Dagblaðið Vísir - DV - 26.10.2001, Side 19

Dagblaðið Vísir - DV - 26.10.2001, Side 19
leiðarvisir um skemmtana- og menningarlífið 1 föstudagur 26/10 Þó skemmtistaðir séu ekki af skornum skammti í henni Reykjavík finnst sum- um engu að síður að þeir séu full einsleitir. ívar Amore hefur fyrir sitt leyti fengið nóg af fábreytilegu úrvalinu og mun því í kvöld opna nýjan stað í Austurstæti 6 sem ber hið djöfullega heiti Club Diablo „Non-gay Spotlight Hugmyndin að nafninu kom þegar ég var að horfa á Jackass með frúnni eitt kvöldið þar sem maður f djöflabúningi hljóp út á götu og spænsk kona öskraði .dauðhrædd: “°el diablo!. Mér fannst þetta nafn falla einkar vel að klúbbnum“ segir Ivar Amore sem er ábyrgur fyrir opnun Club Diablo í kvöld. Með tilkomu klúbbsins lýkur óvenjulöngu lífi búllunnar Café Nóbel sem var í sama húsnæði þangað til fyrir helgi og situr því pöbbinn Olver einn að karaoke-gestum borgar- innar að sinni. Finnst leiðinlect á flestum SKEMMTISTÖÐUM Ivar er hvergi 'banginn við að dýfa sér niður í skemmtistaða- flóruna enda hefur hann komið víða við í skemmtistaðabransan' um „Eg var skemmtanastjóri á Spotlight lengi vel og einnig á hinu alræmda Skothúsi í Kefla- vík sem nú er hætt og auk þess hef ég spilað hér og þar sem plötusnúður. Þannig að maður hefur ýmsa fjöruna sopið í þess- um efnum.“ Ivar er alls ekki ánægður með núverandi stöðu skemmtistaða á Islandi. „Flestir þessir staðir eru hundleiðinlegir. Ég fíla mig illa inni á langflest- um stöðunum sem þykja „inn“ f dag og auk þess er enginn staður sem býður upp á alvöru „dans- tónlist. Það er helst að Thomsen hafi staðið sig sem almennilegur „klúbb ur“. Tónlistin þar getur oft verið mjög fín þó staðurinn sé stundum svo lítið drungalegur:,, Skemmtanaflóran STÆKKUÐ... Ivar tekur undir það að hann sé að reyna að spasla upp í ákveðið gat sem mynd- ast hefur í skemmtanaflór- unni. „Tvímælalaust. Þótt það séu til margir skemmti- staðir hérna í bænum þá eru þeir flestir keimlíkir. Það hef- ur alltaf vantað alvöru diskó- tek eins og á Ibiza og víða á Spáni.“ ívar sér sjálfur um að spila tónlistina ásamt vini sínum Atla auk þess sem Eldar og félagar hans á Breakbeat.is munu einnig koma að þeirri deild þegar fram lfða stundir. Ivar leggur mikla áherslu á að staðurinn gangi út á “trans“, að fólk geti komið inn og týnt sér í hörðum dansi við harða tón- list. „Tónlistin er talsvert í harðari kantinum. Eiginlega má segja að þetta sé svóna „non-gay“-Spotlight-stemn- ing, þeir eru eini klúbburinn fyrir utan Thomsen sem spil- ar tónlist í einhverri líkingu við okkar.“ Að sögn Ivars býð- ur staðurinn upp á miðstórt dansgólf og á neðri hæðinni verður svokallað „chill-out- zone.