Dagblaðið Vísir - DV - 17.10.2001, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 17.10.2001, Blaðsíða 2
2 MIÐVIKUDAGUR 17. OKTÓBER 2001 I>V Fréttir Pjóöleikhúsiö í erfiðum rekstri - minni tekjur en hærri styrkur: 92 milljónir í mínus - ríkissjóöur til bjargar. Framlag til bygginganefndar hækkad um helming Ársreikningur Þjóðleikhússins fyrir árið 2000 leiðir í ljós að rekstrartap þess er liðlega 92 millj- ónir króna. Sé tek- ið tillit til fram- lags byggingar- nefndar Þjóðleik- hússins er tapið 52 milljónir króna. Athygli vekur að framlag ríkis- sjóðs til byggingarnefndarinnar hækkar um 100 prósent frá árinu 1999 og verður 40 milljónir í stað 20 milljóna króna. Árið 1999 var Þjóðleikhúsið gert upp með rúmlega 79 milljóna króna tapi en sú tala losaði 59 milljónir króna að teknu tilliti til Árni Johnsen. rúmar 680 milljónir króna árið 2000. Þar af aflaði leikhúsið sjálft 127 milljóna með sölu aðgöngu- miða og þjón- ustu en fram- lag ríkis- var rúmlega hálfur milljarð- ur. Tekjur framlags ríkis- sjóös til bygg- ingarnefnd- ar. Alls kostaði rekstur Þjóð- leik- húss- ins Slæmur rekstur Tekjur Þjóðleikhússins snarminnkuöu en ríkissjóður kom til bjargar. leikhússins dróg- ust saman um 30 milljónir króna frá árinu 1999 en framlag ríkisins jókst um 120 millj- ónir króna. Málefni Þjóö- leikhússins hafa verið mjög í brennidepli þetta árið eftir að i ljós kom að Árni Johnsen, formaður byggingarnefndar, hafði svikiö út vörur í nafni nefndarinnar. Ljóst er af ársreikningi aö rekstur leik- hússins er í lamasessi. Stefán Baldursson er þjóðleikhússtjóri en Guðrún Guðmundsdóttir er fjármálastjóri. -rt Stefán Baldursson. Þingmenn um innritunargjöld við HÍ: Samstaða gegn skólagjöldum - „röng framsetning í fjárlögum“ Hjálmar Árnason, varaformaður þingflokks Framsóknarflokksins, tel- ur að það hafi verið mistök að innrit- unargjöld við Háskóla íslands hafi ekki fylgt verðlagsþróun undanfarin ár. Þetta kom fram í máli þingmanns- ins á opnum fundi sem Röskva boð- aði í gær með forystumönnum stjórn- málaflokkanna í Háskólanum þar sem rætt var um skólagjöld. Þingmennirnir Bryndís Hlöðvers- dóttir, Sigríður Anna Þórðardóttir og Steingrímur J. Sigfússon fluttu einnig erindi á fundinum ásamt for- manni Stúdentaráðs, Þorvarði Tjörva Ólafssyni. í máli Hjálmars kom einnig fram að Framsóknarflokkur- inn væri á móti skólagjöldum. Þá tel- ur hann að það hljóti að vera mistök hvernig tillagan um hækkunina sé sett fram í fjárlagafrumvarpinu því gjöldin eigi ekki fara til starfsemi skólans. Hann vill fá nákvæma skil- greiningu á innritunargjöldunum frá háskólasamfélaginu. Þingmenn stjórnandstöðunnar gagnrýndu fyrirhugaða hækkun og töldu mikilvægt að tryggja jafnrétti til náms. Bryndís vakti einnig máls á þeirri staðreynd að allir háskólar hér á landi fengju fjárveitingar frá ríkinu en einkaskólar væru einnig með skólagjöld. Það leiði til þess að sam- keppnistaða skólanna sé ekki jöfn. Steingrímur segir að verði ekkert gert í því muni það leiða til þess að opinberu skólarnir verði með annars stigs menntun i framtíðinni. Ummæli Davíðs Oddssonar um stjórnskipan Háskólans á landsfundi Sjálfstæðisflokksins bar einnig á góma á fundinum. Formaður