Dagblaðið Vísir - DV - 17.10.2001, Page 13

Dagblaðið Vísir - DV - 17.10.2001, Page 13
13 MIÐVIKUDAGUR 17. OKTÓBER 2001 i>v Gott úrval hjá Mústafa I búðinni hans Mústafa og önnur ljóð fyrir börn er, eins og nafnið gef- ur til kynna, ljóðabók ætluð börn- um. Bókin er þýdd úr dönsku og höf- undurinn, Jakob Martin Strid, sem- ur Ijóðin og teiknar myndirnar. Yrkisefnin eru margs konar og ljóðin eru mörg hver afar galsafeng- in. Við kynnumst börnum sem leggja skiðabraut úr grænu hori, sokkum sem vinna ýmis óhæfuverk, að sögn eig- anda síns, og fleiri kynlegum kvistum. Skemmti- legt er kvæðið um froskinn sem framdi bankarán og flúði af vettvangi eftir óvenjulegri leið: Froskur einn banka framdi rán með fægðum hnífi og lœrissneið en villtist að sönnu á salernið er sína vildi hann fara leið. Og lögreglan barði á luktar dyr í laganna nafni, en þvi miður: Að froskinum sótti sturlan stór og hann sturtaði sér bara niður. Minni galsi er í hugleiðingum um andstæðu ljóss og myrkurs í Óbirtulandi en þar kveikir fólk myrkrið en ekki ljósið og nóttin er björt en dag- urinn dimmur. Hér lifnar ljóðið i myndum höf- undar þar sem fólk er sýnt á gangi með vasamyrkur í stað vasaljóss! Vel er þar ratljóst um dimman dag í dagsljósi nœtur má rýna. En þá kvikna óbirtulampaljós sem láta óbirtu skina. „Vel er þar ratljóst um dimman dag“ Mynd Jakobs Martins Strid af Óbirtulandinu. Mörg fleiri skemmtileg kvæði eru í bók- inni og ekki hægt að nefna þau öll en rétt er að nefna ljóðið sem bókin er nefnd eftir. Mústafa þessi verður ljóslifandi persóna í máli og myndum og virkar reyndar kunn- uglega á þá sem komið hafa til Kaup- mannahafnar. Mústafa er einn margra ný- búa í bókinni sem eykur menningarlega til- vísun hennar og gerir hana enn skemmti- legri. Myndirnar eru sterkar, litríkar og lífleg- ar. Þær segja ekki síður sögu en ljóðin og standa þeim fullkomlega jafnfætis. Ljóðin og myndirnar spila vel saman, hvort um sig eykur skilning á hinu og hvorttveggja ber vott um leiftrandi kímnigáfu. Vandasamt getur verið að þýða bundið mál. Friðrik H. Ólafsson sleppur skamm- laust frá þýðingunni en þó má sjá nokkur dæmi um óþægilega flókna orðaröð fyrir unga lesendur eins og „Braut ég smellinn smyr með hor“ (11) þar sem sumir hvá og spyrja hvaða smellur hafi verið brotinn. Þá er „nóttin dagbjört sem dagur“ (18) ekki fal- leg viðlíking. í heildina tekið má þó segja að þýðingin hafi tekist ágætlega. í búðinni hans Mústafa á fullt erindi til barna og full- orðinna til að létta þeim lífið og vekja kátínu. Katrín Jakobsdóttir Jakob Martin Strid: I búðinni hans Mústafa og önnur Ijóð fyrir börn. Friðrik H. Ólafsson þýddi og endursamdi. Austur-Þýskaland 2001. Saga og minni Ef nefna ætti eitthvert rit sem áhugafólk um sagnfræði gæti ekki verið án yrði það líklega alfræðiritið íslandssaga A - Ö eftir Einar Lax- ness og hefði það verk nægt til að halda nafni hans á lofti meðal íslenskra sagnfræðinga. En langt er i frá að það sé eina verk Einars eins og sjá má á nýútkominni bók frá Sögufélaginu, rit- gerðasafninu Saga og minni sem út er gefið í tilefni sjötugsafmælis höfundar. Áður hafa m.a. komið út eftir hann ævisögur þeirra nafna og samherja, Jóns Guðmundssonar ritstjóra sem er grunnrannsókn á mikilvægum þætti sjálfstæðisbaráttunnar, og Jóns Sigurðssonar forseta, að- gengilegt fræðirit fyrir almenning. I Sögu og minni hefur verið safn- að á einn stað fjölmörgum ritgerðum sem Einar hefur birt á víð og dreif i blöðum og tímaritum undanfarna ára tugi. Elstu ritgerðirnar eru frá skömmu eftir 1960 en þær yngstu frá ustu árum. Viðfangsefnin eru af ýmsum toga, svo sem afmæli Kópavogsfundarins 1662, Þingvalla- fundarins 1873 og Skaftárelda 1783. Átburðir úr Einar Laxness sagnfræóingur. sögu Evrópu fá einnig sinn sess því í bók- inni er endurbirt ritgerð Einars um endalok Weimarlýðveldisins 1933 