“ - „Niðri f kjallara ætl- um við að reyna að mynda meira kósí stemningu. Þar verður spilað reaggie og kannski smá hip-hop. Þetta verður svona staður sem maður kemur á til að kasta mæðinni eftir erfiðar atlögur að dansgólfinu." „Klúbbur djöfuls- ins“ opnar eins og fyrr segir í kvöld og er aðgangur ókeypis fram að mið- nætti en eftir það kostar 500 kail inn. •Popp ■ HARÐKJARNI /UNGUST í Tjamabíói veröa tórv leikar á vegum Unglistar í kvöld og hefjast þeir kl. 20. Harökjarnarokk veröur þar áberandi enda eru tónleik- amir í samvinnu viö dordingull.com. Hljómsveitirnar sem koma fram eru Mínus, Andlát, Snafu, I Adapt ■ DOPÐIÁ22 Doddi litli verður i búrinu á Club 22 og mun hann standa fyrir góöu glensi frá miðnætti til morguns. Frítt er inn tíl klukkan eitt eftir miönætti. Handhafar stúdentaskirteina fá fritt inn alla nóttina. ■ STtlÐ Á SPOTUGHT Dj. Sesar er meö bland í poka fram á morgun á gleðistaðnum Spotlight. ■ TJÚTT Á PÍANÓBARNUM Di. Geir Róvent í búrinu á Píanóbamum. Ávallt meö ferskasta og besta hip- hopiö og r’n’b’-iö í bænum þótt víöa væri leitað. Októ- bertilboð á veigum (lítill á 300, stór á400) •Krár ■ ÞOTUUÐH) Á CATAUNU Hin stórgóöa hljómsveit Þotuliöiö ætlar að halda uppi stemningunni á Catal- inu í Kópavog! i kvóld. Fritt inn. ■ AMSTERDAM Dj Þröstur FM-týpa af guös náð, mun halda uppi íöri fyrir þá sem ætla sér að mæta á Café Amsterdam í kvöld. ■ BSG Á PLAYERS Reynsluboltarnir í BSG, Bó, Sigga og Grétar, sjá um rokk og ról á Playeis. ■ BUFF Á VÍDALÍN Gleöilistamennirnir i litlu stór- hljómsveitinni Buff skemmta sér og öörum konung- lega á Vidalín. ■ DJAMM Á NELLYS Dj. Páll Óskar veröur sveittur i búrinu á Nellys Café. ■ FÓSTBRÆÐUR Á CELTIC CROSS Fóstbræðurnir Gunnar Ólason og Ingvar Valgeirsson spila og syng- ja fyrir gesti Celtic Cross. ■ GOTT Á GRAND ROKK JEVER-stemning á Grand rokk. Alltaf sama góöa veiðið, alveg einstök tílfinn- ing fyrir sálartetriö, sem og budduna. ■ RÚNAR JÚL í F1RÐINUM Útgáfutónleikar meistar- ans Rúnais Júl veröa haldnir í kvöld á Fjórukránni i Hafnarfirði. ■ S&H Á GULLÓLDINNI Stuödúettinn Sven- sen&Hallfunkel skemmta gestum og gangandi á Grafarvogspöbbnum Gullöldinni. ■ SIXTIES Á KAFFl REYKJAVÍK i kvöld mun hljóm- sveltin Sixties halda uppi fjörinu á Kaffi Reykjavík. Stuð. ■ SÁUN Á GAUKNUM Hinir ódrepandi poppkóngar i Sálinni hans Jóns míns gera þaö sem þeir gera best á Gauki á Stöng. ■ TOMMI Á VEGAMÓTUM Plötusnúðurinn Tommi White er mættur á Vegamót í rétta gírnum. ■ ÁSGARÐUR Knæpan Ásgarður býður upp á magnaða skemmtidagskrá um helgina en Hljóm- sveit Stefáns P mun leika fyrir gesti. Allt veröur aö sjálfsögðu flæðandi eins og venjulega. •Böll ■ STÓRDANSLEIKUR í ÁSGARÐI, GLÆSIBÆ Það verður mikiö um dýrðir í Ásgarði í Glæsibæ í kvöld þegar nokkrir af hressari tónlistarmönnum okkar stíga á sviö. Hljómsvert Stefáns