Dagblaðið Vísir - DV - 30.10.2001, Page 2

Dagblaðið Vísir - DV - 30.10.2001, Page 2
2 ÞRIÐJUDAGUR 30. OKTÓBER 2001 x>v Fréttir Ástandiö á Landspítala fer stöðugt versnandi: Sjö deildir lokaðar í verkfalli - hundruöum aðgerða færra á þessu ári heldur en því síðasta Ónotuö rúm Nú er breytt yfir hvert rúmiö af ööru á Landspítalanum, jafnt viö Hringbraut og í Fossvogi. Færri undanþágur þýöa fleiri lokanir, segir hjúkrunarforstjórinn. Ástandið á Landspítalanum verð- ur æ alvarlegra með hverju skamm- tímaverkfalli sjúkraliða sem til framkvæmda kemur. Þriðja þriggja daga verkfallið hófst á miðnætti að- faranótt mánudagsins. Færri und- anþágur eru veittar nú heldur en í fyrri verkfóllum. Það þýðir enn meiri samdrátt á sjúkrahúsinu. Tvær endurhæfingadeildir á geðsviði á Grensási hafa verið sam- einaðar og eru nú reknar sem ein deild. Á lyfjasviði hafa tvær deiidir einnig verið sameinaðar. Lýtalækn- ingadeild er lokuð. Loks eru þrjár skurðdeildir lokaðar svo og ein barnadeild. Samtals eru því sjö deildir lokaðar á Landspítala nú. Sjúkraliðar hafa boðað til þriggja verkfalla til viðbótar. Samtals munu um 1.200 sjúkraliðar leggja niður störf hjá 26 stofnunum. Til þessa hafa einungis starfsmenn rík- isins og sjálfseignarstofnananna Grundar og Áss í Hveragerði lagt niður störf. Hvert verkfall stendur i þrjá sólarhringa eins og áður. Hið fyrsta hefst 12. nóvember, annað 26. nóvember ög það síðasta 10. desem- ber. „Færri undanþágur þýða fleiri lokanir,“ sagði Anna Stefánsdóttir hjúkrunarforstjóri við DV. „Til við- bótar við lokun einnar barnadeildar hefur orðið að fækka rúmum á barnasviðinu." Anna sagði að ekki hefðist undan að vinna upp aftur milli verkfalla það sem tapaðist í þeim. Á skurðsviði væri mikill samdráttur, ekki síst vegna þess að stór hluti þeirra sjúkraliða sem hefðu hætt hefði unnið þar. Til dæmis væru all- ir sjúkraliðarnir á skurðstofum Landspítalans í Fossvogi hættir. „Þessi þriggja daga verkföll hafa mjög miklar afleiðingar fyrir starf- semina," sagði Anna. „Nú hafa sjúkraliðar boðað þrjú verkföll til viðbótar. Áhrifanna gætir meira eft- ir því sem verkfóllin verða fleiri. Við tökum inn alla sjúklinga sem eru bráðveikir en við getum ekki tekið inn fólk af biðlistum.“ Jónas Magnússon, yfirlæknir á skurðsviði, sagði að biðlistar myndu fyrirsjáanlega lengjast á þessu ári. Aðgerðir í ár yrðu nokkrum hundi'uðum færri heldur en á síðasta ári. Þessi fækkun staf- aði m.a. af breytingum á skurðstof- um í Fossvogi, svo og tilfærslu á sérgreinum vegna sameiningar spít- alanna. Ekki bættu verkfóllin úr skák. Nú væru aðeins gerðar bráða- aðgerðir en engar valaðgerðir. -JSS Morðið við Bakkasel: Ástæða ligg- ur ekki fyrir Lögreglan í Reykjavík vill ekki gefa upp hvað talið er liggja að baki því að 25 ára karlmað- ur, Ásbjörn Leví Grétarsson, greip til hnífs og stakk 44 ára karlmann til bana í íbúð sinni í Bakkaseli aðfaranótt laugardags. Þetta á hins vegar eftir að rannsaka frekar en engin yfirheyrsla hefur farið fram yfir manninum önnur en sú sem átti sér stað á laugardag. Hinn látni hét Finnbogi Sigur- björnsson til heimilis að Lindargötu 58 í Reykjavík. Hann var ókvæntur og barnlaus. Ásbjörn hefur