Dagblaðið Vísir - DV - 24.10.2001, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 24.10.2001, Blaðsíða 8
8 Viðskipti Umsjón: Viðskiptablaðid Skýrsla S&P áfellisdómur yfir íslenska fjármálakerfinu Að mati Gréiningardeildar Kaup- þings er skýrsla lánshæfismatsfyr- irtækisins Standard & Poorís um íslenska fjármálakerfið mikill áfell- isdómur yfir þróun síðustu miss- era. Eins og kom fram í DV i gær tilkynnti fyrirtækið að lánshæfis- mat íslenska ríkisins væri óbreytt, en lækkaði um leið horfur þess úr stöðugum í neikvæðar vegna mik- illar aukningar á óvissu í fjármála- geiranum. Bendir Greiningardeild Kaup- þings á að verði ekki breyting á þróun fjármálakerfis Islands á næstunni sé allt eins líklegt að lánshæfismatið verði endurskoðað og þá til lækkunar. „Þróun eigin- fjárhlutfalla bankanna styður þá skoðun en hins vegar má benda á að bankarnir virðast vera betur undir áfóll búnir en S&P gera ráð fyrir. Þá tekur Greiningardeild undir með Standard og Pooris að svo framarlega sem ekki verði Evran ósam- keppnishæf viö dollar Mistekist hefur að gera evru að alþjóðlegum gjaldmiðli sem getur keppt við Bandaríkjadal. Þetta er niðurstaða rannsóknar sem The Centre for Economic Policy Rese- arch mun birta í skýrslu innan skamms. í skýrslunni er því haldið fram að það sé 40% dýrara að skipta evrum í USD heldur en það kostaði að skipta þýskum mörkum í USD áður en evra kom til. Sé viðskiptakostn- aður (spreed) með breskt pund á móti evru skoðaöur er bilið jafnvel meira. Þessi aukni viðskiptakostn- aður gefur til kynna að evran sé ekki enn orðin samkeppnishæf við USD sem gjaldmiðill sem notaður er við verðlagningu og viðskipti í heiminum. Samkvæmt tölum frá BIS (Bank of International Settlements) hefur forskot USD aukist og er sá gjald- miðill nú notaður i um 90% af öllum viöskiptum með gjaldeyri í heimin- um en var notaður í 87% viðskipta árið 1998. Evran er notuð í 37,6% viðskipta með gjaldeyri. Það er tölu- vert minna en heildarviðskipti árs- ins 1998 með þær myntir sem evran samanstendur af en þau námu u.þ.b. 790 milljörðum USD á dag. Meðaltalsviðskipti á þessu ári nema nú um 460 milljörðum USD á dag en talið er að einungis megi rekja 53 milljarða (16%) af lækkuninni til þess að ekki eru lengur viðskipti milli gjaldmiðlana tólf sem mynda evru. Samkvæmt skýrslunni gefur auk- inn viðskiptakostnaður til kynna aukna áhættu banka við að eiga evru fremur en gjaldmiðlana sem áður voru notaðir. Bent er á að með auknu gegnsæi á gjaldeyrismarkaði í kjölfar sameiginlegrar myntar sé erfiðara að fela stórar stöður. Rannsóknin hefur fengið misjafn- ar viðtökur hjá gjaldeyrismiðlurum og öðrum sérfræðingum. Miðlararn- ir taka undir þá niðurstöðu að evr- an hafi orðið undir í samkeppni við dollar en gagnrýna þær tímaraðir sem stuöst er við í rannsókninni til að meta viðskiptakostnað. verðhrun á fasteignamarkaði sé fjármálakerfinu engin stór hætta búin. Hér hefur eingöngu verið horft til fjármálakerfisins en vert