Dagblaðið Vísir - DV - 17.10.2001, Page 22

Dagblaðið Vísir - DV - 17.10.2001, Page 22
26 ________________________________MIÐVIKUDAGUR 17. OKTÓBER 2001 Islendingaþættir__________________________________________________________________________________________________________x>y Umsjón: Kjartan Gunnar Kjartansson .:2&HI 85 ára_____________________________ Páll Sigurðsson, Hæöargaröi 35, Reykjavlk. 80 ára_______________________________ BArnfríöur Róbertsdóttir, Hún tekur á móti ættingj- um og vinum í Húsi eldri Guðrún Jóna Bergsdóttir, Bergstaðastræti 57, Reykjavík. Lilja Þórarinsdóttir, Hlunnavogi 10, Reykjavík. Björgvin S. Sveinsson, Bæjarholti 3, Hafnarfirði. Pálmi Sigurösson, Ægisstíg 3, Sauðárkróki. 75 ára_______________________________ Ásta Helgadóttir, Hæðargarði 30, Reykjavík. Stefanía Guðnadóttir, Hraunbæ 103, Reykjavík. Hólmfríður Vigfúsdóttir, Bæjarholti 3, Hafnarfirði. Ólafur Baldvinsson, Höfðagötu 16, Grenivlk. 70 ára_______________________________ Ólafur Jón Hansson, Hátúni 12, Reykjavík. Guðjón Sigurkarlsson, Rauðholti 7, Selfossi. 60 ára______________________________ Þorbjörn Karlsson, Svalbarði 11, Hafnarfirði. Hafrún Kristinsdóttir, Blikabraut 7, Keflavík. Elísabet Hallsdóttir, Hallkelsstaðahlíð, Hnappadalssýslu. 50 ára______________________________ Margrét Ríkharösdóttir, Háaleitisbraut 36, Reykjavík. Hermann Unnsteinn Emilsson, Jakaseli 5a, Reykjavík. Berglind Freymóösdóttir, Básbryggju 31, Reykjavík. Vigdís Helgadóttir, Fannarfelli 10, Reykjavík. Bryndís Eysteinsdóttir, Vesturtúni 3a, Bessastaðahreppi. Ármann Sigurðsson, Leirutanga 45, Mosfellsbæ. Rósa Þorgilsdóttir, Dalbraut 6, Dalvík. Bjarni Sveinsson, Brúnagerði 8, Húsavík. 40 ára______________________________ Magnús Bergsson, Miklubraut 20, Reykjavík. DagurJónasson, Miðhúsum 4, Reykjavík. Særún Lúövíksdóttir, Bæjargili 76, Garðabæ. Sigurður Björn Kárason, Eskihlíð 2, Sauðárkróki. Soffía Freydís Jóhannesdóttir, Eyrarvegi 33, Akureyri. Berglind Þorbergsdóttir, Mýrargötu 5a, Neskaupstað. Smáauglýsingar DV visrr.is Fólk í fróttum Markús Möller hagfræðingur við Seðlabanka íslands Markús Möller hagfræðingur Markús hefur lengi veriö í hópi eindregnustu andstæöinga kvótakerfisins og hefur styrkt þá andstööu mjög meö mælsku sinni og fræöilegum rökum. Markús Möller, hagfræðingur við Seðlabanka íslands, sagði sig úr Sjálfstæðisflokknum á landsfundin- um um síðustu helgi vegna and- stöðu við stefnu flokksins í sjávar- útvegsmálum. Starfsferill Markús fæddist 28.5. 1952 í Reykjavík og ólst þar upp. Hann lauk stúdentsprófi frá MR 1972, B.Sc.-prófi í stærðfræði frá HÍ 1975 og Ph.D.-prófl í hagfræði frá Uni- versity of Minnesota í Minneapolis 1992. Markús hefur starfað hjá Seðla- banka íslands frá 1983. Markús æfði og keppti í hand- bolta með KR á unglingsárunum, var Questor Scholae í MR 1970-71, Inspector Scholae 1971-72, formaður Vöku, félags lýðræðissinnaðra stúd- enta 1973-74, situr í stjórn Neyt- endasamtakanna frá 1998 og er varaformaður þeirra frá 2000. Hann er fulltrúi Seðlabankans í rikis- reikninganefnd frá 1991 og hefur skrifað fjölda greina í blöð og tima- rit, einkum um landbúnaðar- og sjávarútvegsmál. Fjölskylda Markús kvæntist 29.12. 