gefið upp að þeir Finnbogi hafi hist á krá við Lauga- veginn á fóstudagskvöldið. Þeir hafi síðan tekið leigubíl að heimili hans í Breiðholti. Eftir að þangað kom er talið liggja ljóst fyrir að Ásbjörn stakk hinn látna ítrekað, meðal ann- ars í háls. -Ótt Bílvelta í Skagafirði: Kona skarst Ung kona var flutt á slysadeild sjúkrahússins á Sauðárkróki eftir að bíll hennar valt út af veginum skammt vestan við Varmahlíð í Skagafirði um kvöldmatarleytið í gær. Konan missti stjóprn á bílnum í hálku á veginum, bDlinn snerist, valt síðan út af og hafnaði á hvolfi. Kon- an skarst nokkuð á höndum af gler- brotum og fékk aðhlynningu á sjúkrahúsinu á Sauðárkróki sem fyrr sagði. -gk Finnbogi Sigurbjörnsson. Hertar reglur um flugvernd Miklar breytingar eru fram undan á alþjóðlegum reglum um flugvernd (aviation security), m.a. á vettvangi Alþjóðaflugmálastofn- unarinnar, í kjölfar hryðjuverk- anna í Bandaríkjunum hinn 11. september síðastliðinn. Þetta segir Flugmálastjórn sem boðar á morg- un til Flugþings á Hótel Loftleið- um í samvinnu við samgöngu- ráðuneytið. Fjölmargir innlendir og erlendir sérfræðingar á sviði flugöryggismála flytja erindi á þinginu. Miklar breytingar hafa þegar oröið i öryggismálum undanfarin ár með upptöku sk. JAR-reglna á íslandi sem og annars staðar í Evrópu. -BÞ Fólksbíll og flutningabíll í hörðum árekstri í Kollafirði: Átján ára stúlka og tví- tugur karlmaður létust - dauðaslysin á árinu orðin 21 Mjög harður árekstur varð við mal- arnámuna í Kollafirði í gærmorgun á milli fólksbíls og flutningabils. Tvennt var í fólksbílnum, tvitugur karlmaður og átján ára stúlka og lét- ust þau bæði. Bílstjóri flutningabíls- ins, sem var einn á ferð, slapp ómeiddur. Þar með eru látnir í um- ferðinni hér á landi orðnir 21 það sem af er ári. Að sögn lögreglu í Reykjavík barst tilkynning um slysið um klukkan 7.35 í gærmorgun. Voru þrír sjúkrabílar ásamt tveim tækjabílum slökkviliðs- ins sendir á vettvang. Var lokað fyrir umferð um Vesturlandsveg vegna slyssins í nær þrjá klukkutíma. Var þá lokað við Þingvallaafleggjara og við Hvalfjarðargöng og mynduðust langar bilaraðir í báðar áttir. Skammt þar frá sem slysið varð hefur verið unnið að lagningu á heita- vatnslögn í vegkantinum. Eru nokkr- DV-MYND ÞÖK Bifreið hinna látnu Hér er búiö aö setja fólksbifreiöina upp á vörubílspall í gærmorgun. Þurfti aö klippa flakiö aö verulegu leyti í sundur á slysstaö. DV-MYND HARl 21 hefur látist í umferöinni Úlfar Sveinbjörnsson setur hér upp nýjar tölur um látna í umferöinni á áhrifa- mikiö skilti viö Suöurlandsveg í gær. Naut hann aöstoöar Reynis Sveinssonar hjá Skiltagerö AB í Garöabæ. Þeir félagar annast uppsetningu nýrra talna og voru síöast á feröinni síðdegis á föstudag aö setja upp tölur um 19 látna. Þá var komiö um tveggja mánaöa hlé án dauðaslysa í umferöinni. ar þrengingar á veginum af þeim sök- um en þar eru einnig skilti með við- vörunum og leiðbeiningar um lækk- aðan hámarkshraða. Ekki er fullljóst á þessari stundu hvað orsakaði áreksturinn í gærmorgun. Hins vegar hefur talsvert verið kvartað undan ónógum vegmerkingum á þessum slóðum vegna framkvæmda. Slysstaðurinn Hlykkur er á veginum þar sem slysið