Dagblaðið Vísir - DV - 17.10.2001, Page 12
12
MIÐVIKUDAGUR 17. OKTÓBER 2001
Skoðun I>V
Hryðjuverkamenn dauðans
Vandamálin
/' Israel veröa ekki leyst fyrr en Palestínumenn hafa fengiö yfirráö yfir sínum
eigin lendum, segir bréfritari.
Ætlar þú suður að spóka
þig í Smáralind?
(Spurt á Akureyri)
Eiríkur Trausti Stefánsson sjómaður:
Ég fer kannski þegar ég kem í land
um mánaðamótin.
Þórhallur Stefánsson sjómaður:
Ég bý fyrir sunnan og fer í Smáralind-
ina þegar ég kem suöur. Ætta þó
ekki aö gera mér sérstaka ferö.
Katrín Guðmundsdóttir verslunarmaður:
Ábyggilega. Það er stæröin, vöruúr-
valið og hve allt er ódýrt, sem ég
hef sannfrétt.
Eva Hrönn Moreles verslunarmaður:
Ég ætla ekki aö gera mér sérstaka
ferö suöur vegna þess. Vöruvalið
heillar og hve maöur hittir marga
aöra Akureyringa í verslunarferð.
Ásta Pálsdóttir húsmóðir:
Einhvern tímann fyrir jól. Mest
hlakka ég til þess aö fara í bíó í
Lasy-boy-stólum.
Bjarni Gestsson ellilífeyrisþegi:
Ég búinn aö fara. Mér finnst Smára-
lind fín þó maöur fái þar ekkert sem
ekki fæst hér á Glerártorgi.
Hvað er heim-
urinn að hugsa?
Hvað eru trúfast-
ir múslímar aö
íhuga? Eru ekki
öll mannsbörn
veraldar að
hugsa um eitt og
hið sama: það að
vera hluti af
mannkyninu og
samlagast aðild
að einstaklings-
framtaki frelsis og frjálsræðis.
Svo er ekki. Þetta á ekki við um
niðurnídda Palestínumenn, frelsis-
skerta írska baráttumenn (IRA) og
sjálfstæðisbaráttu Baska á Spáni.
Eftir hverju sækjast þessir menn?
Þetta eru upp til hópa hryðjuverka-
menn dauðans. Þeir eiga eitt sam-
eiginlegt: Útrýmingu andstæðings-
ins og sess í þjóðfélagi nútimans.
Þeir munu ekki koma til með að
verða eitt eða neitt.
Hvaða stefnu hafa Palestínu-
menn gagnvart ísrael? Þeir neita
að Ísraelsríki hafi rétt til að vera
til. Er þá ekki nógu skýrt hvað
Palestínumenn hafa að markmiði?
Og hvernig geta ísraelsmenn
brugðist við þessum skilaboðum
nema með varnarstöðu gagnvart
hverjum sem er? Eru þeir ekki í
þeirri stöðu að geta ekki annað en
varið sig gagnvart árás Palestínu-
manna?
Hitt er svo annað að allir skyn-
samir ísraelsmenn skynja að það
verður aldrei friður á þeirra land-
svæði fyrr en Palestínumönnum
verður úthlutað sínu eigin ríki,
landi sem þeir sjálfir hafi umráð
yfir.
Þetta er svarið!
Hvað með Bandaríkin?
Þrátt fyrir andstöðu og fjandskap
Þau átta ár sem
ég hef skrifað
greinarkorn hér á
lesendasíðunni hef
ég ekki hirt um að
svara krítík frá
öðrum um mín
skrif enda hafa
þau verið mjög já-
kvæð. En 3. októ-
ber hringir aðili
úr Vogum sem
greinilega er heigull því nafn hans
vantar. Innihald hunds sem þessi
hettumaður fær birtan er ósannindi.
Beitarhólf í Brunnastaðahverfi er
fyrir þá sem í hverfinu búa, aðra
ekki. Lausaganga búfiár á Vatns-
leysuströnd er bönnuð. Ég var beð-
inn um að fara og tilkynna þeim
sem höfðu fé i leyfisleysi í hólfinu
að taka fé sitt burt. Mér var ekið
„Hitt er svo annað að allir
skynsamir ísraelsmenn
skynja að það verður aldrei
friður á þeirra landsvæði
fyrr en Palestínumönnum
verður úthlutað sínu eigin
ríki, landi sem þeir sjálfir
hafa umráð yfir. “
austurlenskra landa, íslams-trú-
aðra ættbálka, arabískra fursta og
evrópskra afturhaldsmanna þá eru
heimurinn og tilvera okkar svo
einföld að það er ekkert sem mun
Það er sorgleg staðreynd að
mitt fólk hefur þurft að
aka fé til beitar í nágrenni
Krísuvíkur til að létta á
beitarálagi í hólfinu sem
því er œtlað.
upp í rétt af manni á sendibíl. Þeg-
ar ég kom á staðinn kom ég boðun-
um til viðkomandi. Um það bil 10 til
15 mínútum seinna kom kona sem á
jörð hér í hverfinu og beitirétt í
hólfinu. Hún skipaði þessu fólki
sem ekki á rétt til hólfsins að taka
fé sitt og snauta burt. Þessu var illa
tekið og kom til snarpra orðaskipta
og átaka milli hennar og þeirra rétt-
lausu og fylgdarmanna þeirra. Ég
blandaði mér ekki í það ljóta mál en
gefa okkur frelsi, einstaklingsfram-
tak, sjálfræði, hugrekki, einbeit-
ingu og umfram allt festu, nema sú
hugsun að Bandaríkjunum takist,
ásamt þjóðfélagi frelsissinnaðra
landa, að yfirbuga og afmá þann
glæp sem framinn var í þágu geð-
veikra ofbeldismanna.
