Dagblaðið Vísir - DV - 17.10.2001, Qupperneq 7
MIÐVIKUDAGUR 17. OKTÓBER 2001
DV
7
Fréttir
Sjálfstæðismenn og baráttan um Reykjavíkurborg:
Beðið eftir Birni
- Eyþór Arnalds og Júlíus Vífill vilja verða leiðtogar
Sú ákvörðun Eyþórs Amalds að ein-
henda sér í borgarmálin að nýju, eftir
að hafa gert hlé á staríi sinu vegna for-
stjórastarfsins hjá Íslandssíma, hefur
valdið miklum undirskjálftum í borg-
arstjómarflokki Sjálfstæðisflokksins.
Eyþór stefnir ótrauður í slaginn um
forystusæti hjá sjálfstæðismönnum í
Reykjavík. Þar mun hann etja kappi
við Ingu Jónu Þórðardóttur, núver-
andi leiðtoga, sem lýst hefur yfir að
hún hyggist leiða listann, og Júlíus
Vífil Ingvarsson borgarfulltrúa sem
fullvíst er talið að horfi til forystusæt-
isins. Þá er ekki ólíklegt talið að hinn
gamli félagi Eyþórs, Guðlaugur Þór
Þórðarson, hafi hug á forystusætinu.
Sjáifur hefur hann þó aðeins sagt að
hann starfi af heilindum með Ingu
Jónu í borgarstjómarflokknum.
Eyþór og stuðningsmenn hans telja
sig eiga vísan stuðning innan forystu-
sveitar Sjálfstæðisflokksins. Helstu
stuðningsmenn hans telja fullvíst að
Bjöm Bjamason menntamálaráðherra
muni ekki gefa kost á sér til að leiða
baráttuna um borgina. Þar kann þeim
að skjöplast því sjálfúr hefúr Bjöm
ekkert gefið út um það af eða á hvort
hann taki slaginn. Það mun vera mat
Eyþórs og félaga að hann eigi raun-
hæfa möguleika á því að ná leiðtoga-
sætinu í prófkjöri ef Bjöm kemur ekki
til sögunnar. Styrkur Eyþórs liggur í
því að hann er þekktur meðal ungs
fólks. Hann var á sínum tíma lands-
fræg poppstjama, þegar hann lék með
hljómsveitinni TodmobOe, og fólk man
vel eftir honum sem slíkum. Seinna lét
hann klippa sig og geröist bisnessmað-
ur - fyrst sem hluti af hópnum sem var
i kringum fyrirtækið Oz, þar sem hann
átti hlut. Seinna stóð hann ásamt fleiri
fyrir stofnun Íslandssíma og varð for-
stjóri þar. Þá sagði hann jafnframt af
sér trúnaðarstörfum innan borgar-
stjómarflokksins. Jafnframt gaf hann
út að seinna myndi hann snúa til baka
í borgarmálin. Það mun
hafa verið
Islendinga, sem ráölagöi honum aö
draga sig í hlé og áP*** ’.í j
sanna sig í at- vinnulífinu.
VHjunartími
í Sandkomi DV jp j
þann 6. júlí 1999 ■dK2 ; ,J|
var sagt frá þessu: Björn
„í samtölum við Bjarnason.
menn innan
flokksins hefur þó Eyþór ekki útilokað
að hann komi aftur inn í borgarmálin
eftir 5-10 ár, þegar hann hefur haslað
sér völl á sviði atvinnulífsins og sýnt
hvað í honum býr. Sá sem er talinn
hafa gefið honum þetta ráð til að koma
síðar, sjá og sigra stól borgarstjórans í
Reykjavík, er Gunnar Steinn Páls-
Reynir Traustason
ritstjórnarfulltrúi
Eyþór Inga Jóna
Arnalds. Þórðardóttir.
landssíma og útboðsmálið, þar sem
Verðbréfaþing áminnti hann og aðra
stjómendur Islandssíma, sé honum
þungt í skauti. Eftir því sem næst verð-
ur komist hafði enginn eigenda ís-
landssíma stuggað við honum. En þó
má leiða að því getum að hann hafi,
eins og einn viðmælenda DV orðaði
það, „þekkt sinn vitjunartimá1. Eyþór
er einn eigenda Íslandssíma og hann
kann að hafa hugsað sem svo að það
væri hagsmunum fyrirtækisins fyrir
bestu að hann viki af stóli fyrir öðrum
stjómanda. Sjálfur situr hann í stjóm
og þiggur laun fyrir aö móta stefnu fyr-
irtækisins. Þannig hafi hann gullið
tækifæri til að nýta sér það „tóma-
rúm“ sem skapist við það að Bjöm
hverfi út af sviðinu.
ingamefnd raði á listann. Þeir sem
gerst þekkja innan flokksins telja að
það verði ekki fyrr en í janúar eða
febrúar sem listinn liggur fyrir. Þá
verða aðeins örfáir mánuðir til kosn-
inga og skammur tími til að berja á R-
listanum.
