smárabíói, Nýja bíói Keflavík, Borgarbíói Akur-
eyri og (Smárabíói.
•Klúbbar
■ DODDIÁ 22 Doddi litli veröur í búrinu á Club 22
að spila allt frá tölvupoppi til rokks. Hann lætur
gamminn geysa frámiðnætti til morguns. Fritt inn til
klukkan 02:00, handhafar stúdentaskírteina fá fritt
inn alla nóttina.
•Krár
■ BUFF Á VÍDALÍN í kvöld munu þeir Pétur, Berg-
ur og Hannes i Buff sjá um að trylla gesti Vídalíns
með hressum og þekktum lögum.
■ DJ. ANDREA Á DILLON Hin óviöjafnanlega Dj.
Andrea Jónsdóttir heldur uppi fjörinu á Dillon. Opið
á báðum hæðum
■ GAMMEL DANSK Hin bráðskemmtilega Gammel
Dansk sér um fjörið á hverfisknæpunni Catalinu i
kvöld. Allt fiæðandi að vanda og þvi vissara að
mæta tímanlega.
■ GEIR ÓLAFS Geir Ólafs og furstarnir veröa á
Rauða Ijóninu i kvöld. Allt flæðandi að venju og
stemmning að hætti hússins
■ GOTT Á GRAND ROKK One man band tjúttar upp
gesti Grand rokks.
■ HAFRÓT Á KRINGLUKRÁNNI Hljómsveitin Haf-
rót leikur fyrir dansi og heldur uppi dansstemning-
unni langt fram á nótt á Kringlukránni.
■ LE CHEF Á NELLYS Fjörkálfurinn Dj. U Chef sér
um stuðið á Nellys.
■ LÉTTIR SPRETTIR Á GULLÖLDINNI Hinir óvið-
jafnanlegu Léttir sprettir leika á Gullöldinni i kvöld
og eins og allir vita klikkar stuðið ekki þegar þeir
leika.
■ PAPAR Á KAFFI REYKJAVÍK Hljómsveitin Papar
heldur uppi þeirri rifandi stemmingu sem þeim ein-
um er lagið á Kaffi Reykjavík. Snúðurinn Dj. Best-
boy mun bakka þá upp með frábærri tónlist úr búr-
inu.
■ PENTA Á AMSTERDAM Hljómsveitin Penta
skemmtir á Kaffi Amsterdam fram eftir nóttu.
■ SPILAFÍKLAR Á DUBLINER Hljómsveitin
Spilafiklar munu leika fýrir dansi á Dubliner í kvöld
af sinni alkunnu snilld.
■ TJÚH Á GAUKNUM Gleðipinnarnir í sveitinni í
svörtum fötum sjá um heijarinnar gleði á Gauki á
Stöng fram eftir nóttu.
•Klassík
■ KVENNAKÓR Á AKUREYRI Kvennakórinn Létt-
sveit Reykjavíkur heiðrar höfuðstað Norðurlands
með nærveru sinni og tónleikum sem hefjast i Gler-
árkirkju kl. 17. Efnisskráin er afar fjölbreytt. íslensk
og eriend lög af ýmsu tagi en þó ber lagavalið
nokkurn keim af árstíðinni á norðurslóð. Miðasala
veröur við innganginn. Fyrir léttum söngsystrum fer
stjórnandi kórsins Jóhanna V. Þórhallsdóttir og und-
irleikarar eru Aðalheiður Þorsteinsdóttir og Tómas
R. Einarsson. Aðalheiður hefur jafnframt útsett flest
þau lög sem kórinn syngur.
