Dagblaðið Vísir - DV - 17.10.2001, Síða 9

Dagblaðið Vísir - DV - 17.10.2001, Síða 9
9 MIÐVIKUDAGUR 17. OKTÓBER 2001 ______________________________________________________________ I>V Fréttir Gísli Sigurðsson læknir, sem starfaði í Kúveit, segir menn bin Ladens hafa aðgang að sarín: Bráðdrepandi taugaeitur - tiltölulega einfalt í notkun og mun skæðara en miltisbrandur DV-MYND HARI Gísli Sigurösson hefur starfaö sem ráögjafl í sýklahernaöl fyrir svlssneska herinn Gísli segir að Saddam Hussein íraksforseti hafi á sínum tíma drepiö þúsundir tanda sinna, Kúrda, meö eitrinu sarin, sem er bráðdrepandi taugaeitur, og hann hafi reynt aö nota þau í bardögum viö íran. „Hryðjuverkamenn eru orðnir miklu stórtækari en áður og það varð mikil breyting á afstöðu alþjóð- legra hryöjuverkahópa með spreng- ingunum í A-Afríku 1998 þegar þeir sprengdu sendiráðið í Nairobi í Keníu. Þá sýndu þeir að þeir voru tilbúnir að drepa saklausa borgara í hundraða- eða þúsundatali og það kom síðar í ljós að það var Osama bin Laden sem var á bak við þetta eins og hryðjuverkin nú. Ég hef i nær 10 ár bent á að þessi þróun gæti gerst en ég kynntist efna- og sýlda- vopnum í Kúveit vegna nálægðar- innar við írak,“ segir Gísli Sigurðs- son, læknir á Landspítalanum. Gísli var mikið í fréttum á sínum tima þegar Persaflóastríðið stóð yfir en þá starfaði hann í Kúveit. Hann var í eins konar gíslingu íraka og komst ekki úr landi fyrr en eftir langan tíma. Eftir það starfaði Gísli m.a. í Sviss í mörg ár og hélt þar m.a. fyrirlestra fyrir svissneska her- inn um ýmislegt sem snýr að Mið- austurlöndum. „Þar ræddi ég um mitt fag, m.a. hvernig er að reka sjúkrahús í stríði, en einnig talaði ég oft um efna- og sýklavopn og hættuna sem skapaðist af því að hryðjuverkamenn kæmust yfir slík vopn.“ Gísli segir að Saddam Hussein íraksforseti hafi á sínum tíma drep- ið þúsundir landa sinna, Kúrda, með eitrinu sarin, sem er bráðdrep- andi taugaeitur, og hann hafi reynt að nota þau í bardögum við íran. Það hafl ekki gengið vel því erfitt sé að nota efnavopn á vígvöllum því þau dreifist svo mjög og fjúki. „En það er vitað að það var reynt að nota þau,“ sgir Gísli. Hann segir sarin bráðdrepandi eitur sem þurfi ekki nema mínútu til að drepa en sýklavopn eins og miltisbrandur drepi á löngum tíma. „Miltisbrand- inum er slegið fram vegna þess að það þarf svo lítið magn af honum til aö drepa. Það er vitað að Saddam Hussein átti nægan miltisbrand til að drepa alla jarðarbúa ef hægt hefði verið að koma honum í fólkiö en hann hafði ekki yfir að ráða kunnáttu til þess. Það eru bara tvö lönd í heiminum sem hafa þá kunn- áttu, Bandaríkin og Rússland." Bin Laden hefur eitrið sarin Gísli segir að heimsbyggðin hafi fengið af því smánasasjón árið 1995 hvers geti verið að vænta nú af hryðjuverkasamtökum. Þá hafi hryðjuverkahópur í Japan, sem not- aði eiturefnið sarin, drepið 12 manns á neðanjarðarbrautarstöð í Tokyo en um 5.500 manns fengu slæma eitrun og hafa ekki allir náð sér enn. „Það kom í ljós að þeir áttu fleiri himdruð tunnur af efni til að búa til fleiri efnavopn og voru greinilega að búa sig undir gífur- lega árás. Þetta atvik i neðanjarðar- brautarstöðinni i Tokyo var bara fyrsta tilraun þeirra." Gísli segir að ekki sé hægt að nota miltisbrand