Dagblaðið Vísir - DV - 17.10.2001, Page 15

Dagblaðið Vísir - DV - 17.10.2001, Page 15
14 MIÐVIKUDAGUR 17. OKTÓBER 2001 MIÐVIKUDAGUR 17. OKTÓBER 2001 19 Útgáfufélag: ÚtgáfufélagiB DV ehf. Útgáfustjóri: Eyjólfur Sveinsson Framkvæmdastjóri: Hjalti Jónsson Ritstjórar: Jónas Kristjánsson og Óli Björn Kárason ABstoðarritstjórar: Jónas Haraldsson og Sigmundur Ernir Rúnarsson Fréttastjóri: Birgir GuBmundsson Auglýsingastjóri: Páll Þorsteinsson Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaöaafgreiösla, áskrift: Þverholti 11,105 Rvík, sími: 550 5000 Fax: Auglýsingar: 550 5727 - Ritstjórn: 550 5020 - ABrar deildir: 550 5999 Oræn númer: Auglýsingar: 800 5550. Áskrift: 800 5777 Stafræn útgáfa: Heimasíöa: http://www.netheimar.is/dv/ Fréttaþjónusta á Netinu: http://www.visir.is Ritsfjórn: ritstjorn@dv.is - Auglýsingar: auglysingar@dv.is. - Dreifing: dreifing@dv.is Akureyri: Strandgata 31, simi: 460 6100, fax: 460 6171 Setning og umbrot: ÚtgáfufélagiB DV ehf. Plötugerð: ísafoldarprensmiöja hf. Prentun: Árvakur hf. Áskriftarverö á mánuöi 2200 kr. m. vsk. LausasöluverB 200 kr. m. vsk., HelgarblaB 300 kr. m. vsk. DV áskilur sér rétt til aö birta aösent efni blaösins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. DV greiöir ekki viömælendum fyrir viötöl viö þá eöa fyrir myndbirtingar af þeim. Sátt um sjávarútveg en hvað svo? Sjálfstæðisflokkurinn hefur tekið undir með þeim sem hæst og mest hafa barist fyrir auðlindaskatti á sjávarút- veg. Á landsfundi flokksins sem lauk síðastliðinn sunnu- dag var samþykkt ályktun um sjávarútvegsmál þar sem stutt var við tillögu um eitthvað sem kallast hóflegt gjald fyrir afnot af auðlindum hafsins. Vissulega eru hér um töluverð tímamót að ræða í ís- lenskum stjórnmálum en Sjálfstæðisflokkurinn hefur fram til þessa verið mótfallinn sérstökum skatti á sjávar- útveg, þó alltaf hafi verið nokkur hljómgrunnur fyrir auð- lindaskatti innan flokksins. Með rökum má halda því fram að Sjálfstæðisflokkurinn hafi, fram að landsfundi, verið mikilvægasta og sterkasta vígi þeirra sem barist hafa gegn auðlindaskatti. Vígið er fallið. Fáum sem fylgjast með stjórnmálum hefði átt að koma á óvart að ályktun landsfundar um sjávarútvegsmál yrði á þeim nótum sem raun varð á, enda Davið Oddsson, for- maður flokksins, búinn að gefa tóninn í setningarræðu fundarins. Menn skyldu takast á um sjávarútvegsmál en ná sáttum. Ályktun landsfundarins tekur undir álit meirihluta nefndar um endurskoðun laga um stjórnun fiskveiða, „um að áfram skuli byggja á aflamarkskerfinu en útgerðin greiði hóflegt gjald fyrir afnot af veiðiheimildum sem ann- ars vegar taki mið af kostnaði hins opinbera vegna stjórn- unar fiskveiða og hins vegar af afkomu sjávarútvegsins á hverjum tíma. Samhliða er nauðsynlegt að auka frjáls- ræði í rekstrarumhverfi fyrirtækjanna og að hluta gjalds- ins verði varið til að byggja upp atvinnulíf í þeim byggð- arlögum sem treyst hafa á sjávarútveg.