Dagblaðið Vísir - DV - 24.10.2001, Blaðsíða 27
35
MIÐVIKUDAGUR 24. OKTÓBER 2001
Tilvera
wmvmmmm
Fiskarnir (19. febr.-20. mars):
Þú ert mjög greiðvik-
en gættu þess að
láta engan notfæra sér
þig. Þú sérð margt í
eftir að þú kynnist
nýjum aðstæðum.
Hrúturinn t?1.. mars-,19. anríhr
Dagurinn verður róleg-
og þú hefúr nægan
tíma til að velta fyrir
þér ýmsum hugmynd-
um sem þú hefur í kollinum.
Happatölur þínar eru 2, 9 og 15.
Nautið (70. anril-20. maí):
Það reynist erfitt að
ná samkomulagi, sér-
staklega á félagslega
sviðinu, nema þú
hæfileika þína til
hins ýtrasta.
Tvíburarnir (23. maí-21. iúníu
V Nú taka nýir tímar við
y^^hjá þér. Þú ert mjög
- / I opinn fyrir nýjum
hugmyndum og
tilbúinn að tileinka þér nýja
siði og venjur.
Krabbinn (22. iúní-22. iúií):
Vatnsberinn (20. ian.-18. febr.l:
I Fjárhagsaðstæðan er
fremur erfið um þess-
ar mundir en með
þrautseigju má
komast yfir þann hjalla. Þú
slakar vel á í kvöld.
Þú skalt ekki kippa
| þér upp við þó að ein-
1 hver sé með leiðindi í
þinn garð. Þaö er
aðeins um afbrýðisemi og
öfund að ræða.
Llónið (23. iúlí- 22. áeústi:
Gættu þín á fólki sem
er lausmált. Það er
enginn vandi að um-
________gangast það fólk ef þú
gætir tungu þinnar vel. Ástvinur
þinn kemur þér á óvart.
Mevian (23. áeúst-22. sept.l:
Nú fara nýir tímar í
hönd hjá þér og þú
^^^tfyllist bjartsýni við
^ f nýjar aðstæður.
Reyndar var kominn tími til
að breyta til.
Vogin (23. sept.-23. okt.l:
J Þú kemur einhverjum
rNy á óvart með dugnaði
Vf þínum og færð það vel
r f launað. Viðskipti ættu
að ganga sérstaklega vel í dag.
Happatölur þínar eru 1, 15 og 19.
Sporðdrekinn (24. okt.-2l. nóv >:
Ljúktu þeim verkefn-
um sem nauðsynlegt
að ljúka fyrir morg-
undaginn þvi að þú
um nóg annað að hugsa þeg-
ar llður á daginn.
Bogmaðurinn (22. nóv.-2l. des.):
WíitsÞú tekur alveg óvænt
\^^^þátt í einhverri
W skemmtun. Þú
\ skemmtir þér reglu-
lega vel og endumærist allur.
Happatölur þínar em 9, 10 og 33.
Stelngeitin f22. des.-19. ian.):
Mikil þörf er á að vera
raunsær við þær að-
stæður sem þú býrð nú
við. Ef þú leggur þig
allan fram mun ástandið lagast á
næstunni.
Depp segir erfitt
að einbeita sér
Leikarinn Johnny Depp flaug frá Par-
ís til Los Angeles i síðustu viku þar sem
hann kynnti nýja mynd sina, „Jack the
Ripper saga From Hell“. Depp býr nú
með sinni heittelskuðu, Vanessu Parad-
is, og tveggja ára dóttur þeirra í litlu
sveitaþorpi í Frakklandi og sagðist
hlakka mjög til að komast aftur til baka
í faðm fjölskyldunnar. Þeir Depp og
Robbie Coltrane leika í myndinni tvo
lögreglufulltrúa frá Scotland Yard, sem
eru á slóð Jacks the Ripper og sagði
Depp, sem heyrði um innrás Banda-
ríkjamanna í Afganistan þegar hann
kom tii Los Angeles, að það væri erfltt
aö einbeita sér og ræða um kvikmyndir
á slíkum tímum. „Við verðum þó að
halda okkar striki og kannski er tilvalið
að bregða sér í bíó til að gleyma hörm-
ungunum í smástund," sagði Depp.
Kevin Kline I
54 ára
Kvikmyndaleikarinn
Kevin Kline er afmælisbarn
dagsins. Kline á að baki far-
sælan feril og leikur jöfnum I---
höndum í gamanmyndum og dramatísk-
um kvikmyndum. Hann fékk óskarsverð-
laun fyrir leik sinn í farsanum A Fish
Called Wanda og meðal annarra gaman-
mynda hans má nefna Da,ve, In & Out og
French Kiss. Af dramafískurn myndum
sem hann hefur leikið í má nefna
Sophie’s Choice, Big Chill, Cry Freedom
og The Ice Stonn. Kline hefúr einnig ver-
ið mikið á sviði og tvisvar fengið Tony-
verðlaunin eftirsóttu. Eiginkona hans er
leikkonan Phopbe Cates.
Gildir fyrir fimmtudaginn 25. október
Kominn tími á
mig aftur
Karpov stefnir aö heimsmeistaratitli:
„Það er kominn tími til að ég stígi
inn í sviðsljðsið aftur af fullum
þunga,“ sagði Karpov í Moskvu í við-
tali í síðustu viku. „Ég varð flmmtug-
ur í ár og um 2000 gestir komu að sam-
fagna mér í Bolshoi-leikhúsinu og
margir vina minna skoruðu á mig að
taka þátt í heimsmeistaramóti FIDE í
Moskvu í desember. Sigur minn á
hinu sterka minningarmóti Najdorfs í
Buenos Aires hefur geflð mér sjálfs-
traustið aftur og ég stefni að því að
verða heimsmeistari."