til að drepa fjölda fólks á einu bretti og hann smitist ekki frá manni til manns. Hins veg- ar segir Gísli að hryðjuverkamenn Osama bin Ladens hafi án efa að- gang að efnavopnum eins og sarin. „Það er vitað að bin Laden hefur verið í sambandi við Saddam Hussein en Hussein átti mjög mikið magn af efnavopnum. Það kemur m.a. fram í skýrslu frá Sameinuðu þjóöunum frá 1996 að þá áttu írakar efnavopn í um 40 þúsund sprengjur sem gerðar voru upptækar. Það voru einnig til upplýsingar um ann- að eins magn sem aldrei hefur fund- ist en talið að hafi verið flutt til Jemen eða Sómalíu. Osama bin Laden hefur verið mjög virkur í báðum þessum löndum og ég er ekki í nokkrum vafa um að hann hefur aðgang að slíkum vopnum." Gísli segir að sarin sé lyktarlaust og því sé t.d. hægt að dreifa með þeim hætti að setja það í litlar dós- ir og ferðast með þær á áfangastað og auðvelt sé að komast með slíkt t.d. í gegn um flugvallaeftirlit. Þegar nota á efnin er einfaldlega hægt að gera göt á dósirnar og eitrið lekur út. „Þannig gerðist það t.d. i Japan. Eitrið var í dós sem sett var í poka undir sæti í neðanjarðarlestinni og gat stungið á dósina þegar hryðju- verkamennirnir yfirgáfu lestina. Þrátt fyrir að þeir blönduðu efnið rangt þannig að styrkur þess var ekki nema einn tíundi af því sem hann heföi getað orðið varð mann- fall og þúsundir slösuðust. Ef þeir hefðu blandað efnið rétt hefðu þeir eflaust drepið þúsundir manna og skaðað tugþúsundir." Getur leitt til meiri háttar kreppu Gísli segist hafa miklar áhyggjur af því sem nú er að gerast í heimin- um. „Ég á ekki von á að hryðju- verkamenn eigi eftir að drepa eða særa stóran hluta mannkyns en þeir geta auðveldlega hrætt og hald- iö heiminum í heljargreipum sem getur leitt til meiri háttar kreppu. Ég á ekki von á því að þessar sýklaárásir muni berast hingað til lands. Ég á frekar von á því að þeir beini spjótum sínum að herveldun- um og þeim sem hafa haft afskipti af stjómmálum í Miðausturlöndum og ríkjum múslíma. Það er hins vegar mikið áhyggjuefni að viða um heim er beinlínis hægt að panta til sín eit- urefni, enda hefur eftirlit með þess- um efnum verið afskaplega lítið og það er alls staðar til „klikkað" fólk sem getur tekið upp á ýmsum hlut- um, bara vegna þess að þetta er í gangi núna. Það er hins vegar alls ekki ólik- legt að hryðjuverkasamtök, eins og þau sem hafa sig í frammi núna, fari að nota efni eins og sarin og vettvangurinn verði t.d. neðanjarð- arbrautarstöðvar í stórborgum þar sem milljónir manna fara um á hverjum degi. Þar er tiltölulega auð- velt fyrir menn að athafna sig með þessi efni en ég vona þó að ég reyn- ist ekki sannspár hvað þetta varð- ar,“ sagði Gísli. -gk „ Kirkjuþing: Arnespresta- kall aflagt Samkvæmt tillögum Kirkjuþings eru fyrirhugaðar nokkrar breytingar á prestaköllum landsins. Ein ný sókn lítur dagsins ljós, Lindasókn, er myndar nýtt prestakall, Lindapresta- kall. Mörk sóknarinnar og presta- kallsins eru Reykjanesbraut að norð- vestan frá mörkum Kópavogs og Garðabæjar norðaustur Reykjanes- braut að mörkum Kópavogs og Reykjavíkur norð-norðvestan Selja- hverfis. Þaðan eftir mörkum Kópa- vogs og Reykjavíkur til norðausturs og mörkum Kópavogs og Garðabæjar til suðausturs og suðvesturs. Fækka á um a.m.k. eitt prestakall á