Dagblaðið Vísir - DV - 19.10.2001, Blaðsíða 13
13
FÖSTUDAGUR 19. OKTÓBBR 2001
DV
Af fingrum fram
ítalska nóbelsskáldið Dario Fo hef-
ur látið hafa eftir sér að hann gangi
aldrei frá skriflegu handriti að verk-
um sínum fyrr en þau hafa verið
frumsýnd. Það þýðir ekki að leikar-
arnir sem taka þátt í frumuppfærslu
verkanna hafl ekkert í höndunum
heldur að textinn taki breytingum
fram á síðustu stundu eins og annað á
æfingaferlinu. Þetta kann að þykja
sjálfsagður hlutur en er það alls ekki
þvl það vill oft gleymast að leikhús er
ekki bara framsetning á fyrirfram
skrifuðum texta. Aðferðirnar við að
búa til leiksýningar eru sem betur fer
fiölmargar og ein leiðin er hópvinna
þar sem allir sem að uppsetningunni
koma leggja í púkkið. Við upphaf æf-
ingatímans er lagt af stað með
ákveðna hugmynd í farteskinu sem
síðan er þróuð og spunnin áfram þar
til sýningin fær endanlegt form.
Leiklist____________
Sýningar sem eru unnar á þennan
hátt eru fremur sjaldséðar hérlendis
en á miðvikudag var ein slík frum-
sýnd í Kaffileikhúsinu, Veröldin er
vasaklútur, þar sem segir frá tveimur
kvenkyns bökurum, Telmu og Vilmu.
Hvar bakaríið þeirra er er látið liggja
á miUi hluta en engum leynist breyt-
ingin sem verður á lífi þeirra þegar
stríð skellur á. Án þess að þær setji
sig í stellingar og ákveði að vinna
hetjudáðir verða þær hluti af ein-
hvers konar andspyrnuhreyfingu og
hætta þar með eigin lífi og limum við
að bjarga öðrum.
„Höfundar" verksins eru sex:
leikkonurnar Vala Þórsdóttir og
Ágústa Skúladóttir, leikstjórinn Neil
Haigh, Katrín Þorvaldsdóttir leik-
myndahönnuður, ljósahönnuðurinn
Jóhann Bjami Pálmason og Pétur
Hallgrímsson sem er höfundur tónlistar. Allir
leggja sitt af mörkum en eðlilega er vinna
varðar lýsingu og hljóð og því ljóst að
mikið mæðir á þeim stöllum. Á stundum
fór einbeitingin fullmikið í tæknilegu
hliðamar en þess á milli náðu þær sér
vel á sprett í leiknum. Aðferðum eins og
trúðleik og slap-stick er beitt af kunn-
áttu og greinilegt að þær Vala og Ágústa
kunna vel að vinna saman.
Það sem háir þeim er sú staðreynd að
markmiðið með sýningunni er ekki
nógu skýrt mótað. Fyrir vikið verður
frásögnin sundurleit og of oft er gripið
til þess að nota orðræðu eingöngu vegna
þess að hún er fyndin. Dramatísku atrið-
in líða fyrir þetta og missa stundum
marks sem er miður, þvi þó að sýningin
eigi að vera skemmtileg er undirtónnínn
svo sannarlega alvarlegur. Mér fannst
sagan líka undarlega gamaldags og
merkilegt að þar væri ekki að finna
neinar vísanir í samtímann sem þó ætti
að gefa næg tilefni til pælinga um stríð.
Margt er skemmtilegt og fallega gert í
þessari sýningu þó ekki verði hún
jafneftirminnileg og margir af einleikj-
um Völu. Einfaldar lausnir Jóhanns
Bjarna eins og ljósafjarstýring gáfu
óvænta möguleika og leikhljóð voru kap-
ítuli út af fyrir sig. Fjölnota bakarofn
Katrínar var bráðsnjall og sama gildir
um „brúðurnar" sem öðluðust sérkenni
með fasi og göngulagi leikkonunnar sem
stýrði þeim.
Veröldin er vasaklútur er ekki sýning
fyrir þá sem fara í leikhús til að lygna
aftur augunum og hlusta á mergjaðan
texta. Þeir sem vilja upplifa leikhús sem
byggir á sköpunarvinnu leikhúsfólks
ættu hins vegar að drífa sig í Kaffileik-
húsið því þar er reynt að uppfylla há-
værar kröfur um einhvers konar til-
raunastarfsemi í íslensku leikhúsi.
Halldóra Friðjónsdóttir
The lcelandic Take Away Theatre sýnlr í
Kaffileikhúsinu: Veröldin er vasaklútur eftir aöstand-
endur sýningarinnar
Bakarar í stríði
Vala Þórsdóttir og Ágústa Skúladóttir í Veröldin er vasaklútur.