“ Sú hugmyndafræði sem endurspeglast í því sem hér er vitnað til ber merki mikils misskilnings á eðli opinberrar skattheimtu og felur í sér stórkostlega aukna hættu fyrir landsbyggðina. Við höfum alltof mörg dæmi um það á undanförnum áratugum, bæði hér á landi sem annars staðar, að stjórnmálamenn leggja af stað með það sem þeir kalla „hóflega“ skattheimtu eða sanngjamt endurgjald. Staðreyndin er hins vegar sú að þegar fram líða stundir verður hófsemin græðginni að bráð. Opinberar álögur hafa því miður tilhneigingu til að hækka eftir því sem árin líða þangað til í óefni er komið. Þá loks tekur skyn- semin aftur völdin, eins og raun hefur orðið á með nýrri skattastefnu ríkisstjórnarinnar. Það er því í besta falli sjálfsblekking flokks sem berst gegn takmörkuðum ríkis- afskiptum að ræða í fullri alvöru um hóflega skattheimtu. Verst er þó að mörg sjávarplássin á að setja á „opinbert framfæri“ með því að beina styrkjum til þeirra sem fjár- magnaðir eru af hinu „hóflega“ auðlindagjaldi. Þannig er í reynd verið að búa til flókið millifærslukerfi, enda munu sjávarplássin sjálf standa undir auðlindaskattinum. Eins og bent hefur verið á er sú hætta til staðar að aukin skatt- heimta á sjávarútveg komi þyngst niður á þeim byggðar- lögum sem eiga þrátt fyrir allt góða framtíð, einmitt vegna þess að þar er rekinn sjávarútvegur af myndarbrag. En hinir örlátu 63 þingmenn við Austurvöll fá því aukna fjár- mimi til að skammta úr hnefa. Er þá ekki betra að láta sjávarútveginn i sæmilegum friði en að gera heilu byggðarlögin, sem eru lífvænleg, að ölmusumönnum? Óli Björn Kárason I>V Stríð sem tapaðist á fyrsta degi Oddvitar rikisstjomarínnar, þeir Davíð og Halldór, hafa verið í ormstuleik eins og skóladrengir undanfar- ið og ma ekki a viö herforina gegn Afganistan og í klappliðinu eru herforingjastjómir og einræðisherrar af öllu hugsanlegu litarafti. Það er ekki ónýtt fyrir vald- hafa sem telja sig þurfa að lúskra á þegnum sínum að hafa eignast nýtt og i sja hvor hefur betur. vopn og nýja bandamenn - alla þá sem eru að berjast við „hið illa“ í gervi óskilgreindra hryðjuverka. Að gera illt verra Viðbrögðin við voðaverkunum í Stríðið sem hófst sunnu- daginn 7. október s.l. með loftárásum Bandaríkjanna og Breta á Afganistan tapað- ist um leið og það skall á. Ástæðan er sú að markmið árásarinnar er í þoku og sprengjuregn yfir Afganistan það vitlausasta sem hægt var að grípa til. Fáir eru lík- lega undrandi á að Bush for- seti Bandaríkjanna tæki slíka ákvörðun, þótt menn vonuðu í lengstu lög að sú yrði ekki raunin. Hann er knúinn áfram af hefndarhug og studdur af særðu og illa upplýstu almenningsáliti heima fyrir. Ömurlegt er að sjá breska forsætisráð- herrann keppa við hann í stríðsleikn- um og spyrja hvorki kóng né prest heima fyrir. Valdamenn eru fljótir að gleyma þingræðishefðum ef það hent- ar þeim. Hörmulegast fyrir okkur ís- lendinga er þó að vera dregnir inn í þessa herfór sem NATO-riki. Oddvitar ríkisstjómarinnar, þeir Davíð og Hall- dór, hafa verið í orrustuleik eins og skóladrengir undanfarið og má ekki á milli sjá hvor hefur betur. Utanríkis- ráðherrann segist vera í stríði „gegn hinu illa“. Minna