1978 Júlíu Guðrúnu Ingvarsdóttur, f. 7.8. 1952, BA í dönsku og uppeldisfræði og M.Ed. frá University of Minnesota. Hún er dóttir Ingvars Júlíusar Helgasonar, f. 22.7.1928, d. 18.9.1999, forstjóra í Reykjavík, og k.h., Sigríð- ar Guðmundsdóttur, f. 19.6. 1926, deildarstjóra. Böm Markúsar og Júlíu eru Bald- ur Helgi, f. 14.9. 1980, læknanemi; Sigríður Margrét, f. 10.12. 1981, læknanemi; Ingvar Rúnar, f. 12.4. 1985. Bróðir Markúsar er Jakob Möll- er, f. 25.5. 1953, B.Ed. og aðstoð- arframkvæmdastjóri í Reykjavík, kvæntur Sigrúnu Snævarr, fóstru og kennara. Foreldrar Markúsar: Baldur J. Möller, f. 19.8. 1914, d. 23.11. 1999, ráðuneytisstjóri í dómsmálaráðu- neytinu, og k.h., Sigrún Markús- dóttir Möller, f. 5.12.1921, húsmóðir. Ætt Baldur var sonur Jakobs Möllers, ritstjóra, alþm. og ráðherra, sonar Ole Möllers, kaupmanns á Hjalteyri Christianssonar Möllers, verslunar- stjóra og veitingamanns í Reykjavík Olessonar Peters Möllers, kaup- manns í Reykjavík og ættföður Möllerættar. Móðir Ole var Sigríð- ur, systir Jóns, langafa Matthíasar Johannessens skálds. Systir Sigríð- ar var Helga, langamma Hans G. Andersens sendiherra. Sigriður var dóttir Magnúsar Norðfjörðs, beykis í Reykjavík, ættfóður Norðfjörðætt- ar. Magnús var sonur Jóns, beykis í Reykjarfirði Magnússonar, bróður Guðbjargar, langömmu Sigríðar, ömmu Friðriks Ólafssonar stór- meistara. Móðir Jakobs var Ingi- björg Gísladóttir, sýslunefndar- manns á Neðri-Mýrum á Refasveit Jónssonar, og Sigurlaugar Bene- diktsdóttur. Móðir Sigurlaugar var Málmfríður Þorleifsdóttir, b. í Kambakoti, Markússonar, og Jó- hönnu Jónsdóttur, systur Jónasar, langafa Margrétar, móður Jónasar Guðlaugssonar skálds. Móðir Baldurs var Þóra Guðrún, dóttir Þórðar Guðjohnsens, verslun- arstjóra á Húsavík, bróður Mörthu Maríu, móður Ingibjargar Thors forsætisráðherrafrúar. Önnur systir Þórðar var Christiane Apolline, móðir Péturs Halldórssonar borgar- stjóra. Þóra var dóttir Péturs, org- anleikara og ættföður Guðjohn- senættar. Móðir Þórðar er Guðrún Lauritzdóttir Knudsen, ættfóður Knudsenættar. Móðir Þóru var Þur- íöur Indriðadóttir, b. í Presthvammi í Aðaldal, Daviðssonar, og Sigur- bjargar Einarsdóttur. Sigrún er dóttir Markúsar, for- stjóra og listaverkasafnara í Reykja- vík, bróður Helgu, móður Stefáns Jasonarsonar í Vorsabæ. Markús var sonur ívars, b. í Vorsabæjarhjá- leigu, Guðmundssonar, b. þar, Gestssonar. Móðir Guðmundar var Sigríður Sigurðardóttir, systir Bjarna riddara Sívertsens. Móðir Markúsar var Kristín, systir Þuríð- ar, ömmu Guðmundar Guðmunds- sonar, forstjóra í Víði. Kristín var dóttir Magnúsar, b. í Traustholts- hólma i Flóa, Guðmundssonar. Móðir Sigrúnar var Kristín Andr- ésdóttir, b. í Vestri-Hellum, bróður Sigurðar, föður Þorsteins, dbrm. á Vatnsleysu, formanns