Möguleikar Eyþórs til að ná forystu-
sætinu ráðast af því hvem formaður
flokksins styður til verksins. Fari svo
að Eyþór njóti velvildar Davíðs mun
það færa honum meðbyr í baráttunni
um leiðtogasætið. Sá sigur yrði þó
skammgóður því í framhaldinu þarf
hann að taka hinn raunverulega slag
um borgina. Þar er sjálfum R-listanum
að mæta þar sem stríðsvön Ingibjörg
Sólrún stýrir liði sínu. Sigur hennar í
síðustu kosningum kostaði pólitískt líf
Áma Sigfússonar sem sagði af sér sem
borgarfulltrúi eftir síðustu kosningar.
Þá hafði hann í tvígang tapað barátt-
unni um borgina. Fari svo að Eyþór
Amalds fái tO þess stuðning að leiða
flokkinn í borgarstjómarkosningum
þá er ljóst að hann fær aðeins eitt tæki-
færi. Sama er raunar að segja um Júl-
ius Vifil og Ingu Jónu. í byssunni verð-
ur aðeins eitt skot.
Washington bíöur
Taki Bjöm Bjamason menntamála-
ráðherra ákvörðun um að fara í slag-
inn um leiðtogasætið verður að teljast
líklegt að hann vinni. Meðal sjálfstæð-
ismanna era raddir uppi um að Bjöm
ætli sér ekki að fara í borgarstjómar-
baráttuna. Menn þykjast sjá visbend-
ingar um að hann vilji verða sendi-
herra í Washington. Þar er vísað til
þess að nú hefur því verið frestað öðra
sinni að Jón Baldvin Hannibalsson
færi sig um set eftir að hafa setið í þrjú
ár í höfúðborg Bandaríkjanna. Hann
hefði átt að hætta um áramót en mun
sitja áfram. Þetta er túlkað sem svo að
verið sé að halda stöðunni fyrir Bjöm
Bjamason sem þannig hafi gefið frá
sér borgina. Þetta þykir öðram mjög
ólíkleg kenning og fullyrða að Bjöm sé
alls ekki á leiðinni í sendiherrastól. En
á meðan Bjöm tekur ekki af skarið
nagar óvissan og metnaðarfúllir borg-
arfulltrúar bíða eftir að línur skýrist.
Poppstjaman Eyþór Amalds þarf að
stökkva yfir nokkrar hindranir áður
en hann kemst í mark. Á hlaupabraut-
inni era líka Inga Jóna, núverandi
leiðtogi, og óperasöngvarinn Júlíus
Vífill sem samkvæmt heimildum DV
mun taka slaginn um fyrsta sætið,
hvort sem Bjöm Bjamason er inni eða
úti. En kapphlaupið hefst ekki strax
því það er beðið eftir Bimi.
son, en GSP-almannatengsl eru
einmitt komin með áróðursmál ís-
landssíma hf. á sína könnu...“, segir í
umræddu Sandkomi. Þess er vert að
geta að það er lærisveinn Gunnars
Steins, Pétur Pétursson, deildarstjóri
hjá Íslandssíma, sem er helsti ráðgjafi
Eyþórs í dag.
Nú era ekki liðin þau ár sem um
var talað en samt hefur hann horfið á
ný tO borgarmálanna. Innan raða
flokksfélaga Eyþórs gætir þeirrar tor-
tryggni að hann sé einungis að flýja
sjóðheitan forstjórastól Íslandssíma.
Áform hans hafi ekki gengið eftir varð-
andi ís-
Pínleg óvissa
Óvissan um borgina er orðin heldur
pínleg fyrir sjálfstæðismenn. Nauðsyn-
legt er talið fyrir sjálfstraust flokks-
manna að endurheimta sitt gamla
höfðuðvígi úr klóm Reykjavíkurlist-
ans. Allir sem DV hafa rætt við era
sammála þvi að Inga Jóna hafi ekki
raunhæfa möguleika á að leggja Ingi-
björgu Sólrúnu. Sumir taka svo djúpt í
árinni að segja að kraftaverk þyrfti til
að Inga Jóna hefði sigur.