DV-MYND HARI
leikkvennanna Völu og Agústu sýnilegust. Þær
gegna einnig hlutverki „tæknimanna" hvað
Tónlist
Frábær skemmtun
Þeir voru hreint út sagt frábærir tónleikarnir
hjá Sinfóníuhljómsveit íslands í gærkvöld. Fróð-
ir menn gátu sagt sér sjálfir á grundvelli efnis-
skrárinnar að þetta yrði gaman, en enginn hefði
beinlínis getað spáð svona gleði.
Hljómsveitarstjórinn á tónleikunum, Bern-
harður Wilkinson, vann stórsigur. Hann hefur
stýrt hljómsveitinni ítrekað en aldrei hefur hún
lagt sál sína með jafn miklu trúnaðartrausti í
hendur hans. Það er nefnilega ekki alltaf sem
hljómsveitin okkar gefur sig alla. Bernharður
brást ekki þvi trausti sem hann hafði greinilega
áunnið sér og stýrði feikilega vel.
Fyrsta verkið á efnisskránni var hin ótrúlega
klassíska sinfónía Prokofievs, nr.l. Þá kom strax
í ljós hve'rsu vel stjórnandinn þekkti salarkynn-
in. Sjaldan hefur hljómgöllum hússins verið bet-
ur mætt, jafnvægi betur tryggt og um leið allir
möguleikar rýmisins til mismunandi litbrigða
með tilliti til jafnvægis betur nýttir. Þetta gaf
stóru verkunum á efnisskránni hreint ótrúlega
vidd og hlustandinn fékk á tiifinninguna að
framsetningin hefði verið íburðarmikil en um
leið fáguð.
Fágunin fékk þó ekki síst notið sín í verki
Mozarts, Sinfonia concertante í Es-dúr, K297B.
Verkið er skrifað fyrir litla hljómsveit með fjór-
um einleikurum, í þessu tilfelli eru hljóðfærin
óbó, klarínett, fagott og hom. Blásarakvintett
Reykjavikur hélt á þessum tónleikum upp á 20
ára starfsafmæli. Kvartettinum á sviðinu var
því stýrt af fimmta félaga kvintettsins, títtnefnd-
um Bernharð, flautuleikara þeirra. Það er engin
tilviljun að maður hefur ekki heyrt þetta verk
Mozarts oft. í stíl stendur það mun nær óperu-
tónlist tónskáldsins en hans glæsilegu sinfóní-
um. Þó hefur það ekki til að þera nema að litlu
leyti þá töfra sem lita margar aríur skáldsins.
Þetta er um margt látlaus tónlist sem gælir við
hlustimar og sálina með allt öðrum hætti en
menn kannski leyfa á tónleikum. Ákveðin ein-
kenni stofutónlistar verða til þess að menn
verða að gleyma stund og stað og hverfa inn í
heim hinnar fáguðu framvindu. Hljóðfæraleik-
urinn var eins og búast mátti við framúrskar-
andi. Þeir félagar eru allir frábærir tónlistar-
menn og samslípun þeirra fullkomnuð.
Síðust á dagskrá kvöldsins var sinfónían nr. 8
í G-dúr, op. 88, eftir Antonín Dvorák. Verkefna-
valsnefnd á hrós skilið fyrir að setja þessar tvær
sinfóníur, þá númer eitt og svo þessa, saman á
tónleika. Þær eru svo ótrúlega ólíkar á bragðið
en samt er keimurinn sá sami. Þessar frjóu gæl-
ur við hefðina og fínleg en úthugsuð fráhvörf frá
henni. Sinfónía Dvoráks er snilldarleg smíð og
var túlkunin í gærkvöld alveg sérlega kraftmik-
il, tær og rík. Nægir i því sambandi að nefna
hugarvikkandi hljóm trompetanna, mjög vel út-
færð snögg umskipti í styrk hjá hljómsveitinni,
safaríka steíjameðhöndlun hjá bæði sellóum og
öðrum hljóðfærum og dásamlega sveiflu í valsin-
um. Allt gekk upp og heildin varð ómótstæðUeg.
í lokin er óhjákvæmUegt í ljósi stöðunnar að
nefna að það að eiga svo góða hljómsveit, stjórn-
anda og einleikara og geta haldið tónleika sem
þessa er ekki sjálfgefinn hlutur. Það er ótrúlega
stutt síðan slíkt var ómögulegt. Að baki eru ára-
tugir uppeldis, náms og þrotlausra æfinga. Ef
ekki verður staðið myndarlega að lausn mála
hjá tónlistarkennurum nú er ljóst að afleiðing-
amar munu koma niður á þvi menningarlífi
sem samfélagið býður bömunum okkar. Fiöl-
breytni í menningarlífi er nauðsynleg í nútíma-
samfélagi. Vonandi mun valdhöfum lánast að
stýra farsæUega þannig að til verði í landinu
þegnar sem hafa haft möguleika á mótunar-
skeiði tU þess að kynnast þeim grundvaUargild-
um sem tónlistarunaðurinn byggir á. í því tiUiti
er ekkert jafn áhrifamikið og tónlistariðkun á
unga aldri. Það er gagnslítið að byggja ofan á
grunn sem verður látinn morkna innan frá. Tón-
listariðkun almennings er þessi grunnur og lyk-
Ulinn að góðri rækt er góð kennsla.