og valdatöku Hitlers en sú ritgerð hefur verið illfáanleg um nokkurt skeið. Einari lætur einkar vel að flalla um atburði og átök gegnum ævisögur einstaklinga eins og bæk- urnar um Jónana bera með sér og viðamestu ritgerðirnar eru nokkrir ævisöguþættir. Hér fá lesendur að kynnast sjálfstæðisbaráttunni í byrjun 20. aldar í þættinum um afa Einars Lax- ness, Einar Arnórsson, einn af leiðtogum Sjálf- stæðisflokksins fyrri og þann mann sem síðast- ur bar titilinn ráðherra íslands. Þáttur um Jón Helgason, prófessor í Kaupmannahöfn, er kryddaður fjölmörgum sögum ættuðum frá Jóni um samtímamenn hans í Höfn. í þættin- um um Björn Þorsteinsson prófessor er gerð grein fyrir helstu verkum hans á sviði sagn- Jfræði og svipað er upp á teningnum í þætti um sagnfræðinginn Jón Sigurðsson. Einnig eru í ritinu nokkrir viðamiklir rit- dómar eftir Einar, til dæmis um ísland í skugga heimsvaldastefnunnar eftir þá Einar Olgeirsson og Jón Guðnason og fyrra bindið af ævisögu Hannesar Hafstein eftir Kristján Alberts- son en það rit olli talsverðu fjaðrafoki þegar það kom út. Heimildaskrár og aftanmálsgreinar eru með hverri ritgerð eftir því sem þörf er á og nafnaskrá aftast í bókinni. Tónlist Fágaður flutningur Kammerhópurinn Camerarctica Tónleikarnir hæföu vel metnaöarfullu prógrammi Kammer- músíkkiúbbsins. Það er sjaldgæft að vera viðstaddur kammertónleika hér á landi þar sem nánast er húsfyllir en sú var raunin um tónleika Kammermúsíkklúbbsins i Bústaðakirkju á sunnudag. Þetta var ekki ólíkt því að koma á tónleika í útlöndum, setið var í því nær hverju sæti, sjálfsagt mestmegnis rótgrónir áskriftargestir Kammermúsíkklúbbsins sem fyrir löngu er orðin föst stærð S íslensku tónlistarlífi. Kammermúsíkklúbburinn er ekki áðeins sönnun þess að áhugafólk getur tekið sig saman um hvað sem er, það er einnig hægt að láta það endast þvi nú er haf- ið fertugasta og fimmta starfsár klúbbsins. Klúbburinn ætti því að vera öðrum áhuga- hópum hvatning til framkvæmda, hér vant- ar t.d. tilfinnanlega Nútímamúsikklúbb með fastri áskriftarröð fyrir áhugafólk um nú- tímatónlist! Svo eitthvað sé nefnt... Á sunnudagskvöldið lék kammerhópur- inn Camerarctica strengjakvartetta eftir Verdi og Shostakovich og píanótríó eftir Dvorák en hópinn skipuðu þau Hildigunnur Halldórsdóttir og Sigur- laug Eðvaldsdóttir á fiðlur, Guðmundur Krist- mundsson á lágfiðlu, Sigurður Halldórsson á selló og Örn Magnússon á pianó. Tónleikarnir hófust á strengjakvartett í e-moll eftir Verdi en hann er sá eini sem Verdi samdi um dagana. Kvartettinn ber á köflum sterkan keim af óperum hans sem voru flestar komnar fram á sjónarsviðið þegar strengjakvartettinn var saminn en tónskáldið var þá um sextugt. Kvartettinn er finleg tónsmíð og á köflum angurvær og náði Camerarctica vel að túlka þessa þætti, samhljómur hópsins er fágaður og jafnvægi milli hljóðfæra gott. Hópurinn var fyrsta kaflann að spila í sig hita en í heild var verkið fínlega flutt og hljóðfærin vel samstillt. Næstur var strengjakvartett nr. 10 op. 188 í As- dúr eftir Shostakovich en eftir hann liggja fjöl- margir strengjakvartettar, tíu, ellefu eða flmmt- án, fer eftir uppflettiritum. Þetta er kraft- mikil tónsmíð og ryþmísk og var vel leik- in af Camerarctica, á stöku stað bar á óhreinindum í fiðlum en í heild átti hóp- urinn fallegt samspil, kraftmikið og hníijafnt 1 Allegretto-kaflanum, hreint og tært i Adagio kaflanum þar sem Guð- mimdur Kristmundsson átti fallegar stróf- ur og eltingarleikur fiðla og allra hljóð- færa var fallega mótaður í lok síðasta kafla. Eftir hlé lék svo Camerarctica hið fræga píanótríó í e-moll eftir Dvorák sem hlotið hefur viðurnefnið Dumky-tríóið eftir þeim sex „dumka“-stefjum sem það er samsett úr. „Dumka“ er þjóðdansstef og einkennist af skyndilegum hraðabreytingum. Verkið er afar grípandi enda með vinsælustu verkum