Dagblaðið Vísir - DV - 24.10.2001, Blaðsíða 29
MIÐVIKUDAGUR 24. OKTÓBER 2001
I>V
v.
37
EIR á miðvikudegi
Bráðum búið
Bóhem
Bókhaldió fín-
kembt.
Meðferð á
skattamálum og
rekstri súlu-
staðarins Bó-
hems við
Grensásveg er
á lokastigi hjá
Skattrannsókn-
arstjóra. 1 fram-
haldinu verður tekin ákvörðum um
refsimeðferð málsins. Lögregla og
starfsmenn Skattrannsóknarstjóra
stormuðu sem kunnugt er í Bóhem
fyrir allnokkru og lögðu þar hald á
öll tiltæk bókhaldsgögn. Siðan hef-
ur málið verið í rannsókn hjá
Skattrannsóknarstjóra en þar sjá
starfsmenn nú fyrir endann á því.
„Það er allt í fullu fjöri hjá mér
og alltaf opið,“ segir Guðjón Sverr-
isson, súlukóngur í Bóhem. „Samt
hefur auraleysi hjá fólki orðið til
þess að dregið hefur úr aðsókn og
það á ekki bara við hjá mér.“
Götusala bönnuð
SjsffrH
Göngugatan
Sölumennirnir
farnir.
Götusala í
göngugötunni í
verslunanniðstöð-
inni í Mjódd hefur
verið lögð af á
meðan kaupmenn
á staðnum reyna
að átta sig á
breyttu rekstrar-
umhverfi á höfúð-
borgarsvæðinu.
Alls stunduðu rnn
20 einstaklingar
götusölu í Mjódd og svíður þeim að
þurfa að hverfa á brott.
„Götusalan var sett í biðstöðu þar
sem okkur fannst hún ekki vera
rekin með nógu skipulögðum hætti.
Það er eins liklegt að hún komi aft-
ur þvi kaupmenn hér hafa síður en
svo á móti þvi að líf sé í götunni,“
segir Elías Þorvarðarson, verslimar-
stjóri í Nettó, sem fer fyrir kaup-
mönnum í Mjódd.
Götusalamir í Mjódd greiddu
1900 króna daggjald fyrir sölubása
sína og settu svip sinn á göngugöt-
una á meðan þeir voru og hétu. Nú
eru þeir famir.
Stendur enn
Skúr, sem þjón-
ar sem inngangur
í þekktasta spila-
víti höfuðborgar-
innar, stendur
enn þrátt fyrir
samþykkt borgar-
ráðs um að hann
skuli rifinn:
„Ég hef ekki
komist í þetta
vegna anna,“ seg-
ir Magnús Sædal,
byggingarfulltrúi Reykjavíkurborgar,
en skúrinn og spilavítið vora frétta-
efni fjölmiðla snemma síðasta vor. Þá
ætlaði Magnús byggingarfulltrúi að
láta rífa skúrinn - helst eftir hádegi
þann sama dag. „Eigendumir komu
með nýjar teikningar og tillögur um
minni skúr og þær hugðist ég leggja
fyrir byggingamefnd. Það verður gert
innan tíðar,“ segir Magnús.
Spilavítið, þar sem spiluð er rúl-
letta og black jack og borinn fram
ókeypis matur með áfengi, stendur
við Suðurgötu en inngangurinn er
bakatil í gegnum skúrinn sem stend-
ur enn þrátt fyrir gamlar samþykktir
um annað.
Leiðrétting
Ekki er rétt sem komið hefur
fram í ákveðnum fjölmiðlum að
Vinstri grænir séu á móti öllu. Þeir
eru til að mynda hlynntir hægri
umferð.
Spilavítiö
Gömul frétt
enn í giidi.
Á
möguleika á fimm milljónum í sjónvarpsþætti á sunnudaginn:
Katrín vill
sjóleiðina
Katrín Fjeldsted alþingis-
maður hefur beint þeirri fyr-
irspurn til samgönguráö-
herra hvort ekki sé tímabært
að huga aö siglingum með
farþega til og frá landinu,
svo og umhverfis það:
„Það eru fjölmargir sem
ekki treysta sér til að fljúga á
þessum síðustu tímum en
burtséð frá því þá stöndum
við frammi fyrir þeirri stað-
reynd að það er ekki hægt að
komast til og frá landinu
nema í flugi,“ segir Katrín sem von-
ast eftir svari ráðherra sem fyrst.
„Mér finnst rétt að athuga hvort
skipafélög sjái sér ekki hag 1 því að
hefja farþegasiglingar eins og tíðk-
uðust hér áður fyrr.“
Sama hugmynd kom upp á lands-
fundi Sjálfstæðisflokksins en fékk
Katrin
Vill geta valiö á milli flugvélar og skips.
ekki hljómgrunn í samgöngunefnd
fundarins. Tillaga þessa efnis var þá
borin upp úr ræðupúlti og borin
undir atkvæði landsfundarfulltrúa
en var felld með sjónarmun að mati
fundarstjóra sem taldi hendur á
lofti i Laugardalshöll þar sem fund-
urinn fór fram.
