Dagblaðið Vísir - DV - 30.10.2001, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 30.10.2001, Blaðsíða 4
Fréttir ÞRIÐJUDAGUR 30. OKTÓBER 2001 I>V Skoðanakönnun DV um afstöðu kjósenda til lögleiðingar fíkniefna: Níu af hverjum tíu andvígir lögleiðingu Ríflega níu af hverjum tíu kjósendum eru andvígir lögleið- ingu flkniefna samkvæmt skoð- anakönnun DV sem gerð var á miðvikudagskvöld í liöinni viku. Umræða um lögleiðingu flkniefna skýtur reglulega upp kollinum en samkvæmt þessum niðurstöðum er þjóðin í engum vafa um afstöðu sína til þessa umdeilda máls. í könnuninni var spurt: Ertu fylgjandi eða andvíg(ur) lögleið- ingu fikniefna? Úrtakið var 600 manns, jafnt skipt á milli höfuö- borgarsvæðis og landsbyggðar, sem og kynja. Af öllu úrtakinu voru 6,8 pró- sent fylgjandi lögleiðingu fikni- efna, 90,7 voru andvíg, 14 prósent óákveðin og eitt prósent neitaði að svara. Sé einungis litið til þeirra 97,5 prósenta er tóku af- stöðu gagnvart þessari spurn- ingu voru 7 prósent fylgjandi lög- leiðingu fíkniefna en 93 prósent andvíg henni. Fleiri karlar en konur eru fylgjandi lögleiðingu fíkniefna eða 8,9 prósent karla á móti 5,1 prósenti kvenna. Að sama skapi eru fleiri á höfuöborgarsvæðinu fylgjandi lögleiðingu fíkniefna eða 9,1 prósent þess hóps á móti Ertu fylgjandi eða andvíg(ur) lögleiðingu fíkniefna? Fylgjándi 7% ■ Andvíg m 93% K SKOfiHHiKÖNNUft fyrsya 5 prósentum landsbyggðarfólks. Þegar svör þeirra sem voru fylgjandi lögleiðingu fíkniefna voru greind eftir stuðningi við flokka kom í ljós að meöal þeirra er tæplega helmingur óákveðinn eða svarar ekki spurningunni um stuðning við stjórnmála- flokka. Um fjórðungur þessa hóps segist mundu kjósa Sjálfstæðis- flokkinn og annar fjórðungur segist mundu kjósa Vinstrihreyf- inguna - grænt framboð. Stuðningur við aðra flokka er afar lítill. -hlh Handalögmál á brunastað í Hrísey: Sveitarstjórinn barði slökkviiiðsstjórann - sem var við skyldustörf og íhugar að kæra Kurr er meðal Hríseyinga vegna framgöngu sveitarstjórans þeirra þegar eldur kom upp í gamalli verbúð í eynni aðfaranótt laugardags. Eldurinn í ver- búðinni kom upp á fimmta tímanum um nóttina og var slökkviliðið í eynni þegar kailað á vettvang. Þegar slökkvi- starf stóð sem hæst kom sveitarstjór- inn, Pétur Bolli Jóhannesson, á vett- vang og réðst að slökkviliðsmönnum með skömmum og krafðist þess að slökkvistarfi yrði hætt þegar í stað. DV-MYND: HELGI SIGFÚSSON. Brunnin verbúð Verbúöin í Hrísey stóð niðri viö höfn- ina í eynni og brann hún til kaiára kola. Slökkviliöiö geröi hvaö þaö gat til aö slökkva eldinn þrátt fyrir kröfur sveitarstjórans um annaö. Slökkviliðsstjórinn, Þorgeir Jónsson, kvaðst ekki mundu verða við því - og við þau svör réðst sveitarstjórinn að honum með barsmíðum. „Ég get staðfest að tO handalögmála hafi komið," sagði Þorgeir slökkviliðs- stjóri við DV. Hann sagði að ádeilur sveitarstjórans á sig fyrir að hafa gegnt skyldustörfum sínum við slökkvistarf hefðu svo haldið áfram á laugardegin- um. Þorgeir segist nú vera að hugleiða stöðu sína og það hvort hann myndi kæra