Pé er mætt aö nýju og að þessu sinni ásamt Hallbergi Svavarssynl og Önnu Vilhjálms. Það má svo sannarlega búast við stuði og stemningu þarna í kvöld. ■ BOGOMIL OG MILUÓNAMÆRINGARNIR Á BROADWAY í kvöld leikur hinn eini sanni Bogomil Font ásamt félögum sínum í Milljónamæringunum fyrir dansi á Broadway. Aögangseyrir er 1500 krón- ur. •Klassík ■ MARIEHAMNS KVARTETTEN OG NIO SÁNGARE Á ÍSLANDI Verkefnið Norrænir kariakórar er unnið að frumkvæði tveggja karlakóra frá Álandseyjum og Gotlandi í Svíþjóð en það eru Mariehamns Kvartett- en (MK) á Álandseyjum og Nio sángare (NS) frá Vis- by á Gotlandi! Svíþjóð. Kórarnir hafa ferðast um ís- land síöan 19. október og fara aðaltónleikarnir þeir- ra fram í kvöld i Langholtskirkju þar sem MK og NS kórarnir koma einnig fram, ásamt kariakórnum Fóst- bræðrum. Tónleikarnir hefjast kl. 19:30 og miöaverð er 1000 kr. •Sveitin ■ BÆJARBARINN Ólafsvíkingar verða í feitu flippi þessa helgina því aö diskóstemning verur allsráð- andi á Bæjarbamum I kvöld. ■ DJ SKUGOABALDUR Á CAFÉ MENNINGU. DAL- VÍK DJ Skuggabaldur spilar gullna smelli í allt kvöld á Café Menningu. ■ FORSOM Á HM-KAFFl Hljómsveitin ForSom verð- ur i stuöi á HM-kaffi á Selfossi. ■ PPK VK) POLUNN Á AKUREYRI í kvöld eru bað grallaramir í PPK sem sjá um stuðið „Viö pollinn" á Akureyri. •Leikhús ■ BLESSAÐ BARNALÁN Leikfélag Akureyrar sýnir um þessar mundir verkiö Blessað bamalán eftir Kjartan Ragnarsson og veröur það sett upp í kvöld, kl. 20. ■ KAFFILEIKHÚSIÐ í kvöld sýnir Kaffilelkhúsió í samvinnu við The lcelandic Take AwayTheatre leikrit- ið Veröldin er vasaklútur. Leikstjóri er Niel Heigh en um búninga og leikmyndahönnun sér Katrín Þor- valdsdóttir. Sýningin hefst kl. 21. ■ MEÐ VÍFIÐ í LÚKUNUM í kvöld verður sýnt, einu sinni sem oftar, leikritið Með vífiö í lúkunum eftir Ray Cooney en sýningin fer fram á stóra sviöi Borgarieik- hússins og hefst hún kl. 20. ■ SYNGJANDI í RIGNINGUNNI Leik- og söngverkiö Syngjandi í rigningunni veröur sýnt í kvöld í Þjóðleik- húsinu, á stóra sviði þess. Meðal þeirra sem taka þátt í sýningunni eru Selma Björnsdóttir og Stefán Karl Stefánsson. ■ ÍSLENSKI DANSFLOKKURINN íslenski dans- flokkurinn flytur sýninguna Haust í kvöld, kl. 20, á Nýja sviði Borgarleikhússins. Sýningin samanstend- ur af þremur frumsömdum dansverkum eftir ís- lenskadansahöfunda, Da eftir Láru Stefánsdóttur, Milli heima eftir Katrinu Hall og Plan B eftir Ólöfu Ing- ólfsdóttur. ■ ÓPERAN í kvöld flytur íslenska óperan Töfraflaut- una eftir Wolfgang Amadeus Mozart og hefst sýning- in stundvíslega kl. 20. Uppfærslan hefur hlotið mikið lof gagnrýnenda og eru sem flestir hvattir til þess að mæta. •Kabarett ■ KARL ÁGÚST OG ÖRN ÁRNASON j LEIKHÚS- KJALLARANUM i kvöld verða Öm Ámason og Kari Ágúst Úlfsson með