Bjór á bensínstöð
„Ég þurfti að
kasta tveimur
milljónum í leyf-
ið. Ég fékk það
ekki nema byggja
eldhús fyrst,“ seg-
ir Kristberg Jóns-
son sem rekur
bensínstöðina
Baulu í Borgar-
firði á þjóðvegi
eitt við Reykholts-
og Kleppjárns-
reykjaafleggjar-
ann. „Það voru út-
lendingarnir sem fengu mig til að
sækja um vínveitingaleyfið. Þeir
vildu fá sinn bjór og fúlsuðu við
pilsnernum," segir Kristberg sem
rekið hefur Baulu í tvö ár en var
áður stýrimaður og skipstjóri í
Grundarfirði.
Kristberg greiðir 30 þúsund krón-
ur á ári fyrir bjórleyfið en nú eru
það sveitarstjóm-
irnar á hverjum
stað sem útdeila
leyfunum. Á
sumrin eru það
útlendingarnir
sem kaupa bjór-
inn hjá honum en
á veturna strák-
arnir í Bifröst:
„Strákarnir í
Bifröst koma
hingað til að horfa
á fótboltann á
Sýn. Þeir ná ekki
stöðinni í Verslunarháskólanum,"
segir Kristberg sem dregur þó ekki
dul á að meira mætti seljast af
bjórnum á bensínstöðinni. Hann
hefur vökult auga með viðskiptavin-
um sínum og er reiðubúinn til að
kippa í taumana ef bjórþambarar
ætla að skella sér út á þjóðveginn að
lokinni dós eða tveimur.
Bjór og bensín
Nýstárleg blanda.
DV-MYND BRINK
Volgur sopi
Unga stúlkan er þyrst og fær sér volgan sopa beint úr spena. Augnaráöiö
dularfullt og leitandi í glugga hjá tískuversluninni Sisley í Smáralind.
Fjölfróður á
vídeóleigunni
Ómar í Heimabíói á Njálsgötunni les blöðin og fylgist með
Ómar Jóhannsson, kaupmaður í
videoleigunni Heimabíó á Njálsgöt-
unni í Reykjavík, komst manna
lengst i sjónvarpsþættinum Viltu
vinna milljón? á Stöð 2 á sunnu-
daginn og er kominn upp 1 650 þús-
und krónur. í næsta þætti á Ómar
möguleika á að vinna milljón svari
hann einni viðbótarspurningu rétt
og fimm milljónir svari hann
tveimur. Ómar er ekki á nálum
þrátt fyrir allt:
„Ég tek þessu rólega. Þó ég
klikki á spumingunum held ég
allavega 400 þúsund krónum eft-
ir,“ segir Ómar sem þakkar
frammistöðu sína því að hafa
nennt að fylgjast með og lesa blöð-
in reglulega. Ómar er ekki lang-
skólagenginn; gagnfræðingur frá
Keflavík'og hefur rekiö videoleigu
sína á Njálsgötunni í átta ár. Áður
starfaði hann í Fríhöfninni á
Keílavíkurflugvelli og var fram-
kvæmdastjóri Golfklúbbs Suður-
nesja.
„Erfiöasta spurningin var upp-
hafsspurningin sem kom manni í
stólinn. Ég þurfti að raða vísinda-
mönnum í aldursröð og þaö var
strembið. Hitt var leikur," segir
Ómar sem enn hefur ekki ákveðið
hvað hann gerir viö alla peningana
sem nú eru innan seflingar. „Ætli
# SKEMMTILEGT
/f PARTÍ
0 „Skítt með morgundag-
inn, skítt með timbur-
mennina, skítt með reikn-
inginn."
(Formaöur Vinstri grænna
um ríkisstjórnina í ræöu á lands-
fundi.)
VITLAUST PARTÍ
„Kristján vinur
minn Ragnarsson í
LÍÚ spurði: Ertu enn í
flokknum?"
(Ellert B. Schram í Morgunblaöinu
um endurkomu sína á landsfund Sjálfstæö-
isflokksins.)
SLAPP
„Það var enginn handtekinn á
landsfundinum, ekki einu sinni ég
U
(Ellert á sama landsfundi.)
HVAÐ VAR í MATINN?
„Ætlarðu að gefa í söfnunina til
hjálpar Afgöngum?"
(Spurning dagsins í Fréttablaöinu.)
Omar á Njálsgötunni
Ætlar ekki aö kaupa í deCode vinni hann fímm milljónir.
FRUMSÝNING
„Leikmyndin var óspennandi,
búningar klisjukenndir og lýsingin
tilþrifalaus."
(Úr leikdómi í Morgunblaöinu
um Blessaö barnalán á Akureyri.)
ég eyði þeim ekki. Allavega ætla ég
ekki að fjárfesta í deCODE."
Ómar er 49 ára og verður fimm-
tugur á gamlárskvöld „... afmælinu
mínu er alltaf fagnað með flugelda-
skotum," segir hann.
Rétta myndin
-t