Dagblaðið Vísir - DV - 19.10.2001, Blaðsíða 10
10
Útlönd
FÖSTUDAGUR 19. OKTÓBER 2001
I>V
REUTER-MYND
Forsetar heilsast
Jiang Zemin Kínaforseti tók á móti
George IV. Bush Bandaríkjaforseta
þegar hann kom til fundar þeirra í
Shanghai í morgun.
Bush hitti Kína-
forseta í morgun
George W. Bush Bandaríkjafor-
seti hitti Jiang Zemin, kínverskan
starfsbróður sinn, að máli í Shang-
hai í morgun þar sem þeir ætla að
sitja leiðtogafund Asíu- og Kyrrhafs-
ríkja.
Á sama tíma og leiðtogarnir tveir
settust niður til að ræða saman bár-
ust fréttir um að stjómvöld á Taív-
an ætluðu ekki að mæta til leiötoga-
fundarins. Taivönum þótti sem Kín-
verjar hefðu ekki komið fram við þá
eins og þeir áttu skilið.
Ferðalag Bush til Shanghai er hið
fyrsta sem hann hefur farið í til út-
landa frá því hryðjuverkaárásirnar
voru gerðar í síöasta mánuði. Hon-
um er mjög í mun að reka smiðs-
höggið á bandalag Kínverja og
Bandaríkjamanna i baráttunni gegn
hryðjuverkamönnum.
Fylgismenn bin Ladens fyrir dómi
Teikning af fjórum fylgismönnum Osama
bin Ladens sem dæmdir voru í gær.
Fjórir hlutu lífs-
tíðardóma
Fjórir fylgismenn Osama bin
Ladens, sem ákærðir voru fyrir
sprengjuárásimar á tvö sendiráð
Bandaríkjanna í Afríku áriö 1998,
vom í gær dæmdir í lífstíðarfangelsi
af bandarískum dómstóli, án mögu-
leika á reynslulausn. Þeir dæmdu eru
Khalfan Khamis Mohamed, 28 ára
Tansaníumaður, sem fundinn var sek-
ur um að hafa verið höfuöpaurinn í
árásinni á sendiráðið í Des es Salaam
í Tansaníu, þar sem 11 manns létu líf-
ið og þeir Mohamed al-Owhali, 24 ára
gamall Sádi, og Mohamed Odeh, 36 ára
Jórdani, fyrir að hafa sama dag staðið
að árásinni á sendiráðið í Keníu, þar
sem 213 manns létu lífið. Sá íjórði var
hinn 41 árs Wadih el Hage af líbönsk-
um uppmna, sem fundinn var sekur
um hlutdeild í árásunum.
Donaid Rumsfeld, varnarmálaráð-
herra Bandaríkjanna, sagði eftir
dómsuppkvaðninguna að hún sannaði
að hryðjuverkamenn væm nú hvergi
óhultir og yrðu eltir uppi.
Uppboö
Uppboð mun byrja á skrifstofu
embættisins, Austurvegi 4,
Hvolsvelli, þriðjudaginn 23.
október 2001, kl. 15.00, á eft-
_______Irfarandl eign:____
Drangshlíð, A-Eyjafjallahreppi. Þingl.
eig. Jón Guðmundsson. Gerðarbeið-
andi er Lánasjóður landbúnaðarins.
SÝSLUMAÐUR
RANGÁRVALLASÝSLU
Ekkert lát á loftárásunum á Afganistan:
Sérsveitirnar eru
komnar til starfa
Bandarískar hersveitir hafa verið
að störfum innan landamæra
Afganistans og veitt stuðning upp-
reisnarmönnum sem berjast gegn
talibanastjórninni, að því er hátt-
settur embættismaður innan Banda-
ríkjahers greindi frá i gær.
Talibanar sögðu hins vegar í
morgun, á alþjóðlegum degi gegn
stríði og ofbeldi, að þeir hefðu ekki
fengið neinar fréttir af bandarísk-
um hermönnum á yfirráðasvæðum
sínum.