mátti það ekki vera, enda leynist hinn nýi óvinur víða. Horft fram hjá rót vandans Vel má vera að Osama bin Laden sé potturinn og pann- an á bak við hryðjuverkin 11. september. Um það vitum við hins vegar ekki þar eð engar sannanir hafa hingað til ver- ið lagðar á borðið. Með árásinni á Afganistan tor- velda þeir sem að henni standa framgang réttvisinn- ar og taka hefndina fram yfir. Bush vill fá höfuð bin Ladens á silfurfati, en hvað um framhaldið? Halda menn að sá jarðvegur sem hryðjuverk eru sprottin af breytist til batnaðar við að knýja talibana til upp- gjafar með hervaldi og tylla löngu af- dönkuðum konungi til valda sem leik- brúðu í Kabúl? Á sama tíma og Vest- urlönd blása í herlúðra halda áfram af meiri krafti en nokkru sinni fyrr óhæfuverk ísraelsstjómar gegn Palest- ínumönnum, þvert á ótal samþykktir Sameinuðu þjóðanna. ísraelsstjóm var ein sú fyrsta til að lýsa yfir stuðningi Hjörleifur Guttormsson fyrrverandi alþingismaöur Velsæld eða vesæld? Með vélindabakflæðisverki íhugar þjóðin einsöng forsætisráðherra með- an þingmenn taka undir í kór: stjórn- armenn í dúr en andstaðan í moll. Það á að leggja niður allar helstu skrifstof- ur skrifræðisins. Maður hefur varla við að læra nöfnin á stofnunum áður en lagt er til að þeim verði lokað. Hvenær varð Skipulagsstofnun til? Svar: Árið 1998. Eins og forsætisráð- herra hefur bent á er hún óþörf, eins og flestar aðrar stofnanir, og ein- kennilegt að hann skyldi ekki átta sig á því þegar hún var búin til á Alþingi. Það er mun einfaldara, réttlátara og lýðræðislegra að þingið sjálft taki ákvarðanir um öll mál þjóðfélagsins. Þar vinna kjömir fulltrúar en ekki ókjörnar manneskjur sem eiga ekkert með að ákveða eitt eða neitt. Dómstól- um er hollast að taka hlutverk sitt ekki of alvarlegra og þjóðhagsstofnun gerði meira gagn ef hún stæði fyrir skemmtilegum leiksýningum og bumbuslætti. Ekki borgum við fólki fyrir að reikna dæmi ef við þolum ekki að sjá útkomuna. Við mótmælum ekki í stað þess að mótmæla ólögum, spillingu og vanhugsuðum aðgerðum yfirboðaranna pirrumst við á því þeg- ar Frasier geðlækni er hent út fyrir gatslitnar alþingisræður. Vont er að missa mínútu úr sjónvarpsdag- skránni en ætti stjórnarstefnan ekki að vekja dýpri viðbrögð. Ríkið hefur víst vel efhi á að lækka skatta á fyrirtæki, enda ríkissjóður sérlega dig- ur um þessar mundir. Það er skrítið að sá sami sjóður skuli hvorki duga til að reka háskóla í landinu né til að borga þeim sem annast um fatlaða og sjúka. Hundruð manna eru á vergangi i Reykjavík þótt þjóðin geti byggt mörg hundruð þúsund fermetra verslunar- hallir. Er þetta verðmætaskilningur vor eða mætir ekki forsætisráðherra stoltur í ræðupúlt og dásamar þessa nýjustu gersemi íslensku þjóðarinnar. Á meðan talað er um byggðastefnu í álslíki vinnur kvótakerfið hljóðalaust sitt verk: af hverju reyna Austflröing- ar ekki að endurheimta það sem búið er að stela af þeim heldur en að grenja yfir stórverksmiðju? Við heyrum ekk- ert af þessu væli i Reykjavík, enda yf- irgnæfa flugvéladrunur flest sem hugsað