Dagblaðið Vísir - DV - 19.10.2001, Blaðsíða 28

Dagblaðið Vísir - DV - 19.10.2001, Blaðsíða 28
FRETTASKOTIÐ SÍMINN SEM ALDREISEFUR Hafir þú ábendingu eöa vitneskju um frétt, hringdu þá í síma 550 5555. Fyrir hvert fréttaskot, sem birtist eöa er notaö í DV, greiöast 3.000 krónur. Fyrir besta fréttaskotiö í hverri viku greiöast 7.000. Fullrar nafnleyndar er gætt. Viö tökum viö fréttaskotum allan sólarhringinn. 550 5555 FÖSTUDAGUR 19. OKTÓBER 2001 íslandsmót taflfélaga: Hrókur mætir með sex erlenda stórmeistara Islandsmót taflfélaga hefst í Vest- mannaeyjum í dag. Hátt á annað hundrað skákmenn eru á leið til Eyja. í fyrstu deild er útlit fyrir gríð- arlega spennandi keppni enda hafa öll stærstu félögin fengið erlenda at- vinnumenn í lið sín.Ý Taflfélagið Hrókur, sem oftast hef- ur verið kennt við Grandrokk, hefur á aðeins þremur árum unnið sig upp úr fjórðu deild í þá efstu. Klúbbur- inn teflir fram sex erlendum stór- meisturum. Á efstu borðum hjá Hróknum tefla tveir úr hópi bestu skákmanna heims, Ivan Sokolov frá Bosníu og Jaan Ehlvest frá Eist- landi. Auk þeirra eru í liðinu Nick De Firmian frá Bandaríkjunum, Luke McShane, yngsti stórmeistari Englendinga, Henrik Danielsen frá Danmörku og Jan Votava frá Tékk- '■* landi. Helstu keppinautar Hróksins eru Taflfélagið Hellir, með fjóra íslenska stórmeistara og einn sænskan, og Taflfélag Reykjavíkur, með tvo ís- lenska stórmeistara og tvo útlenda. -HK Sumariö gefur sig ekki Enda þótt enn lifi aöeins vika afsumrí, en síðasti sumardagur er næsta föstudag, ieikur blíðviöri við iandsmenn. Hvert hitametið er nú slegið af öðru í Reykjavík en margra ára met var slegið í byrjun vikunnar og það met var að nýju slegið í gærdag þegar hitinn í borginni fór hátt í sextán gráður. Myndin er tekin í hauststillunni við Elliðavatn í gærdag. Delta framleiðir sýklalyf sem gagnast gegn miltisbrandi: Gríðarleg sala í Þýskalandi - ótta vegna miltisbrands samt ekki farið að gæta Nýtt hitamet í Reykjavík Síðdegis í gær var slegið hitamet í j* Reykjavík þegar hitinn mældist 15,6 gráður. Að sögn Hrafns Guðmunds- sonar, veðurfræðings á Veðurstof- unni, var gamla metið í október 15,3 gráður og var það það hæsta sem mælst hefur frá upphafi mælinga. Hann segir að djúp lægð vestur af ír- landi hafi dælt hlýja loftinu upp að landinu með þeim afleiðingum að mjög hlýtt hefur verið, þó sérstaklega á Suðvesturlandinu. „Það lítur út fyr- ir að það verði þokkalega hlýtt áfram en það er þó ólíklegt að við sjáum fleiri hitamet en það er þó aldrei að vita,“ segir Hrafn. Lægðin sé aðeins farin að grynnast en sé þó ansi lífseig. Hlýja loftið er komið frá Bretlandseyj- um og meginlandi Evrópu. -MA ~ Mest verðbólga á íslandi Verðbólga mældist 0,8% í septem- ber síðastliðnum samkvæmt sam- ræmdri vísitölu neysluverðs sem Hag- stofa íslands birti í gær. í EES-ríkjum mældist verðbólgan 0,3% í sama mán- uði. Samkvæmt þessum samræmda mælikvarða var verðbólgan 8,8% hér á landi á síðustu 12 mánuðum