er að benda á að við lánshæfismat tekur S&P tillit til fleiri þátta en of- angreindra," segir í áliti Greining- ardeildar Kaupþings. Blæs á fjárlagafrumvarpið í skýrslu S&P er einnig fjallað um fjármál ríkisjóðs. Bendir Grein- ingardeild Kaupþings á að fram komi að fyrstu áhrifa minnkandi hagvaxtar sé farið að gæta í búskap hins opinbera. „Á fyrstu átta mán- uðum ársins lækkuðu skatttekjur um 1,7%. Athygli er vakin á því að veltuskattur hefur dregist meira saman en tekjuskattur. Þetta telur S&P vera vísbendingu um að hag- kerfið sé á niðurleið og að afkoma af tekjuskatti versni á næsta ári, ásamt því að búast megi viö áfram- haldandi samdrætti í veltusköttum. Þann 30. september sl. var heild- arfjárhæð íslenskra seðla og myntar í umferð 6,7 milljarðar króna sam- kvæmt upplýsingum frá töl- fræðisviði Seðlabankans. Þessi upp- hæð hefur haldist lítið breytt und- anfarin misseri, eða í kringum sjö milljarðar. Þetta kom fram hjá Greiningardeild íslandsbanka í gær. „Óvíða í heiminum er hlutfallslega jafnlítið magn seðla og myntar í um- ferð og á íslandi. Fjárhæð seðla og myntar í umferð sem hlutfall af vergri landsframleiðslu er á íslandi um 1,06% en fátítt er að hlutfallið sé lægra en 2%. Næstlægst er hlutfall- ið hjá Finnum. Hjá stærri þjóðum er algengt að hlutfall seðla og mynt- ar í umferð sé um 5-10%. Lítil notk- un seðla og myntar virðist haldast í hendur við það hve nýjar tækni- lausnir eru fljótar að komast í al- menningsnotkun. Vel þekkt er mik- il farsíma- og netvæðing íslands og Finnlands en hið sama virðist upp á teningnum þegar kemur að rafvæð- ingu viðskipta. Rafræn greiðslu- miðlun, debet- og kreditkort hafa tekið við af hefðbundnum seðlum og mynt,“ segir Greiningardeild ís- landsbanka. Fram kemur að velta, þar sem greitt var fyrir með tékkum, debet- kortum og kreditkortum, var um 0,5% minni að raunvirði i septem- ber síðastliðnum en í sama mánuði í fyrra. „Er þetta í takt við önnur merki samdráttar sem komið hafa fram í íslensku hagkerfi. Samdrátt- ur var í viðskiptum með tékka og Lyfjaverslun íslands og Delta hf. hafa undirritað samning um aukið samstarf. Þar er kveðið á um að dreifingarsamningur fyrirtækjanna, sem verið hefur í gildi frá ársbyrjun 2000, verði framlengdur til ársloka 2006 en samkvæmt honum dreifir Lyfjaverslun íslands hf. lyfjum Delta hf. á innanlandsmarkaði. Jafnframt þessu munu félögin kanna samstarfsmöguleika vegna útrásar á önnur markaðssvæði og aðra samstarfsmöguleika þar sem hagsmunir félaganna fara saman. Þannig er gert ráð fyrir samstarfi Hins vegar er búist við að ríkisút- gjöld muni aukast um 6% á næsta ári. S&P reiknar með að fyrirtækja- skattar muni lækka vegna versn- andi afkomu fyrirtækja. Eins og hefur raunar þegar verið boðað. Út frá þessum forsendum býst S&P við afgangi á fjárlagafrumvarpi þessa árs upp á 0,7% af vergri landsfram- leiðslu. Inni i þessum tölum gerir S&P ekki ráð fyrir tekjum af eigna- sölu eða endurmati á eignum," seg- ir í