er í mið- og vesturbæ. Eða reyndar er kannski ekki mikið að yf- irgnæfa, við erum löngu hætt að hugsa hvort sem er. Ekki blikur á lofti Og ekki hugsar stjórnarandstaðan fyrir okkur. Eða hvar eru íslenskir vinstrimenn þessa dagana? Helming- urinn búinn að selja hugsjónirnar og lagstur inn á auglýsingastofu. Hinn fastur í landsbyggðar- og klámþrá- hyggju. Annar þvaðrar um viðskiptahalla og vexti, hinn prédikar gegn álverum og áfengi. Á þetta að heita andstaða? Berjast frekar gegn fiskifræðingum en veiðikerfi sem er að kljúfa þjóðina í tvennt. Eru þinglaunin orðin svo há og fóðrið svo rjóma- blandað að þeir megna ekki einu sinni að mjálma. Eru það bara títtnefndar uppeld- is- og umhyggjustéttir sem nenna að væla, og blessaðir öryrkjarnir. Ég er hræddur um að við hin skiptum yfir á skemmtilegri rás, hvort sem það er betlistöðin eða mjaðmahnykkir vel vaxinna blökkustúlkna á poppvarp- inu. Verst að vöðvabólgnir menn eru farnir að boða verðbólgu, og við hlaupum út í apótek að kaupa sýru- eyðandi gegn væntanlegu stressi í maganum. Skuldirnar hærri í dag en í gær og útlit fyrir að ekki verði paprikur framar á borðum frekar en frönsk gæsalifur. En þá er rétt að hlusta vel á boðskap ráðherra: Hér er allt í góðu gengi og vondærið er bara plat. Með sálmaskáld og herforingja við stjórn stefnum við ótrauð til al- heimssigurs í auðæfasöfnun og feg- urðar- og megurðarkeppnum. Vinstrimenn geta velt sér á hina hliðina og sofið vært undir ljúfu lagi góðærisins. Ég held ég hætti við prósakkið og snúi mér að venjulegu kaffi með sykri. Ég get aftur komist í takt við vestræna æsku sem miljón- um saman maular kartöflusnakk við sjónvarpstækjaloga. Held bara áfram að vera þægur og góður og kyrja pen- ingasönginn þótt ég blandi kaldhæðn- um bröndurum í söngtextann. Ég læt vinstrimennskuna birtast í því að fara á McDonalds í Austur- stræti en ekki í Kringlunni. Hneyksl- ast svo á spilltum þingmönnum í frí- stundum. Ingólfur Gíslason / stað þess að mótmæla ólögum, spillingu og vanhugs- uðum aðgerðum yfirboðaranna pirrumst við yfir því þegar Frasier geðlækni er hent út fyrír gatslitnar alþingisræður. Bandaríkjunum hafa um margt verið með ólíkindum. Margir óttast afleið- ingarnar fyrir þau gildi sem reynt hefur verið að festa í sessi með bar- áttu fyrir mannréttindúm og félaga- frelsi. Þau öfl sem styrkja vilja Stóra bróður, að ekki sé talað um fiand- skap í garð innflytjenda og þeldökkra, eru hvarvetna að sækja í sig veðrið. Móðursýki af ólíklegasta toga veður uppi og ýtir undir lam- andi ótta almennings. Hvað finnst mönnum um það snjallræði að stjórnmálamenn fái heimildir til að láta skjóta niður farþegavélar eftir flugrán? Um slíkt er nú talað í fullri alvöru, ekki aðeins í USA og Bret- landi heldur hjá nágrönnum okkar Norðmönnum. Með vanhugsuðum aðgerðum er verið að magna upp lamandi áhrif sem hryðjuverkin 11. september hafa á efnahagsstarfsemi og mannleg sam- skipti. Margt athyglisvert mátti lesa í Reykjavíkurbréfi Morgunblaðsins 7. október. Undir niðurlagsorð bréf- ritarans geta væntanlega margir