Ég efast ekki um að Bandaríkin
muni sigrast á þessu ofbeldi. Það er
ekkert í þessum heimi okkar í dag
sem lýsir þessu betur en orð sem
eru rituð á gólf opinberrar stofnun-
ar í Washington D.C. og við könn-
umst flest við: ... and the truth
shall set you free ...“ (og sannleik-
urinn mun gera yður frjálsa).
Meira þarf ekki að segja.
gekk heim á leið. Svo einfalt er það
mál.
Hettumaður segir að ég hafi skrif-
að grein um þetta mál á síðum Eir í
DV. Það sanna er að Eiríkur Jónsson
blaðamaður gerði svo, skrifaði um
þetta i háðstón, enda lætin aðeins
háðung og rugl. En að vera með féð í
hólfinu án leyfis er alvarlegt mál.
Það er sorgleg staðreynd að mitt fólk
hefur þurft að aka fé til beitar í ná-
grenni Krísuvíkur til að létta á beit-
arálagi í hólfinu sem því er ætlað. Sú
tilhögun hefur kostað stórfé. Rétt er
að fá að nota beitarkvóta sinn og að
þeir sem ekki eiga heima í hólfinu
séu ekki þar. Þú, Vogamaður, ert
greinilega heigull með hauspoka eins
og talibani. Næst þegar þú færð inni
í DV skaltu lyfta grímunni, hafðu
sannleikann þá að leiðarljósi. Ég veit
hver þú ert.
Baldvin
Berndsen
skrifar:
Hettumanni í Vogum svarað
Skarphéöinn
Einarsson
skrifar:
Hið nýja eftirlit
Garra þóttu það merkileg tíðindi hér i blaðinu
í gær að sjá að forsetar Alþingis með Halldór
Blöndal í broddi fylkingar eru búnir að koma sér
upp sínu eigin eftirlitskerfi sem fylgjast á með
byggingaframkvæmdum við Alþingishúsið.
Greinilegt er að þeir Halldór og félagar ætla ekki
að lenda í annari hrinu eins og þeirri sem þeir
upplifði sl. vor vegna skrifstofubyggingarinnar
við Austurstræti. Þar fór allur kostnaður þvílíkt
úr böndum að elstu menn muna vart annað eins,
enda var skýrsla Ríkisendurskoðunar um málið
svört. Þarna var þingið að taka á leigu húsnæði
sem var hálfklárað og borgaði stórfé fyrir. Því til
viðbótar þurfti þingið siðan að punga út stórfiár-
hæðum til að innrétta húsið og heildarniðurstað-
an varð sú að ódýrara hefði verið að byggja nýtt
húsnæði en að innrétta þetta. Og til að kóróna
allt rennur leigusamningurinn síðan út eftir um
áratug.
Framkvæmdasýslan
Garri minnist þess að hafa heyrt menn tala
um skólabókardæmi í bruðli og óráðsíu og að
sjálfsögðu sat forsætisnefnd manna mest i þeirri
skammarsúpu, ekki síst Halldór Blöndal sjálfur
sem reyndi þó að skýla sér bak við það að sér-
stök stofnun, Framkvæmdasýsla ríkisins, heföi
átt að fylgjast með málum. En það var greinilegt
á öllu að mönnum var ekki skemmt. Enda kem-
ur á daginn að forsetamir ætla ekki að endur-
taka þessa martröð og eru tilbúnir að leggja í
talsverðan kostnað til að tryggja að eyðslan sé
innan tilskilinna fiárhagsramma eins og hið nýja
eftirlitskerfi ber með sér.