álitinu. Fram kemur að um fjárlagafrum- varpið fyrir árið 2000 segi S&P að tekjuafgangur upp á 1,8% sé óraun- hæfur og byggður á of bjartsýnum forsendum og vöxt landsfram- leiðslu upp á 1% vera óraunhæfa forsendu. „S&P gerir ráð fyrir að um 1,8% halli verði á fjárlögum árið 2002. Um skattalækkanir ríkis- stjórnarinnar telur S&P að þeirra fari ekki að gæta í fjármálum hins opinbera fyrr en á árinu 2003. í debetkort en á móti var nokkur aukning í viðskiptum með kredit- kort. Á hinn bóginn var veltan í greiðslumiðlun á þriðja ársíjórð- ungi um 3,5% meiri en á sama árs- fjórðungi í fyrra. Samdráttur var í veltu þar sem notaðir voru tékkar en aukning bæði í viðskiptum með debetkort og kreditkort innanlands. Þá var samdráttur í viðskiptum Is- Lyfjaverslunar íslands og Delta varðandi sókn á lyfjamarkaði í Austur-Evrópu og verða þeir mögu- leikar kannaðir á næstu misserum. Lyfjaverslun íslands hf. og Delta hf. hafa átt náið samstarf undanfar- in ár sem hófst með samvinnu um þróunarverkefni varðandi útflutn- ing. Það leiddi til þess að fram- leiðslu- og þróunarsvið Lyfjaversl- unar voru sameinuð Delta í lok árs 1998 og varð Lyfjaverslun í fram- haldinu stór hluthafi í Delta hf. Delta hf. og Lyfjaverslun íslands hf. eru leiðandi fyrirtæki hvort á lokaorðum skýrsiu sinnar leggur S&P áherslu á að aðhalds verði gætt í ríkisfjármálum. Varað er við aukinni verðbólgu sem gæti leitt til viðvarandi hás vaxtastigs sem muni draga úr slagkrafti örvunar aðgerða ríkisstjórnarinnar til að koma hagkerfinu aftur á réttan kjöl. Greiningardeild hefur fjallað um það áður að æskilegt sé að gæta að- halds í ríkisfjármálum. Ef spár Standard & Poorís ganga eftir er líklegt að við eigum eftir að sjá nei- kvæðan lánsfjárjöfnuð sem ríkis- stjórnin þarf að líkindum að fjár- magna annað hvort erlendis eða með útgáfu spariskírteina. Þetta gæti leitt til hækkunar ávöxtunar- kröfu spariskírteina. Skýrsla S&P setur okkur í flokk með þjóðum eins og Eistlandi, Ungverjalandi, Israel, Japan, Póllandi og Slóven- íu,“ segir í áliti Greiningardeildar Kaupþings. lendinga með þessum greiðslumáta erlendis. Auk hægs vaxtar benda þessar tölur til aukinnar rafvæðingar en líklegt er að hún sé til lengri tíma til þess fallin að draga úr viðskipta- kostnaði og auka öryggi og sam- keppnishæfni íslands," segir í upp- lýsingum Greiningardeildar ís- landsbanka. sínu sviði hér á landi, Delta hf. í framleiðslu og þróun á lyfjum og Lyfjaverslun íslands hf. í dreifingu á lyfjum og öðrum heilbrigðisvör- um. í gær var síðan greint frá því að Lyfjaverslun íslands hefði selt eign- arhlut sinn í Delta hf. að nafnvirði 34,2 milljónir króna og framvirka samninga um hlutafé í Delta hf. að nafnvirði 13,3 milljónir. Salan fór fram á genginu 34,5. Eftir söluna var eignarhlutur Lyfjaverslunar ís- lands hf. í Delta hf. enginn. MIÐVIKUDAGUR 24. OKTÓBER 2001 13 V HEILDARVIÐSKIPTI 3.400 m.kr. - Hlutabréf 819 m.kr. - Húsbréf 1.122 m.kr. MEST VIÐSKIPTI Delta 415 