og hef- ur verðbólgan í engu öðru EES-ríki verið meiri á þessum tíma. Holland kemst þó næst með 5,4% verðbólgu. Lægst var verðbólgan hins vegar í Bretlandi, eða 1,3%. Að meðaltali mældist verðbólgan 2,4% í ríkjum mk EES á þessu tímabili. Óttinn við miltisbrand vex stöðugt um allan heim. Æ fleiri fá bréfasendingar sem innihalda sýkil- inn en enginn veit hverjir sendend- ur eru. Þeir sem anda að sér eða komast í snertingu við miltisbrand eru meðhöndlaðir með lyfjum. Eina lyfið sem viðurkennt er að fullu í þessu skyni, af Fæðu- og lyfiaeftir- liti Bandaríkjanna er CIPRO. ís- lenska lyfiafyrirtækið Delta fram- leiðir samheitalyfið cyprofloxacin sem m.a. er selt á Þýskalandsmark- aði. Þar hefur veltan vaxiö hröðum skrefum og fer líklega um 600 millj- ónum fram úr áætlunum á þriðja ársfiórðungi þessa árs. Róbert Wessman, framkvæmda- stjóri Delta, segir að fyrirtækið sé ekki í aðstöðu nú til að selja þetta lyf á Bandaríkjamarkaði. „Það þyrfti að þróa lyfið með tilliti til Bandaríkjanna og fá það skráð. Það er um fimm ára ferli. Þar fyrir utan er einkaleyfi frumlyfsins í Bandaríkjunum i gildi fram á næsta ár ef ég man rétt, fyrr má ekki selja þar slík samheitalyf. Einkalyfið rann út í Þýskalandi á þessu ári. Af því að við náðum þeirri stöðu að vera fyrst á markað með samheitalyf náðum viö yfir 50% markaðshlutdeild í Þýskalandi. Þá er einkaleyfi frumlyfsins að renna út í Bretlandi í byrjun næsta árs.“ Ótrúlegur uppgangur hefur verið í rekstri Delta undanfarin ár. Árið 1998 var heildarveltan um 800 millj- ónir króna. Eftir að sala á ónæmis- lyfinu loratandine og sýklalyfinu ciprofloxacin fór á fullt skrið í Þýskalandi hefur salan vaxið ört. Þannig var í ágústlok, löngu fyrir alla miltisbrandsumræðu, gert ráð fyrir að salan á ciprofloxacin í Þýskalandi einu yrði yfir 900 millj- ónir króna á þessu ári. Þó bæði sýklalyfin doxycycline og penísillín hafi verið talin nothæf gegn miltisbrandi hefur notkun þeirra í þessum tilgangi valdið ýms- um erfiðleikum. Auk þess er talið líklegt að hryðjuverkamenn hafi yfir að ráöa miltisbrandi sem er að einhverju leyti ónæmur fyrir báð- um þessum lyfium. Róbert Wessman segir að enn sé þó ekki að merkja aukna eftirspurn eftir samheitalyfinu þeirra í Þýrska- landi vegna ótta við miltisbrand. „Þaö getur hins vegar vel verið að það gerist." -HKr. Möguleg sameining Línu.Nets við önnur fjarskiptafyrirtæki: Það er ekkert fast í hendi - gæti verið sterkt í ljósi samkeppni, segir Alfreð Þorsteinsson Sterkur orðrómur hefur verið um að Orkuveita Reykjavíkur og fiar- skiptafyrirtækið Lína.Net væru að íhuga kaup á hlut Norðurljósa í síma- fyrirtækinu Tali. Alfreð Þorsteinsson, stjómarformaður Orkuveitunnar, seg- ir ekkert hæft í þeim vangaveltum. Hann segir menn hins vegar hafa rætt lauslega ýmsa hluti, m.a. varðandi mögulega sameiningu Línu.Nets við önnur fyrirtæki á fiarskiptasviði. „Það er þó ekkert fast í hendi með það. Hins vegar telja menn í Ijósi sam- keppninnar að