Forustumenn tala í kross
Miðað við skelfingarsvipinn sem jafnan var á
forsetum þingsins þegar þessi mál bar á góma í
vor kemur það í sjálfu sér ekki á óvart að þeir
hafi gripið til ráðstafana af þessu tagi núna. En
það sem Garra þykir þó athyglisverðast við mál-
ið er að menn hafi ekkert breytt um stefnu gagn-
vart Framkvæmdasýslunni eftir sumarið. í sum-
ar komu einmitt fram ýmsar vangaveltur um
stöðu og ábyrgð Framkvæmdasýslunnar í tengsl-
um við mál Árna Johnsens þar sem m.a. var tal-
að um að hún hefði átt að vera búin að grípa í
taumana fyrir löngu. Allt það japl, jaml og fuður
endaði hins vegar með því að sjálfur varafor-
maður Sjálfstæðisflokksins og fiármálaráðherra
lýðveldisins, Geir H. Haarde, gekk fram fyrir
skjöldu og lýsti sérstöku trausti sínu á Fram-
kvæmdasýslunni og hennar vinnubrögðum öll-
um. Kom það nokkuð á óvart, sérstaklega í ljósi
þess að Björn Bjarnason hafði ekki talað vin-
gjarnlega til stofnunarinnar. Þannig eru þeir fé-
lagar og vopnabræður úr Sjálfstæðisflokknum,
Geir Haarde og Halldór Blöndal, alveg á önd-
verðum meiði hvað varðar Framkvæmdasýsluna
og telst það til nýmæla hjá ihaldinu að foringjar
þeirra skuli tala svona algerlega í kross eins og
hér hefur gerst. Garri bíður nú spenntur eftir að
sjá hver afstaða Björns Bjarnasonar verður og
hvort e.t.v. kunni að vera í uppsiglingu eitthvert
víðtækara bandalag milli þeirra
Björns og Halldórs. Gðí'l’Í
Skemmtiatriði í Vetrargarðinum
í Smáralind
Hávaöinn flæmir fólk burtu.
Rokkarar flæma
fólk í burtu
Sjana hringdi:
Ég fór ásamt vinkonu minni um
helgina í Smáralind og leist vel á.
Eitt mætti þó vera betra en það er há-
vaðinn og glymurinn í Vetrargarðin-
um. Svokölluð tónlist sem ég varð
vitni að um helgina var vægast sagt
leiðinleg. Kannski hafa verið betri
„númer" innan um en þessi gadda-
vírsframleiðsla hafði greinilega þau
áhrif að fólk leitaði sér vars á fjar-
lægum stöðum í byggingunni. Við
vinkonurnar drifum okkur niður í
gamla miðbæ á kaffihús, vonlaust
var að njóta veitinga við Vetrar-
garðstorgið í Smáralind með þunga-
rokk í eyrunum.
Stjórnmálaafl
öryrkja og
ellilífeyrisþega
Gunnar G. Bjartmarsson skrifar:
Kaupmáttur lífeyrisgreiðslna hef-
ur ekki verið jafn lágur í áratug, á
sama tíma eru skattar lækkaðir hjá
þeim sem betur mega sín og framlag
til stríðsrekstrar aukið. Öryrkjar og
ellilífeyisþegar virðast vera afgangs-
hópar í þessu þjóðfélagi. „Fólk í fyr-
irrúmi" var slagorð annars stjómar-
flokksins. Hvaða fólk var þetta? Það
virðist stefnc ríkisstjórnarinnar að
þeir ríku verði rikari og þeir fátæku
fátækari. Öryrkjar þurfa að standa
saman að framboði og hætta að gefa
gömlu flokkunum atkvæði sín. Ekki
er óraunhæft að listi öryrkja og elli-
lífeyrisþega gæti náð 10 til 18 þing-
sætum. í dag eiga þessir hópar engan
málsvara á þingi.
Semjiö viö
sjúkraliöa
Sjúklingur hringdi: —
Ég dvel á sjúkrahúsi um þessar
mundir og lendi nú í því öðru sinni
að sjúkraliðar fara í verkfall. Ástand-
ið á spítalanum er svakalegt. Mér er
spurn, hverjir bera ábyrgð á því að
ekki er samið við þessa heilbrigðis-
stétt eins og aðrar? Sjúkraliðar vinna
sín störf af mikilli alúð og þiggja fyr-
ir sultarlaun. Hvað dvelur þessa
grimmu samninganefnd ríkisins?
Það er krafa allra borgara þessa
lands að samið verði við sjúkraliða
hið snarasta.
Týndar rjúpna-
skyttur
Svejtamaöur hringdi:
Menn eru orðnir nokkuð pirraðir
víða um landiö vegna framferðis
drápóðra rjúpnaskyttna. Núna hófst
blóðbaðið með því að skyttur þessar
spóluðu á jeppum sinum og spilltu
víða náttúrunni. Siðan var haldið til
fialla með frethólkana og skotið inn í
þykka þokuna í von um að hitta fyr-
ir hvítfiðraða vininn. Mér finnst að
langflestir þessir menn beri lítið
skynbragð á veiðiskap, þetta er
meira mannalæti, jeppakallinn með
byssuna er flott ímynd! En þessir
menn eru stórhættulegir, fara sér að
voða með skotvopn í slæmu skyggni
- skyttumar týnast líka og björgun-
armenn eru á þönum að leita að
köppunum. Ég hef sagt það og segi
enn - rjúpnaskytturnar eru plága.
Lesendur geta hringt allan sólarhring-
inn í síma: 550 5035.
Eöa sent tölvupóst á netfangið:
gra@dv.is
Eða sent bréf til: Lesendasíöa DV,
Þverholti 11, 105 Reykjavík.
Lesendur eru hvattir til að senda mynd
af sér til birtingar með bréfunum S
sama póstfang.