Nagandi óvissa er um það hvemig
framboðsmálum sjálfstæðismanna
verður háttað. Ekkert liggur fyrir um
það hvort um prófkjör verður að ræða
eða að uppstill-
Hásætið
Slagurinn um borgina fer fram í vor. Þá hefur Reykjavíkurlistinn stjórnaö þar í átta ár. Margir vilja allt til þess vinna aö
ná til baka höfuövígi Sjálfstæöisflokksins.
Fagna nýjum
liðsmönnum
„Ég fagna auðvitað nýjum liðs-
mönnum,“ segir Júlíus Vífill Ingv-
arsson, borgarfulltrúi Sjálfstæðis-
flokksins í Reykjavik, um skyndi-
lega endurkomu
Eyþórs Amalds,
fráfarandi for-
stjóra íslands-
síma, í borgar-
málin.
Eyþór mun á
morgun gera
hluthafafundi í
Íslandssíma
grein fyrir því
að hann hætti
sem forstjóri. Jafnframt mun verða
stungið upp á því að hann taki
sæti í stjóm fyrirtækisins. Eyþór
stefnir ótrauður að því að verða
leiðtogi sjálfstæðismanna í borgar-
stjómarkosningunum. Júlíus Vífill
hefur sjálfur veriö orðaður við
leiðtogasætið. Hann vill ekkert
gefa út á það hvort hann hafi tekið
um það ákvörðun að leggja í slag-
inn.
„Ég á von á því að allir sjálfstæð-
ismenn vilji leggja sig fram um að
vinna borgina í næstu kosningum.
Sjálfur er ég mjög snortinn yfir
þeim góðu viðbrögöum sem ég hef
fengið á störf mín í borgarstjóm.
En þaö liggur ekki fyrir ákvörðun
á þessari stundu um það með
hvaða hætti ég ætla að bjóða mig
fram þegar þar að kemur. Ég
hlusta eftir röddum flokksmanna
og mun greina frá þeirri ákvörðun
síðar,“ segir Júlíus Vífill. -rt
Guðlaugur Þór Þórðarson:
Vill fara í
forystusveit
„Ég hef áhuga á að vera í forystu-
sveit fyrir Sjálfstæöisflokkinn í
borgarmálum en það hefur engin
ákvörðun verið tekin um það hvern-
ig að málum
verði staðið,"
segir Guðlaugur
Þór Þórðarson
borgarfulltrúi
um það hvert
hann stefni á
lista Sjálfstæðis-
flokksins í
Reykjavik í
næstu borgar-
stjórnarkosning-
um.
Guðlaugur Þór er einn þeirra sem
nefndur hefur verið til sögunnar í
baráttu um leiðtogasætið við Ingu
Jónu Þórðardóttur. Hann vill ekkert
um það segja hvert hann stefni.
„Ég starfa af heilindum i borgar-
stjómarflokknum undir forystu Ingu
Jónu,“ segir Guðlaugur Þór. -rt
Guðlaugur Þór
Þóröarson.
Júlíus Vífill
Ingvarsson.
Samherjaskip:
Verksmiðju-
skipið gert út
á ísfiskveiðar
DV, DALVÍK:
Um þessar mundir eru fjögur af skip-
um Samheija á isfiskveiðum sem er
meira en oft áður. Þetta era Björgúifúr
EA, Kambaröst SU, Hjalteyrin EA og
Margrét EA. Athygli vekur að sjá Mar-
gréti í þessum hópi þar sem hún er út-
búin sem frystiskip. Með aukinni
áherslu Samherja á landvinnslu er
nauðsynlegt að treysta hráefnisöflunina
og því var ákveðið að gera togarann út
á ísfiskveiðar um sinn.
Á fréttavef Samherja kemur fram að
skipin fiögur afli hráefnis fyrir frysti-
hús Samherja í Dalvíkurbyggð og á
Stöðvarfirði. Einnig hefur verið tekið
upp samstarf við Fiskiðjusamlag Húsa-
vikur þar sem Samherji sér um að veiða
upp í fiskveiðiheimildir Fiskiðjusam-
lagsins og er aílanum landað á Húsavík.