Enn eru fáir bandarískir her-
menn í Afganistan og ólíklegt þykir
aö fjöldi þeirra verði nokkurn tíma
í líkingu við það sem gerðist í
Persaflóastríðinu fyrir tíu árum.
Vera þeirra innan landamæranna
markar þó þáttaskil í baráttunni
gegn talibönum og hryðjuverka-
sveitum Osama bin Ladens, sem
grunaður er um að hafa skipulagt
hryðjuverkaárásirnar á Bandaríkin
í síðasta mánuöi.
REUTER-MYND
Flugkona tilbúin til árásar
Bandarísk flugkona býr sig undir aö
fara í árásarferö á Afganistan frá
flugmóðurskipinu Carl Vinson.
Verkefni sérsveitanna í sunnan-
veröu Afganistan er að hvetja leiö-
toga ættflokks pastúna til að láta af
stuðningi sínum við talibana.
Talibanar sögðu í gær að loftárás-
ir Bandaríkjamanna sem hafa staö-
ið í tæpar tvær vikur hefðu orðið
allt að níu hundruð manns að bana
og að þúsundir hefðu slasast. Don-
ald Rumsfeld, landvarnaráðherra
Bandaríkjanna, bar brigður á þess-
ar fullyrðingar og sagði að hvergi
nærri svo margir hefðu fallið í
sprengjuregninu.
Á heimavígstöðvunum hafa
bandarísk stjómvöld boðið eina
milljón dollara í verðlaun til þess
sem getur veitt upplýsingar um þá
sem hafa sent miltisbrandsbakterí-
ur á skrifstofur fjölmiðla og Banda-
ríkjaþings að undanfömu. Sex
manns hafa smitast og þar af hefur
einn dáið af völdum sýkingarinnar.
Talið er að sendingarnar séu hluti
skipulagðs samsæris.
REUTER-MYND
Allur er varinn góöur viö flokkun póstsins
Starfsmaöur póstþjónustunnar í rússneska bænum Ljúbertsí skammt frá Moskvu hefur grímu fyrir andlitinu og er
meö hanska á höndunum viö skoöun og flokkun pósts, af ótta viö miltisbrandssmit. Rússar hafa boöiö Bandaríkja-
mönnum miltisbrandsmótefni og sérfræöiþekkingu vegna miltisbrandsóttans sem heltekur Bandaríkin.
ísraelskar skriðdrekasveitir komnar inn í palestínska hluta Jerúsalem:
Háttsettur foringi í Fatahsam-
tökum Arafats drepinn í gær
Eins og flestir bjuggust við kom til
blóðsúthellinga á óróasvæðinu fyrir
botni Miðjarðarhafs í gær, í kjölfar
morðsins á harðlínuráðherranum
Rehavam Zeevi í fyrradag. ísraelski
herinn sendi strax í gær skriðdreka-
sveitir inn á tvö svæði á yfirráða-
svæði Palestínumann á Vesturbakk-
anum með tilheyrandi skothríð og
þegar upp var staöið lágu að minnsta
kosti sex Palestínumenn og einn ísra-
elskur hermaður í valnum. Á meðal
fallinna Palestínumann var Atef
Abayat, háttsettur foringi í Fatah-
samtökum Yassers Arafats, en hann
mun hafa látist þegar bílsprengja
sprakk i bíl hans þar sem hann var
staddur í borginni Jerúsalem á Vest-
urbakkanum. Abayat mun hafa verið
á aftökulista ísraelsmanna, fyrir upp-
safnaðar sakir, þar á meðal dauða
fimm ísraelsmanna. Tveir félagar
Sharon viö leiði Zeevis
Ariel Sharon leggur hér krans á leiöi
Rehavams Zeevis, sem Hösmaöur Ham-
assamtakannna skaut til bana á þriöju-
daginn. Sharon hefurgefiö Arafat viku til
aö framselja meintan moröingja.
Abayats, sem ekki voru á dauðalistan-
um, féUu einnig i sprengingunni.
