Dagblaðið Vísir - DV - 30.10.2001, Side 11
11
Aðeins í Glæsibæ
iuviðo
í Útilíf
Clæsibæ
Rýmum fyrir 2002 módelunum
ÞRIÐJUDAGUR 30. OKTÓBER 2001
Norðurland
DV
Ferðaþjónustuaðilar á Norðurlandi eystra:
Iðnaðarráðherra:
Valgeröur Sverr-
isdottir iönaöar-
ráöherra.
Rússunum
leist vel á
allt
Jarövarmi frá Þeistareykjum
verður að líkindum nýttur tii að
knýja súráisverksmiðju í Eyjafirði
ef hugmyndir rússneskra viðskipta-
manna ná fram að ganga. Valgerður
i Sverrisdóttir iðn-
i aðarráðherra ít-
i rekar að málið sé
| á algjöru frum-
1 stigi og ótíma-
I bært að spá fyrir
um lyktir þess.
Hún hitti hins
; vegar starfsmenn
Russian Alumini-
j um á Akureyri í
fyrradag og fóru
\ Rússarnir í skoð-
unarferð á Dysnesið. Það svæði hef-
ur um langa hríð veriö frátekið fyr-
ir stóriðju þótt öll umræða um slíkt
hafi legið niðri í meira en áratug.
„Þeim leist vel á allt sem þeir sáu
og mér finnst mest spennandi við
þetta að þeir skuli vera að velta fyr-
ir sér framleiðslu á súráli. Þar yrði
jarðhitinn lykilatriði," segir Val-
gerður.
- Hafa rannsóknir sýnt að við
gætum nýtt hann til þetta orkumik-
illar starfsemi?
„Á Þeistareykjum, já. Það er allt
útlit fyrir að þar séu miklir mögu-
leikar. Hins vegar urðu mikil von-
brigði með Öxarfjörðinn. Þar er
varla hægt að reikna með háhita-
svæði,“ segir Valgerður.
Aðspurð hvort Valgeröur telji
pólitískan vilja fyrir stóriðju í Eyja-
firði segir hún að það mál hafi ekki
verið í umræðunni lengi og því sé
erfitt að segja til um hvernig landið
liggur. Hún telji hins vegar að menn
skiptist nokkuð í tvo hópa.
í framhaldi þessa fundar hafa
Rússarnir ákveðið að láta gera hag-
kvæmniathugun í Eyjafirði og mun
iðnaðarráðuneytið aðstoða þá við
öflun upplýsinga. Að sögn ráðherra
standa Rússarnir straum af þeim
kostnaði enda hafi þeim verið
greint frá öðrum fyrirhuguðum
stóriðjuáformum íslenskra stjórn-
valda. -BÞ
Skólanefnd Akureyrarbæjar:
Systkinaafsláttur
í daggæslu
Bæjarstjóm Akureyrar beindi þeim
tiimælum til skólanefndar að kannað-
ur yrði kostnaður af því að veita systk-
inaafslátt í daggæslu, sambærilegan
við þann sem nú er veittur í leikskól-
um og skólavistun. Einnig að kannað-
ur yrði kostnaður af að veita 22% af-
slátt af daggæslu til giftra foreldra og í
sambúð frá þeim tíma er lengsta mögu-
lega fæðingarorlofi lýkur.
Daggæslufulltrúi vann samantekt
fyrir skólanefnd þar sem fram kemur
að ef miðað er við að veita 22% afslátt
af daggæslu til giftra foreldra og for-
eldra í sambúð frá 9 mánaða aldri
bams yröi viðbótarkostnaður Akur-
eyrarbæjar um 640 þúsund krónur á
ári miðað við samsetningu og fjölda
bama 1. október 2001. Einnig kemur
fram að engin systkini em nú hjá dag-
mæðrum en ef systkinaafsláttur yrði
tekinn upp yrði viðbótarkostnaður Ak-
ureyrarbæjar 40.161 króna á ári miðað
við eitt systkini og 4 tíma vistun og
88.341króna á ári miðað við 8 tima vist-
un.
Skólanefnd hefur lagt tO að systk-
inaafsláttur verði tekinn upp i dag-
gæslu. Jafhframt bendir nefndin á að
ef veita á 22% afslátt frá því að lengsta
mögulega fæðingarorlofi (9 mánuðir)
lýkur þurfi að auka við fjárhags-
ramma næsta árs um kr. 700.000 að lág-
marki.