Auk þess má nefna að Samherjaskipin
hafa verið að veiða fyrir Síldarvinnsl-
una í Neskaupstað, eftir að togarinn
Bjartur skemmdist í eldi. Af þessu má
sjá að vel þarf að halda á spöðunum til
að allir i landi hafi nóg að starfa. -hiá
Harðar umræður um byggðamál á Alþingi:
Hroki og móðganir
- framsókn hafnar tillögum vinstri grænna um sértækar aðgerðir fyrir Austurland
Tekist var á um byggða- og atvinnu-
mál á landsbyggðinni á Alþingi í gær og
féllu orðin „hroki" „óheilindi" og
„móðganir" i hita leiksins. Framsóknar-
menn og vinstri grænir deildu harka-
lega vegna tillagna vinstri grænna um
að verja fjármagni í aðra atvinnusköp-
un á Austurlandi en stóriðju. Fram-
sóknarmönnum fannst lítið til þessara
hugmynda koma.
Vinstri grænir bentu hins vegar á að
andstaða þeirra gegn virkjunarfram-
kvæmdum væri vegna þeirra náttúra-
spjalla og neikvæðu umhverfisáhrifa
sem fylgdu álversraskinu. Að því við-
bættu væri mjög deilt um þjóðfélagslegt
gagn að álveri fyrir austan. Helmingur
þjóðarinnar væri sammála VG um að
Kárahnjúkavirkjun væri varla hag-
kvæm og Steingrímur J. Sigfússon
spurði hvort framsóknarmenn héldu
virkilega að hinn „hrikalegi byggða-
vandi“ myndi leysast með einu álveri.
Hann benti á að fólki hefði fjölgað i
dreifbýli á Bretlandseyjum með því að
ríkið veitti heimamönnum fjármagn til
Steingrímur J. Valgerður
Sigfússon. Sverrisdóttir.
eigin verka. Framsóknamenn ættu að
skammast sín fyrir að hafa stýrt byggða-
málum með ömurlegum árangri undan-
farið. 1300 manns væru famir af lands-
byggðinni í ár og 6000-8000 manns hefðu
flúið frá landsbyggðinni í stjómunar-
tíma framsóknarmanna.
Viðskiptaráðherra, Valgerður Sverr-
isdóttir, sagði að VG væra óábyrgir í
fjármálum og ítrekaði þá skoðun sina
við annað tækifæri síðar. Fjárfestar
væru tilbúnir í að fjárfesta í Kára-
hnjúkavirkjun. Kostnaður ríkisins
núna yrði endurgreiddur síðar. Ámi
Steinar Jóhannsson sagði forkastanlegt
að byggðamálaráðherra stillti heiðarleg-
Árnl Steinar Einar Már
Jóhannsson. Sigurðarson.
um tillögum vinstri grænna upp sem
sýndarmennsku. Ráðherra legðist lágt
að segja að VG væri á móti öllu þótt þeir
væra ekki sammála stjómarliðinu.
Stjómarandstaðan tókst einnig á um
málið innbyrðis. Einar Már Sigurðar-
son (SF) sagði að engin launung væri á
því að skiptar skoðanir væra um málið
innan Samfylkingarinnar. Þótt hann
væri fylgjandi stóriðju myndi hann bíða
niðurstöðu flokksins i kjölfar úrskurðar
umhverfisráðherra. Ámi Steinar ásak-
aði Samfylkinguna um að breyta mál-
flutningi flokksins eftir skoðanakönn-
unum hverju sinni. Einar Már hafnaði
því harðlega. -BÞ
Tónskóli Hörpunnar:
Skorað á
borgarstjóra
Forráðamenn Tónskóla Hörp-
unnar í Grafarvogi og fulltrúar for-
eldra nemenda í skólanum afhentu
í síðustu viku borgarstjóranum,
Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur,
undirskriftalista með áskorun til
Reykjavíkurborgar.
Þar er skorað á Reykjavíkurborg
að veita öllum þeim börnum sem
þess óska kost á tónlistarnámi í
tónlistarskóla sem þau sjálf velja
með tilliti til þjónustu og gæða.
Námið skuli vera niðurgreitt á
sambærilegan hátt.
Einnig er borgin hvött til þess að
veita Tónskóla Hörpunnar sam-
bærilegt fjárframlag og aðrir tón-
listarskólar fá. I svari borgarstjóra
við spurningu foreldra um það
hvort þeirra börn mættu eiga von
á niðurgreiðslu námsgjalda eins og
börn í öðrum tónlistarskólum kom
fram að tónlistarskólamálin væru
til endurskoðunar og uppi væri sú
hugmynd að borgin yfirtæki tón-
listarskólareksturinn í Reykjavík
og stjómaði honum sjálf. -MA