Dagblaðið Vísir - DV - 19.10.2001, Blaðsíða 2
FÖSTUDAGUR 19. OKTÓBER 2001
Fréttir
DV
Landssamtökin Þroskahjálp leita réttar skjólstæðinga sinna:
Prófmál í uppsiglingu
- ef hlutur fatlaðra verður ekki réttur í fjárlögum 2002
Landssamtökin Þroskahjálp
hafa leitað eftir og fengið álitsgerð
frá Ragnari Aðalsteinssyni hrl.
um réttindi fatlaðra samkvæmt
lögum um málefni fatlaðra frá
1992. Grundvallarspurningin er
hvort fatlaðir eigi að sitja við
sama borð og aðrir þjóðfélags-
þegnar, eins og kveður á í lögum
um málefni fatlaðra, eða hvort
þeir eigi ekki að gera þaö, sam-
kvæmt fjárlögum hvers árs.
Þetta mál er til umfjöllunar á yf-
irstandandi landsþingi Þroska-
hjálpar. Samkvæmt álitsgerð
hæstaréttalögmannsins eiga skjól-
stæðingar samtakanna rétt sam-
kvæmt lögum um málefni fatl-
aðra. Svo getur farið að dómsmál
verði höfðað því til staðfestingar
ef fatlaðir bera skarðan hlut frá
borði við endanlega gerð fjárlaga.
Ef af þvi verður þá er um prófmál
að ræða hér á landi.
Landssamtökin Þroskahjálp
hafa lýst yfir miklum vonbrigðum
með fjárlagafrumvarp fyrir áriö
2002. Að því er fram hefur komið í
Frumkvöölar meö gullmerkl í barml
Landssamtökin Þroskahjálp heiöruöu brautryöjendur viö upphaf
landsþingsins í gær. Hrefna Haraldsdóttir, foreldraráögjafi Þroskahjálpar,
María Hreiöarsdóttir, formaöur Átaks, fóiks meö þroskahömtun, og
Guömundur Ragnarsson, fyrrverandi formaöur Þroskahjálpar, sjást hér
ásamt Geröi Steinþórsdóttur, varaformanni Þroskahjálpar.
yfirlýsingu samtakanna mun það
leiða til þess að biðlistar eftir lög-
bundinni þjónustu fyrir fjölskyld-
ur fatlaðra, barna og fullorðna,
þroskahamlaða einstaklinga
munu lengjast enn frá því sem nú
er, verði það samþykkt óbreytt.
Þá benda samtökin á að kostn-
aður vegna biðlista eftir þjónustu
hafi í október 2000 verið metinn á
800 milljónir króna. Þeirri upp-
hæð hafi átt að verja á þremur
árum til að eyða biðlistunum við
flutning yfirstjórn þjónustu við
fatlaða frá ríki til sveitarfélaga. í
vor hafi veriö hætt við yfirflutn-
inginn í bili. Þroskahjálp hafi litið
svo á að 800 milljónirnar væru
áfram tiltækar, enda vandinn til
staðar þótt yfirflutningnum væri
frestað. Fyrir því sé hins vegar
ekki gert ráð í nýju fjárlagafrum-
varpi. Biðlistar haldi því áfram aö
lengjast, nema aö breyting verði á
fjárlagafrumvarpinu.
„Til allrar guðs lukku er fjár-
lagagerðin enn á frumvarpsstigi
en er ekki orðin lög,“ sagði Hall-
dór Gunnarsson, formaður
Þroskahjálpar, við DV í morgun.
„Álitsgerðin verður lögð fyrir á
landsþinginu og það er landsþing
sem tekur ákvörðun um hvað
varðar framhaldið. Slíkt mál
þarfnast mikils undirbúnings.“
-JSS
Atján sýslumenn í
kynnisferð í Noregi
- athuga fækkun á lögreglustjóraumdæmum
Átján af tuttugu og sex sýslu-
mönnum á landinu dvelja nú í Nor-
egi, þar sem þeir kynna sér miklar
breytingar sem gerðar hafa verið á
skipan löggæsluumdæma þar í
landi. Þeir héldu utan í gærmorgun
og eru væntanlegir aftur á sunnu-
dagskvöld.