tek- ið: Rökin fyrir því að takmarka frels- ið til að tryggja öryggi þurfa að vera afar sterk. Hjörleifur Guttormsson Ummæli Vörn á kostnað mennskunnar „Hermdarverkin vestra afhjúpuðu varn- arleysi okkar, bæði sem einstaklinga og samfélags. Jafnvel ekki voldugasta þjóð verald- ar getur varið sig og sína gegn slíku illvirki. Hver er óhultur? Enginn er óhultur þegar hið illa, djöfullega, lætur til skarar skríða. Mannanna börn eru varnar- laus. Og algjör vörn og fullkomið skjól gegn allri vá fæst ekki nema á kostnað mennskunnar. Meginein- kenni og grundvallarforsenda lýðræð- isins er hið opna samfélag sem hvílir á gagnkvæmu trausti borgaranna og milli stjórnenda og þegna. Við viljum ekki þá algjöru vemd sem alræðis- og lögregluríkið eitt getur boðið!“ Karl Sigurbjörnsson biskup viB setningu Kirkjuþings. Lágmarkskrafa „Hyggist ráðamenn halda áfram að misskipta sameiginlegum þjóðartekj- um okkar á þann veg að fötlun haldi áfram að verða ávisun á fátækt og einangrun ber þeim að færa einhver rök fyrir þeirri breytni sinni. Rétt eins og þeir ætlast til af okkur ber þeim að færa efnisleg rök fyrir máli sínu og standa reikningsskap gjörða sinna. Það er að minnsta kosti lág- markskrafa að þeir upplýsi hvers vegna þeir kjósa að ákvarða öryrkj- um jafnlágar bætur og raun ber vitni. Þá verður ekki lengur hjá því komist að þeir geri opinberlega grein fyrir því hvort og þá hvernig þeir hafa hugsað sér að örorkubæturnar dugi til helstu nauðþurfta ..." Garöar Sverrisson I fréttabréfi Öryrkjabandalagsins. Halldór Gunnarsson, formaður Þroskahjálpar: í hendi manns- ins sjálfs „Slíkt hlýtur að vera í hendi mannsins sjálfs en aftur á móti stöndum við frammi fyrir ýmsum siðferöilegum spurningum sem tækni og vísindi munu vísast aldrei geta leyst. Framfarir í fósturgreiningum hljóta að vekja svona spurningar og þeim verður held- ur aldrei svarað einvörðungu af heilbrigðisstarfsfólki heldur verða heimspekingar, kirkjunnar menn og fleiri að koma til og leita svara. Sjálfum hrýs mér hugur við því viöhorfi að sía út strax í móðurkviöi þá einstak- linga sem hafa lága greindarvísitölu. í samhenginu er því einnig ósvarað hvert sú þróun myndi aftur leiða okkur. Ég óttast að slíkt gæti leitt til þess að fólkið allt í kringum okkur yröi einsleitara." Margrét Ríkharðsdóttir, Hæfingarstöð fatlaðra á Akureyri: Maðurinn í sœti almœttis? „Ætlar maðurinn að setja sig í sæti almættis og ákveða hver á að eiga líf og hver ekki? Sé fóstur- greining gerð með það fyrir augum að fóstri verði eytt komi í ljós galli sem leiðir til fótlunar, má segja að vísindin séu orðin mannhelginni yfir- sterkari. Ef hugmyndafræðin sem liggur að baki þessu er sú að fækka fótluðum í þjóðfélaginu velt- ir maður fyrir sér af hverju. Er það vegna þess að visindamenn eða ráðamenn telja að fatlaðir geti ekki lifað hamingjuriku lífi? Eða er það vegna þess að ráðamenn telja fólk með fótlun vera bagga á þjóðfélaginu? Er það vísindamanna og ráðamanna að ákveða hvað er hamingjuríkt líf? Ég spyr.