framgöngu sveitarstjórans til lög- reglu. „Ég lít þetta mál mjög alvarleg- um augum," sagði Þorgeir. Verbúðin sem brann stóð við höfnina í Hrísey og hafði eiganda hennar, Birgi Sigurjónssyni, verið gert að flylja hana á brott fyrir komandi helgi. Á föstu- dagskvöldinu hafði hann verið að raf- sjóða festingar á vagni sem nota átti til að flytja húsið á. Telja kunnugir að neistar hafi leynst i grassverðinum, sem norðanáttin hafi svo blásið í húsið um nóttina og kveikt í því. Þorgeir slökkviliðsstjóri segir aldrei að vita hvemig farið hefði ef eldurinn í verbúð- inni hefði ekki verið slökktur, eins og sveitarstjórinn vildi. Eldhafið hafi ver- ið talsvert og eldtungumar staðið í átt að olíutönkum sem vom þama skammt frá. Einnig vekur hann athygli á að búnaður sá sem slökkviliðið hafi yfir að ráða sé orðinn gamail - og ekki virðist vera vilji meöal stjómenda sveitarfé- lagsins að bæta úr. Narfi Björgvinsson er oddviti Hrís- eyjarhrepps. Hann sagðist á þessu stigi eiga eftir að ræða við sveitarstjórann og slökkviliðsstjórann til þess að glöggva sig betur á því hver atburðarásin á bmnastað hefði nákvæmlega verið þessa nótt. Meðan svo væri vildi hann ekki tjá sig um málið. „Ég ætla ekki að staðfesta neitt og vil ekki ræða þetta mál,“ sagði sveitarstjór- inn, Pétur Bolli Jóhannesson, þegar DV hafði samband við hann í gær. -sbs Skemmdarfýsn dv-mynd hari Þessa bifreiö varö ökumaöur aö yfirgefa vegna bilunar á Sandskeiöi ofan Reykjavíkur á dögunum. Freistingin reyndist meiri en svo að skemmdarvargar gætu látiö bílinn í friöi. Þeir hafa ekki náöst. Barði dyravörð- inn með skónum Til átaka kom á veitingastaðnum Þórscafé í Reykjavík í nótt og var mað- ur sleginn þannig að sprakk fyrir og þurfti hann að leita á slysadeild. Árásarmaðurinn flúði hins vegar af vettvangi en dyravörður á staðnum veitti honum eftirfór og upplýsti lög- reglu um hvað var að gerast. Leikur- inn barst niður á Grettisgötu en þar hugðist lögreglan handtaka árás- armanninn sem yar í fylgd kærustu sinnar og vina. Árásarmaðurinn var handtekinn en kærastan var ósátt við dyravörðinn og hiut hans í málinu. Veittist hún að honum og sló hann í andlitið með skó sínum þannig að hann þurfti að fara á slysadeild. Kærastan var handtekin og dvaldi kæmstuparið i fangaklefum í nótt.-gk Bjargað úr Bröndugili Slökkviliðið á Akureyri fékk um það beiðni síðdegis i gær að fara til bjargar karlmanni sem hafði farið úr hnjálið þar sem hann var að huga að fé i Bröndugili í Djúpadal í Eyjafjarðarsveit. Kona mannsins kallaði eftir aðstoð og taldi útilokað að koma manninum til byggða öðru- vísi en að bera hann. Fjórir sjúkraflutningamenn ásamt björgunarsveitarmönnum í Dalbjörgu ogf lækni fóru á vettvang en aðstæður reyndust mjög erfiðar. Stórgrýti í bland við lausamöl var á þeirri leið sem bera þurfti manninn en auk þess kolniðamyrkur og vonskuveður með slyddu. Maðurinn var kominn á sjúkra- húsið á Akureyri á niunda tíman- um í gærkvöldi, þremur tímum eft- ir að beiðni um aðstoð barst slökkviliðinu á Akureyri. -gk Þjófaleiðangur á stolnum bíl Brotist var inn í söluturn