Alþýðublaðið - 15.03.1969, Blaðsíða 6
6 Alþýðublaðið 15. marz 1969
ATHUGASEftlD VEGNA SSGLÓSiLDAR:
Framleiðslan er
takmörkuð
skorts á mörkuðum
vegna
Skortur á nægum mörkuðum en
ekki síldarleysi eða vöntun um
búða takmarkar framleiðsluna.
Vegna frásagna í blöðum, útvarpi
og sjónvarpi um stöðvun á rekstri
Síidarniðursuðuverksmiðju ríkisins
á Siglufirði vegna dósaskorts, tel ég
rétt að skýra orsakir. til tímabund-
inna stöðvana, sem orðið hafa hjá
verksmiðjunni af þessum sökum,
um tíma í janúarmánuði og aftur í
byrjun marzmánaðar.
i í verzlunarsamningnum á milli
Islands og Sovétríkjanna, sem gilti
á síðastliðnu ári, var svo una samið,.
að Rússar keyptu niðurlagða síld
fj’rir 25,5 milljónir króna sem lág-
mark og fyrir allt að 33 milljónum.
Samningar tókust urn sölu á niður-
lagðri síld fyrir lágmarksupphæð-
ina. Þótt fast væri sótt af hálfú
Islendinga, reyndust Rússar ófáan-
lcgir til, að kaupa meira magn til
afgreiðslu á árinu 1968, þrátt fyrir
að gert væri ráð fyrir kaupum á
allt að 33 millj. króna í „ramma
safnningnum".
'I byrjun október mánaðar s.l. fóru
tveir fulltrúar frá Islandi til Moskvu
til þess að semja þar viðdnnkaupa-
stofnun Sovétríkjanna, Prodintorg,
um kaup á niðurlagðri síld til af-
hendingar á árinu 1969 innan verzl-
unarsamningsins, sem gjörður hafði
verið milli landanna. Forstöðumað-
ur þeirrar deildar Prodintorg,! sem
annaðist þessi innkaup, skýrði frá
því, að þcir myndu kaupa eitthvert
ótiltekið magn af niðurlagðri síld
einsog áður, en hefðu ekki ennþá
ákveðið í hvaða stærð umbúða
(dósum) þeir vildu kaupa vöruna,
en þeir myndu væntanlega óska eft-
ir verulegri brcytingu á hlutföllum
einstakra dósastærða og jafnvel
fella niður kaup á niðurlagðri síld
í vissum ótilteknum stærðum. Væru
þeir ekki að svo stöddu reiðubúnir
til þess að segja til um þetta, en
myndu taka upp samninga um
kaupin í lok nóvembermánaðar í
Reykjavík, þegar nýi verzlunar-
fulltrúinn væri kominn þangað.
Hinn 13. desember tókust samn-
ingar við Prodintorg um kaup
þeirra á niðurlagðri síld, sem svar-
aði til kaupa á framleiðslu fyrir 33
milljónir króna á gamla genginu,
eða um 49 milljónir króna á nýja
genginu, en salan fór fram í USA
dollurum eins og áður á mjög svip-
uðu verði og gilt hafði fyrir árið
1968.
Síldarniðursuðuverksmiðja ríkás-
ins átti pokkrar birgðir af dósum
bg pantaði viðbót við birgðirnar
strax og samningar höfðu tekizt
við Prodintorg, en þá var fyrst vitað
um dósastærðirnar. Sámkvæmt
samningnum skyldi Siglósíld af-
grciða hálft magnið en helmingur
magnsins vera afgreiddur af niður-
suöuverksmiðju K. Jónsson og Co.
á Akureyri. Af hinu umsamda magni
skyldi helmingur afgreiðast fyrri
hluta ársins, en síðari helmingur
ekki fyrr en í haust og voru því
ekki pantaðar dósir nema fyrir þann
hlutann, sem afhenda skyldi fyrri-
hluta ársins, því að mikill kostnað-
ur er við að geyma hinar dýru um-
búðir í rnarga mánuði ónotaðar,
auk þess sem hætta kann að vera
á skemmdum við langa geymslu.
