Dagblaðið Vísir - DV - 30.10.2001, Qupperneq 12
12
Útlönd
ÞRIÐJUDAGUR 30. OKTÓBER 2001
I>V
REUTER-MYND
IVIilosevic samur viö sig
Stobodan Milosevic var forhertur
sem fyrr þegar hann kom fyrir stríös-
glæpadómstólinn í Haag í gær.
Milosevic baun-
aði enn á stríðs-
glæpadómstól SÞ
Slobodan Milosevic, fyrrum
Júgóslavíuforseti, lýsti enn á ný fyr-
irlitningu sinni á stríðsglæpadóm-
stól Sameinuðu þjóðanna í Haag í
gær þegar honum voru birtar enn
fleiri ákærur. Hann neitaöi að lýsa
afstöðu sinni til ákæranna sem
hann sagði tilbúning einan.
Milosevic kom í gær fyrir réttinn
í þriðja sinn frá því hann var flutt-
ur til Haag í júní. Saksóknarar út-
víkkuöu ákæruna á hendur Milos-
evic vegna átakanna í Kosovo og er
honum nú einnig gefið að sök að
bera ábyrgð á kynferðislegu ofbeldi.
Þá var hann ákærður fyrir að
standa fyrir aðgerðum gegn öðrum
en Serbum í Króatíu 1991 til 1992.
Ákæra vegna stríðsins í Bosníu er
væntanleg i næstu viku.
Fyrsta miltis-
brandssýkingin
í New York
Þrjú ný miltisbrandstilfelli komu
upp í Bandaríkjunum um helgina og
er eitt þeirra talið mjög alvarlegt.
Þar er um að ræða 61 árs gama konu
sem er starfsmaður sjúkramóttöku í
New York og liggur hún þungt hald-
in á Lennox Hill sjúkrahúsinu eftir
að hafa fengið bakteríuna í lungun.
Hún er fyrsta fórnarlambið sem ekki
vinnur við fjölmiölun eða hjá pst-
þjónustunni og er fyrsta fórnarlamb-
ið sem greinist með sjúkdóminn í
New York. Þar með hafa fimmtán
miltisbrandstilfelli greinst í Banda-
ríkjunum, þar af níu þar sem um al-
varleg smit er að ræða. Hinir tveir
sem greindust um helgina eru báöir
starfsmenn póstþjónustunnar í New
Jersey og mun ekki um alvarleg til-
felli að ræða.
Flóttabarn í Pakistan
Flóttamannahjálp Sameinuöu þjóöanna
hefur beðið stjórnvöld í Pakistan um aö
vísa fióttafólkinu ekki úr landi.
SÞ biður Pakist-
ana um hjálp
Yfirmenn flóttamannahjálpar SÞ
hafa ítrekað skorað á pakistönsk
stjórnvöld að skjóta skjólshúsi yfir þá
afgönsku flóttamenn sem þegar eru
komnir yfir landamærin til Pakistans
og hætta þegar við að vísa þeim til
baka til Afganistans. „Þaöan flýði
fólkið í ofboði vegna stöðugra loft-
árása Bandaríkjamanna á landið og
einnig vegna hræðslu við að talibana-
stjórnin þvingaði það til herþjón-
ustu,“ sagði Ruud Lubbers, yfirmaður
flóttamannahjálparinnar sem var á
ferð í Pakistan um helgina.
Bandarísk yfirvöld gefa út viðvörun:
Varað við yfirvof
andi hryðjuverkum
John Ashcroft, dómsmálaráðherra
Bandaríkjanna, varaði í gær banda-
rísku þjóðina við hugsanlegum
hryðjuverkaárásum á allra næstu
dögum. Þetta kom fram á skyndilega
boðuðum fréttamannafundi sem ráð-
herrann hélt seinni partinn í gær og
sagði hann bandarísku leyniþjónust-
una hafa haldbærar sannanir fyrir
því að þjóðin gæti orðið fyrir ein-
hvers konar aðgerðum hryðjuverka-
manna i vikunni og ákallaði stjórn-
völd og borgara um að vera í „bráðri
viðbragsstöðu". Hann gat þó ekki
sagt nákvæmlega hvar eða hvenær
búist væri við aðgerðum, en sagði þó
að yfirvöld kjamorkumála, orku- og
umhverfismála og flutningamála
væru í viðbragsstöðu.
Þetta er í annað skipti síðan í
árásunum þann 11. september, sem
slík aðvörun er gefrn út, en sú fyrri
var gefin út þann 11. október sl. Þá
gerðist ekkert, en að sögn Roberts
Muller, yfirmanns alríkislögreglunn-
John Ashcroft
John Ashcroft, dómsmálaráöherra
Bandaríkjanna, varaöi í gær banda-
rísku þjóöina viö hugsanlegum hryöju-
verkaárásum á næstu dögum.
ar, gæti viðvörunin hugsanlega kom-
ið í veg fyrir aðgerðir hryðjuverka-
hópa. „Við verðum að halda vöku
okkar og ekki sofa á verðinum þó nú
sé hlé á hryðjuverkum.
Grunur okkar er byggður á upp-
lýsingum um að al-Qaeda hryðju-
verkasamtök Osama bin Ladens
hyggi á hefndir fyrir loftárásimar í
Afganistan og leggi hart að stuðn-
ingshópum sínum að heíja aðgerðir
hið fyrsta,“ sagði Muller, sem bætti
við að viðvörunin hefði verið send
til átján þúsund lögregluumdæma.
Aðeins um það bO klukkustund
eftir fundinn í gær var Boeing 757
farþegaflugvél frá flugfélaginu Amer-
ican Airlines, á flugleiðinni frá New
York til Dallas, snúið tO Dulles-flug-
vallar í Washington, eftir að
sprengjuhótunarbréf hafði fundist
um borð, en um borð í vélinni var
141 farþegi auk átta manna áhafnar.
