Alþýðublaðið - 15.03.1969, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 15.03.1969, Blaðsíða 3
Alþýðulblaðið 15. marz 1969 3 ISLENZ YNDAHÁTÍD í'HA'NDRIT TILBÚIN AÐ ÚTNESJAME NN OG NJÁLU á ísTandi, aðallcga við Hljóða Reykjavík — VGK. Edda film h.f. efnir til sýn ingarvikui á þremur kvikmynd um sínum í ÍHáskólabíói, og hefst wkan á föstudaginn 'kemur, 21. þ.m. Sýndar verða myndlirnar Salka Valka, 79 af stöðinni og loks Rauða skikkj- an. Edda Film verður 20 ára á þessu ári. Salka Valka verður sýnd dagana 21.—24, marz, þ.e. föstudag, laugardag, sunnu- dag og mánudag, 79 af stöð- inni næstu 3 daga, og Rauða skikkjan í næstu 3. Nokkur ágétSi Ofangreindar myndir hef- ur Edda film h.f. gert í sam- vinnu við kvrikmyndafélög á Norðurlöndum. Nokkur ágóði hefur ver)ið af öllum myndun um og þær verið vel sóttar af íslendingum. Salka Vafka 'Salka Valka eftir Halldór Laxness var gerð áaið 1954 í samvinnu við sænska kvik- myndafélagið Nordisk Tone- fílm. Kvjikmyndahandrit gerði Rune Lindström, en leikstjóm annaðist Arne Matt son, Lq'jkarar voru alli.r sænsk ir, nema í tveim smáhlutverk um, sem íslenzkir leikarar léku. Myndin var að mestu tekin á íslandj, og eign Edda film að einum fimmta hluta. Var myndin frumísýnd í byrj- un desember 1954 og síðan víðs vegar um landið. Sáu um 30 þús. manns myndina. 79 af stöðinni 79 af stöðinni gerði Edda film árið 1962. Sagan er eftir Indriða G. Þorstemsson, en Guðlaugur Rósinkranz gerði kvjkmyndarhandritið. Allir lei'karar voru íslenzkir, tónlist ri,n íslenzk, eftir þá Sigfús 'Háll dórsson og _Jón Sigurðsson og tal myndarinnar íslenzka. Lo(ik);tjórinn var danskur, Erik Ball.mg. en aðstoðar- leikstjórinn íslenzkur, Bene- dikt Ámason. Kvikmynda- tökumaður var danskur. Rauða skikkjan Siomarið 1966 var Rauða skikkjan kvikmynduð. Hand- rit myndarinnar var eftir Frank Jæger og Gabríel Ax- el, sem einnig var leikstjóri. Myndin var svo til öll tekin ikletta og í Grindavik. Leikar amir voru frá Danmörku, ís- landi, Noregli, Sviþjóð, Sovét- ríkjunum og Þýzkalandi. Edda film var einn af þrem framleiðendum og eigendum Rauðu skikkjunnar, en aðal- framleiðandi var ÁSA-film i Kaupmannahöfn. 35 þúsund manns sáu Rauðu skikkjuna á íslandi. Ný mynd? Guðlaugur Rósinkranz, for- maður Edda film, sagði við fréttamann í gær, að hann hefði nú gert tvö kv.ikmynda- handrit, Útnesjamenn eftir sögu séra Jóns Thorarensens, og Njálssögu. Hugmynd fé- lagsins væri 'að gera kvik- mynd um Njálssögu og væri málið í athugun. Stjórn Edda fiHm skipa nú: Form. Guðlaugur Ró&jinkranz gjaldkeri Ólafur Þorgrímsson og ritari Friðfinnur Ólafsson. Frá töku myndarinnar Rauða skikkjan. Um andlega kyrrstöðu MHÐAL þess ’ athyglisverðasta, sem gerzt hefur í umræðum unr efnahagsmál og reyndar einnig við framkvæmd efnahagsstefnu á und- arförnum árum, er, að í Austur- Evrópu-löndum, hafa verið sett fram sjónarmið um endurskoðun á hefð- bundnum kenningum marxista um hlutverk og framkvæmd áætlunar- búskapar. Alkunnugt er, hvernig á- ætlunarbúskapur hefur verið fram- kvæmdur í áratugi í Sovétríkjunum og síðan í öðrum Austur-Evrópu- löndum að sovézkri fyrirmynd. Á uhdanförnum árum hafa ýmsir marxistar tekið að gagnrýna mjög hin hefðbundnú sjónarmið og sett fram nýjar kenningar. Kjarni þeirra liefur verið sá, að frjáls verðmynd- un og ágóðamyndun, samfará sjálfs- stjórn fyrirtækja að vissu marki, —■ mundi geta leitt til mikillar fram- Ieiðsluaukningar í sósíölsku hag- kerfi. Formælendur þessara sjónar- miða hafa lagt ríka áherzlu á, að margir þeir gallar, sem þeir telja, að komið hafi í ljós í efnahagskerfi Austur-Evrópurlkjanna, eigi ein- mitt rót sína að rekja til þess, að hefðbundinn marxismi hafi afneit- að gildi frjálsrar verðmyndunar og ágóðamyndunar og fellt starfsemi fyrirtækja í of þröngar skorður alls herjar áætlunarbúskapar. Þessi sjónarmið hafa verið uppi í öllum