Dagblaðið Vísir - DV - 17.10.2001, Page 28
FRETTASKOTIÐ
SÍMINN SEM ALDREI SEFUR
Hafir þú ábendingu eða vitneskju um frétt,
hringdu þá í síma 550 5555. Fyrir hvert
fréttaskot, sem birtist eða er notaö I DV,
greiöast 3.000 krónur. Fyrir besta fréttaskotið
I hverri viku greiöast 7.000. Fullrar nafnleyndar
er gætt. Viö tökum viö fréttaskotum allan
sólarhringinn.
550 5555
MIÐVIKUDAGUR 17. OKTOBER 2001
Ýsuafli á Suðureyri:
Gríðarlegur
samdráttur
Samdráttur víöa
Ýsuafli allra skipa í verstöðvum á
Vestfjörðum dróst verulega saman í
september samkvæmt upplýsingum
Fiskistofu. Á það við alla útgerðar-
staði nema ísafjörö. Á Drangsnesi
er ýsuaflinn nú t.d. aðeins tæpur
þriðjungur þess sem var í sama
mánuði í fyrra. Þá er ýsuaflinn um
helmingi minni í Bolungarvík,
Bíldudal og á Flateyri. Á Suðureyri
hefur ýsuveiðin dregist langmest
saman, eða úr 250 tonnum í septem-
ber í fyrra í aðeins 58 tonn i ár.
í september 2000 fiskuðu króka-
aflamarksbátar samtals 3.081 tonn. í
nýliðnum september fiskuðu króka-
aflamarksbátar 2.454 tonn,
þorskaflahámarksbátar ekkert og
sóknardagabátar 50 tonn. Þetta ger-
ir samtals 2.504 tonn. Munurinn
milli septemer 2000 og september i
ár er því 577 tonn. -HKr.
tó IHiiTErii tahl TTiM T H i«Tft'
Byr hjá deCODE
Móðurfélag íslenskrar erfðagrein-
ingar ehf., deCODE genetics Inc. er
nú á talsverðum skriði á fjármála-
markaði Nasdaq. Gengið fór lægst í
tæpa 6 dollara í byrjun apríl og síð-
an aftur í lok mai. Þá steig það á ný
og náði í rúma 12 dollara á hlut í
byrjun júlí. Síðan hallaði aftur und-
an fæti og var gengið um síðustu
mánaðamót komið niður undir 6
dollara. Eftir það hefur fyrirtækið
fengið byr í seglin og við lokun
markaða í gær var gengið komið i
8,5 dollara í viðskiptum með 67.300
hluti. Byrjunargengi gærdagsins
var 8,27 dollarar. -HKr.
Afli krókabáta á landsvísu hefur
dregist saman um nær 500 tonn í
september miðað við sama mánuð í
fyrra. Vekur athygli mikill sam-
dráttur ýsuafla á Vestfjöröum í kjöl-
far afnáms frjálsra veiða krókabáta
á ýsu, steinbít og ufsa.
Þetta kemur m.a. fram í nýjum
tölum Fiskistofu um afla í septem-
ber fiskveiðiárin 2000 til 2001 og
2001 til 2002. Ein afleiðing lagasetn-
ingarinnar er að svokallaðir
þorskaflahámarksbátar eru ekki
lengur til en afli þeirra var uppi-
staða í afla krókabáta í september í
fyrra. Hafa veiðarnar færst yfir á
krókaaflamarksbáta, en samt vant-
ar verulega upp á að krókabátar í
heild haldi sínum hlut frá því í
fyrra.
Framsóknarsprettur dv-mynd hilmar þór
Guðni Ágústsson landbúnaðarráðherra og varaformaður Framsóknarflokksins hugsar um heilsu sína eins og vera ber og tekur iðulega góðan sundsprett í
Vesturbæjarlauginni í Reykjavík. Hér sést hann á tvö hundruð metra siglingu í blíðviðrinu í gærdag.