Stúd- entaráðs sagði að þar hefði forsætis- ráðherra verið að gagnrýna stjórn- skipan menntamálaráðherra og um- mæli hans hefðu ekki verið nein til- viljun því þau komu aðeins viku eft- ir mótmæli stúdenta. -MA Spjallað saman Meöal frummæienda á fundinum voru þingmennirnir Sigríöur Anna Þóröardóttir, Bryndís Hiööversdóttir og Hjálmar Árnason og formaöur stúd- entaráös, Þorvarður Tjörvi Ólafsson sem er lengst til vinstri á myndinni. Héraðsdómur telur að 10 starfsmenn Lykilhótela hafi verið sviknir um laun: Starfsmenn vanvirtir - að mati Verkalýðsfélags Húsavíkur - fyrirtækið áfrýjar hluta málsins Stanslausar launadeilur Ekki sér fyrir endan á málaferlum á hendur Lykihótelum vegna deilna starfsmanna viö yfirmenn sína um launagreiöslur. „Ljóst má vera að forsvarsmenn Lykilhótela bera litla virðingu fyr- ir starfsmönnum sínum og þeim grundvallarréttindum sem starfs- menn hafa í kjarasamningum og lögum. Þeir reyna miskunnarlaust að hafa af starfsmönnum sínum laun og önnur kjör. Áberandi er hve margir yngri starfsmenn og erlendir eru í þeim hópi,“ segir Ágúst Óskarsson hjá Verkalýðsfé- lagi Húsavíkur. Lykilhótel hafa í Héraðsdómi Reykjavíkur verið dæmd til að leiðrétta launakjör 10 fyrrum starfsmanna sem störfuðu á hótel- inu við Mývatn. Verkalýösfélag Húsavíkur höfðaði alls 10 aðskilin mál og fengust bætur í öllum til- fellum. Málin komu upp á sumr- unum 1999 og 2000 á Lykilhóteli Mývatni. Ágúst segir að sátt hafi verið gerð í 3 málum en dómur fallið í 7. í sáttamálunum hafi fyr- irtækið fallist á að greiða allt nema matar- og kaffitíma, sem ekki hafi verið haldið til streitu af hálfu félagsins. Hin málin hafi í öllum tilvikum farið þannig aö starfsmenn hafi unnið sigur og málskostnaður að auki fallið á Lykilhótel. Heildarávinningur starfsmanna nam um 1,8 milljónum króna, auk dráttarvaxta, að sögn Ágústs vegna málarekstursins en lögmaður Jóns Ragnarssonar, eiganda Lykilhótela, segir heildarfjárhæðina ekki svo háa. Ágúst segir að lægstu kröfumar hafi verið 13.000 krónur en þær hæstu um 400.000, auk dráttarvaxta. „Þetta eru yfirleitt mál sem koma upp á einu stuttu sumri. Algengar leiðréttingar starfsmanna, sem flestir eru innan við tvítugt, eru í kringum 70.000 krónur fyrir hvern mánuð. Það er há tala með tilliti til þess hve starfs- mennirnir eru ungir að árum og höfðu þegar fengið greidd öh þau laun sem Lykilhótel hafði reiknað út,“ segir Ágúst. Hann segist sáttur við útkomuna enda sé hún nákvæmlega eins og fé- lagið hafi búist við en hins vegar fá Lykilhótel ekki háa einkunn frá hon- um sem vinnustaður. „Auðvelt er að fullyrða að nánast allir starfsmenn Lykilhótela um allt land hafi fengið vangreidd laun ef vinnukjörin eru þau sömu og hjá starfsmönnum á Lykilhóteli Mývatni sumarið 1999 og 2000. Við hvetjum alla starfsmenn sem hafa unnið hjá þessu fyrirtæki til að láta stéttarfélög fara yfir launa- seðla sína og kanna hvort laun hafa verið vangreidd," segir Ágúst. Hann segir einnig sérstakt við þetta fyrir- tæki að það svari hvorki bréfum, símtölum né nokkrum öðrum um- kvörtunum fyrr en í dómsal. DV náði ekki tali af Jóni Ragnars- syni en Þórður Sveinsson, lögmaður Jóns, fellst ekki á að Lykilhótel hafi tapað