Dagblaðið Vísir - DV - 26.10.2001, Page 4

Dagblaðið Vísir - DV - 26.10.2001, Page 4
erjir \oru hvor? Helgin lagðist vel í fólk enda nóg að gerast og voru stórmenni utan úr heimi áberandi í næturlífi Reykjavíkur vegna Airwaves háti'ðarinnar. I Leikhúskjallaranum á fimmtudag voru meðal ann ara Elma Lísa, Stefán geirfugl og Svanur Kristbergsson prófess- or. Tískumógularnir Kormákur og Skjöldur létu sig ekki vanta en þeir ræddu heimsmálin við Jakob Frfmann og Úlf Eldjárn en í hinu horninu sat Andrea Jóns að tali við Barða Bang gang um íslenska poppara og skapgerð þeirra. Gaukur á stöng skartaði sínu fegursta um helgina ef þannig má að orði komast. Þar voru saman komnir allir helstu rokkarar landsins s.s Andri, Jón Atli og Janus Fidelmenn ásamt Krumma, Frosta, Bjössa og fvari Mínus. Mubla staðarins Beta Buff varauðvitað á staðn um sem og Þórunn Antónía. Sálarstrákarnir Gummi og Jens spókuðu sig um dáðust að Dj Habit f rá New York sem var í hróka samræðum við Jamie og Alex frá Fat cat. Sjaldséð Andrea Róberts kíkti inn með Siggu spöku og Brynja X lét fara vel um sig með Steina Steph og Frikki Weis var ekki langt undan. Wilhelm Norðfjörð sýndi sig stutt- lega og það sama gerðu Jónsi og Orri Páll úr Sigur Rós. Fulltrúar sveitaballanna voru líka í húsi en Buttercupfólkið íris og Valur voru í faðmlögum ásamt Agli og Beggi og Róbert Sóldögg sátu að sötri. Vel fór á með þeim Kidda Bigfoot og Andrési Pétri sem ræddu markaðslögmálin við Ásgeir og Ragga af Prikinu en ísar Logi, Aggi Thomsen og Egill bravo voru ekki alveg í sömu hugleið- ingum. Ólafi Breiðfjörð meistarakokk af Holtinu var neitað um að- göngu en Rakel sautján gekk beint inn ásamt önnu Rakel, Lilju Nótt og írisi. Dj Herb Legowitz mætti til að meta stöðuna Ifkt og Maggi gus gus. Fulltrúar annara skemmtistaða voru Steini glaum- ur, Kalli Vegamót og Þorvaldur Skúla Rex. Svenni og Kristján Sautján voru hinir hressustu en senuþjófar kvöldsins voru vafalít- ið Jón ólafs, Ingi og Bjöm Jörundur úr Ný danskri sem var í för meðVölu. Höskuldur og Sölvi voru fulltrúar Quarashi en einnig sást til Beggu nýherja, Snorra baróns og Krissa Ra. Reynir og Jói mættu fyrir hönd Kaffibarsins en þeir eru nú væntanlega at- vinnulausir en öðru máli gegnir um Robba rapp og Mæju sem voru ásamt Grétari þrumu og Dj Sóleyju. Thule kempurnar Biogen og Tommi White voru frískir og líka Páll óskar, Emilíana Torrini, Biggi mausari. Á Spotlight voru Jonni hjá Eddu, Skúli Helga og Rafnar pegasus. Einnig sást til Hall a P Botnleðju en á Thomsen voru öllu fleirri. Valli og Viddi sátu rólegir íeinu horninu og sötruðu en Þór- hallur Skúla thule gekk um svæðið á meðan Jónsi Sigur Rós sat rólegurallt kvöldið með eins klippingu og Þórhallur. Ilo var einnig á svæðinu ásamt Exos. Á Astro var margt um manninn að vanda en þar bar hæst að Jó- hann örn dansari mætti ásamt sinni heittelskuðu Theodóru Sæ- mundsdóttir og Bjama Hauk hellisbúa og frú, einnig var Obby konan hans Sigga Hlö í góðum fíl- ing ásamt vinkonum. Ama kiss og Margrét Rós fréttakona á Skjá i spókuðu sig um en Amór Diego, fyrsti herra ísland, var flottur á dansgólfinu og rifjaði upp nokkur gömul breikspor ásamt félögum sínum. Simmi og Jói fögn- uðu eins árs veru Popp Tfví með stæl og Bjarni Ara mætti með sinni heittelskuðu Silju eftir vel heppn aða leikhúsferð. Kolla Ungfrú ls- land.is sýndi sig og Svavar öm tískulögga stal senunni að vanda og það sama má í raun segja um Patrek Jó handboltakappa sem leit við frá Þýskalandi. Haltdóra Mó- torgella var líka í góðu stuði eins og reyndar Hallur Helgasson, Siggi zoom og Gummi Gonzales. Hauka gellan Harpa Melsted tók sér frí af æfingu en brenndi samt kaloríum þetta kvöldið eins og Anna Sig fit- nessdrotning, Anna María og Jónsi Planet Pulse. Beggi Sóldögg fór mikinn ásamt Júlla Kemp en Ásta og Keli úr Stundinni okkar sáust einnig á vappi ásamt Tóta sjó- Hólmar Filipsson hefur búið í New York frá árinu 1996 eða eftir að hann skellti sér í vikuskemmtiferð með félaga sínum Margeiri i' píla- grímsferð til að kaupa plötur og anda að sér loftinu í því sem þeir