Samkvæmt yfirlýsingu frá Ariel
Sharon, forsætisráðherra ísraels,
kannast hann ekki við að sínir menn
eigi heiðurinn af sprengingunni og
segir líklegt þeirra eigin sprengja hafi
sprungið fyrir slysni inni í bílnum.
Tíu ára palestínsk stúlka var meðal
þeirra sem létust í gær, en hún varð
fyrir skoti þegar ísraelsk skriðdreka-
sveit hóf skothríð á skólahúsnæði.
Palestínumenn svöruðu fyrir sig með
skothríð á íbúðabyggðir ísraelsmanna
á svæðinu og féU einn óbreyttur borg-
ari í Jeríkó.
í morgun, á alþjóðlegum degi gegn
stríði og ofbeldi, höfðu ísraelskar
skriðdrekasveitir komið sér fyrir í
palestínska hluta Jerúsalem og sögðu
óstaðfestar fréttar að þar hefðu þegar
hafist skotbardagar í morgunsárið.
NATO veldur deilum
Stóru stjórnar-
andstöðuflokkamir
í Færeyjum, kratar
og sambandsmenn,
gagnrýna Anfinn
Kallsberg lögmann
harðlega fyrir að
gefa bandarískum
flugvélum leyfi tU
yfirflugs og til að nota flugvöUinn í
Vágum án þess að ráðfæra sig við
utanríkismálanefnd lögþingsins.
Fyrirspurnin barst frá NATO, fyrir
miUigöngu utanríkisráðuneytisins í
Kaupmannahöfn.
írar sjá opnar dyr
írsk stjórnvöld telja að samþykkt
framkvæmdastjómar ESB á tak-
markaðri ríkisaöstoö við belgíska
ríkisflugfélagið hafi opnað dymar
fyrir aðstoð við Aer Lingus.
Makedónar samþykkja
Stjórnmálaforingjar í Makedóníu
hafa fallist á að taka boðaðar um-
bætur á stjórnarskránni, sem nauð-
synlegar eru tU að tryggja frið í
landinu, til umfjöUunar í þinginu.
Páfi brýnir kristna
Jóhannes Páll páfi hvatti kristna
menn hvar sem er í heiminum í gær
til að gera sitt tU að binda enda á
fordóma gegn innflytjendum og
ástunda samræður við fólk af öðr-
um trúarbrögðum.
Winnie Mandela ákærð
Winnie Madik-
izela-Mandela, fyrr-
um eiginkona Nel-
sons Mandela í Suð-
ur-Afríku, var
ákærð í gær fyrir
fjársvik og þjófnað.
Fjárhæðirnar sem
um er að tefla nema
vel á áttundu milljón króna, í iUa
fengnum bankalánum.
Leiðbeint um uppgjöf
Bandaríkjamenn nota hægfara
flugvél til að fljúga yfir Afganistan
og útvarpa leiðbeiningum, á mál-
lýskum innfæddra, um hvernig þeir
eigi að bera sig að við uppgjöf fyrir
bandarískum hermönnum.
Cheney varar við
Dick Cheney,
varaforseti Banda-
ríkjanna, varaði
landa sina við því í
gær að þeir mættu
eiga von á fleiri
árásum hryðju-
verkamanna. I
ræðu sem hann hélt
á góðgerðarsamkomu sagði hann að
óvinurinn hefði sýnt og sannaö að
hann gæti valdið miklum skaða og
því yrðu menn að búa sig undir
fleiri hryðjuverk.
Færri ferðamenn
Rúmlega 1,3 miUjónir ferða-
manna hafa aflýst ferðum sínum tU
Indónesíu að undanförnu vegna sí-
vaxandi andúðar á Bandaríkjunum
í þessu fjölmennasta múslímaríki
heimsins.
Hóta sjálfsmorðsárásum
íslamskur skæruliðahópur sem
berst gegn yfirráðum Indverja í
Kasmír hefur hótað að gera sjálfs-
morðsárásir á indverskar borgir.
Spenna fer vaxandi við miðlínuna
sem skiptir Kasmír miUi Indverja
og Pakistana.