Sigfríður Bjömsdóttir
Athugiö aö tónleikarnir veröa endurteknir í kvöld kl.
19.30 í Háskólabíói.
___________Menning
Umsjón: Silja Aöalsteinsdóttir
Einleikstónleikar
Guönýjar
Fyrir nákvæmlega tveimur árum
ætlaði Guðný Guðmundsdóttir, fiðlu-
leikari og konsertmeistari Sinfóníu-
hljómsveitar íslands, að halda ein-
leikstónleika í Salnum i Kópavogi. Það
varð öllum áhugamönnum um tónlist
harmsefni þegar hún veiktist skyndi-
lega svo að feUa þurfti tónleikana nið-
ur og breyta öUum áætiunum einleik-
arans marga mánuði fram í tímann.
En nú verða þessir tónleikar haldnir á
sunnudagskvöldið kl. 20 í Salnum og
verða áreiðanlega þeim mun betri sem
eftirvænting aðdáenda Guðnýjar er
orðin meiri.
Peter Máté píanóleikari, annar fé-
lagi Guðnýjar í Tríói Reykjavíkur,
leikur með henni á tónleikunum, og
hafa þau undirbúið einstaka efnisskrá,
fjölbreytta og spennandi, með virtúósa
verkum fyrir einleiksfiðlu ásamt tví-
leiksverkum sem spanna samanlagt
201 ár. Elsta verkið, Adagio kv 261 eft-
ir Wolfgang Amadeus Mozart, var
samið árið 1776, en það yngsta, Fratres
eftir eistneska snUlinginn Arvo Párt,
var samið árið 1977.
Önnur verk á tónleikunum eru
Sónata KV 454 eftir Mozart, Sónata fyr-
ir einleiksfiðlu eftir íslenska tónskáld-
ið HaUgrím Helgason, kraftmikið verk
með sterkan hrynjanda, ákaflega vel
samið fyrir hljóðfærið, Havanaise op.
83 eftir Frakkann CamiUe Saint Saéns,
blóðheitt og glæsilegt spánskt smálag,
Písen lásky (Ástarsöngur) eftir Tékk-
ann Josef Suk og loks Polonaise de
concert op. 4 i D-dúr, eitt frægasta
verk pólska fiðluleikarans Henri Wi-
eniawski.
Miðasala er þegar hafin.
Kórtónleikar
Samkór Kópavogs heldur afmælis-
tónleika í Salnum í Kópavogi á morg-
un kl. 16 í ttiefni af 35 ára afmæli kórs-
ins. Stjórnandi kórsins er Julian Hew-
lett, píanóleikari er Jónas Sen og ein-
söngvarar með kórnum á afmælistón-
leikunum eru þau HaUveig Rúnars-
dóttir sópran og Þorbergur Skagfjörð
Jósefsson bassi. Efnisskrá tónleikanna
er afar íjölskrúðug, islensk og erlend
lög í bland.
Velgengni
Guöbergs
Á bókastefnunni í
Frankfurt kom fram
mikill áhugi á verk-
um Guðbergs Bergs-
sonar og er verið að
semja um útgáfu á
bókum hans allt frá Noregi til Kína.
Meðan á bókastefnunni stóð komu út á
þýsku Jólasögur úr samtímanum í
þýðingu Karl-Ludwigs Wetzig. Þetta er
þriðja bókin sem Steidl-útgáfan í
Þýskalandi gefur út eftir Guðberg og
hafa bækur hans hlotið framúrskar-
andi móttökur þar í landi.
Svanurinn hefur hlotið aíbragðs
móttökur á Ítalíu og selst í yfir tíu þús-
und eintökum síðan í vor og er upp-
seld. Hún verður endurprentuð í inn-
bundinni útgáfu þegar Guðbergur fer
til Italíu til að fylgja bókinni eftir í
næsta mánuði. Guðbergur var reyndar
á Ítalíu í september siðastiiðnum og
birtust viðtöl við hann í mörgum
helstu fjölmiðlum ítaliu. Italski útgef-
andinn er að vonum glaður og hefur
þegar ákveðið að gefa Svaninn út i
kiljuútgáfu til fjöldadreifingar haustið
2002 auk þess sem hann hefur óskað
eftir itölskum útgáfurétti á skáldsögu
Guðbergs Sú kvalda ást sem hugar-
fylgsnin geyma.
Spænskur útgefandi Guðbergs hefur
nú keypt rétt til útgáfu á fyrsta bindi
skáldævisögu hans: Faðir og móðir og
dulmagn bernskunnar sem hlaut ís-
lensku bókmenntaverðlaunin og var
tUnefnd til Bókmenntaverðlauna
Norðurlandaráðs. Svanurinn og Sú
kvalda ást sem hugarfylgsnin geyma
hlutu mjög góðar viðtökur Spánverja.