líta sem sitt Mekka. Hólmar ílengdist í New York og á þessum fimm árum hægt og rólega unnið sig upp í virðingar- stiganum sem plötusnúður, enda vanur frá því að snúðast hér heima. „Eg sé um þrjú partíkvöld í mánuði á tveim stöðum í borginni undanfar- in 3-4 ár. Annars vegar eru það tvö föstudagskvöld á stað sem heitir Baktun og svo eitt kvöld í mánuði á stað sem heitir Centro Fly og er einn heitasti staðurinn í New York um þessar mundir." ÁSTIN FESTI HANN í NEW YORK Hólmar lætur sér ekki nægja heldur er stendur nú í að stofna tvö útgáfufyrirtæki. „Annað heitir N’ice og er stofnað í kringum kvöldin á Centro Fly. Þar ætla ég að gefa út tónlist frá þeim gestaplötusnúðum sem mæta og tónlistin verður svona hefðbundið house og deep house. Hitt heitir svo C&.S Music. Ég og franskur vinur minn frá París stönd- um að því og ætlunin er að gera að- eins brjálaðari hluti.“ Ástæðan fyrir því að Hólmar ílengdist f New York er konan hans. „Ég hitti konuna mína þegar ég var með Margeiri og það sem átti að vera vikuferð teygðist upp í þrjár vikur og nú fimm ár,“ segir Hólmar og viður- kennir að um algjöran blossa hafi verið að ræða. Skötuhjúin fluttu heim á Frón um tíma en svo fór konan aftur heim og Hólmar á eftir og virðist ekkert vera á leiðinni heim í bráð. Á FARALDSFÆTI Það er nóg að gera hjá Hólmari fyrir utan skipulagningu á partíum og sjálfstæða útgáfustarfsemi. Hann leggur reglulega land undir fót og spilar vítt og breitt. „Ég er mikið á svæðinu í kringum New York og einstaka sinnum spila ég í San Fransisco og Los Angeles. Síðan hef ég einnig verið að þvælast um Evr- ópu og spilað í Moskvu, London, Svíþjóð og víðar. Eg var einmitt að koma frá því að spila f Brussel og París um helgina. Sfðan ofan á þetta er ég að setja saman safndisk fyrir útgáfufyrirtækið ESHO f New York.“ Hólmar viðurkennir þó að aðeins hafi dregið úr önnum í september enda hafi það verið erfiður tími vegna atburðanna 11. september. Hann er þó hvergi banginn og ætl- ar bara að halda sínu striki og sitja sem fastast, eins og flestir aðrir New York-búar. „Það eru í mesta lagi þeir sem voru að flytja á annað borð eða voru nýfluttir í borgina sem eru á leiðinni í burtu. Þeir rótgrónu fara ekki neitt.“ Hólmar viðurkennir þó að það sé þægilegt að komast til Is- lands núna þar sem spennan sé búin að vera mikil í Bandaríkjunum. Hann hlakkar til að slappa af hjá foreldrunum og hitta félagana en viðurkennir að það verði ekki lengi, heimili hans New York kalli á hann. Útvarpsþátturinn Party Zone hefur staðið fyrir þónokkrum uppákomum á völdum öldurhúsum bæjarins. Á morgun verður á Vegamótum kvöld kennt við þáttinn þar sem fram koma Dj. AAargeir sem og Hólmar Filipsson sem hefur getið sér gott orð sem plötusnúður í New York. Auk þess verður Hólmar á Bar 101 í kvöld. Þeir rótgrónu fara ekki neitt „Ég vil byrja á því að segja að pródúserinn okkar, Swell, kom með diskinn okkar til landsins en hann mixaði okkur líka á Dis- memberment Plan og Airwaves-tónleikun- um. Svo var frábært að sjá hljómsveitir á borð við The Apes, Spörtu og Chicks on Speed og að fá góð viðbrögð ffá þeim, sérstaklega um- boðsmanni Chicks, en hún sagði að ég væri mjög sexx á sviði. Svo klippti ég líka gelluna úr þeirri hljómsveit en þetta var alveg ein- staklega viðburðarík helgi og gaman að finna þessa sérstöku Airwaves-stemn- ingu sem myndaðist niðri í bæ. Jón Atli Helgason, hárgreiðslurnaóur og bassaleikari hljómsveitarinnar Fídel. Lace: fllveg nýtt band Smaralind: Kynferði og kapftalismi Pulp: Jarvis mættur aftur Þau kynþokkafyllstu: Hver eru þau? íslenskir jDÍngmenn: Og símanumerin þeirra Hver ert þú: Og hverra manna Forsfðumyndina tók Teitur af Matthildi Dröfn Birgisdóttur t'- Matthildur Birgisdottir: Fagnar vetrinum Nemendaleikhúsið: Farsakennd operustæling Höfundar efnis Ari Eldjárn Hafsteinn Thorarensen Sissa ritstjorn@fokus.is Agúst Bogason Höskuldur Daði Magnússon Trausti Júlíusson auglysingar@fokus.is Finnur Þór Vilhjálmsson Sigtryggur Magnason fokus@fokus.is f ó k U S 26. október 2001

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.