“ Sr. Svavar A. Jónsson, sóknarprestur á Akureyri: Siðferðisstyrk- ur að hika við „Með tækninýjungum stöndum við ffammi fyrir nýjum veruleika, ekki einvörðungu möguleikum heldur líka vissum hættum. Því er mikilvægt að gæta sín vel. Fram- kvæmd ýmissa góðra hluta getur haft ófyrirséðar aíleið- ingar á verri veginn gætum við ekki að okkur. Á hinn bóginn er ekkert óeðlHegt að siðferðisleg svör liggi ekki fyrir þegar uppgötvanir eru gerðar en að mínu mati ber það vott um siðferöisstyrk að menn hiki við og þurfi að hugsa málin. Eitt af því sem menn styðjast við í þessu eru hin trúarlegu viðhorf. Spurningar í þessa veru eru í raun að mæta okkur á hverjum einasta degi, svo sem í læknavísindunum, liftækniiðnaðinum og eins er upplýs- ingatæknin alls ekki laus við svona spumingar." Jón Kristjánsson heilbrigðisráðherra: Tœkin mega ekki stjóma för „Vísindin eru verk manns- ins og verkfæri. Þau eru sköpun hans og ekki skapari og það er siðferðileg skylda okkar í samfélagi manna að gera okkur grein fyrir þessu. Tólin og tækin, mannanna verk, mega aldrei stjóma fór okkar. Það er líka siðferðileg skylda okkar að þora og taka ákvarðanir í samræmi við þennan út- gangspunkt lífsins og færast ekki undan þeirri ábyrgð sem það er að vera maður. Á meðan við öxlum þá ábyrgð verða vísindin mannhelgi ekki yfirsterkari." Biskup íslands varaöi við þessu í ræöu við setningu kirkjuþings í gær. Hann nefndi þetta í tengslum við framfarir í fósturgreiningum en með þeim má sjá hvort barn er fatlað. Skoðun Landsfundur Sjálfstæðis- flokksins náði merkum áfanga í sjávarútvegsmál- um um siðustu helgi. Flokkurinn losnaði við Markús Möller, sem lengi hefur haft sérskoðanir á fiskveiðistjórnuninni og gjafakvótanum. Leiðitamir fundarmenn samþykktu loðna tillögu forystunnar um „hóflegt" veiðigjald sem fellur eins og flís við rass stefnunnar í skattamálum, sem er að fría fyrirtæki sem skila hagnaði af skattgreiðslum að mestu leyti og gildir hið sama um eignafólk og þá sem drýgstar hafa tekjurnar. Áð losna við Markús Möller úr flokknum er eins og að láta draga úr skemmda tönn sem veldur pínu og hugarangri. Hagfræðingurinn hefur eigin skoðanir á framkvæmd fisk- veiðistjómunarinnar og hefur verið leiðinlega opinskár og látið þær í ljósi í ræðu og riti. En það versta við framsetningu Markúsar á málefninu er að hann rökstyður skoðanir sínar í stað þess að slengja fram staðhæf- ingum og illa grunduðum upphróp- unum eins og þeirra er háttur sem bera velferð stórskuldugrar útgerðar fyrir brjósti, að minnsta kosti i orði. Það er erfitt að eiga orðastað við svona mann. Það er ekki lítill léttir fyrir sam- stæðan flokk að losna við vandræða- gemling eins og Markús sem reynir að draga umræðuna um sjávarútveg- inn upp á vitrænt svið og sýnir fram á hvert framseljanlegi kvótinn leiðir at- vinnugreinina og hverju öll fiskvernd- in hefur komið til leiðar í 18 ár. Þar með er þetta hitamál úr sögunni og flokk- urinn getur einbeint sér að því að afla kjörfylgis sem duga mun honum vel í tvennum kosningum sem fram undan eru. ins lyftir flokknum í hæðir í hugum atkvæðanna og hvergi var