„í Noregi hefur lögreglustjóraum-
dæmunum nú verið fækkað úr 58
niður í 26,“ sagði Bjöm Jósef Arn-
viðarson, formaður Sýslumannafé-
lags íslands, þegar DV ræddi við
hann, þar sem hann var staddur í
Ósló í gær. „Þetta hefur verið gert
með því að sameina umdæmin og
gera þau stærri. Við erum að kynna
okkur þessar breytingar. Heima hef-
ur oft verið rætt um að sýslumanns-
eða lögreglustjóraembættin væru
mörg og smá. Þar er ef til vill einn
sýslumaður, enginn fulltrúi og 2-3
lögreglumenn. Þetta er „lið“. Við
erum að athuga hvort skynsamlegt
sé fyrir okkur að fara sömu leið,
gera þau færri, stærri og þar með
öflugri og auka með því samræmi í
allri afgreiðslu."
Björn Jósef sagði að hver sýslu-
maður fyrir sig hefði tekið ákvörð-
un um hvort embætti hans hefði
efni á að taka þátt i þessari for.
„Ég held að það sé skynsamlegt
að það fari sem flestir í svona ferð,“
sagði Björn Jósef. „Menn geta þá
betur glöggvað sig á því hvað Norð-
menn eru að gera og metið hvort
skynsamlegt sé að fara þessa leið
heima.“
í dag munu íslensku sýslumenn-
inir hitta norska ríkislögreglustjór-
ann og hans menn, sem fara í smá-
atriðum með þeim yfir þær breyt-
ingar sem gerðar hafa verið. Á
morgun munu íslensku sýslumenn-
irnir kynna sér með hvaða hætti
norska lögreglan starfar.
Björn Friðfinnsson, ráðuneytis-
stjóri í dómsmálaráðuneytinu, sagði
að þessi ferð ætti að leiða til hag-
ræðingar innan lögreglunnar, auk
þess að bæta þjónustuna. Ráðuneyt-
ið hefði sérstaklega séð til þess að
embættin væru setin af hæfum
mönnum þar sem um einmennings-
umdæmi væri að ræða. -JSS
Útilistaverkiö 2001 í Reykjavíkurtjörn dv-mynd e.ól.
Magnús Sigurösson myndlistarmaöur sýnir um þessar mundir á haria óvenju-
legum staö, eöa i hólmanum í Reykjavíkurtjörn. Verk Magnúsar heitir „2001“
og segist höfundur meö nafninu vitna í klassíska bíómynd. Þó aö Reykjavíkur-
tjörn sé óvenjulegur sýningarstaöur þá er þetta ekki í fyrsta sinn sem þar er
sett upp listaverk. Minnast menn þá gjarnan „Hafmeyjar“ Ninu Sæmundsson
sem sprengd var í loft upp á stalli sínum fyrir nær fjórum áratugum. Afsteypu
af því verki hefur nú veriö komiö fyrir viö verslunarmiöstöðina Smáralind.
Jórvík hættir skyndilega við að fljúga til Húsavíkur:
Finnst ég hafa verið hafður að fífli
- segir samstarfsaðilinn á Húsavík. Ekki hætt við heldur frestun segir Jórvík
Ekkert verður af því að áætlunar-
flug til Húsavíkur hefjist í dag á veg-
um Jórvíkur, í samstarfi við Hótel
Húsavík, eins og gert hafði verið ráð
fyrir. Ástæðan er sú að Jórvík til-
kynnti nánast án fyrirvara að félag-
ið væri að svo stöddu ekki tilbúið til
að hefja flugið og því þurfti að aftur-
kalla úr prentun auglýsingar sem
voru tilbúnar um áætlunina og
vinda ofan af þeim undirbúningi fyr-
ir flugið sem var langt kominn. Með-
al annars var Vegagerðin, sem sér
um flugstöðvarbygginguna, langt
komin með að ræsta hana.
