Dagblaðið Vísir - DV - 26.10.2001, Side 22

Dagblaðið Vísir - DV - 26.10.2001, Side 22
... Á HANDBOLTALEIK Þessi svokallaða „þjóðaríþrótt", ef frá er talin glíman, okkar Islendinga stendur ansi höllum fæti um þessar mundir. Það er sorglegt að horfa upp á þessar örfáu hræður sem sitja á áhorf- endapöllunum og styðja sitt lið enda saman- standa þær aðallega af foreldrum, mökum og börnum leikmanna, auk nokkurra krakka úr yngri flokkunum. Handboltinn þarf á þér að halda ... ...í FRAMBOÐ Bæjarstjómarkosningar verða næsta vor og flokkarnir eru ýmist farnir að stilla upp listum sínum eða halda prófkjör. Ymsir eru búnir að gefa kost á sér í gegnum árin og ná kjöri en af hverju ekki þú? Starfinu fylgja alls kyns fríð- indi og góð laun eru f boði. Farðu fram! ...Á INGÓLFSTORG Enn er hlýtt í veðri og hægt að fá sér ís, slappa af og njóta mannlífsins í góða veðrinu. Þegar þurrt er úti eru hjólabrettakapparnir aldrei langt undan þannig að þú getur fylgst með þeim leika listir sfnar eða detta á hausinn og meiða sig ef fólk hefur gaman af slíku ... ...MEÐ STÖKU Listin að kveðast á virðist vera að líða undir lok en það þykir mörgum slæmt mál því þetta er eitthvert elsta afþreyingarefni Islendinga, auk þess að vera merkur menningararfur sem hefur fylgt þjóðinni svo öldum skiptir. Taktu þig til og skjóttu einni stöku á náungann og sjáðu hvað hann segir ... erjir ^erða hvar? Nemendaleikhúsið, leikhús útskriftarárgangs leiklistarnema við Listaháskóla íslands, frumsýnir i kvöld, kl. 20, verkið Túskildingsóp- eruna eftir Bertolt Brecht í Smiðjunni, Sölvhólsgötu 13. Fókus fræddist um leikritið og líf í fjölmenningarlegum skóla. Farsakennd óperustæling „Fólk má ekki taka það þannig að við séum að setja upp ein- hverja heilaga óperu heldur er þetta frekar óperustæling á köflum og sýningin öll mun léttari og nokkuð farsakennd," segir Vigdís Hrefna Pálsdóttir, útskriftamemi í leiklist við Listaháskóla Islands, þar sem hún og Unnur Osp Stefáns- dóttir sitja fyrir svörum um fyrstu uppsetningu Nemenda- lcikhússins á þessum vetri. Þær stöllur segja verkið vera mjög ólíkt því sem í gangi hafi verið í leikhúsum hér á landi und- anfarið. Raunveruleikinn sé alveg kvaddur og f staðinn fái áhorfendur innsýn í algerlega ólíkan heim. Verkið er eftir Berolt Brecht og tónlistin er samin af Kurt Weil og er þetta fyrsta verkið af þremur sem útskriftamemar eru að setja upp í vetur. Að sögn Unnar byggði Brecht leikritið á eldra verki eftir Bretann John Gay. Það verk var meiri satíra á ítölsku óper- una en Brecht var með meiri kommúnískan áróður, með ádeilu á skinhelgi kirkjunnar og stéttaskiptingu síns tíma. Leikritið segir frá krimmanum Makka hníf sem er mjög upp á kvenhöndina. Konur koma líka mjög við sögu í verkinu og flækja tilraunir Makka við að koma sinni ár fyrir borð í lífs- kapphlaupinu. Bekkjarfélagar Unnar og Vigdísar eru þau Tinna Hrafns- dóttir, Gísli Pétur Hinriksson, Ólafur Egill Egilsson, Brynja Valdís Gísladóttir, Ivar Örn Sverrisson og Arnbjörg Hlíf Valsdóttir. Aðspurðar hvað það væri sem ræki fólk f leiklistar- nám svara þær því til að um ástríðu sé að ræða. „Þetta er líka krefjandi en skemmtilegt nám. En jafnframt er það rosalega súrrealískt að þurfa að vinna með eigin tilfinningar og eyða fjórum árum alltaf með sama fólkinu," segir Unnur. Vigdís bætir við að þetta sé eins og vera læst inni í skáp með sjö öðr- um sem maður valdi ekki sjálfur og klykkir út í gríni: „Það hlakka allir rosalega til að útskrifast og losna hver við annan.“ Þær segja það auðvitað vera þreytandi á stundum að vera í svona nánu samneyti við sama fólkið en í leiðinni sé það einnig mjög gefandi. „Þetta eru forréttindi því maður lærir svo mikið inn á mannleg samskipti,“ segir Vigdís. Túskildingsóperan verður sýnd fram í lok nóvember og segja Unnur og Vigdís að stefnan sé að reyna að sýna fjórum sinnum í viku. Miðaverði er stillt í hóf og verður litlar þúsund krónur. Leikstjóri sýningarinnar er Viðar Eggertsson og tón- listarstjóri Tryggvi Baldursson. Hljómsveit skipa að mestu nemendur nýstofnaðrar tónlistardeildar við Listaháskólann. Með útlitshönnun sýningar fara þau Filippía I. Elísdóttir búningahönnuður og Vytautas Narbutas sér um leikmynd. Ljósahönnun og tæknistjórn er í höndum Egils Ingibergs- sonar. í kvöld ætla ég að vera heima hjá mér og borða pitsu með pepperoni, þistilhjörtum og halapenos á meðan ég glápi á Predator 2, Mad Max 2 og Mimic 2. Á morgun ætla ég svo að fara á Asíu og fá mér steiktar eggnúðlur með kjúklingakjöti og um eftirmiðdaginn mun ég örugglega borða kartöfluflögur. Um kvöldið ætla svo ég að grilla mér ostborgara áður en ég fer út að skemmta mér. Á sunnudagsmorgun mun ég væntan- lega ekki borða mikið annað en tún- fisksalat og kókómjólk en um eftir- miðdaginn ætla ég að fá mér plómur og rúgbrauð og síðan kjötbollur og soðið kál í kvöldmat. Hvar verð ég? Heima. Pórarinn Hugleikur Dagsson, kvik- myndagagnrýnandi Tvíhöfda. I kvöld er ég að spá í að kíkja út á lífið með vinkonum mínum og ætli Astró verði ekki fyrir valinu. Laugardag- urinn verður hins vegar ofurseldur vinnuveit- endum mínum og nýtt- ur í að græða peninga. Svo ætla ég að reyna að slappa af og hlaða aftur batteríin fyrir næstu viku á sunnudaginn. En ég gæti reyndar þurff að vinna þá líka... Halldóra María Ein- arsdóttir mótorgella. Enginn veit sína ævina fyrr en öll er en í kvöld veit ég að ég ætla að dj-ast á Nelly’s. A morgun er svo merkisdagur, jú það var rétt, árshátíð Hagkaups verður haldin á Broadway og þar ætla Milljónamæringarnir ásamt okkur söngvurunum fimm að spila. Á sunnudag fer ég svo í matarboð til Moniku Abendroth hörpuleikara. Annars ætla ég að reyna að fara í Ræktina á hverjum degi um helgina. Ég er kominn í svona heilsuátak og er orðinn svo flottur að það hálfa væri nóg... Páll Óskar Hjálmtýsson tón- listarmaður

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.