Austur-Evrópulöndum. — Þau móta að verulegu leyti hagkerfi Júgóslavíu. Ymsir telja, að það sé ein skýring þykkjunnar, sem er milli stjórnvalda í Moskvu og Belgrad. Svo mikinn hljómgrunn hafa þessi sjónarmið hlotið, að Sovétríkin sjálf liafa efnt til merkilegra tilrauna til þess að kanna gildi sjónarmiðanna. Og það voru heimsfréttir, þegar ný stjórnarvöld í Tékkóslóvakíu á- kváðu, að gerbreyta efnahagskerfi landsins á grundvelli þessara nýju kenninga. Margir telja, að sú á- kvörðun hafi verið ein megin-skýr- ing þess, að Sovétrlkin hernámu Tékkóslóvakíu og knúðu stjórn- völdin þar til þess að hverfa að mestu frá fyrirætlunum sínum. Að óreyndu skyldi maður halda, að forystumenn Alþýðubandalags- ins hefðu fylgzt með á þessu sviði, hugsað málið og myndað sér á því skoðun. Þegar stjórnarandstaðan bað um almennar umræður um efnahagsmál á Alþingi, fannst mér ekki óeðlilegt, að ég leitaði eftir á- liti þeirra á þessum merkilegu at- riðum. Ekkert svar fékkst. Eg end- urtók spurninguna hér í blaðinu fyr- ir hálfum mánuði. Þá svaraði Austri með útúrsnúningi. Fyrir viku lét ég í ljós undrun á því, að ekkert svar, sem mark sé á takandi, skuli fást við spurningum, sem snerta grundvallaratriði í efnahagsstefnu sósíalskra landa og raunar höfuð- atriði í kenningum marxismans. Þá svaraði Austri með því að prenta tvo nær 20 ára garnla ræðukafla eftir mig og segir mig eins konar sérfræð- ing í því að skipta um skoðun, og kynni þetta að mega skiljast svo, að marxistum ætti þá að vera frjálst að skipta um skoðun líka. Ræðukaflar þeir, sem Austri prent- ar, munu vera úr ræðum, sem ég flutti til gagnrýni á efnahagsstefnu samstjórnar Framsóknarflokksins og Sjálfstæðisflokksins á árunum eftir 1950. Eg er enn þeirrar skoðunar, að sú efnahagsstefna hafi verið röng og gagnrýni á hana réttma:t. Sú stjórn reyndi að koma á inn- flutningsfrelsi og afnam verðlágs- ákvæði, án þess að gera nokkra til- raun til þess að samræma stefnuna í bankamálum og fjármálum rikis- ins þessari stefnu í innflutnings- og verðlagsmálum. Auk þess gerði hún engar samræmdar ráðstafanir til þess að ráða bót á því atvinnu- leysi, sem þá var alvarlegt. Þess vegna varð innflutningsfrelsi þá að ringulreið og álagning varð um tíma algjörlega óhófleg. Þetta gagn- rýndi ég og fleiri riijög harkalega. Þessi stefna mistókst og, eins og við andstæðingar hennar höfðum spáð. Innflutningsfrelsið var afnumið aft- ur ,verðlagsákvæðin tekin upp á ný, í stað þess að breyta stefnunni í bankamálum og fjármálum ríkis- ins til þess að gera stefnuna í inn- flutnings- og verðlagsmálum frarn- kvæmanlega. Eg hef ekki skipt um skoðun á því, að stefna stjórnar Steingríms Steinþórssonar í efnahagsmálum ■hafi verið röng. Elins er mér ánægja að láta getið, að ég hef á undanförn- um áratugum skipt um skoðun á mörgum atriðum í efnahagsmálum, sem og á ýmsum öðrum sviðum. Skoðanir mínar í dag eru ekki þær sömu sem þær voru á unglingsár- um mínum. Eg held mér sé óhætt að segja, að við lok hvers árs liafi ég á einhverju sviði haft aðra sldað- un en ég hafði við upphaf árslns. Mér finnst ég alltaf hafa verið að læra eitthvað á hverju ári, af reynsl- unni og lífinu, af kynnum og við- ræðum við arinað fólk,, af bókjm. Þannig held ég, að þessu sé fa)rið með allt venjulegt heilbrigt fólk. Þekking þess og þroski eykst með árunum og skoðanir þess breytast með nýrri þekkingu og auknum þroska. Hins vegar er líka til fólk, sem ekkert lærir og ekkert þrcjsk- ast, þótt árin Iíði, og hefur í ell- inni að öðru leyti sömu skoðanir og það tók sér á unglingsárum. I.íf þessa fólks er andleg kyrrstqiða. Mér er hlýtt til Austra persónu- lega. Þegar ég les suma pistla hans, er mér þess vegna raun að því,: að hann skuli vera í tiltölulega !fá- mennum hópi slíks fólks. Eg vóna að hann ílengist þar ekki.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.