skemmtikvöld. Borðhald hefst kl. 20 og sjálf sýningin hefst síöan kl. 22. Hinir síungu Lúdó og Stefán leika fyrir dansi fram á nótt. Húsið verður opnað fýrir gesti kl. 23 og aðgangseyrir er 1000 krónur. ■ MYNDUSTARÞING í HAFNARHÚSI Það er boðiö upp á myndlistarþing í Hafnarhúsinu í dag, allan dag- inn. Áhugasamir eru beðnir að snúa sér til Listasafns ReyKjavíkur, Hafnarhúsi, til aö fá frekari upplýsingar. ■ Ó BORG MÍN BORG Sýningin Ó borg mín borg verður sýnd ! kvöld kl. 20 á Hótel Borg. Kristján Kristjánsson, KK, og Magnús Eirriksson sjá um fjör- ið ásamt gestum. •Opnanir ■ TOLU í SMÁRAUND Tolli riöur á vaðiö í dag meö tvær myndlistarsýningar í Smáralind, annars vegar Yfirirtssýningu á verkum sínum í verslunarrými Smáralindar og hins vegar sýninguna Bnskismanns- land í Vetrargaröinum. Þverskuröur af verkum Tolla frá árunum 1984-2000 er sýndur i verslunarrými Smáralindar. i tfetrargarðinum eru 3 stór og 30 minni ný verk sem saman mynda eina heild sem listamaö- urinn kýs að kalla Einskismannsland. Tolli starfar að list sinni bæöi í Mosfellsbæ og Berlin. Hann á aö baki nám i Myndlista- og handíðaskóla íslands 1977- 1983 og í Listaháskóla Beriinar 1984-1985. Hann hefur haldiö flölda sýninga, bæöi heima og erlendis. Sýningarnar standa til 4. nóvember. ■ GIFT í KETILHÚSINU Á AKUREYRI GIFT (Green- land lceiand Frnland Together) nefnist norrænt sam- starfsverkefni Myndlistaskólans á Akureyri, Arts Academy, Turku Polytechnic í Finnlandi og Lista- skólans í NUUK á Grænlandi. Markmiöið með verk- efninu er að stefna saman listnemum þessara þrig- gja skóla til að takast á við þverfagleg verkefni sem tengjast menningu landanna. Samstarfð hefur nú staöiö í þrjú ár og fyrir ári var GIFT I, listsamvera, í Turku í Finnlandi. Listnemarnir sem þátt taka í GIFT- verkefninu stunda nám í dansi, tónlist, myndlist og hönnun. Aö þessu sinni var gerð viöamikil útfærsla á Ragnarókum úti í náttúru íslands og veröur afrakstur siöustu tveggja vikna sýndur i Ketilhúsinu I kvöld, kl. 20. Yfirskriftin er „Hljóðs biö ég allar" sem eru upp- hafsorð Völuspár. ■ BJARNIBJÓRGVINS Nýveriö opnaði Bjami Bjórg- vins sýningu á málverkum sínum sem samanstanda af olíumyndum á pappír. Sýningin kallast Stefnumót og er hún viö Tryggvagötu 17 og er opin öllum frá kl. 14-18 alla fimmtudaga til sunnudaga. Sýningin stendur fram til 4. nóvember. ■ GUGGA í MAN Guöbjórg Hákonardóttir - Gugga opnaöi myndlistarsýningu i Ustasal Man, Skóla- vörðustíg 14, í gær. Gugga útskrifaðist úr málara- deild Myndlista- og handiðaskóla íslands 1995 og er þetta önnur einkasýning hennar. Sýningin stendur til 11. nóvember og er opin mán.-lau. 10-18 og sunnudaga kl. 14-18. J- f 26. október 2001 f ó k u s 19

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.