„Mér finnst ég hafa verið hafður
að fífli, það er nú bara svo einfalt,"
segir Þórhallur Harðarson á Hótel
Húsavík sem á þriðjudagskvöld vissi
ekki betur en flugið myndi hefjast í
dag, fostudag. Þá var hann með Jór-
víkurmönnum i Reykjavík að ganga
frá lokaundirbúningi. Hann segir
undirbúning fyrir þetta hafa staðið
lengi og í byrjun vikunnar hafi allt
verið klappað og klárt og menn hafi
verið búnir að mynda breiðfylkingu
í bænum að baki
þessu framtaki.
Fjöldi samtaka,
stofnana og fyrir-
tækja hefði lýst sig
reiðubúinn til að
styðja við þetta
framtak Jórvíkur
með því að versla
eingöngu við það
fyrirtæki og mikil
spenna og jákvæðir
straumar hafi verið
vegna þessa flugs.
Menn hafi meira að
segja verið farnir aö
skipuleggja móttöku-
athöfn þegar fyrsta flugið kæmi -
„bæjarstjórinn ætlaði að koma með
blóm og hvaðeina." Síðan segir Þór-
hallur að Jórvík hafi sent tölvupóst
á hótelið þar sem tilkynnt var að
stjómarfundur á þriðjudagskvöld
hefði ákveðið að hætta við allt sam-
an og ekkert yrði af flugi. Það hafi
verið mikil vonbrigði og talsverð
.reiði sé í bænum vegna þessa máls
og segir hótelhaldar-
inn hluta þessarar
reiði beinast gegn
sér sem þó hafi unn-
ið í góðri trú. Að-
spurður hvort hann
hygðist sækja um
bætur vegna samn-
________________________________ ingsrofs sagði Þór-
Húsavík hallur of snemmt að
Mikil spenna haföi myndast fyrir se£ja nokkuð um
flugið sem hefjast átti til Húsa- slíkt en ljóst sé að
víkur í dag. Sú spenna hefur nú
ummyndast í reiöi og sam-
starfsaöili Jórvíkur segist hafa
veriö haföur aö fífli.
hann hafi lagt í mik-
inn kostnað og
vinnu vegna máls-
ins.
Ekki hættir
Jón Grétar Sigurðsson, fram-
kvæmdastjóri Jórvíkur, segir að það
sé á misskilningi byggt að félagið
hafi ákveðið að hætta við flugið. Hið
rétta sé að félagið hafi verið með
þetta í skoðun án þess að endanleg
ákvörðun hafi legið fyrir. Þegar
nálgaðist áformaðar dagsetningar
um upphaf áætlunarferða hafi menn
hins vegar drifiö i því að klára út-
reikninga og séð þá að félagið var
ekki tilbúið til að fara út í þetta að
svo stöddu. „Við teljum okkur ekki í
stakk búna til að hefja flugið með
þeim hætti sem við viljum á þessum
tímapunkti en við erum hins vegar
alls ekki hættir við áform okkar um
að hefja áætlunarflug á þessari leið.
Það er mikill áhugi á Húsavik fyrir
þessu og við metum hann mikils.
Hins vegar höfum við ekki vélakost
sem er hentugur í þetta að svo
komnu máli,“ segir Jón. Hann sagði
aðspurður að þessi mál hefðu verið
rædd við samstarfsaðilann á Húsa-
vík en Þórhallur Harðarson segir
hins vegar að einu samskiptin við
Jórvík eftir þessa ákvörðun þeirra
sé tölvupósturinn sem þeim var
sendur með tilkynningunni um að
ekkert yrði af fluginu. Þrátt fyrir ít-
rekaðar tilraunir hafi hann ekki náð
í stjórnendur eða eigendur fyrirtæk-
isins og hann gerir lítið með yfirlýs-
ingar um að félagið sé ekki hætt við
flugið. -BG
Valt inn í kirkjugarðinn
Ökumaður bifreiðar, sem
var á ferð í Suðurhlíð
i Reykjavík í nótt,
virðist hafa haft eitt-
hvað slæmt á sam-
viskunni því þegar
lögreglubill nálgaðist jók
ökumaðurinn hraðann og
virtist vera að reyna að komast undan.