landinu. Árnesprestakall á Ströndum á að sameinast Hólmavíkurprestakalli og verður prestssetur á Hólmavík. Til- laga um þetta kom áður fram á kirkju- þingi 1999. Þá var hún rökstudd með svofelldum hætti: „Sökum fámennis í Ámesprestakalli þykir ekki nauðsyn- legt lengur að leggja til heilt embætti prests til að þjóna sóknum presta- kallsins, svo og prestssetur. Prests- setrið verði á Hólmavík eins og verið hefur. Verður að telja það eðlilegasta og hagkvæmasta kostinn." -BÞ Lúxusbíó / Smáralind er lúxusbíósalur. Lúxusbíósalir: Uppselt á kvöldin Landsmenn hafa tekið hinum nýju lúxusbíósölum mjög vel og er alltaf uppselt á kvöldsýningar. Að sögn Al- freðs Árnasonar hjá Sambíóunum eru menn þar ánægðir með viðbrögðin við lúxussalnum í Álfabakka enda alltaf uppselt á kvöldin. „Salurinn virðist höfða meira til eldri gesta enda stílaður inn á þann markhóp," segir Alfreð. Hann segir að gestirnir komi ánægðir og þakklátir út af sýningun- um. Sextán ára aldurstakmark er á allar sýningar í lúxussalnum í Álfa- bakka og verða yngri gestir að vera í fylgd með fullorðnum. Karl Schiöth, forstöðumaður kvik- myndadeildar Norðurljóss, segir að á kvöldin sé alltaf uppselt í lúxusalnum í Smárabíói og menn geti því ekki annað en verið ánægðir. Hann segir að bíógestirnir, sem sækja í salinn, séu á blönduðum aldri en átján ára aldurstakmark er í salinn á sýning- arnar klukkan 20 og 22. „Þar sem viö erum með vínveitingaleyfi í salnum gera lögin ráð fyrir að fólk sé ekki yngra en átján ára nema þá í fylgd með fullorðnum," segir Karl. -MA Reykvískir framsóknarmenn gera könnun meðal félaga: 88% vilja fyrningu - telja umhverfið velviljað skoðunum Kristins H. Gunnarssonar Meirihluti félaga í Framsóknarfélagi Reykjavíkur er hlynntur fyrning- arleiðinni ef marka má könnun sem gerð var meðal fé- laga á síðustu vik- um. Um miðjan september sendi stjórn félagsins út erindi til félaga þar sem þeir voru beðnir að velja á milli veiðigjaldsleiðar og fyrning- arleiðar. Yfirgnæfandi meirihluti þeirra sem svöruðu völdu fymingarleið- ina, eða 87,9%. Þessi niöurstaða kemur þvert á þær raddir sem heyrst hafa innan úr sjávarútvegs- nefnd flokksins sem stýrt er af Jóni Sigurðssyni og var falið af sið- asta flokksþingi að vega og meta þessar leiðir. Þar nýtur veiði- gjaldsleiðin yfirgnæfandi fylgis. Skýringin kann að liggja í lélegri svörun við könnun stjómar FR en að sögn Önnu Kristinsdóttur for- manns var hún ekki nema um 5%. Hins vegar segir hún ljóst að þeir sem séu virkir hjá Framsókn í Reykjavík og þeir sem eru í stjórn FR séu flestir hlynntir fyrningar- leiðinni og styðji Kristin H. Gunn- arsson í sinni stefnu. Hún segir stjómarmenn berjast fyrir sínum sjónarmiðum innan sjávarútvegs- nefndarinnar en árangurinn verði einfaldlega að koma í ljós þegar þar að kemur. Þrálátur orðrómur hefur verið um það að Kristinn hafi hug á að skipta um kjördæmi við næstu kosningar enda eigi hann trúlega erfitt uppdráttar með sín sjónar- mið í nýju norðvesturkjördæmi þar sem Vestfirðir vega ekki eins þungt og áður. Aðspurð hvort hún ætti von á Kristni sagðist Anna hafa heyrt þennan orðróm eins og aðrir. Greinilegt væri hins vegar að sjónarmið Kristins ættu talsvert fylgi í Reykjavík. -BG

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.