Búnaðarfé- lags íslands, afa Þorfmns Guðnason- ar kvikmyndagerðarmanns. Andrés var sonur Erlends, b. í Vestri-Hell- um, Erlendssonar. Móðir Kristínar var Guðrún yngri, systir Guðlaug- ar, langömmu Gests Steinþórssonar skattstjóra og Ólafs Arnar alþm., foður Haralds ferðagarps. Guðrún var dóttir Lofts, b. í Austurhlíð, bróður Katrínar, ömmu Magnúsar, prófasts og alþm. á Gilsbakka, föður Péturs, ráðherra og varaformanns Sjálfstæðisflokksins, afa Einars Stefánssonar augnlæknis. Loftur var sonur Eiríks, ættföður Reykja- ættar Vigfússonar. Móðir Guðrúnar yngri var Kristín Erlendsdóttir, b. í Austur-Meðalholti Jónssonar og Guðlaugar Þórarinsdóttur. Sjötug Sveinsína Frímannsdóttir húsmóðir í Keflavík Sveinsína Frímannsdóttir hús- móðir, Suðurgötu 12, Keflavík, er sjötug f dag. Starfsferill Sveinsína fæddist á Steinhóli í Flókadal í Haganeshreppi en ólst upp á Austari-Hóli i sömu sveit. Hún stundaði nám að Sólgörðum í Fljótum og vann á Hólsbúi Siglu- fjarðar til 1952 en flutti þá til Kefla- víkur og hefur búið þar síðan. Sveinsína var þjónustustúlka að Básvegi 3 í eitt ár en sneri sér siðan að húsmóðurstörfum og barnaupp- eldi. Hún hóf vinnu i frystihúsi 1972, vann síðan hjá Varnarliðinu og í frystihúsi Ólafs Lárussonar 1976-30 og gegndi þá um skeið störf- um trúnaðarmanns starfsfólksins. Hún hefur sinnt ýmsum störfum frá þeim tíma en undanfarið hefur hún stundað ræstingar hjá Landsbanka íslands á Keflavikurflugvelli. Fjölskylda Sveinsína giftist 29.4. 1956 Reyni Ölverssyni, f. 14.6. 1934, en þau skildu. Börn Sveinsinu og Reynis: Róbert, f. 25.11.1956, leigubílstjóri og á hann fjögur böm og eitt barnabarn; Anna Heiða, f. 26.3.1959, starfar í Fríhöfn- inni, maki Oddur Steinar Birgisson húsasmiður og eiga þau tvö böm; Húlda Karolína, f. 21.12. 1960, gjald- keri, maki Carlos Davis flugvélvirki og eiga þau tvö böm en Hulda Kar- olína á dóttur frá því áður; Reynir Þór, f. 23.9. 1963, verkstjóri, maki Sigurlaug Jóhannsdóttir skrifstofu- maður og eiga þau saman tvö böm og hann eina dóttur. Sveinsína átti funmtán systkini og eru tíu á lífi. Þau eru Jórunn, Bjöm, Ásmundur, Gestur, Hafliði, Guðmundur, Benedikt, Sófanias, Pálína og Regína. Látin eru Jón, Katrín, Stefania, Guðbrandur og Þórhallur. Foreldrar Sveinsínu: Frímann Guðbrandsson og Jósefína Jóseps- dóttir. Ætt Frímann var sonur Guðbrands, b. á Steinhóli, bróður Björns, skip- stjóra á Karlsstöðum. Guðbrandur var sonur Jóns, b. á Vestara-Hóli, Ólafssonar, b. á Hólum, Jónssonar. Móðir Björns var Kristín Árnadótt- ir, systir Jóns, afa Skúla Magnús- sonar landfógeta. Móðir Guðbrands var Soffia Björnsdóttir, b. á Róðu- hól, Björnssonar. Móðir Björns var Una Guðmundsdóttir, systir Einars, föður Baldvins þjóðfrelsismanns. Móðir Frímanns var Sveinsína Sigurðardóttir, b. á Hálsi, Jónsson- ar, og Helgu, systur Jóns Norð- manns, pr. á Barði, langafa Einars fræðimanns og Þuríðar Pálsdóttur óperusöngkonu. Helga var dóttir Jóns, b. á Krakavöllum, Guðmunds- sonar, bróður Skáld-Rósu. Móðir