málunum í einu og öllu: „Þetta voru dómkröfur upp á 2,2 milljónir en Lykilhótel voru dæmd til að greiða þrettán hundruð þúsund í höf- uðstól," segir Þórður. Hann staðfestir þó að málskostnaður hafi fallið á Lykilhótel i öllum málunum en reiknar með að fyrirtækið muni áfrýja tveimur málum. Áður höfðu lögmenn Jóns Ragnarssonar farið fram á frávísanir en dómstólar höfn- uðu því. Lykilhótel hafa alloft áður verið dæmd til að leiðrétta laun fyrrum starfsmanna. Alls rekur Jón Ragn- arsson þrjú heils árs hótel og tvö sumarhótel. Þetta eru Lykilhótel Cabin í Reykjavík, Hótel Örk í Hveragerði, Hótel Norðurland á Ak- ureyri, Hótel Valhöll á Þingvöllum og Lykilhótel Mývatn. -BÞ Stúlka fyrir bíl Sjö ára stúlka varð fyr- ir bíl á Digranesvegi 'síðdegis í gær. Að sögn lögreglu í Kópavogi er talið að stúlkan hafi hlaupið fyrir bilinn. Stúlkan var flutt á slysadeild Landspít- alans í Fossvogi en að sögn lögreglu mun hún ekki lífshættulega slösuð. Lyfjaþjófar enn á ferö Kona situr í haldi lögreglunnar í Reykjavík eftir innbrot í apótek í nótt. Innbrotið átti sér stað í lyfja- búð í austurborginni og að sögn lög- reglu er talið að konan hafi ekki verið ein á ferð. Þjófarnir brutu sér leið í gegnum glugga og síðan brutu þeir niður tvær hurðir inni í apó- tekinu. Konan náðist skömmu síðar og verður hún yfirheyrð í dag. Kannað verður hvort hún tengist fjórum innbrotum í lyQabúðir i höf- uðborginni í fyrrinótt. Samningar viö Bandaríkin Jón Kristjánsson heilbrigðisráðherra lagði fram minnis- blað í ríkisstjóm í gærmorgun um að leitað væri eftir samningum við Bandaríkjamenn um samstarf vegna almannatrygginga. Hann telur réttaröryggi þeirra Islendinga sem búa í Bandaríkjunum verða meira með samningum um almannatrygg- ingar heldur en með því nótuskipta- kerfi sem hefur verið í gangi. - Fréttablaðið greindi frá. Teknir með fíknlefni Einn maður er i haldi Kópavogs- lögreglu eftir að á honum fundust fíkniefni. Lögreglan handtók mann- inn ásamt tveimur félögum hans í Smiðjuhverfinu um þrjúleytið í nótt. Félögum mannsins var sleppt en sá sem er í haldi verður yfir- heyrður í dag. Færri útlendingar Karl Sigurðsson hjá Vinnumála- stofnun segir að atvinnulausum virðist hafa fjölgað nokkuð mikið frá þvi sem var bæði miðað við sept- ember í fyrra og einnig miðað við meðaltal septembermánaðar í heild. - Fréttablaðið greindi frá. Lyf selt börnum Nokkuð hefur borið á því að lyfið ritalín hafi verið boðið til sölu sem vímuefni á lóðum grunnskóla. - Stöð 2 greindi frá. Deilur um sölu Deilur standa milli bæjarstjómar ísafjarðar og iðnaðar- og fjármála- ráðuneytis um hvort kominn sé á bindandi samningur um kaup ríkis- ins á hlut bæjarins í Orkubúi Vest- fjarða. Ráðuneytin telja að kominn sé á bindandi samningur en því hafnar bæjarstjóri ísafjarðar. - RÚV greindi frá. Hitamet í Reykjavík Óvenju hlýtt hefur veriö á land- inu síöustu daga. í fyrrakvöld mældist hiti í Reykjavík 15,3 gráð- ur. Veðurstofan hefur ekki áður skráð svo mikinn hita svo seint á árinu. Fyrra met var 1. október árið 1958 er hiti í Reykjavík fór í 15,7 gráður. Daginn áður fór hitinn í 16,8 stig. - MBL. greindi frá. -HKr/-aþ

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.