við Háa- leitisbraut í nótt. Rúða var brotin til að hægt væri að fara inn og var tals- verðu af sælgæti stolið. Lögreglan stöðvaði bifreið ekki þarna langt frá skömmu síðar. í henni voru þrjú ungmenni og einnig sælgætið sem stolið hafði verið úr söluturninum. í ljós kom þegar haft var samband við eiganda bifreiðar- innar að henni hafði verið stolið. Ungmennin voru handtekin og vist- uð í fangaklefa í nótt. Að sögn lögreglu var talsverður er- ill i nótt og má nefna að maður sem stöðvaður var á bifeið sinni við hefð- bundið eftirlit skömmu eftir mið- nætti var með í fórum sínum bæði flkniefni og landa. Hann var færður á lögreglustöð til yfirheyrslu. -gk V«ðnA i kvoht Sólarlag i kvöld 17.17 16.53 Sólarupprás á morgun 09.08 09.01 Síftdegisflóö 17.36 22.09 Árdegisflóft á morgun 05.52 10.25 Skýrináar á vetÁurtákuutn ^Y^VINDÁTT 10°,------HITI l) 15 40° ■VINDSTYRKUR %FR0ST í metrum á sekúndu HOÐSKÍRT 3fc> t> €>0 LÉTTSKÝJAD HÁLF- SKÝJAD ALSKÝJAÐ SKÝJAÐ Kólnar í kvöld Norðanátt, 10 til 15 m/s austan til en hægari um landiö vestanvert. Slydda eða snjókoma norðaustan til, slydda- eöa snjóél norvestan til en víða léttskýjað á sunnanveröu landinu. Minnkandi noröanátt og úrkomulítið í kvöld. Kólnandi veöur. RIGNING ÉUAGANGUR SKÚRIR RRUIYHJ- VEDUR SIYDDA SNJÓKOMA SKAF- ÞOKA RENNINGUR Víöa hálka á vegum í morgun var hálka á vegum á Vestfjöröum, Norðurlandi og Austurlandi, einkum á heiðum. Ófært var um Öxarfjarðarheiði en jeppafært um Lágheiöi en þar var skafrenningur, einnig um Hellisheiöi eystri en þar var óveður í morgun. Suðaustan og suðvestan Á morgun verður suöaustan 8 til 13 m/s meö súld eða rigningu og 1 til 5 stiga hita allra vestast en annars hæg suövestlæg eða breytileg átt, léttskýjað og frost 0 til 7 stig, kaldast á norðausturhorninu. Vindur: ( 10-20 „vi-V. Hiti 2° til 6° S 13 til 18 m/s og rignlng snemma um morguninn en síftan SV10 tll 15 og skúrlr sunnan- og vestanlands en fer aft létta tll á Norftausturlandi. NV15 tll 20 m/s á norftausturhornlnu en annars V og NV 10 til 15. Snjó efta slydduél norftan tll en skúrir sunnan tll. Kftlnandl veftur. k Hiti 5° tit 0' Vinciur: 5—10 m/a Hæg breytlleg átt og él sunnan tll en skýjaft meft köflum á norftanverfiu landlnu. Frost 0 til 5 stlg. VtHlriA, mm AKUREYRI BERGSSTAÐIR BOLUNGARVÍK EGILSSTAÐIR KIRKJUBÆJARKL. KEFLAVÍK RAUFARHÖFN REYKJAVÍK STÓRHÖFÐI BERGEN HELSINKI KAUPMANNAHÖFN ÓSLÓ STOKKHÓLMUR ÞÓRSHÖFN ÞRÁNDHEIMUR ALGARVE AMSTERDAM BARCELONA BERLÍN CHICAGO DUBLIN HALIFAX FRANKFURT HAMB0RG JAN MAYEN LONDON LÚXEMBORG MALLORCA MONTREAL NARSSARSSUAQ NEW YORK ORLANDO PARÍS VÍN WASHINGTON WINNIPEG rigning slydda rigning léttskýjaö léttskýjaö rigning léttskýjaö léttskýjað skúrir rigning rigning skýjaö skúrir léttskýjað rigning léttskýjað hálfskýjað þokumóöa alskýjað hálfskýjaö heiðskírt léttskýjaö skýjaö skýjað snjókoma þokumóöa þokumóöa þokumóöa léttskýjaö skýjað skýjað alskýjaö þokumóöa skýjað heiðskírt skýjaö 1 0 4 3 2 2 2 1 6 6 11 8 10 6 6 22 15 14 13 9 14 2 11 14 -1 13 10 14 4 -3 13 17 11 15 3 2

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.