það geti veriö sterkt að sameina einhver fyrirtæki á þessum markaði," sagði Alfreð Þorsteins- son í samtali við DV. Guðlaugur Þór Þórðarsson, borg- arfulltrúi Sjálf- stæðisflokks, hef- ur mjög gagnrýnt það sem hann kall- ar botnlaust braðl varðandi uppbygg- ingu Línu.Nets. Þar hafi 1,1, milljarði verið eytt í Linu.Net og fyrir liggi að miklu hærri fiárhæðum þurfi að verja í það til viðbótar. Hann segir þetta sambærilegt og 11 ára framlög til kaupa á félagslegu húsnæði hjá Reykjavíkurborg. „Ég hef heyrt þetta víða. Það er al- veg ljóst að meirihlutinn er aö upp- hugsa eitthvað til að losa sig úr þeim botnlausu vandræðum sem eru í tengslum við Línu.Net. Hvaða leið þeir fara veit ég ekki. Eitt veit ég þó að þeir munu örugglega ekki ræða það á vettvangi borgaranna innan hinna lýðræðislegu stofnana, ef ég þekki þessa kappa rétt,“ segir Guð- laugur Þór. -HKr. íslensk knattspyrna: 100 prósent aukning áhorf- enda á 5 árum 96.845 áhorfendur komu á níutíu leiki í úrvalsdeild karla í sumar. Þetta er 12.671 fleiri áhorfendur miðað við metaárið 1987. í ár mættu einnig í fyrsta skipti að meðaltali fleiri en 1.000 áhorfendur á hvern leik. Gleðilegt þykir einnig hjá knattspyrnumönnum að áhorfend- um hefur nú Qölgað fimm sumur í röð. Á þessum tíma hefur áhorf- endafiöldi tvöfaldast. Þetta þýðir að 490 áhorfendur mættu í ár á hvern einasta leik að meðaltali miðað viö árið 1996. KR, Fylkir og ÍA og FH voru fengu á bil- inu 19.618 til 30.350 áhorfendur til sín á tímabilinu sem er þykir mjög gott. Á íþróttasíðum DV í dag er fróð- leg og ítarleg úttekt DV-Sports á ýmsum staðreyndum í þróun á áhuga okkar íslendinga á knatt- spymunni. Bestu leikirnir eru tí- undaðir og aðsókn hjá liðum hverju fyrir sig. Sjá bls. 16-17. -Ótt Bensínlækkun - um mánaðamót Verð á eldsneyti mun lækka um næstu mánaðamót. Þróunin hefur verið á einn veg, verðið hefur farið stöðugt lækkandi á síðustu vikum, með örlitlum sveiflum þó. Ekki er enn vitað hversu mikil lækkunin verður, en hún hlýtur aö verða all- nokkur, sé tekið mið af heimsmark- aðsverði og stöðugleika gagnvart dollar að undanförnu. Heimsmarkaðsverð á eldsneyti hefur ekki verið lægra um tveggja ára skeið. Verð á tunnu af hráolíu var í gær komið niður i 19 dali. Ástæða verðlækkunarinnar er eink- um talin vera samdráttur i efna- hagslífi Bandaríkjanna. -JSS Byssuskotá Fjarðarheiðl Rjúpnaskytta sem var skammt frá Felli á Fjarðarheiöi í fyrradag gekk fram á stærra byssuskot þar en notuð eru við hefðbundnar veiðar. Skotið var um 40 cm langt og nokk- uð svert. Talið er víst að það sé frá því á stríðsárunum. Ekki var hreyft við skotinu, enda stórhættulegt, og er von á sprengjusérfræðingum austur til að gera það óvirkt. -gk rother merkiuéiin Rafport fyrir fagmenn og fyrirtækl, heimili og skóla, fyrir röð og reglu, mig og þig. nybytauegl 14 • sfml 554 4443 • If.ls/rafporf i * * * * i * * Útiljós Rafkaup Armúla 24 • S, 585 2800

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.