■ NORÐURUÓS j HAFNARBORG Tónleikar eru
haldnir í tengslum við Norðurijós, Tónlistarhátíð
Musica Antiqua í Hafnarborg, lista og menningar-
miðstöð Hafnarfjarðar kl. 18. Yfirskrift tónleikanna
er: „Le Gratie d¥Amore“ ítalskir dansar, söngvarog
kansónur. Dagskráin er samvinnuverkefni Musica
Antiqua, Tónlistarskólans í Reykjavik, Leiklistar og
tónlistardeildar Listaháskóla íslands og Listdans-
skóla íslands. Gestur M.A. í ár er franski listdansar-
inn og danshöfundurinn Véronique Daniels sem er
sérfræðingur i dönsum endurreisnartímans. Átón-
leikunum mun Véronique ásamt þáttakendum í
námskeiðinu sem hún stýrði sýna þessa dansa við
undirleik 12 manna söng- og hljóðfærahóps. Fluttir
verða ítalskir dansar, söngvar og kansónur frá lokum
sextándu aldar og upphafi þeirrar sautjándu eftir tvo
frægustu danshöfunda þess tíma, Fabrizio Caroso
og Cesare Negri, en einnig tónlist eftir Gastoldi,
Monteverdi o.fi.
•Sveitin
■ BUTTERCUP í EYJUM Stuðsveitin Buttercup
tjúttar feitt meö nýtt efni i farteskinu á Prófastinum
í Vestmannaeyjum.
■ EINAR ÖRN Á PI22A 67 Trúbadorinn Einar Öm
spilar á Pizza 67 á Eskifirði í kvöld. Austfirðingar, fjöl-
mennið á þessa einstöku skemmtun!
■ fiiinBUMF77 Odd-Vitinn á Akureyri veröur her-
tekin af hljómsveitinni Gildrumezz en þeir munu sjá
um fjörið með CCR-lögum allt kvöldið.
■ HÖRÐUR TORFA Á NESKAUPSTAÐ Hinn eini
sanni Hörður Torfa spilar og syngur í Egilsbúð á Nes-
kaupstað.
■ HÓRÐUR TORFA Á SIGLUFIRÐI I kvöld leikur
Hörður Torfa á Ábæ á Siglufirði.
■ JET BLACK JOE FYRIR NORÐAN Jet Black Joe
tónleikar verða haldnir í íþróttahóllinni á Akureyri í
kvöld. Ásamt gömlu kempunum koma fram nokkrir
Dj-ar ásamt heimamönnunum í Toymachine.
■ STAPINN Hljómsveitin Ný dónsk með Björn Jör-
und í broddi fylkingar verða með ball á Stapanum i
Reykjanesbæ um helgina.
■ SÍN Á VH) POLUNN Danssveitin SÍN ásamt
söngkonunni Ester Guðmundsdóttur heldur uppi
fjörinu á Við pollinn, Akureyri.
■ SÓLDÖGG Á AKUREYRI Rokkararnir i Sóldögg
rokka feitt á Sjallanum, Akureyri.
■ ÁMS Á HEIMASLÓÐUM Hljómsveitin Á móti sól
leikur á árlegu Blómaballi Iþróttafélagsins Hamars í
Hveragerði. Dansleikurinn fer fram í Þinghús Cafe
og verður mikið um dýrðir, m.a. verður Blómadrottn-
ingin 2001 krýnd.
•Leikhús
■ ENGLABÖRN í HAFNARFJARÐARLEIKHÚSINU
Hafnarfjarðarleikhúsiö sýnir í kvöld leikritið Engla-
böm eftir Hávar Sigurjónsson. í aðalhlutverkum eru
tveir nýútskrifaöir leikarar og hafa þau hlotið mikið
lof fýrir framistöðu sína. Sýningin er stranglega
bönnuð börnum.
■ HVER ER HRÆDDUR VH) VIRGINÍU WOOLF? í
kvöld sýnir Þjóðleikhúsið leikritið margfræga Hver er
hræddur við Virginíu Woolf? eftir Edward Albee. Sýn-
ingin hefst kl. 20 og enn eru örfá sæti laus.
■ KRISTNIHALD UNDIR JÓKU Leikfélag Reykjavik
ur mun í kvöld setja upp leikritið Kristnihald undir
jókli eftir Halldór Laxness og hefst sýningin kl. 20.
Tónlistin er eftir Sölva Blöndal og sér hljómsveit
hans, Quarashi, um að flytja tónlistina.