Engin sprengja mun þó hafa fund-
ist í vélinni við nánari rannsókn.
REUTER-MYND
Maradona sýnir húöflúr
Argentínski knattspyrnusnillingurinn Diego Armando Maradona hitti Fidel Castro Kúbuleiötoga í Byltingarhöllinni í
Havana í gær og sýndi honum húöflúr á leggjum sér, myndir af sjálfum byltingarleiötoganum Castro og Che Guevara.
Maradona notaöi tækifæriö og kenndi Castro gamla hvernig fara á með boltann. Vel fór á meö þeim félögum.
*
Israelski herinn farinn frá Betlehem:
Bandaríkjamenn þrýsta
á frekari brottflutning
ísraelskir skriðdrekar og her-
menn hafa enn nokkra bæi Palest-
ínumanna á norðanverðum Vestur-
bakkanum á valdi sínu, þrátt fyrir
þrýsting frá nánasta bandamanni
ísraels, Bandaríkjamönnum, um að
kalla allar hersveitir sínar heim
þegar í stað.
Stjórnvöld í Washington fógnuðu
því í gær að ísraelar skyldu hafa
kaOað heim aUa hermenn sína frá
Betlehem, fæðingarstað frelsarans,
og nágrannabænum Beit Jala þar
sem hvað hörðustu bardagarnir
hafa verið frá því ísraelsmenn
héldu inn á heimastjórnarsvæðin
fyrir tæpum tveimur vikum.
Bandaríkjamenn ítrekuðu hins
vegar kröfu sína um að ísraelskir
hermenn færu burt frá öllum bæj-
REUTER-MYND
Arafat í Róm
Yasser Arafat, forseti Palestínu-
manna, hittir páfann í Róm í dag.
um sem voru herteknir eftir að
palestínskir skæruliðar myrtu
hægrisinnaðan ísraelskan ráðherra
þann 7. október.
„Við viljum að þessi brottflutn-
ingur hefjist og haldi áfram daglega.
Við viljum að hann verði fram-
kvæmdur þegar í stað,“ sagði Ric-
hard Boucher, talsmaður banda-
ríska utanríkisráðuneytisins. Israel-
ar hafa þó ekki í hyggju frekari
heimkvaðningu.
Bandaríkjamönnum er mjög í
mun að hlé verði á átökunum mOli
ísraela og Palestínumanna svo þeir
geti haldið ótrauðir áfram baráttu
sinni gegn talibönum og hryðju-
verkamönnum í Afganistan, án þess
að þurfa að sitja undir kvörtunum
frá arabaríkjum.
Musharraf hitti Brahimi
Pervez Musharraf,
hæstráðandi í
Pakistan, hitti Lak-
hdar Brahimi, sér-
legan fulltrúa SÞ fyr-
ir Afganistan, í
Islam-abad í morgun.
Tvímenningamir
ræddu leiðir til að
mynda breiða samsteypustjórn tO að
taka við stjórnartaumunum í Kabúl
þegar talibanar verða farnir frá.
Flugvél snúið af ieið
Farþegaþotu á leið frá New York
til DaUas var beint tU Washington í
gær vegna hótunar. Ekkert grun-
samlegt fannst við leit í vélinni.
Flóttamönnum bjargað
Ástralski sjóherinn bjargaði 229
flóttamönnum áður en bátur þeirra
sökk skammt frá Jólaey í gær.
Breskir músiímar falla
Fjórir breskir múslímar og einn
Bandaríkjamaður, sem taldir eru
vera af pakistönskum uppruna, hafa
faUið í loftárásunum á Afganistan.
Mennirnir tilheyrðu róttækum sam-
tökum múslíma.
Fallast á fundarstað
Stjórnvöld í Suður-Kóreu hafa
fallið frá andstöðu sinni við að
halda fund með Norður-Kóreu-
mönnum á orlofsstað norðan
landamæra ríkjanna.
Blair í áróðursherferð
Tony Blair, for-
sætisráðherra Bret-
lands, ætlar í dag
að reyna að ná yfir-
höndinni í áróðurs-
stríðinu sem háð er
samhliða lofthern-
aðinum á Afganist-
an með því að
minnast þeirra sem fórust í hryðju-
verkaárásunum á Bandaríkin í sið-
asta mánuði. Vaxandi gagnrýni gæt-
ir á hernaðinn.
Gefa sér fjórtán mánuði
Stjórnvöld á Bretlandi og Spáni
ætla að gefa sér fjórtán mánuði til
að komast eitthvað áleiðis í að leysa
ágreining sinn um Gíbraltar, klett á
Suður-Spáni sem Bretar ráða.
Havel lagður aftur inn
Vaclav Havel Tékk-
landsforseti sneri aft-
ur tO sjúkrahúss í
Prag í gær tO að
halda áfram meðferð
við þrálátri berkju-
bólgu. Forsetinn fékk
útivistarleyfi á
sunnudag til að geta
verið viðstaddur opinbera athöfn þá
um kvöldið.
Chavez fordæmir
Hugo Chavez, forseti Venesúela,
fordæmdi í gær mannfall meðal
óbreyttra borgara í loftárásum
Bandaríkjamanna á Afganistan.
Chavez hvatti til að bundinn yrði
endi á það sem hann kaUaði „dráp á
saklausum borgurum".
Bróðir neitar tengslum
Hálfbróðir Osama bin Ladens
neitaði í gær að hafa nokkur fjár-
hagsleg tengsl við manninn sem
grunaður er um að hafa staðið fyrir
hryðjuverkaárásunum á Bandarík-
in í síðasta mánuði.