varö og hann ásamt hálku þykja skýra áreksturinn aö hluta. Slys hafa tekið mikinn toll af um- ferðinni um þessa helgi. Skemmst er að minnast umferðarslyss fyrir helgina þegar tvær stúlkur létust í hörðum árekstri á Nesjavallavegi á fóstudag. Fyrir það slys höfðu 17 látist í umferð- inni hér á landi það sem af er árinu. Eftir slysið í Kollaflrði í gærmorgun hefur 21 látið lífið í umferðinni það sem af er ári. Samkvæmt tölum Um- ferðarráðs höfðu 24 látist í umferðinni á sama tíma í fyrra. Allt árið í fyrra lét- ust samtals 32 í 23 umferðarslysum. Allt árið 1999 lést hins vegar 21 í mn- ferðinni, en í októberlok það ár höfðu 19 manns látið lífið. -HKr. EM á Norðurlöndum 2008 Siv Friðleifsdótt- ir, umhverfis- og samstarfsráðherra Norðurlandanna, segir að íslending- ar styðji umsókn Norðurlandanna um að halda Evr- ópumeistara- keppni i knattspyrnu árið 2008 þó að engir leikir verði á íslandi. Þetta er í fyrsta sinn sem fleiri en 2 lönd sækja um að fá að halda keppnina. - RÚV greindi frá. Boöin berast seint og illa Mikil óánægja er meðal slökkvi- liðsstjóra á landsbyggðinni með útkallskerfi gegnuin SMS-kerfi Landssímans. Áður voru símboð- ar notaðir til útkalla. í ljós hefur komið að allt upp í klukkutími leið frá þvl neyðarlínan sendi boð- in frá sér þar til þau bárust í sím- ann. - Fréttablaðið greindi frá. Heimilin borga 700 mil|jónir Verðlagsnefnd landbúnaðaraf- urða hefur samþykkt að hækka verð mjólkur og mjólkurafurða um 6,5% um næstu áramót en það samsvarar því að mjólkurlítrinn hækkar um fimm krónur. Það þýðir að matarreikningur Islend- inga hækkar um 500-600 milljónir króna á ári. Þá hækka beingreiðsl- ur til bænda um 200 milljónir króna. Samningar mögulegir Jón Kristjáns- son, heilbrigðis- og tryggingaráð- herra, segist alls ekki hafa útilokað að gerðir verði þj ónustusamning- ar um einstök verkefni við þá lækna sem sinnt hafa glasafrjóvg- unum á Landspítala - Háskóla- sjúkrahúsi. - Mbl. greindi frá. Lagasetning ekki útilokuö Titringur er meðal stjórnvalda og flugrekenda vegna atkvæða- greiðslu flugumferðarstjóra um boðun verkfalls en atkvæði verða talin í dag. 102 eru á kjörskrá. Inn- an stjórnkerfisins hafa menn viðr- að möguleika á hugsanlegri laga- setningu á kjaradeiluna ef allt þróast á verri veg. - Fréttablaðið greindi frá. Málverkafölsunum fjölgar Á myndlistarþingi á fóstudag var samþykkt áskorun til Sólveig- ar Pétursdóttur dómsmálaráð- herra um að birta opinberlega hvernig rannsókn á málverkaföls- unum stæði. Ráðherra segir 23 kærur vegna gruns um fölsun hafa borist árið 1997 en þeim fjölg- aði gríðarlega eftir sakfellingu fyrrverandi eiganda Gallerýs Borgar, árið 1999. - RÚV greindi frá. Hækkanir vegna fákeppni Svo virðist sem ótti um verð- hækkanir samfara minnkandi samkeppni á matvælamarkaði hafi verið á rökum reistur. Mat- vöruverð hefur hækkað um 26% frá 1997 eftir aðeins 6% hækkun á fimm árum þar á undan. - Frétta- blaðið greindi frá. Haldið til haga Að undanförnu hefur í tvigang verið birt röng mynd af Kjartani Ólafssyni, nýjum þingmanni Sunn- lendinga, á síðum DV. Er beðist vel- virðingar á þess- um mistökum. -HKr.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.