Vinstri grænir veita áframhaldandi umboð til R-lista-viðræðna:
Orkuveitan ekki einkavinavædd
segir Alfreö Þorsteinsson og er mjög bjartsýnn á framtíö R-listans
Vinstri grænir ákváðu á
aðalfundi í gær að veita
viðræðunefnd áframhald-
andi umboð vegna sam-
starfs um Reykjavíkur-
lista. Aðeins einn greiddi
atkvæði gegn þessu á
fundinum en Sigríður
Stefánsdóttir, endurkjör-
inn formaður Reykjavík-
urfélags vinstri grænna,
segir óvarlegt að túlka
Alfreö
Þorsteinsson.
niðurstöðuna sem svo að R-list-
inn sé þar með kominn á skrið.
„Það er ekki hægt að segja neitt
til um það eða hrapa að neinum
slfkum ályktunum," sagði Sigríð-
ur í samtali við DV í morgun.
Viðræðunefndin mun næst
funda með aðilum Samfylkingar
og Framsóknar í nóvem-
ber. Helst hefur verið
ágreiningur um rekstrar-
fyrirkomulag Orkuveitu
Reykjavíkur og segir Sig-
ríður að vinstri grænir
líti á hana sem grunnþjón-
ustu. Algjör andstaða sé
við það að hún verði
hlutafélagavædd.
Ekkert var farið út í
uppstillingarmál enda er
það algjörlega ótímabært, að sögn
Sigríðar. Auk hennar sitja í
stjórn Reykjavíkurfélags vinstri
grænna eftir kvöldið í gær Björk
Vilhelmsdóttir, Erla Sigurðar-
dóttir, Kolbeinn Proppé, Stein-
grímur Ólafsson, Tryggvi Frið-
jónsson, Steinar Harðarson, Kol-
brún Rúnarsdóttir og Rún-
ar Sveinbjörnsson. Mar-
grét Guðmundsdóttir, Ár-
mann Jakobssson, Birna
Þórðardóttir og Guðmund-
ur Magnússon gengu úr
stjórn.
„Ég er mjög bjartsýnn
fyrir hönd R-listans,“
sagði Alfreð Þorsteinsson,
framsóknarmaður í borg-
arstjórn, í samtali við DV
í morgun. Hann sagðist
Sigríöur Stef-
ánsdóttir.
fagna
ákvörðun vinstri grænna án þess
að hún kæmi á óvart. Viðræðurn-
ar hafi verið í ágætum farvegi og
brátt sjái fyrir endann á þessari
rimmu. „Mér skilst að málefnin
séu nokkurn veginn komin í
höfn. Það á aðallega eftir að ræða
hvort menn hafi prófkjör
eða hvort þau mál verði
útkljáð innan flokkanna
sjálfra," sagði Alfreð.
Alfreð er stjórnarfor-
maður Orkuveitu Reykja-
víkur en hann telur engar
líkur á að rekstrarfyrir-
komulag fyrirtækisins
muni verða úrslitafyrir-
staða. „Orkuveitan á að
veita ákveðna grunnþjón-
og á sem lægstu verði. í
ustu
anda þess höfum við starfað og
svo mun verða áfram. Að mínu
áliti kemur hvorki til greina að
Orkuveitan verði einkavædd né
einkavinavædd. Við erum ekkert
ósammála um þetta, við og
vinstri grænir.“ -BÞ
Gísli Sigurðsson læknir segir miltisbrandinn barnaleik hjá eitrinu sarín:
Búast má við mun hættulegra eitri
- telur Osama bin Laden hafa aðgang að eitrinu sarín
Gísli
Sigurðsson.
Gísli Sigurðs-
son læknir segir
ljóst að sá hern-
aður sem nú er i
gangi með dreif-
ingu miltis-
brandssýkla sé
nánast barna-
leikur á móti því
sem búast megi
við frá hryðju-
verkamönnum.
Hann segist telja það hafið yfir
vafa að Osama bin Ladin hafi yfir
að ráöa mun hættulegri eitur-
vopnum sem hann kunni að beita.
Gísli er sérfróður um málefni
Arabalandanna og hefur m.a. ver-
ið ráðgjafi í Sviss um málefni
þeirra, þar á meðal hefur hann
flutt erindi fyrir svissneska her-
inn um hættuna á sýklahernaði
hryðjuverkamanna. Gísli varð
landskunnur þegar , hann varð
eins konar „gísl“ í Kúvæt á dögum
Persaflóastríðsins.