Að frumkvæði forráðamanna verk-
smiðjunnar fékkst Prodintorg til að
taka stærri hluta af framleiðslunni
á fyrra árshelmingi en um hafði
verið samið, strax og sú breyting
hafði verið samþykkt voru pantað-
ar umbúðir til viðbótar.
I dag óskaði rússneski Verzlunar-
fulltrúinn óvænt eftir því, að af-
greiðsla færi fram á öllu magninu
nú í vor, einnig því sem ekki hefði
átt að afgreiðast fyrr en á komandi
hausti, og samþykkti ég það að
sjálfsögðu sem framkvæmdastjóri
verksmiðjunnar, að því Ieyti, er hana
snerti. Jafnframt hafa verið fest
kaup á, að öllu leyti, umbúðum fyr-
ir þann hluta samningsins sem Síld-
arniðursuðuverksmiðja ríkisins á
að uppfylla.
Dósirnar fyrir niðurlögðu síldina
hafa verið keyptar í Noregi, vegna
þess að verð og skilmálar hafa verið
hagkvæmari þar en annarstaðar og
afgreiðslufrestur ^niklu skemmri,
en völ hefur verið á hér heima eða
annarstaðar, auk þess hefur verið
á hér heima eða annarstaðar, auk
eþss hefur framleiðslan reynzt mjög
vel. Verksmiðjan á von á stórri
dósasendingu með Tungufossi, sem
hleður í Kristianssand nú í vikulok-
in og síðan á eftirstöðvunum um
miðjan aprílmánuð.
Það skal sérstaklega tekið fram
að Síldarniðursuðuverksmiðja ríkis-
ins á nægar birgðir af síld til þess
að leggja niður fyrir umræddan
samning sinn við Prodintorg og eru
það því staðlausir stafir, sem full-
yrt hefur verið í Utvarpserindi og
blöðum, að verksmiðjuna vantaði
síld til þess að geta uppfyllt samn-
inga sína.
Að lokum vil ég lcggja áherzlu
á að revnt hefur verið að selja sem
mest magn af niðurlagðri síld frá
verksmiðjunni, en markaðir reynzt
mjög takmarkaðir og enginn aðili
keypt verulegt magn nema Sovét-
ríkin, en þó miklu minna en reynt
hefur verið að selja þeim og samn-
ingar þángað jafnan takmarkazt við
það lágmarksmagn, sem Rússar
hafa skuldbundið sig til að kaupa í
verzlunarsamningúnum milli Is-
lands og Rússlands á hverjum tíma.
Vegna þess að ekki hefur reynzt
unnt .að selja meira magn á erlend-
um mörkuðum en raun ber vitni,
hefur verksmiðjan ekki haft verk-
efni nema í 3 til 4 rnánuði á ári
og framleiðsla hennar því takmark-
azt við söluna á hina erlendu
markaði, þvi alltof áhættusamt cr
að leggja - útá þá hálu braut, að
framleiða þessa vöru, án þess að
hafa selt hana fyrirfram, því að
geymsluþol niðurlagðrar síldar er
mjög takmarkað.
Reykjavík, 6. marz 1969.
Gunnlaugur O. Briem,
framkvæmdastjóri Síldarniður-
suðuverksmiðju ríkisins.
»— . in«EffiÍÍa#í¥lU
b1"""’ . feRnr 1
tífómetragja bUiun.
afbé»úunl 1 a
BÍIMEIGAKMIIIR
Ef \>ér
& só\arhri»g
aó bri»63a>
s . e 500.00
• nst 5 ðaSa’ et
Og
__ Og vi« 1
H
_______ . F
car rental service ©
Ratiðarárstíg
Auglýsingasíminn er 14906
TRICITY HEIMILÍSTÆK'I
rú: !: :
<H>
ISLENZfóUR
IÐNAÐUR
ALLT
TRÉVERiC
Á EINUIti
STAÐ
Eldhúsinnréttingar, raf-
tæki, ísskápar, stálvask-
ar. svefnherbergisskáp-
ar- harðviðarklæöning-
ar, inni- og útihurðir.
ÓÐINSTORGhl
Skólavörtlustíg 16, — sfvni 14275