Það tókst hins vegar ekki betur til en
svo að við kirkjugarðinn í Fossvogi
missti ökumaðurinn vald á bifreiðinni
og velti henni inn í kirkjugarðinn.
Ökumaðurinn komst út úr bifreiðinni
og hvarf á hlaupum út i náttmyrkrið en
lögreglan hafði hins vegar hendur í
hári farþega úr bifreiðinni i nágrenn-
inu skömmu síðar. Hann gat gert grein
fyrir því hver ökumaðurinn hefði verið
og á sá von á heimsókn lögreglu hafi
hann ekki fengið hana nú þegar.
Bílvelta á Moldhaugnahálsi
Bílvelta varð á Moldhaugnahálsi í
Eyjafirði í gærkvöldi þegar ökumaður
missti þar stjóm á bifreið sinni.
Bifreiðin valt út af veginum en öku-
mann, sem var einn á ferð, sakaði ekki
alvarlega. Hann var þó fluttur á slysa-
deild Fjórðungssjúkrahússins á Alurr-
eyri til aðhlynningar.
Ofsaakstur á mótorhjóli
Lögreglan í Reykjavik lenti í því í
nótt að reyna að stöðva ferð ungs
manns á mótorhjóli sem ók glæfralega
um götur borgarinnar.
Leikurinn barst m.a. frá Snorra-
braut, vestur Hringbraut og vestur í
bæ. Þaðan tO baka og síðan inn í Kópa-
vog. Loks tókst ökumanni mótorhjóls-
ins að stinga lögreguna af og sem dæmi
um ökuhraðann má nefna að þegar lög-
reglubíl í eftirfórinni var ekið á 140 km
hraða dró i sundur með ökutækjunum.
Lögreglan náði hins vegar númeri
mótorhjólsins og var eiganda þess því
gerð heimsókn í nótt og hann færður til
yfirheyrslu. Hann mun verða sviptur
ökuleyfi og þarf væntanlega að greiða
marga tugi þúsunda króna i sekt.
Rjúpnaskytta handtekin
Lögreglan í Borg-
arnesi lagði í gær
hald á rjúpu og byssu
manns sem hafði
■*'í| skotið i sumarbú-
staðabyggðinni í
Galtarholtslandi.
Maðurinn var hand-
tekinn og viður-
kenndi brot sitt.
Lögregla hvetur rjúpnaskyttur til að
aka ekki vegarslóöa sem eru mjög
blautir vegna tíðarfarsins aö undan-
fómu. Lögreglan hefur lokað mörgum
slikum vegarslóðum.
Fellst á göng
Skipulagsstofnun hefur fallist á gerð
jarðganga á Tröllaskaga, á leiðinni
milli Siglufjarðar og Ólafsfjarðar, og
vegagerð í tengslum við göngin. Alls er
gert ráð fyrir 10,5 kílómetra löngum
göngum og mun áætlaður kostnaður
vera 4,6 milljónir ef þau verða einbreið
en 5,6 ef um tvíbreið er að ræða.
Landsfundur VG í dag
Landsfundur
Vinstri hreyflngar-
innar - græns fram-
boðs verður settur í
dag. Hann hefst
klúkkan 17 með setn-
ingarræðu Stein-
grims J. Sigfússonar
formanns. Reiknað er
með að almennar stjómmálaumræður
fari siðan fram í kvöld og hefjist klukk-
an 20.
Vinningshafinn fúndinn
Vinningshafmn sem fékk fimm tölur
í lottóinu þann 8. september síðastlið-
inn hefur gefið sig fram. Um er að ræða
sunnlenska konu og er vinningur
hennar rúmar 24 milljónir króna*
-MA/-gk