Blessaðir mennirnir! Á sama tíma
og heimsmeistaramót FIDE fer fram
hafði verið ákveðið að halda minning-
armót, einnig í Moskvu, um Mikhail
Botvinnik, fyrrverandi heimsmeistara,
með þátttöku Kramniks, Kasparovs og
Karpovs, sem allir eru Rússar, og
heiðra þannig minningu Botvinniks
sem hefði orðið 90 ára á þessu ári.
„Ég náði titlinum aftur til Rússlands
1975 (Sovét, ef einhver skyldi hafa
gleymt því!) frá Vesturlöndum (Bobby
Fischer sá ekki ástæðu til að tefla ein-
vígi við Karpov þá). Núna fmnst mér
það skylda mín á árinu 2001 að ná titl-
inum aftur úr Austrinu og færa hann
heim til fóðurlandsins (eða móður
Rússlands eins og hann segir). Hann
bætti því við að heimsmeistari FIDE,
Anand, hefði náð titlinum á heimaveUi
Prinsessa fékk bjór í
kirk j uk j allaranum
Hneykslunar-
hellan Mette
Slúðurblöð í Evrópu fara mikinn þessa
dagana um Mette-Marit, eiginkonu Há-
konar ríkisarfa í Noregi. Gula pressan í
Þýskalandi setur Mette-Marit í flokk með
Stefaníu Mónakóprinsessu og Díönu
Bretaprinsessu og segja hana nýju
hneykslunarhelluna meöal kóngaliðsins í
Evrópu.
Það er að sjálfsögðu fortíð Mette-Marit
sem á hug slúðurblaðamannanna, kynlif-
ið og dópið og allt það.
Norskur blaðamaður sem skrifaði bók
um Mette-Marit hefur til dæmis fengið
gölda fyrirspurna frá starfsbræðrum sín-
um í Evrópu.
Sjálf hefur Mette-Marit óskað eftir því
að fortíð hennar verði látin kyrr liggja,
nú þegar hún er orðin krónprinsessa.
Anatolí
Karpov
Vill aftur í
sviösljósiö.
Marta Lovísa Noregs-
prinsessa var í hópi fjölmargra
merkismanna og -kvenna sem
þáðu bjórglas 1 kjallara menn-
ingarkirkjunnar Jacobs í Ósló á
dögunum að lokinni skemmtun
til styrktar alnæmisrannsókn-
um og sjúklingum.
Meðal gestanna var söngfugl-
inn fallegi Sissel Kyrkjebo sem
vakti á sinum tíma hneykslan
siðprúðra fyrir að taka saman
við hinn fráskilda danska
grinista, Eddie Skoller.
Norska blaðið Landiö vort
hefur eftir einhverjum gestanna
að nokkrir þeirra sem svolgr-
uöu í sig bjórinn í kirkjukjallar-
anum hafi verið orðnir vel
hreifir áður en yflr lauk.
Skipuleggjandi samkomunn-
ar harmar hreint ekki að áfengi
skuli hafa verið á boðstólum í
kjallaranum. Hann segir í við-
tali við norska blaðið VG að
haldið verði áfram að hafa vín á
boðstólum í einkasamkvæmum.
Á sjálfum tónleikunum voru
meðal gesta forsætisráðherra
Noregs, menningarmálaráð-
herrann og konungbomir.
REUTER-MVND
Marta Lovísa var í partíi
Norska prinsessan Marta Lovísa fór í
partí í kirkjukjallara í Ósló um daginn og
þáöi bjór hjá gestgjöfunum.
Karpov og Kasparov við skákborðið
Aldrei hefur veriö hlýtt á milli þessara skáksnillinga eins og greinilega má sjá á svip þeirra.
og hann ætlaði að ná titlinum aftur á
sínum heimavelli, Moskvu. (Anand
tefldi að vísu lokaeinvígið í Teheran i
íran og er Indverji eins og kunnugt er).
En staðreyndir vilja stundum skolast
til.
Hvað þá um minningarmótið um
Botvinnik? „Ég er búinn að tala við
mótshaldarana og biðja þá um að
fresta mótinu fram á næsta ár. Ég er á
því að mótið skuli haldið. Bent skal á
það að 2002 er 91 árs afmæli Bot-
vinniks. Leiða má líkur að því að
Karpov láti svona vegna hræðslu
við að mæta Kramnik og
Kasparov. Þeir em á hátindi getu
sinnar um þessar mundir en Kar-
pov má muna sinn flfil fegurri. |
Karpov var verðugur heims-
meistari í um áratug en mörg-
um reynist erfitt að klífa nið-
ur hlíðina.
Þá eru þeir eftir tveir í
minningarmótinu um Bóta
Kramnik og Kasparov!
Kramnik harðneitar
að tefla um
„heimsmeistaratitilinn" við Kasparov,
ekki fyrr en eftir nokkur ár. Hann vill
auðvitað fá sín a.m.k. 3-4 ár eins og ail-
ir hinir sem á undan honum komu!
Verðlaunaféð sem í boði er í Minning-
armótinu um Botvinnik er 700.000 doll-
arar. En eitthvað innra með mér segir
að minningannótið um Botvinnik fari
fram 2011, á 100 ára fæðingarafmæli
hans. -SB