Á fundi skólanefndarinnar kom
einnig til afgreiðslu erindi frá fióram
aðilum sem fóra fram á að Akureyrar-
bær greiddi niður laun „aupair" fyrir
þá sem hafa valið að vera með
„aupair" í stað dagmóður. Skóianefhd
hafnaði þessu erindi þar sem nægjan-
legt framboð væri af plássum hjá dag-
mæðrum og auk þess félli slík þjón-
usta, sem hér um ræðir, ekki undir
reglugerð um daggæslu í heimahúsum.
-gk
Vilja sérstaka
markaðsskrifstofu
Meirihluti ferðaþjónustuaðila á
Norðurlandi eystra hefur áhuga á að
efna til samstarfs um sérstaka mark-
aðsskrifstofu fyrir svæðið. Þetta kem-
ur fram í könnun sem Ferðamálasetur
íslands hefur unnið fyrir Ferðamáia-
samtök Norðurlands eystra og kynnt
var á Akureyri í gær. Fram kemur í
þessari könnun að ferðaþjónustuaðilar
á svæðinu telja að slík skrifstofa muni
hafa jákvæð áhrif á sýnileika fýrir-
tækja þeirra. Margir sýndu því áhuga
að leggja fé í þessa skrifstofu og taka
þátt í að stofna hana og reka en þó
virðist það almennt skilyrði að fyrir-
tækin vilja að sveitarfélögin taki líka
þátt í fiármögnuninni. Sama viðhorf
var hjá þeim fulltrúum sveitarfélag-
anna sem rætt var við, þ.e. þeir telja að
sveitarfélögin hafi ekki áhuga á þátt-
töku nema ferðaþjónustuaðilar leggi
sitt af mörkum.
Flestir vilja að hlutverk Markaðs-
skrifstofu Norðurlands verði að móta
sameiginlega stefnu í ferðamálum fyr-
ir allt svæðið í samvinnu við hags-
munaaðila, ásamt markhópagreiningu
og almennri markaðssetningu á þeirri
þjónustu sem í boði er. Af öðram hlut-
verkum sem lagt er til að verði á
starfssviði skrifstofunnar má nefna: að
aðstoða hagsmunaaðila við að setja
saman, samræma og markaðssetja við-
burði innan svæðisins; að mynda
tengsl við upplýsingamiðstöðvar og
samræma upplýsingagjöf til ferða-
manna; að hvetja til nýsköpunar i
ferðaþjónustu á svæðinu; og að setja
saman ferðir, finna markhópa og
markaðssetja í samvinnu við hags-
munaaðila.
25. október - 4. nóv.
ÚTILÍF
GLÆSIBÆ
Sími 545 1500 • www.utilif.is
Líflegt í göngugötunni
Feröamenn sem heimamenn spóka sig á göngugötunni á Akureyri.
• Skíði • Skór
• Bindingar • Stafir
• Skíðafatnaður
• og margt fleira
( brettadlagar)
á sama tíma
Aðeins í Smáralind
Héraðsdómur Norðurlands eystra:
Bónusvídeó dæmt til
að borga hálfa milljón
Héraðsdómur Norðurlands eystra
hefur gert Bónusvideói að greiða
ungri konu ríflega hálfa milljón
króna vegna vangoldinna vinnu-
launa.
Vídeóland á Akureyri var á síð-
asta ári selt fyrirtæki í Reykjavík
sem rak það í stuttan tíma áður en
Bónusvídeó keypti fyrirtækið. Bón-
usvídeó sagði starfsfólkinu upp
störfum og fékk konan sem höfðaði
málið greidd laun til 9. september á
síðasta ári en uppsagnarbréf í hend-
ur 12. september.
Konan höfðaði málið til greiðslu
launa á uppsagnarfresti ásamt or-
lofi og desemberuppbót á þeim for-
sendum að allar skyldur vinnuveit-
enda hafi færst milli aðila við sölu
fyrirtækisins. í vörninni var þvi
hins vegar haldið fram að kaupin
hafi einungis náð til tækja, tóla,
áhalda og lagers Vídeólands en ekki
til rekstursins.
Dómurinn taldi hins vegar engan
vafa leika á að kaupin hefðu einnig
náð tii rekstursins og dæmdi því
Bónusvídeó til að greiða konunni
531.453 krónur auk dráttarvaxta og
200 þúsund króna málskostnaðar.
-gk