■ MEÐ FULLA VASA AF GRJÓTI Leikritið Með fulla
vasa af grjóti verður sýnt í kvöld á stóra sviði Þjóð-
leikhússins kl. 20 en leikritið er eftir Marion Jones.
■ PÍKUSÓGUR Píkusögur eftir Evu Ensler veröur
sýnt á þriðju hæö Borgarieikhússins i kvöld kl. 20
og eru örfá sæti laus.
■ TÖFRAFLAUTAN íslenska óperan sýnir i kvöld
Töfraflautuna eftir Mozart. Sýningin hefst kl. 19.
■ VILJIEMMU í kvöld verður sýning á leikritinu Vilji
Emmu á laugardagskvöld á Smíðaverkstæði Þjóð-
leikhússins. Sýningin hefst kl.20 og eru örfá sæti
laus.
•Opnanir
■ FJÓRIR LISTAMENN í USTASAFNI KÓPAVOGS
í dag kl. 15 verður opnuö sýning á verkum fjögurra
listamanna í Listasafni Kópavogs. Þetta eru þau
Erla Þórarinsdóttir, Hulda Hákon, Jón Óskar og
Steingrimur Eyfjórð. Listamennirnir eru af sömu
kynslóð, hafa þekkst frá blautu barnsbeini og eru
góðir vinir. Þau hafa nokkrum sinnum sýnt saman
en aldrei öll i einu eins og nú. Verk þeirra eru unnin
með ólíkum aðferöum og efnum. Viðfangsefnin eru
líka mismunandi en þó eiga verkin á þessari sýningu
það sameiginlegt að meðhöndla likamlega og fé-
lagslega tilveru mannsins. Erla Þórarinsdóttir sýnir
að þessu sinni syrpu málverka sem hún nefnir Tíma-
setningar. Eins og nafnið gefur til kynna er áhersla
lögð á tilurðartima verkanna og birtingarform tím-
ans í oxunarferli silfurs, sem listakonan notar I
myndir sínar. Formin í myndunum eru mennsk i
stærð og lögun enda markast skynjun tímans af lífs-
klukku líkamans. Viðfangsefni mynda Jóns Óskars
er bræðingur héðan og þaðan - undraheimur austur-
þýsks veggfóðurs, Castors Polluxs og vina hans í
Hate, CCP og GGRN. Verkin eru unnin með blandaöri
tækni og þau eru gerð úr málverkum, Ijósmyndum,
veggfóðri og ýmsu öðru. Hulda Hákon sýnir frá-
sagnakenndar lágmyndir með textum sem meðal
annars fjalla um kjóann sem flaug til íriands. Verkin
eru steypt í gifs og máluð og þau sýna fólk, eld- og
blómahaf. Steingrimur EyQörö á þrjú verk á sýning-
unni. Eitt verkið, Ljóðaljóðin á Miklubrautinni, lýsir
líkamshlutum kvenna sem sjö karlar sjá fýrir sér og
færa í líkingar. Annað verkið kallast Vörpun. Það er
um rifinn kvenundirkjól, rifnar kvenmannsnærbuxur
og smádulu sem hangið hefur fýrir útidyrahurð.
Listamaðurinn fór með flíkurnar og duluna, sem
fundust í földum skáp, til tiögurra miðla til að fá inn-
sýn i atburði sem tengdust þeim. Þriðja verkið eru
stórar vatnslitamyndir sem lýsa hvernig upplifun það
er að borða kiló af konfekti í einu. Listasafn Kópa-
vogs er opið alla daga nema mánudaga frá 11-17.
Á meðan á sýningunni stendur er hægt að skoða
hana á veraldarvefnum. Slóðin er: www.jesh.org.
■ HILDUR BJARNADÓTTIR í GALL-
ERÍeHLEMMUR.IS í dag kl. 17 opnar Hildur
Bjamadóttir sýningu í galleri@hlemmur.is, Þverholti
5. Reykjavík. Á sýningunni eru verk sem flest eru