Dagblaðið Vísir - DV - 30.10.2001, Side 15
ÞRIÐJUDAGUR 30. OKTÓBER 2001
15
ÐV
Fréttir
Á slóðum landnámsmanns í Ölfusi:
Ingólfsfjallið lætur undan
stórvirkum vinnuvélum
mikil sjónmengun eftir áralangan námugröft
IngólfsQaU í Ölfusi er talið kennt
við landnámsmanninn Ingólf Arnar-
son. í Landnámabók er sagt að
Ingólfur hafi haft vetursetu undir
fjallinu þriðja vetur sinn hér á landi
og er fjallið talið bera nafn hans síð-
an. Þetta merkilega fjall er farið að
láta mjög á sjá hin síðari ár vegna
gríðarlegs malarnáms í suðaustur-
hlíðum fjallsins. Framan í fjallinu
er vinsæl gönguleið upp hlíðina.
Vegna malartekjunnar telja menn
þessa leið hins vegar beinlínis
orðna hættulega og óttast er að hún
verði brátt ófær sökum malarnáms-
ins.
Mikil sjónmengun
Af malarnáminu í Ingólfsflalli er
mikil sjónmengun sem sést víða að.
Mikið og stórt sár er í fjallshlíðinni
sem blasir við vegfarendum sem
leið eiga um þjóðveginn. Þykir þetta
til marks um að oft er sótt í nauð-
synlegt malarefni meira af kappi en
forsjá. Malarnáman liggur reyndar
sérlega vel við góðum samgöngu-
leiðum. Skýrir það líklega staðarval
námunnar líkt og varðandi fleiri
námur, svo sem í Þrengslum og víð-
ar.
í ®
; :v
Vy.'iOW *
"• ‘KV* ' V":. ’ 'Í'-J
r;.v-jW'- 4 * ’jás
■ /:•
j ' 1 '•■ • ' s '
■ )
DV-MYNDIR HARI
Gönguleið á barmi hengifiugs
Námugröftur undir Ingólfsfjalli er farinn aö höggva nærri vinsælli gönguleiö upp á fjalliö. Er svo komiö að fólk veigrar
sér viö að fara þessa leiö, enda má ekkert út af bregöa svo menn hrapi ekki tugi metra fram afstálinu.
Fjórði hluti
Ingólfsfjall er 551 metri að hæð
yfir sjó. Það er hömrum gyrt á þrjá
vegu með mjög bröttum hlíðum.
Rjallið er að mestu úr móbergi, en
með hraunlögum inn á milli sem
mest eru áberandi neðst og efst.
Talið er að fjallið hafi myndast um
miðja síðustu ísöld, en það er tengt
Grafningsfjöllum með Grafnings-
hálsi sem gengur út úr norðvestur-
hlið Ingólfsfjalls. Yfir hálsinn er
reyndar þekkt reiðleið frá Álfta-
vatni norðaustan Ingólfsfjalls um
Grafningsháls og niður Æðagil að
sunnanverðu.
Undir Arnarnípu, rétt norðan við
þjóðveg númer eitt við suðvestur-
horn flallsins, er mjög sérkennileg-
ur grár og áberandi klettamúli sem
heitir Silfurberg. Þar mun um
bólstraberg að ræða sem líklega hef-
ur myndast í eldgosi undir þykku
ísfargi. í þessum móbergsmúla er
talsvert af ljósum holufyllingum.
Austan við þennan múla er malar-
náman. Rétt sunnan þjóðvegarins
sunnan Silfurbergs er annað þekkt
kennileiti sem ber nafnið Kögunar-
hóll. 'Er það sannarlega nafn með
rentu, því af hólnum sést vel yfir
undirlendið í Ölfusinu.
Talið er að í lok síðustu ísaldar
hafi Ingólfsfjall verið sæbrattur
höfði og hafi ágangur sjávar skapað
hinar bröttu hlíðar. Síðar hefur
• • - ~y>k .
*■ :.vrv *
•'»■. Á.-5vf-'-'t ... ý
r'|V
- ■ r |
Náman í Ingólfsfjalli
Búiö er aö fjarlægja gríðarlegt magn af möl úr námunni. Er námubotninn nú víöa tugum metra fyrir neöan upphaflegt
yfirborð.
samspil jökla, eldgosa og árfram- gríðarlegt magn af nothæfu malar- áberandi staði og Ingólfsfjall óneit-
burðar fyllt uþp landið í Ölfusinu efni. Því hlýtur það að vekja spurn- anlega er. -HKr.