minnst á annað en árgæskuna til lands og sjávar sem leikur um áru hans. Hálft annað ár er nú liðið síðan hlutabréfamarkaður- inn tók skriðið niður á við og er bati hvergi greinan- legur. Gengi gjaldmiðilsins hefur hrapað með rykkjum og skrykkjum og tilfæring- ar Seðlabankans krónunni til bjargar hafa ekki nema skammtímaáhrif. Verðbólgan magn- ast eftir því sem viðskiptahalli og skuldasöfnun eykst og er nú orðin miklum mun meiri en hollt þykir í þeim löndum sem við þykjumst eiga samleið með. Samtök atvinnulífsins og launþegasamtök spá samdrætti með tilheyrandi uppsögnum og síðar atvinnuleysi. Ekkert af þessu bar á góma á stefnumarkandi fundi stærsta og voldugasta stjórnmálaafls á íslandi. Yfirstjórnendur efnahags og fiár- mála landsins létu hjá líða að gera grein fyrir hvað skuli til bragðs taka og vísa með þögninni tU fiárlaga- frumvarpsins sem nú er til endur- skoðunar hjá „hagsmunaaðilum" sem gera það að ónýtu stjórntæki, ef þeir fá sínu framgengt, sem oftast nær verður raunin. Svo lukkulegur er Sjálfstæðis- flokkurinn með foringja sinn að ekki skorti nema eitt prósent atkvæða til að hann næði kjörfylgi Stalíns sál- Oddur Olafsson skrifar: uga þegar hann og flokkur hans máttu sin nokkurs. Fjármálaráð- herrann hlaut aðeins minna fylgi i kosningu til varaformanns. Sjónhverfingar Það sem upp úr stendur eftir landsfundinn er að efnahagsmálin eru afgangsstærð í landsstjórninni og að það sem verið er að telja fólki trú um, að fiskveiðistjórnunin átti að vera mesta hitamál flokksmanna, fór á þann veg að einn maður sagði sig úr flokknum og „eftir situr hlass á eigin rassi“, eins og eitt af stór- skáldum Morgunblaðisins orti um stórpólitískar sviptingar á sínum tíma. Sá grunur vaknar að landsfundir og fiokksþing, eða hvað sem þessar fiöldasamkundur stjórnmálaflokk- anna eru kallaðar, séu ekki annað en innantómar sjónhverfingar sem ekki er ætlað annað hlutverk en að hóa saman nokkrum sauðtryggum fylgj- endum forystuliðsins til að marka stefnu um svo sem ekki neitt. Orða- gjálfur og sviðsetningar handa fiöl- miðlum eru takmarkið. Ef einhver er svo djarfur að hafa pólitíska skoðun og halda henni fram af einurð er ekki lengur pláss fyrir þann mann i flokki. Brotthvarf Markúsar Möller úr Sjálfstæðis- flokknum eru einu sporin sem lands- fundurinn lætur eftir sig og sönnun þess að ekki er rúm fyrir pólitískar skoðanir í þessum stjórnmálaflokki. Þægir flokksmenn eiga að hafa skoð- un í eintölu. Þaö sem ekki var á dagskrá Annar góður ár- angur sem náðist á landsfundi, ekki ómerkari, var að efnahagsmál voru ekki á dagskrá nema þau sem varða skatta hinna efnuðu og voldugu. Uppsveiflan sem einkennt hefur valdaferil formanns- Sá grunur vaknar að landsfundir og flokksþing, eða hvað sem þessar fjöldasamkundur stjómmálaflokkanna em kallaðar, séu ekki annað en innantómar sjónhverfingar sem ékki er œtlað annað hlutverk en að hóa sama nokkrum sauðtryggum fylgjendum forystuliðsins til að marka stefnu um svo sem ekki neitt. Stórkostlegur árangur

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.