Gisli segir að ekki sé hægt að
nota miltisbrand til að drepa
fjölda fólks á einu bretti og hann
smitist ekki frá manni til manns.
Hins vegar segir Gísli að hryðju-
verkamenn Osama bin Ladens
hafi án efa aðgang að efnavopnum
eins og sarín. „Það er vitað að bin
Laden hefur verið í sambandi við
Saddam Hussein, en Hussein átti
mjög mikið magn af efnavopnum.
Það voru einnig til upplýsingar
um annað eins magn sem aldrei
hefur fundist en talið er að hafl
veriö flutt til Jemen eða Sómalíu.
Osama bin Laden hefur verið
mjög virkur í báðum þessum lönd-
um og ég er ekki í nokkrum vafa
um að hann hefur aðgang að slik-
um vopnum."
Gísli segir aö sarín sé lyktar-
laust og því sé t.d. hægt að dreifa
með þeim hætti að setja það í litl-
ar dósir og feröast með þær á
áfangastað og auðvelt sé að kom-
ast með slíkt t.d. í gegn um flug-
vallaeftirlit. Þegar nota á efnin er
einfaldlega hægt að gera göt á dós-
imar og eitrið lekur út. „Þannig
gerðist t.d. í Japan, eitrið var í dós
sem sett var í poka undir sæti í
neðanjarðarlestinni og gat stungið
á dósina þegar hryðjuverkamenn-
irnir yfirgáfu lestina. Þrátt fyrir
að þeir blönduðu efnið rangt
þannig að styrkur þess var ekki
nema einn tíundi af því sem hann
hefði getað orðið varð mannfall og
þúsundir slösuðust. Ef þeir hefðu
blandað efnið rétt hefðu þeir ef-
laust drepið þúsundir manna og
slasað tugþúsundir.“ -gk
Skoðanakönnun Samfylkingarinnar í Hafnarfirði:
Lúðvík Geirsson langefstur
- uppstillingarnefnd vill hafa svigrúm til að stilla upp lista
Lúðvík Geirsson blaða-
maður varð samkvæmt
heimildum DV langefstur f
skoðanakönnun vegna upp-
stillingar á framboðslista
Samfylkingarinnar í Hafnar-
firði, en könnunin fór fram
um helgina. Hörður Zóphan-
íasson, formaður uppstill-
ingarnefndar vildi þó ekki
staðfesta þetta í samtali við
DV í morgun en á fundi nefndar-
innar í gærkvöld með frambjóð-
ungis nöfn sex efstu f
könnuninni og þá ekki
í hvaða sætum þau
lentu. Þetta er gert að
sögn Harðar í ljósi
þess að skoðanakönn- S
unin er ekki bindandi
fyrir nefndina og vill
hún hafa svigrúm til |
að stilla upp sem jóna Dóra
sterkustum lista. Að- Karlsdóttir.
Lúðvík
Gelrsson
spurður á hann þó ekki von á öðru
en þessir sex muni skipa efstu sæt-
um eru í stafrófsröð: Ellý
Erlingsdóttir, Guðmundur
Rúnar Ármannsson, Gunn-
ar Svavarsson, Hafrún Dóra
Júlíusdóttir, Jóna Dóra
Karlsdóttir og Lúðvík Geirs-
son. Að sögn Harðar liggur
engin ákvörðun fyrir um
það hvort uppstillingin mið-
ast við að í fyrsta sæti sé
bæjarstjóraefni flokksins en
á að liggja fyrir þann 31.
merhiuélin
fyrirfagmenn
og fyrirtæki,
heimili og
skóla, fyrir röð
tog reglu, mig
___ og þig. |
flybýlauegi 14 • sfmi 5S4 4443 • if.ls/rafport
endum var ákveðið að birta ein- in. Þau sem urðu í sex efstu sætun-
listinn
október, þegar bera á hann upp á
félagsfundi. -BG
Útiljós
Rafkaup
Ármúia24 • S. 585 2800
i
i
i
i
i
i
i
i
i
i
i
i
i
i
i
i
i
i
i
i
i
i
i
i
i
i
i
i
i
i
i
i
i
i
i
i