þar sem áður var opinn flói. Víst er ingar um hvort bráð nauðsyn sé á Heimild: Landiö þitt ísland.
því að víða á Suðurlandi er að fmna að höggva óbætanleg skörð í jafn
Kennt viö Ingólf Arnarson
Talið er aö landnámsmaðurinn Ingólfur Arnarson hafi haft vetursetu undir Ing-
ólfsfjalli sinn þriðja vetur á Islandi. Hann yröi líklega forviöa í dag ef hann
mætti líta hverju mennirnir hafa áorkað í aö grafa út landiö þar sem hann
rölti um fyrir meira en þúsund árum.
Silfurberg undir Arnarnípu
Sérkennilegir klettabólstrar eru viö suövesturhorn Ingólfsfjalls. Þarna er horft
til austurs í átt aö malarnámunni.
Jón Ingi
Sæsarsson.
Akureyri:
Uppstilling hjá
Samfylkingunni
„Við erumbúin að slapa uppstill-
ingamefnd sem á að stilla upp i öll
sæti listans og á að hafa lokið störfum
í janúar,“ segir
Jón Ingi Sæsars-
son, formaður
Samfylkingarfé-
lagsins á Akur-
eyri, um framboðs-
mál flokksins
vegna bæjarstjóm-
arkosninganna i
vor.
Jón Ingi segir
að á félagsfundi
um helgina hafi
verið skipuð 5 manna uppstillingar-
nefhd sem Þorgerður Þorgilsdóttir
veiti formennsku. Nefhdin mun gang-
ast fyrir skoðanakönnun meðal félags-
manna og í framhaldi af henni skipa
frambjóðendum í sæti listans.
I kosningunum á Akureyri árið 1998
var boöinn fram Akureyrarlisti sem að
stóðu Alþýðubandalag, Alþýðuflokkur
og Kvennalisti. Listinn fékk tvo bæjar-
fulltrúa kjöma, þau Ásgeir Magnússon
og Oktavíu Jóhannsdóttur og hafa þau
setið í meirihluta bæjarstjórnar með 5
fulltrúum Sjálfstæðisflokksins. Þau Ás-
geir og Oktavia em bæði í Samfylking-
unni og segist Jón Ingi reikna með að
þau muni gefa kost á sér í efstu sæti á
lista fyrir kosningamar í vor. -gk
Vinstri grænir, Akureyri:
Vinnan
gengur vel
„Við emm að vinna okkar málefna-
vinnu og það má segja að sú vinna
gangi vel,“ segir Kristín Sigfúsdóttir
hjá Vinstri grænum á Akureyri, en VG
hefur lýst yfir að
flokkurinn muni
bjóða fram sinn
eigin lista við bæj-
arstjómarkosning-
arnar í vor.
Kristin segist
ekki búin að
ákveða hvort hún
gefi kost á sér í eitt
afefstu sætumlist-
ans, en hún hefur
Kristín
Sigfúsdóttir.
verið sterklega orðuð við efsta sætið.
„Ég reikna siður með því að verða í
framboði en það er þó ekki útilokað,"
segir Kristin.
Hún segist reikna með því að ein-
hvers konar könnun eða val verði gert
um frambjóðendur og fari það ein-
göngu fram meðal flokksmanna.
Hvaða endanlega aðferð verði hins
vegar notuð við lokaröðun á listann sé
hins vegar ekki ákveðið. „Okkur ligg-
ur ekki mjög mikið á með þetta en
erum að vinna af krafti að öðrum mál-
um og það er margt áhugasamt fólk
sem vill taka þátt í þeirri vinnu,“ seg-
ir Kristín. -gk
Þrír diskar
væntanlegir
Þann 19. nóvem-
ber sendir Björk
Guðmundsdóttir frá
sér þrjá DVD-diska
en þeir eru frá
þrennum tónleikum
sem teknir vom upp
á þremur stöðum.
Fyrsti diskurinn var
tekinn upp af tón-
leikum hennar í Shephard Bush árið
1997 sem vom lokatónleikar hennar til
kynningar á plötunni „Post“. Annar
diskurinn inniheldur upptökur af tón-
leikum hennar í Cambridge en það vom
lokatónleikar hennar fyrir kynningu á
plötunni „Homogenic". Þriðji diskurinn
sýnir Björk órafmagnaða á tónleikum
árið 1994 sem teknir vom upp fyrir tón-
listarstöðina MTV. -DVÓ