Helgu var Margrét, laundóttir Jóns, pr. á Bægisá, Þorlákssonar. Jósefína var dóttir Jóseps, b. á Stóru-Reykjum í Flókadal, Bjöms- sonar, b. í Hvanndölum, Gíslasonar. Móðir Jóseps var Arnbjörg Þor- valdsdóttir, b. á Frostastöðum, Ás- grímssonar, b. á Minni-Ökrum, Dagssonar. Móðir Þorvalds var Guðný Gottskáksdóttir, systir Þor- valds, afa Bertels Thorvaldsens myndhöggvara. Móðir Jósefínu var Svanfríður Sigurðardóttir, b. á Stóra-Grindli, Sigmundssonar og Margrétar Jóns- dóttur, systur Helgu á Hálsi. Guöbrandur Vigfússon frá Ólafsvík, áður á Bústaöavegi 105, síðast á Hrafnistu I Reykjavík, lést sunnud. 14.10. Jón Haukur Guöjónsson, Hamrahlíð 35, Reykjavfk, lést á Landspítalanum viö Hringbraut sunnud. 14.10. I Margrét Jóhanna Guömundsdóttir (Magga á Melstaö) Klapparstíg 16, Ytri- Njarðvík, lést sunnud. 14.10. i Emma Reyndal, Höföagrund 23, Akra- ' nesi, lést á Sjúkrahúsi Akraness mánud. 15.10. Bjöm Pálsson, fyrrv. lögregluvarðstjóri, Sæviðarsundi 19, lést laugard. 13.10. Merkir íslendingar Frímann B. Arngrímsson kennslu og verkfræðistörf hjá General Electric Co í Bandarikjunum 1888-94, hélt til Kaup- mannahafnar og þaðan til Reykjavíkur 1894. Þar talaði hann mjög fyrir rafvæð- ingu Reykjavíkur og setti fram tilboð frá General Electric í þeim efnum upp á 2500 gulldollara. Því var auðvitað hafn- að af bæjarstjóm. Hann fór þá til Edin- borgar en næsta ár kom hann með tvö rafmagnstilboð frá breskum fyrirtækj- um sem einnig var hafnað. Hann dvaldi síðan í París til 1914 en flutti þá til Akureyrar og átti þar heima til dauðadags 6. nóvember 1936. Frímann var sérvitur ákafamaður en engu að síður merkur brautryðjandi og vakti fyrstur manna tímabæra umræðu um virkjanir og rafvæðingu hér á landi. Frímann Bjarnason Arngrlmsson fæddist að Sörlatungu i Hörgárdal 17. október 1855, sonur Bjama Arngrímssonar, bónda á Vöglum í Þelamörk, og Helgu Guðrúnar Jónsdóttur frá Krakavöllum. Frímann ólst upp i Fljótum, var síðan hjá föður sínum að Vöglum en fór vest- ur um haf 1874, lauk þar kennarapróf- um, tók háskólapróf í tölvísi og nátt- úruvísindum við háskólann í Toronto 1884 og lauk prófi í náttúruvísindum og stærðfræði við Manitoba-háskóla 1885 en hann mun vera fyrstur Islend- inga til að taka háskólapróf í Kanada. Frímann stofnaði og ritstýrði Heimskringlu, hafði umsjón með íslensk- um innflytjendum í Kanada og stundaði landkönnun fyrir Kanadastjórn. Hann stundaði Sigríöur Karlsdóttir, fyrrv. kaupmaður, hjúkrunarheimilinu Skógarbæ, verður jarösungin frá Grafarvogskirkju mið- vikud. 17.10. kl. 13.30. Bjarni Helgason frá Þyrli. Hvalfirði, verö- ur jarðsunginn frá Dómkirkjunni fimmtud. 18.10. kl. 13.30. Útför Andrésar H. Gíslasonar frá Hval- eyri, síöast til heimilis í Smárahvammi 15, Hafnarfirði, verður gerð frá Hafnar- fjarðarkirkju föstud. 19.10. kl. 13.30. Þóröur Hinriksson, Strandgötu 33, Akur- eyri, verður jarðsunginn frá Akureyrar- kirkju föstud. 19.10. kl. 13.30.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.