tónskáldsins. Hér kom Örn Magn- ússon píanóleikari til liðs við þau Hildi- gunni og Sigurð. Hljómurinn i tríóinu var falleg- ur, ekki síst fyrir mildan og þýðan áslátt Arnar, hraðabreytingar hárnákvæmar og vel mótaðar og flutningurinn í heild fullur stemningar. Þessir tónleikar Camerarctica voru sem sagt hinir áheyrilegustu og hæfðu vel metnaðarfullu prógrammi Kammermúsíkklúbbsins. Hrafnhildur Hagalín _____________________Menning Umsjón: Silja Aöalsteinsdóttir Kynning á Kristjáni Annað kvöld kl. 20 hefst kynning á Kristjáni Guð- mundssyni myndlistar- manni á vegum Listahá- skóla íslands í tilefni sýn- ingar hans í Listasafni Reykjavíkur og nýrrar bók- ar um hann. Ólafur Gíslason listgagnrýnandi, einn höf- unda bókarinnar, flytur er- indi um Kristján og kynnir bókina, síðan verður frumsýnt stutt myndband þar sem Kristján gerir grein fyrir verkum sínum og viðhorfum til myndlistarinnar. Kynningin verður í húsakynnum Listaháskólans í Laug- arnesi. Heilbrigð sýning í dag kl. 18 verður opnuð í Hafnarborg myndlistarsýning á vegum WHO, Evrópu- deildar Alþjóðlegu heilbrigðisstofnunarinnar, á verkum 20 framsækinna listamanna sém eiga að hvetja fólk til að leita sér aðst'oðarvið að hætta feykingum. Listamennirnir haía hver sinn hátt á því hvernig þeir takast á við verkefnið og á sýningunni eru höggmyndir, myndbönd, málverk og ljósmyndir sem sýna heilsuskaðann sem reykingar valda, hvernig tískuheimurinn hefur fegrað ímynd reykinga- mannsins og hvernig auglýsingaherferðir tó- baksframleiðenda reyna að rugla fólk í rim- inu. Margir íjalla um flknina sjálfa og það hugarangur sem hún veldur en líka um það hvernig sigrast má á henni. Stríðsdagskrá Annað kvöld kl. 20 verður dagskráin Heim- urinn okkar á Súfistanum, Laugavegi 18, þar sem ástandið í heiminum verður skoðað með áherslu á Afganistan og löndin fyrir botni Miðjarðarhafs. Pétur Hrafn Árnason sagnfræð- ingur rekur sögu Afganist- ans og sýnir kort úr nýjum Söguatlasi og Jóhanna Kristjónsdóttir les úr vænt- anlegri bók sinni, Meðal araba. Einnig flytja Mike og Danny Pollock tónlist af nýútkomn- um diski, From Iceland to Kentucky and Beyond. Þetta er svokallaður hljómorðadiskur sem verður dreift í Bretlandi og Bandaríkjun- um auk íslands. Með þeim bræðrum leikur Þórdís Claessen á ásláttarhljóðfæri. Allir áhugamenn um heimsmál eru velkomnir. íslenskir milljarðamæringar í bókinni íslenskir millj- arðamæringar eftir Pálma Jónasson fréttamann er fjall- að um efnuðustu menn þjóð- arinnar og ferill þeirra rak- inn, kryddaður sögum úr hörðum og framandi heimi þar sem auðurinn getm- margfaldast eða horfið á augabragði. Á undanfórnum árum hefur myndast á ís- landi hópur rúmlega 50 manna sem eiga eign- ir að verðmæti yfir 1.000 milljónir króna. Sumir þeirra eiga að baki ævintýralegan feril þar sem mest hefur reynt á áræði og þraut- seigju. Aðrir hafa fengið auðinn upp í hend- urnar og aðeins þurft að hugsa um að ávaxta hann sem best. í bókarlok er kafli um auð- menn sem stefna hraðbyri í að verða millj- arðamæringar, menn sem voru milljarðamær- ingar en eru það ekki lengur og menn sem margir telja meðal ríkustu manna þjóðarinnar en eru það ekki. Pálmi Jónasson hefur staðgóða þekkingu á íslensku efnahagslífl, auk þess sem hann nýt- ur aðstoðar sérfróðra aðila úr innsta hring viðskiptalífsins. Bókin er gefln út af Almenna bókafélaginu. Mósaík í kvöld Menningarþátturinn Mósaík er kominn á kreik í Sjónvarpinu og virðist Jónatan Garð- arsson ætla að stýra honum einn í vetur. Með- al efnis í kvöld eru viðtöl við Helga Gíslason myndhöggvara og Benóný Ægisson leikrita- skáld. Framinn verður sérstæður ljóðagjörn- ingur, hljómsveitin Hringir stígur á svið og íjallað verður um feril Ágústs Guðmundsson- ar kvikmyndagerðarmanns. * y ‘ " "I'li rwn..^, „ isn'S'«í fefef

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.