m.kr. Tryggingamiöstöðin 96 m.kr. Keflavíkurverktakar 51 m.kr. MESTA HÆKKUN O Íslandssími 8,1 % O Tryggingamiðstöðin 5,3 % O Búnaðarbankinn 1,2 % MESTA LÆKKUN j O Landsbankinn 3,4 % j © Islandsbanki 2,0 % j © Kaupþing 1,8 % ÚRVALSVÍSITALAN 1.106 stig ; - Breyting Q 0,62 % I Þormóður rammi - Sæberg selur Keili Þormóður Rammi - Sæberg hefur selt Keili SI145. Ekki er um söluhagnað eða tap að ræða vegna sölunnar en í milli- uppgjöri nemur bókfært virði bátsins um 35 m. kr. Fyrirtækið tilkynnti í ágúst að eitt skipa þess, Sunna SI67, sem ver- ið hefúr við rækjuveiðar á Flæmska hattinum, hefði verið sett á söluskrá. Stór hluti aflaheimilda Þormóðs ramma er bundinn í rækju og þorski en heildar- aflamark þorsks minnkaði um rúm 13% miili fiskveiðiára og heildaraflamark rækju um 15%. Gera má ráð fyrir að þau skip sem eftir verði dugi til að veiða þær aflaheimildir sem fyrirtækið hefúr til umráða á yfirstandandi fiskveiðiári. Hlutabréf í Þormóði ramma hafa hækk- að um 47% það sem af er seinni árshelm- ingi. Viðskipti eru hins vegai’ strjál og voru að nafhvirði fyrir 37 m. kr. á tíma- bilinu. Þetta svarar til þess að 8,5% hlutafjár skipti um hendur á tólf mán- aða tímabili. SAS má kaupa Braathens Samkeppnisstofnun í Noregi hefur gefið samþykki sitt fyrir því að skandinavíska flugfélagið SAS kaupi norska flugfélagið Braathens, að því er fram kom hjá Búnaðarbanka ís- lands i gær. Ekki er þó ljóst hvort af þessu verður en Samkeppnisstofnun hafði áður lýst sig andvíga kaupun- um. Þrengingar í flugrekstri eru sagð- ar helstu ástæður fyrir breyttri af- stöðu og telur stofnunin að staða norska flugfélagsins sé það slæm að betra sé að SAS kaupi meirihluta þess en að það verði gjaldþrota. /////S4S SAS gerði á sínum tíma samning um kaup á meirihluta í Braathens- flugfélaginu á genginu 35 NOK á hlut með fyrirvara um samþykki sam- keppnisyfirvalda. Gengi Brathens hefur hins vegar faliið mikið, eins og gengi flestra annarra flugfélaga í heiminum, frá 11 september og því líklegt að SAS reyni að ná fram lækk- un á verðinu. Eftir að samkeppnis- stofnun birti niðurstöðu sína hefur gengi Braathens hækkað um 22%. j___24.10.2001 kl. 9.15 KAUP SALA Dollar 103,880 104,410 SSPuntl 148,420 149,180 1*1 Kan. dollar 66,030 66,440 SjSipönsk kr. 12,4610 12,5300 SBNorsk kr 11,6650 11,7290 ClSsœnsk kr. 9,7660 9,8190 H*Hn. mark 15,5812 15,6748 1 B Fra. franki 14,1231 14,2080 B M Belg. franki 2,2965 2,3103 E«fe Sviss. franki 62,6400 62,9800 C3hoII. gyllini 42,0390 42,2916 ” Þýskt mark 47,3669 47,6516 1 Btt. lira 0,04785 0,04813 UUAust. sch. 6,7325 6,7730 j L Port. escudo 0,4621 0,4649 ÚLjSpá. peseti 0,5568 0,5601 ULjjap. yen 0,84820 0,85330 1 lirskt pund 117,630 118,337 SDR 131,7900 132,5800 Secu 92,6417 93,1983 Aukið samstarf Lyfja- verslunar íslands og Delta Kortin að taka við seðlum og mynt Rafræn greiðslumiölun, - debet- og kreditkort hafa tekiö viö af heföbundnum seölum og mynt,

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.